Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 69 FÓLK í FRÉTTUM Púkinn og húsmóð- irin hjartagóða Ljósmynd/Friðrik Öm Samúel (Eggert Þorleifsson) er leiðtogi sértrúarsafnaðar og Steingerð- ur (Margrét Ákadóttir) er saklaus húsmóðir. I kvikmyndinni Fíaskó er mikið um litríkar persónur sem allar virð- ast vera að leita að ást- ---------------7---------- inni. Margrét Akadóttir leikur húsmóður sem elskar trúarleiðtoga sér- trúarsafnaðar. Eggert Þorleifsson leikur trúar- leiðtogann sem elskar sjálfan sig. Birgir Örn Steinarsson átti nægi- lega ást til að deila með þeim báðum. í SÍÐASTA hluta kvikmyndarinnar Fíaskó mætir ein minnsta og sak- lausasta sál kvikmyndasögunnar mannandskota sem er forstöðu- maður og leiðtogi sértrúarsafnaðar. Steingerður, leikin af Margréti Ákadóttur, er skilningsrík með ein- dæmum og ætti skilið doktorsgráðu úr húsmæðraskólanum fyrir ein- staka hæfni sína og vilja á þeim sviðum. Samúel, leikinn af Eggerti Þorleifssyni, er eigingjarn maður sem hefur náð að mynda sér heilt sólkerfi veraldlegra nautna þar sem hann situr í hásæti sólguðsins. Hans rétta eðli brýst samt fram í hausverkjum þunnra morgna þegar hin veraldlegu gæði gærkvöldsins eru runninn af honum. Þá vantar hann vana húsmóður á heimilið til að taka til í húsi sínu sem hefur eyru og vorkunn til að hlýða á aumkunarvert hjal sitt. Þar kemur Steingerður til sögunnar og virðast þau með nær óhugnanlegum hætti ná saman á þennan hátt. Gæti þetta verið lykill hins fullkomna sambands? Trúarleiðtoginn Samúel „Mér finnst það alveg með ólík- indum hvað fólk trúir á svona vit- leysinga í sértrúarsöfnuðum,“ segir Eggert spurður um heilagleika Samúels. „Ég held að það sé bara fólk sem er eitthvað reikult og leit- andi í lífinu sem sækir svona sam- komur. En þarna er þó fólk sem er tilbúið að hjálpa því og samkom- urnar eru á vissan hátt nær fólki, hversdagslegri og auðskiljanlegri en hjá svartstökkunum í kirkj- unni.“ Samúel er predikari með sýndar- mennskubrjálæði sem minnir einna helst á bandaríska „sjónvarps- skemmtikrafta-verkamenn" sem við þekkjum öll af kristinlegu sjónvarpsstöðvunum. „Ég held að þeir vinni ekki mikil kraftaverk, ekki nema það sé kraftaverk að vinna hylli fólks og peninga," segir Eggert ákveðinn. Ætli Samúel eigi sér einhverja fyrinnynd úr íslensku samfélagi? „Ég veit það ekki. Ekki eins og ég lék hann. Hann er miklu meira í ætt við Benny Hinn.“ Maður hefði haldið að trúarleiðtogi eins og Sam- úel er væri búinn að finna lífsham- ingjuna. „Er einhver hamingjusam- ur í þessari mynd?“ spyr Eggert undrandi á svip. Steingerður hin einfalda „Ég gef mér að hún beri til hans sterkar tilfinningar og henni finnst hann vera stórkostlegur leiðtogi. Hún á bágt með að trúa nokkru illu upp á hann og á erfitt með að láta hann gjalda fyrir það að gera mis- tök því henni finnst hann svo merkilegur." Þannig lýsir Margrét Ákadóttir sambandi Samúels og Steingerðar. „Ég held samt að Samúel sé ósköp samviskulaus karlmaður sem er ekkert óskaplega spenntur fyiir Steingerði. Hann er meira fyrir ungar næturstúlkur." Steingerður trúir því eflaust að vinnuaðferðir Drottins séu mönn- um óskiljanlegar og óbrjótandi um- burðarlyndi hennar er tilbúið að horfa fram hjá göllum Samúels. Hún aðstoðar hann í einu og öllu í þeirri