Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ < Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Þúsund ára afmælis kristnitöku á íslandi verður minnst í Útskálakirkju á morgun, sunnudag, kl. 13.30. Hátíðin er tileinkuð séra Sigurði B. Sívertsen sem m.a. stofnaði einn þriggja elstu barnaskóla á landinu í Garðinum. Safnadarstarf Sívertsenhátíð í Garðinum á sunnudag ÚTSKÁLASÓKN minnist 1000 ára afmælis kristnitöku á íslandi, með því að halda sérstaka hátíð nk. sunnudag, 19. marz . Hátíðin er sam- starfsverkefni Útskálasóknar og Gerðahrepps og hefst með hátíðar- guðsþjónustu í Útskálakirkju kl. 13.30. Að lokinni messu eða um kl. 14.30 verður kaffisamsæti í sam- komuhúsinu. Hátíðin er tileinkuð séra Sigurði Br. Sívertsen, en hann þjónaði Út- skálakirkju frá 1837 til 1887. Árið 1871 stóð sr. Sigurður fyrir byggingu Útskálakirkju, því húsi sem enn stendur og gaf margt góðra muna til kirkjunnar, auk þess sem hann gaf mikið fé til byggingarinnar. Hann stofnaði bamaskólann í Garði, sem er einn þriggja elstu barnaskóla á land- inu, sem starfað hafa frá stofnun, en skólinn er 128 ára á þessu ári. Sr. Sig- urður lét margt fleira gott af sér leiða, því m.a. styrkti hann fátæk böm og unglinga til náms og lagði stund á lækningar meðal sóknar- bama sinna. Eftir sr. Sigurð liggur mikið af skrifuðum heimildum, m.a. Suður- nesjannáll, sem fjallar um ýmsa við- burði s.s. árferði, aflabrögð, mann- tjón o.m.fl. Einn sérstakur atburður í lífi sr. Sigurðar lifir enn í hugum fólks, enda enn til n.k. minnisvarði um þann atburð. Þannig var að Sr. Sigurður var á leið heim til sín frá Keflavík, að kvöldi dags 22. janúar 1876, en þar hafði hann skírt barn, skall þá á ofsaveður og varð prestur- inn viðskiia við fylgdarmann sinn og lét fyrirberast yfir nóttina í heiðinni fyrir ofan Leiru. Um morguninn er hann fannst, var hann með rænu og nokkru fjöri. Þakkaði hann Guði líf- gjöfina og sagði að sér hefði fundist eins og tjaldað væri yfir sig. Stuttu síðar lét hann hlaða vörðu á þeim stað sem hann fannst og höggva 9. vers úr 4. Davíðssálmi í stóra steinhellu, sem sett var í vörðuna. Fyrir rúmum 20 ámm fundu þeir Ragnar Snær Karls- son og Hjörtur Magni Jóhannsson (síðar Útskálaprestur) vörðuna. Hell- an lá þá eins og á grúfu þar hjá og veltu þeir henni við og var letrið þá iillæsilegt vegna mosa. Ragnar fór aftur á staðinn um veturinn og setti snjó í letrið og gat þá lesið versið. Eiga þeir félagar þakkir skildar fyrir framtakið, því nú geta þeir sem áhuga hafa, gengið að vörðunni og orðið vitni að því mikla trúartrausti sem felst í þessu verki sr. Sigurðar Br. Sívertsen. Það er ósk þeirra, sem að hátíðinni standa, að sem flestir sjái sér fært að vera viðstaddir þennan viðburð og minnast um leið 1000 ára afmælis kristnitöku á Islandi. Kristni- og endurvígsluhátíð á Reyðarfirði Hixm 19. mars nk. verður haldin kristnihátið á Reyðarfirði. Hefst há- tíðin með hátíðarmessu í Reyðar- fjarðarkirkju kl. 14. Um leið verður kirkjan endurvígð eftir umfangsmikl- ar gagngerar endurbætur að innan og stækkun ásamt tengingu við safn- aðarheimili. Þegar safnaðarheimilið var byggt við kirkjuna og vígt 1994 var jafnframt steyptur kór, sem síðar átti að opna þegar tímar liðu og efni rýmkuðust. A síðasta hausti var í það verk ráðist og fenginn til þess Jón Kristinn Beck trésmíðameistari á Reyðarfirði ásamt flokki vaskra manna. Margt hefur á þessum tíma verið unnið bæði innandyra og utan ásamt viðbyggingu við safnaðarheim- ili, en sjón er sögu ríkari. Við upphaf hátíðarmessu verður gengið í prós- essíu í kirkju með kirkjugripi og mun vígslubiskupinn í Skálholtsstifti, herra Sigurður Sigurðarsson, endur- vígja kirkjuna. Sóknarprestur mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt