Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 51 UMRÆÐAN Merkilegt menningarstarf „Það er varla hægt að hugsa sér betri fulltrúa fyrir land sitt og menn- ingu en syngjandi æskufólk. Þannigfórust Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta orð þegar Drengjakór Laugarneskirkju, undir stjóm Rolands Tumer, hélt í sína fyrstu utan- landsferð árið 1992, þá aðeins tveggja ára gam- all. Þessi orð eiga ekki síður við í dag þegar drengjakórinn fagnar 10 ára afmæli sínu. Það á vel við á þessu menningarári, árið 2000, þegar hróður Reykjavíkur og landsins alls berst víða, að minnast þess merka starfs sem unnið er hjá þessum „yngsta kirkjukór" landsins. Á þeim tíu ámm sem liðin em frá stofnun kórsins hafa um 150 drengir á aldrinum 6-20 ára lagt honum lið. Þeir hafa stillt saman strengi sína með miklum glæsibrag, hlotið þjálfun í raddbeitingu, nótnalestri og tón- heym og sungið óheyrilegan fjölda af lögum, andlegum jafnt sem verald- legum. Þar hljóma Bach og Beethoven, Mozart og Musorgskij og textar jafnt frá Kol- beini Tumasyni sem Þórbergi Þórðarsyni. Það má því með sanni segja að í kómum fari fram mikilvægt uppeld- is- og menningarstarf sem krefst einbeitni og aga, vinnusemi og stundvísi um leið og það fræðir og fóstrar og vekur yndi og áhuga. Kórinn hefur sungið sig inn í hjörtu lands- manna, sungið fyrir for- seta og fósturjörð, í kirkjum og kontómm, á tónleikum og á götum úti, í sjónvarpi og útvarpi. Hann hefur einnig sungið sem glæst- ur fulltrúi lands síns í Danmörku, Sví- þjóð, Englandi og Bandaríkjunum þar sem hann vann til þrennra gull- verðlauna. I sumar liggur svo leiðin til Austurríkis, „Mekka drengjakór- anna“. Kórinn hefur einnig gefíð út tvo geisladiska með söng sínum. Það er sannarlega ekki lítið starf sem liggui- eftir Drengjakór Laugames- Tímamót Það á vel við á þessu menningarári, árið 2000, segir Guðfínna Ragn- arsdóttir, að minnast þess merka starfs sem unnið er hjá þessum „yngsta“ kirkjukór landsins. kirkju þegar litið er til þeirra tíu ára sem kórinn hefur starfað. Æskan og framlag hennar til listar og menningar vill oft gleymast eða raðast í annan flokk. Þessu þarf að breyta og hefja störf unga fólksins til vegs og virðingar eins og það á skilið. Því fátt er mikilvægara hverri þjóð en hlúa vel að æskufólkinu og hrósa því sem vel er gert. Með því að halda því góða og fallega á lofti sköpum við fyr- irmyndir sem öllum em svo nauðsyn- legar, ekki síst þeim sem em að feta sín fyrstu spor. Einkunnarorð kórs- ins hafa frá upphafi verið þrjú: „Syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar, og leika sér eins og böm.“ Innan þessa ramma hafa 150 drengir í Drengjakór Laugames- kirkju vaxið og dafnað með list, aga og leik í mátulegum hlutföllum sér og þjóð sinni til yndis og ánægju. Jón Ásgeirsson segir í Mbl. 18. desember 1998: „Einn af athyglisverðustu kór- um landsins er tvímælalaust Drengjakór Laugameskirkju og undir stjóm Friðriks S. Kristinsson- ar hefur kórinn eflst... og ljóst er að Drengjakór Laugameskirkju hefur náð þeim áfanga að teljast einhver at- hyghsverðasta uppeldisstofnun á sviði söngs, sem starfar hér á landi.“ Um leið og ég óska kómum til hamingju með 10 ára afmælið og minnist ótal ánægjustunda með drengjunum hvet ég alla til að styðja við bakið á þessu merka uppeldis- og menningarstarfí og minni á afmælis- tónleika kórsins laugardaginn 18. mars næstkomandi. Höfundur er menntaskólakennari og fyrrverandi stjórnannaður í foreldrafélagi kórsins. Guðfínna Ragnarsdóttir iS % afsláttur r Rafknúin farar- tæki, vetnisrafal- ar eða rafgeymar í LJÓSI þess, að sú hugmynd virðist vera að komast á kojipinn, að vetnisvæða Island, hvað svo sem það merkir, finn ég mig knúinn til að setja nokkrar