Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sambýlis- maður, afi og langafi, JÓN G. ARNÓRSSON, Krókahrauni 12, Hafnarfirði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 15. mars. Hallgrímur Jónsson, Margrét Dóra Jónsdóttir, Sveinn Friðfinnsson, Guðmundur Jónsson, Ruth Árnadóttir, Sigurður J. Jónsson, Dagný Guðjónsdóttir, Gunnar Jónsson, Þórunn Kristín Sverrisdóttir, Kristín Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR BACHMANN, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 16. mars. Birgir Bachmann, Þórunn B. Jónsdóttir, Hörður Bachmann, Auður Kjartansdóttir, Gísli Bachmann og barnabörn. t Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, ÁSTA TÓMASDÓTTIR, Hvassaleiti 56, Reykjavík, lést þriðjudaginn 7. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Gfsli Gíslason, Sigrún Halldórsdóttir, Ásta Gísladóttir, Halldór Hrafn Gíslason, Jóhanna Ýr Jónsdóttir, Heba Sigríður Kolbeinsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, tengdasonur og afi, INGI R. HELGASON hæstaréttarlögmaður, Hagamel 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. mars nk. kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Samtök um byggingu tónlistar- húss og Krabbameinsfélag íslands. Ragna M. Þorsteins, Álfheiður Ingadóttir Sigurmar K. Albertsson, Ragnheiður Ingadóttir, Steinunn Ásmundsdóttir, Stefán I. Bjarnason, Eyrún Ingadóttir, Birgir E. Birgisson, Ingi Ragnar Ingason, Eva Rún Þorgeirsdóttir, Jóhanna S. Þorsteins, Magnús Ingi, Ingi Kristján og Áslaug Ragna. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÞORMÓÐS KARLSSONAR. Halla Jóhannsdóttir, Karl B. Guðmundsson, Anna Karlsdóttir, Ómar Hannesson, Auður Karlsdóttir, Sigurður Þór Hafsteinsson, Jóhann Ármann Karlsson, Hildur Ómarsdóttir, Rúnar Ómarsson, Karl Bergmann Ómarsson. GISSUR GUÐMUNDSSON + Gissur Guðmun- dsson frá Suður- eyri í Súgandafírði fæddist í Vatnadal 22. mars 1907. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 8. mars síðast- liðinn. Gissur var son- ur hjónanna Herdísar Þórðardóttur frá Vatnadal neðri, f. 23.12. 1872, d. 30.8. 1942, og seinni manns hennar Guð- mundar Júlíusar Pálssonar frá Sveins- eyri í Tálknafirði, f. 31.7. 1859, d. 13.6. 1935. Gissur ólst upp hjá fósturforeldrum sín- um, Sigríði Þorbjarnardóttur og manni hennar, Halldóri Birni Frið- rikssyni. Hálfsystkini Gissurar frá fyrra hjónabandi Herdísar og Ma- ríasar Þórðarsonar voru Jóhannes Gísli, Helgi, Þórður og Maríasína. Alsystkini hans voru Sigríður Helga, Páll Janus, Kristín Þór- laug, Guðmundur Hermann, Ástr- áður, Gunnar, Kristján, Salberg og Jóhanna. Þau eru öll látin. Eft- irlifandi systkini eru Ástríður og Þórður Finnbogi. Hinn 15.7. 1933 kvæntist Gissur Guðmundu Ingibjörgu Friðberts- dóttur, f. 31.8. 1908, d. 28.6. 1961. Hún var dóttir Friðberts Guð- mundssonar frá Laugum, útgerð- armanns og hreppsljóra, og Elínar Þorbjarnardóttur frá Suðureyri. Börn Gissurar og Guðmundu eru: 1) Halldóra Sigríður, f. 23.8. 1932, maki Óskar Helstad, dóttir hennar Liija Kolbrún Högnadóttir, börn Óskars eru Per Kristian og Ann Karen. 2) Þorbjöm, f. 8.6. 1934, maki Dagrún Kristjánsdóttir, börn; Elín, Sigríður, Guðmunda og Kristbjörg, fyrir átti Þorbjöm Jó- Mig langar svo að spyrja: „Manstu?