biskupi. Kór kirkjunnar syngur undir stjóm organistans Gillian Haworth og munu hljóðfæraleikarar, nemend- ur og kennarar annast m.a. undirleik og syngja einsöng. Að athöfn í kirkju lokinni verður kaffisamsæti í safnað- arheimilinu. Kaffiveitingar í boði sóknamefndar og Kvenfélags Reyð- arfjarðar. Að auki verður boðið upp á tilheyrandi dagskrá, tónlist, söng og talað mál. Til að minnast kristnitöku verða m.a. settar upp sýningar í safn- aðarheimilinu og gefur þar að líta sýnishom af handverki nemenda gmnnskóla Reyðarfjarðar, gert í þemaviku um kristnitöku sl. haust. Þá er þar farandsýning, Kirkjur á Austurlandi, sett saman af Pétri Sör- enssyni, ljósmyndara, að tilstuðlan Kristnitökuhátíðamefndar á Austur- landi. Síðast en ekki síst er mynda- sýning, ágrip af sögu Hólmasóknar, tilurð fríkirkju og stofnun Eskifjarð- ar- og Reyðarfjarðarsókna, myndir af prestum sem þjónað hafa frá miðri 19. öld. Síðast talda sýningin er fram- lag menningamefndar Fjarðabyggð- ar til kristnihátíðar í prestakallinu og unnin í samstarfi við Hilmar Bjama- son, safnvörð á Eskifirði, Minjasafn Austurlands og Pétur Sörensson, ljósmyndara. Verður fólki gefinn kostur á því að njóta hennar a.m.k. fram eftir ári. Sóknarprestur, Davíð Baldursson. Undirbúnings- samkoma sunnudagaskóla Hafnarfjarðar á Þingvöllum í vetur hafa verið starfræktir sunnudagaskólar á vegum Hafnar- fjarðarkirkju í kirkjunni sjálfri og í Hvaleyrarskóla. Ráðgert er að fara með öll sunnudagaskólabömin og foreldra þeirra til Þingvalla sunnu- daginn 26. mars þar sem haldin verð- ur kristnitökuhátíð fyrir þau. Á morgun, sunnudaginn 19. mars, verður undirbúningssamkoma fyrir Þingvallaferðina í Hásölum Hafnar- fjarðarkirkju. Hefst samkoman kl.ll. Allir sem tekið hafa þátt í sunnudaga- skólum vetrarins á vegum Hafnar- fjarðarkirkju era velkomnir, bæði böm og fiillorðnir. Allir leiðtogar taka þátt, en prestur er sr. Þórhallur Heimisson sem einnig verður leið- sögumaður til Þingvalla þann 26. mars. Námskeið um lofgj prðartónlist í Islensku Kristskirkjunni Haldið verður námskeið um lof- gjörðartónlist í kristilegu starfi dag- ana 20.-23. mars. Það era meðlimir World Wide Worship Band sem hing- að koma frá Little Rock í Arkansas undir stjóm Mark og Carrie Tedder. Þau hafa 12 ára reynslu af því að starfa í Evrópu og halda slík nám- skeið. Námskeiðið er haldið í sam- starfi nokkurra kirkna, sem vilja efla og styrkja slík námskeið. Námskeiðið er í samstarfi nokk- urra kirkna, sem vilja efla og styrkja lofgjörð í söfnuðum sínum, og er öll- um opið sem áhuga hafa. Kennt verð- ur um: almenna lofgjörð, persónu- lega lofgjörð, blandaða lofgjörð, hefðbundna tónlist og tónlist dagsins í dag, notkun ásláttarhljóðfæra, það að vinna með söngfólki, leiða lofgjörð o.fl. Námskeiðið er haldið í Islensku Ki’istskirkjunni mánudag, miðviku- dag og fimmtudag, en í Fríkirkjunni Veginum á þriðjudag og hefst kl. 19.30 öll kvöldin. Námskeiðsgjald er 500 kr. fyrir hvert einstakt kvöld, en 1500 fyrir öll kvöldin fjögur. Kvöldmessa í Grensáskirkju Á morgun, sunnudagskvöldið 19. mars, verður kvöldmessa í Grensás- kfrkju og hefst hún kl. 20. Lagt er upp úr því að móta andrúmsloft kyrrðar og hlýju. Messuform er allt mjög einfalt og sungnir léttir sálmar við píanóundirieik. Orð Guðs er boð- að og við komum í bæn fram fyrir Drottin okkar. I þessari kvöldmessu verður einnig altarisganga. Að messu lokinni gefst tækifæri til að fá sér kaffisopa eða safa. í lok helgar er tilvalið að eiga slíka stund áður en erill hversdagsins tekur aftur við daginn eftir. Komum því í hús Drottins til samfélags við hann og hvert annað. Sr. Ólafur Jóhannsson. Heimsókn fólks af sambýlum í Hafnarfirði Sunnudaginn 19. mars nk. kl. 15.00-17.00 