blindu trú að hér sé um vilja Guðs að ræða, þrátt fyrir að Sam- úel þurfi að losa sig við lík nektar- dansmeyjar sem liggur í nuddpotti hans. „Hún er ekkert að dæma hann fyrir það að skemmta sér með næturklúbbastúlku. Eins og svo margar góðar konur gera. Þær vilja ekki gera karlmennina ábyrga fyrir mistökunum. Það eru náttúru- lega konurnar sem eru að freista þeirra í líki djöfulsins,“ útskýrir Margrét kaldhæðnislega. Samúel ristir djúpt inn í sálarlíf Steingerðar og ímynd hans hverfur sjaldan úr huga hennar. „Ég held að þetta sé einhver lotning, en hún er mjög hrifin af honum og hana langar í hann. Ég held að Steing- erður sé bara alltof saklaus og vernduð kona til þess. Hún er kannski ekki með villta kynóra í tengslum við Samúel. Ég held að henni hljóti að finnast slíkt syndsa- mlegt,“ útskýrir Margrét glettilega að lokum. ---------------------------------------------- .ýí/i nœlisþ akki r Innilegar þakka ég þeim, sem komu tilfagnaðar í safnaðarheimili Bústaðakirkju á 80 ára afmœli mínu 4. mars sl. Einnig kœrar þakkir mínar til allra, sem með gjöfum, skeytum, símtölum og heimsóknum gerðu mér daginn ógleymanlegan. Gcefa og hamingja fylgi ykkur. Svanfríður Örnólfsdóttir. s % Júlíu. Björn: Hilmar er venjulegur strák- ur að mörgu leyti og það getur reynd- ar verið erfitt að leika venjulega menn. En mér fannst í flestum tilfellum skemmtilegt að leika þessa persónu, en það er langt frá því að vera alltaf skemmtilegt. Ég var ekki í besta skapi í heimi þegar ég var rennandi blautur og allsber að reyna að halda einbeitingu. Jafnvel hangandi utan í bryggju í Reykjavíkurhöfn. Meira að segja í stúdíóinu vai’ skítkalt og mér var eiginlegt kalt alla myndina og það er það sem ég man mest eftir; að vera kalt.“ Silja: Skítkalt á nælondruslum... Björn: En það er nú bara þannig að þegar maður er að gera bíó á íslandi, þá er maður alltaf að drepast úr kulda. Björn: Hilmar myndi gjarna vilja vera með Júlíu, en ég held að það sé ekki gott fyrir hana. Hún er að ganga í gegnum þetta tímabil í lífinu, þegar maður lærir af mistökunum. Silja: Já, hún gerir það þarna, mis- tökin sem hún gerir voru henni sár og tóku mjög á hana. Hún er því ákveðin í að læra af þeim og er sjálfsagt núna í lýðháskóla í Noregi að finna sig eftir þessa miklu leit. Björn: Hún er með miklu eldri gæjum sem era ekkert sniðugir íyrir hana. Gulli verður alltaf undirtylla og það verður ekkert úr Hilmari. Kannski að hann opni vídeóleigu í Njarðvíkum þegai’ hann verður fer- tugur. Júlía þarf einhvern sem hent- ar henni betur þegar hún er búin að finna sig sjálfa. Silja: Það verður ekki strax. Kannski í Fíaskó 3... /sí/aAja/asL www.litla.is Funahöfoa 1 - Sími 587 7777- Fax 587 3433 Til sölu fullbreyttur lúxusjeppi Toyota Land Cruiser VX 4.2 dísel turbo, intercooler, árg. 1994, sjálfsk., leðurinnr., sóllúga, mjög góð hijómflutningstæki, gps, 2 sfmar, talstöð o.fl., 38" breyttur (1999), álfelgur, aukatankur, aukarafkerfi, spil, o.fl., d-grænn, ek. 111 þ. km, innfl. af umboði. Verð 4.400 þús. stgr. Hillusamstæða kr. 34.900.-stgr. F0CUS hillusmstæður fúst bæði í beyki og kirsuberjuvið Opiðídagfrákl. 10-14 □□□□□[!] HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVlKURVEGI 66 HAFNARFIRÐI SlMI 565 4100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.