“ Mig langar svo að spyija „manstu“ fyrir svo margt sem við mögulega gætum rifjað upp saman. Heimsóknirnar þínar vestur í Stykkishólm, hvað ég hlakkaði alltaf til þegar þú kæmir og hve stolt ég var af þér þegar þú sást spássera um bæinn með hattinn þinn. „Þetta er hönnu Guðrúnu og Dagrún Liljar Svein Hreiðarsson. 3) Guð- mundur Júlíus, f. 23.9. 1935, maki Hildur Ottesen, börn Gissur og Ólafur; Eyjólfur, látinn. Fyr- ir átti Hildur Ásdísi Birnu Ingadóttur. 4) Herdís, f. 20.2. 1937, maki Július Arnórs- son, böm Hafþór, Guðmunda Ingi- björg, Brynjar og Linda Björk. 5) Elín, f. 2.3. 1938, maki Barði Theodórsson, börn Ingi- björg, Theodór og Helga. 5) Sess- elja Hulda, f. 9.10. 1943, maki Alf Halle, börn Allan, Lilja Maria og Linda. 6) Sigríður Helga, f. 9.10. 1943, maki Páll Bjarnason, börn Helga Lilja, Hulda Björk, Stefán Þór og Kjartan. 7) Jóhanna Guð- rún, f. 19.10. 1949, maki Már Hin- riksson, börn Óðinn og Bryndís Björk. Fyrir átti Jóhanna Rakel Sveinsdóttur. Bamabarnabörn Gissurar eru 43 talsins og bama- barnabarnaböm fjögur. Gissur lærði húsasmíði í Reykja- vík og vann við það mestan hluta starfsævi sinnar í sinni heima- byggð. Hann var meðhjálpari í Suðureyrarkirkju og sinnti jafn- framt ýmsum nefndar- og trúnað- arstörfum. Hann rak verslun í nokkur ár, bæði á Suðureyri og í Reykjavík. Hann var húsvörður hjá Öryrkjabandalagi Islands síð- ustu starfsár sín. Kveðjuathöfn fór fram í Foss- vogskirkju fímmtudaginn 16. mars kl. 10.30. Jarðsett verður frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 18. mars og hefst athöfnin klukk- an 14. hann afi minn,“ sagði ég stolt þá sem lítil hnáta, jafn stolt og ég var síðan alltaf af þér. Við hliðina á mér núna horfi ég á mynd af okkur saman, bústin og skellihlæjandi, við höfðum skipst á höttunum okkar, þú varst með dömuhattinn minn og ég gamla og góða hattinn þinn. Mamma smellti af okkur mynd. Hvað ég vildi GUÐMUNDUR JÖRGEN SIGURÐSSON Guðmundur Jörgen Sigurðs- son fæddist í Sand- prýði á Stokkseyri 3. apríl 1927. Hann lést á heimili sínu Fellsenda í Dala- sýslu 12. mars síð- astiiðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Katrín Krist- insdóttir, fædd á Hömrum í Gríms- nesi 26. júní 1900, d. 27. desember 1961, og Sigurður Sig- urðsson, f. á Stokks- eyri 8. maf 1891, d. 5. október 1937. Systkini Guðmundar: Gyða, húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 16. júní 1928, og Sigurjón Krist- inn, leigubflstjóri, f. 6. septem- ber 1930, d. 13. ágúst 1979.Útför Guðmundar verður gerð í dag frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Stokkseyri. Guðmundur Jörgen frændi minn er dáinn á 73. aldursári. Hann hlaut óvenjulega miklar námsgáfur í vöggugjöf og þrátt fyrir stutta skólagöngu náði hann góðum tök- um á erlendum málum og átti pennavini víða um heim. Eftir skyldunám gekk hann í kvöldskóla hjá sr. Árelíusi Níelssyni, sóknar- gresti. Fljótt varð sr. Árelíus var við þessa hæfileika Guðmundar og fól honum að ann- ast kennslu fyrir sig í forföllum. Ekki auðn- aðist honum að ganga menntaveginn eins og hugur hans hefur ef- laust staðið til. Þar hefur komið til föður- missir og að nokkuð snemma fór að bera á heilsubresti. Hann átti lengi fram eftir ævi heima á æsku- heimili sínu í Bjarna- húsi á Stokkseyri; eftir lát móður sinnar