mun heimilisfólk á sam- býlum í Hafnarfirði eiga samvera- stund í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. María Eiríks- dóttir kennari sér um hana ásamt sr. Gunnþóri Ingasyni, sóknarpresti. Settur verður upp helgileikur í leik- rænni tjáningu. Sagt verður frá Tojohiko Kagawa, einum mesta vel- gjörðarmanni Japana. Boðið verður upp á hressingu, djús, kaffi, kökur og sælgæti, og tekið þátt í Taizemessu kl.17.00, sem er stutt helgistund er einkennist af látlausum og einföldum Bænasöngvum. Hátíðamessa, sýning, aftan- söngur og erindi í Langholtskirkju Sunnudaginn 19. mars verður há- tíðamessa kl. 11 í Langholtskirkju. Er hún liður í hátíðahöldum vegna 1000 ára kristnitökuafmælis á ís- landi. Sungin verður hátíðamessa skv. Grallara Guðbrands biskups Þorlákssonar frá 1594,og verður hún að hluta til sungin á latínu. Kór Lang- holtskirkju syngur undir stjóm Jóns Stefánssonar. Ekkert orgel var notað á þessum tíma og svo verður ekki á sunnudaginn. Ólafur Skúlason bisk- up predikar. Sr. Kristján Valur Ing- ólfsson þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti og djákna. Lesið verður upp úr biblíunni sem Guðbrandur biskup gaf út 1584 og sungið úr sálmabók Guðbrands frá 1589. Aft- ansöngur verður á laugardag kl. 18. Á sunnudagsmorgun og fram yfir hádegi verður sýning í Langholts- kirkju á myndum af handritum úr stofnun Árna Magnússonar sem og á bókum frá því um 1600. Miðvikudag- inn 22. mars kl. 18 heldur dr. Einar G. Jónsson, vísindamaður hjá Árna- stofnun, erindi í Langholtskirkju og fjallar þar um Guðbrand biskup. Langholtskirkja er helguð minningu Guðbrands biskups, en árið 1984, þegar Langholtskirkja var vígð, voru liðin 400 ár frá því Guðbrandsbiblía var gefin út. Kristni- og endurvígsluhátíð á Reyðarfírði Á morgun 19. mars verður haldin kristnihátíð á Reyðarfirði. Hefst há- tíðin með hátíðarmessu í Reyðar- fjarðarkirkju kl. 14. Um leið verður kirkjan endurvígð eftir umfangsmikl- ar gagngerar endurbætur að innan og stækkun ásamt tengingu við safn- aðarheimili. Þegar safnaðarheimilið var byggt við kirkjuna og vígt 1994 var jafnframt steyptur kór, sem síðar átti að opna þegar tímar liðu og efni rýmkuðust. Á síðasta hausti var í það verk ráðist og fengin til þess Jón Kristinn Beck trésmiðameistari á Reyðarfirði ásamt flokki vaskra manna. Margt hefur á þessum tíma verið unnið bæði innandyra og utan ásamt viðbyggingu við safnaðarheim- ili, en sjón er sögu ríkari. Við upphaf hátíðarmessu verður gengið í prós- essíu í kirkju með kirkjugripi og mun vígslubiskupinn í Skálholti, herra Sigurður Sigurðarson, endurvígja kirkjuna. Sóknarprestur mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt biskupi. Kór kirkjunnar syngur undir stjóm organistans Gillian Haworth og munu hljóðfæraleikarar, nemend- ur og kennarar annast m.a. undirleik og syngja einsöng. Að athöfn í kirkju lokinni verður kaffisamsæti í safnaðarheimilinu. Kaffiveitingar í boði sóknamefndar og Kvenfélags Reyðarfjarðar. Að auki verður boðið upp á tilheyrandi dagskrá, tónlist, söng og talað mál. Til að minnast kristnitöku verða m.a. settar upp sýningar í safnaðarheimil- inu. Kaffiveitingar í boði sóknar- nefndar og Kvenfélags Reyðarfjarð- ar. Að auki verður boðið upp á tilheyrandi dagskrá, tónlist, söng og talað mál. Til að minnast kristnitöku verða m.a. settar upp sýningar í safnaðar- heimilinu og gefúr þar að líta sýnis- hom af handverki nemenda grann- skóla Reyðarfjarðar, gert í þemaviku um kristnitöku sl. haust. Þá er þar farandsýning, kirlqur á Austurlandi, sett saman af Pétri Sörenssyni, ljós- myndara, að tilstuðlan Kristnitöku- hátíðamefridar á Austurlandi. Síðast en ekki síst er myndasýning, ágrip af sögu Hólmasóknar, tilurð fríkirkju og stofnun