línur á blað. Vetni er ekki orku- gjafi þar sem það fyr- irfinnst sjaldan óbund- ið í náttúmnni, heldur þarf orku til að vinna það úr samböndum. Þeir vagnar, sem hugmyndin er að flytja hingað til landsins, em í raun rafknúin farar- tæki. Þeir ganga fyrir rafmagni, sem kemur frá vetnisraf- ölum (fuel cells). Við skulum líta á hvernig það raf- magn er fengið. Orka Vinnsla á vetni með raforku er mun meira orkukrefjandi, segir Gísli Júlfusson, en með öðrum aðferðum, svo sem úr lífmassa, olíu eða gasi. Vetnið er unnið úr vatni með raf- greiningu, og þarf um það bil 3,3 kílówattstundir af rafmagni til að vinna 1 kílówattstund af vetni. Það merkir að nýtnin er um 30%. Síðan er þetta vetni notað til að vinna raf- magn í vetnisrafala, sem sam- kvæmt bestu vitneskju hefur um 50% nýtni. Það merkir, að 2 kíló- wattstundir af vetni þarf til að fá 1 kwst af rafmagni til að knýja raf- hreyfil í strætisvagninum. Þannig að nýtnin á rafmagninu, sem notað er, er um 15%. Vinnsla á vetni með raforku er mun meira orkukrefjandi en með öðrum aðferðum, svo sem úr líf- massa, olíu eða gasi. Berum þetta saman við vagn, sem nýtir rafgeyma. Nýtni á hleðslutækjum er nú um 75%, og nýtni rafgeyma um 75%, og verður heildarnýtnin þá um 56%. Þegar notaðir eru rafgeymar, eru rafhreyflarnir notaðir sem rafalar til að hemla, og hlaða þeir þá inn á rafgeymana, og einnig til að hlífa hemlunum. í tilraunum, sem hafa farið fram í Mendrisio í Sviss síð- astliðin 5 ár, er reynsl- an sú, að með því að nýta endurvinnsluna frá hreyflunum, verð- ur meðalnýtnin 76%. Á þennan hátt reiknast mér til, að með því að nota vetni á vetnisrafala í stað þess að nota rafmagn á raf- geyma, þurfi að vinna 5-falt meiri raforku. Þetta er því ekki mjög umhverf- isvænt miðað við notkun rafgeyma, þar sem virkja þarf fimmfalt meira. Ég hef áður skrifað um, að raf- geymaknúnir strætisvagnar séu orðnir þróaðir og notaðir víða. Einnig eru þeir mun ódýrari en vetnisknúnir. Þróun á rafgeymum og hleðslu þeirra er þannig, að þá má hlaða upp í 50% á 5 mínútum og 80% á 15 mínútum. Einnig hefur það komið í ljós, að geymarnir endast mun bet- ur við hraðhleðslu. Það ætti því ekki að valda nein- um vandræðum að halda góðri hleðslu allan daginn með vel dreifð- um hleðslustöðvum. Notkun rafbíla er talin henta vel aðilum, sem þurfa flota af bílum, sem ekki þurfa að aka langar vega- lengdir daglega, svo sem veitum sveitarfélaga, pósti ofl. í Mendrisio, þar sem 200 bílar hafa ekið 1 milljón kílómetra, hefur komið í ljós, að rafbíllinn takmark- ar ekki hreyfanleika notenda. Þrátt fyrir mjög fjöllótt landslag og kulda á vetrum er orkunotkun aðeins einn þriðji miðað við venjuleg farartæki. Þær upplýsingar, sem koma fram hér, eru að mestu fengnar úr tíma- ritinu „Electrical & Hybrid vehicle technology", 97, 98 og 99, og riti frá TUV Bayern Group. Höfundur er rafmagnsverk- fræðingur. Gísli Júlíusson Hafðu , hraðana með Olívettí prenturum og faxtækjum Smith & Norland eykur enn vöruval sitt og býður nú Olivetti prentara og faxtæki sem eru afkastamikill og traustur búnaður. ítölsk hönnun eins og hún gerist best. Bjóðum einnig gott úrval af Fujitsu Siemens tölvum. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • Fax 520 3011 • www.sminor.is fKorgimMfifeíifo AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 VH> mbl.is Netfang: augHSmbl.is allta/= errrntSAO /vÝm AFSLÁTTUR AF TRIUMPH UNDIRFATNAÐI Ivmpíi Kringlunni 8-12 sími 553 3600 -#f TILB0Ð I MARS á tjöruhreinsi fyrir bíla Jákó sf. sími 564 1819 Auðbrekku 23 Nettoú<c ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Innréttingar Frí teiknivinna og tilbobsgerb I Friform | HÁTÚNI6A (í húsn. Fðnix) SÍMI: 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.