í skjóli systkina og maka þeirra. A seinni árum hefur hann notið aðhlynningar fjarri æsku- stöðvunum og nú síðustu árin á Fellsenda í Dalasýslu. Á þessum stöðum hefur honum liðið vel. Sérstakar þakkir fær Kristín, forstöðukona á Fellsenda, fyrir þá umhyggju sem hann naut þar til hinstu stundar. Nokkur kynni hafði ég af Guðmundi. Sem barn fór ég oft í heimsókn til frændfólksins á Stokkseyri og dvaldi ég þá hjá því í nokkra daga og allt upp í nokkrar vikur, og aldrei féll niður sumarferð þess að Hömrum. Eftir að ég fór að sækja vinnu austur yfir Fjall urðum við oft að ég ætti fleiri þannig myndir af okkur saman, myndir sem fá mig til að brosa og muna þig eins og þú varst, þarna kominn í Nike striga- skóna og heilsan upp á það besta. En ég á svo sem fullt af öðrum myndum af okkur saman, minningarbrotum sem ég sé svo mörg fyrir mér þessa dagana. Eg rifja upp heimsóknirnar í Hátúnið, kíkinn í glugganum þín- um, kapalinn á borðinu, gotteríið í skápnum og skemmtilegu stundirn- ar niðri í búðinni hennar Ellu frænku. Mig langar að spóla til baka og fá að upplifa þessar stundir upp á nýtt, leyfa veröldinni að verða eitt augnablik eins og hún var þá. Fá að spássera með ykkur um hæðirnar í Hátúninu, fá að halda í hendurnar á afa mínum þegar við gengum um gangana eða ég varð feimin við allt hitt fólkið og Ella ekki í nánd. Þegar ég var lítil áttirðu það til að lauma að mér vísu eða ljóðabrotum, ýmist í kortum, gjöfum eða einhverju þvíumlíku. Þetta hef ég frá þér og því gerði ég slíkt hið sama þegar þú varst 85 ára. Þá sagði ég þig besta afa í heimi, sem þú og ert og verður alltaf. Þú varst afinn sem ég kallaði „yfirstrumpinn", titill sem bara ég og þú skildum og ég fann nú síðast á sjúkrahúsinu að þú mundir þetta með mér enn þá. Fórst hálfvegis að hlæja þar sem ég sat og knúsaði þig í eitt af síðustu skiptunum okkar saman. Og mér þótti vænt um að vita að þú mundir þetta með mér, mundir með mér titilinn sem við bjuggum til fyrb- einhverjum árum þegar við töldum það saman að við afkomendurnir þínir vorum orðin yf- ir 70 talsins. I dag erum við yfir 80 talsins og mér finnst það hreint ótrúlegt hvernig þú sem einn maður gast gefið af þér svona mikla ást og útdeilt henni til okkar allra. Elsku afi, mest af öllu langar mig til að knúsa þig aftur, kyssa þig þús- und sinnum þegar við hittumst og aftur þúsund sinnum þegar við kveðjumst, finna vangann og brosið, einlægnina og hlýjuna. Óðruvísi man ég þetta ekki frá því að ég fæddist og öðruvísi á ég erfitt með að hugsa mér þetta áfram. Eg mun halda áfram að sakna þín og þykja vænt um þig, þú verður ávallt yfir- strumpurinn minn og þó í þögulu hljóði verði, veit ég að þú munt heyra það áfram þegar ég segi: Ég elska þig. Þín dótturdóttir, Rakel. samferða með áætlunarbílnum. Stundum tók ferðin heilan dag, jafnvel frá kl. 9 að morgni og fram á kvöld, þegar farin var Krísuvík- urleiðin. Alltaf hafði Guðmundur meðferðis þykkan bunka af erlend- um blöðum og leit varla upp úr þeim allan tímann. Ættrækinn var hann og ég minnist þess ekki að ættingi væri jarðaður án nærveru Guðmundar. Þessum línum fylgja innilegar samúðarkveðjur til ættingja hans og vina. Blessuð sé minning hans. Ingibjörg Tönsberg. Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.