Eskiijarðar- og Reyðar- fjarðarsókna, myndir af prestum sem þjónað hafa frá miðri 19. öld. Síðast talda sýningin er framlag menning- amefndar Fjarðabyggðar til kristni- hátíðar í prestakallinu og unnin í samstarfi við Hilmar Bjamason, safnvörð á Eskifirði, Minjasafn Aust- urlands og Pétur Sörensson, ljós- myndara. Verður fólki gefinn kostur á því að njóta hennar a.m.k. fram eft- fr ári. Sóknarprestur, Davíð Baldursson. Kirkjudagur safnaðarfélags Asprestakalls Áriegur Kii-kjudagur safnaðarfé- lags Ásprestakalls er á morgun, 19. mars. Um morguninn verður barna- guðþjónusta í Áskfrkju kl. 11 og síðan guðþjónusta kl. 14. Garðar Thor Cortes syngur einsöng, sóknarprest- ur predikar og kirkjukór Áskirkju syngur undir stjórn Kristjáns Sig- tiyggssonar organista. Eftir guðþjónustuna og fram eftir degi verður kaffisala í safnaðarheim- ili Áskirkju. Allur ágóði af kaffisölu kirkjudagsins rennur til fram- kvæmda við kirkjuhúsið og til öflunar kirkjumuna en kirkjudagurinn hefur lengi verið einn helsti fjáröflunardag- ur safnaðarfélags Ásprestakalls. Eins og jafnan á kirkjudaginn verða glæsilegar veitingar á boðstól- um og vona ég að sem flest skólaböm og velunnarar Áskirkju leggi leið sína til hennar á sunnudaginn og styðji starf safnaðarfélagsins. Bifreið mun flytja íbúa dvalarheimila og annarra stærstu bygginga sóknarinnar að og frá kirkju. Ami Bergur Sigurbjörnsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Barna- og unglingakórinn ásamt hljómsveit flytur söngleikinn Líf og friður í kirkjunni laugardag og sunnudag kl. 17. Stjómendur: Sigríður Ása Sig- urðardóttir og Öm Amarson. Bama- samkoma sunnudag kl. 11. Umsjón: Sigríður Kristín, Öm og Edda. Einar Eyjólfsson. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 12.30. Sýnd verður danska gaman- myndin „Mor kommer hjem“ með ís- lenskum texta. Fram verður borin tvíréttuð máltíð. Þátttaka tilkynnist í síma 511-1560 kl. 10-12 og 16-18 til föstudags. Allir velkomnir Fríkirkjan Vegurinn. Fjölskyldu- hátíð kl. 11, fögnuður og gleði í húsi drottins. Léttar veitingar eftir sam- komuna. Samkoma kl. 20. Gleði, lausn og frelsi. Michael A Cotten predikar. Allfr hjartanlega velkomn- ir. Boðunarkirkjan. Hlíðarsmára 9, Samkoma kl. 11. I dag er Steinþór Þórðarson með predikun og einnig með biblíufræðslu. Samkomunum er útvarpað beint á Hljóðnemanum FM 107. Á laugardögum starfa bama- og unglingadeildir. Súpa og brauð eftfr samkomuna. Allir velkomnir. Á morgun, sunnudag, kl. 17 er 9. hluti 10 vikna námskeiðis í Damelsbók. leiðbeinandi dr. Steinþór Þórðarson. Námskeiðið kostar ekkert. Daníels- bók er útvarpað beint á Hljóðneman- um Fm 107. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skólikl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjóm- andi Elín Jóhannsdóttir. Útskálakirkja. Sameiginlegur kirkjuskóli sóknanna í Garði. Farið verður í rútu frá safnaðarheimilinu Sandgerði kl. 13 að samkomuhúsinu í Garði þar sem nemendur Gerðaskóla sýna airakstur þemadagana. Kálfatjarnarsókn. Munið kirkju- skólann laugardag 18. mars kl. 11:00, í Stóra-Vogaskóla. Foreldrar velkomnir með bömum sínum. Prestarnir KEFAS, Dalvegi 24. Samkoma í dag kl 14. Ræðumaður Björg R Páls- dóttir. Þri.: 21 mars bænastund kl 20:30. Mið.: 22 mars, samverustund unga fólksins kl 20:30. Föst.: 24 mars bænastund unga fólksins kl 19:30. Hjálpræðisherinn: Kl. 13. Laugar- dagsskóli fyrir krakka. Hvitasunnukirkjan Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11, ræðumaður Hreinn Bemharðsson. Almenn sam- koma kl. 16.30, umsjón „Menn með markmið" sem er karlastarf kirkjunnar. Ungbama- og barna- kirkja fyrir eins til 12 ára böm meðan á samkomu stendur. Allir hjartan- legavelkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.