Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Verkefni óbyggða- nefndar og málefni þjóðlendna hafa verið tii umfjöllunar í fjölmiðl- um undanfama mánuði. I þeirri umræðu hefur borið á misskOningi um tvö grundvallaratriði. í ^ fyrsta lagi hafa ýmsir talið að kröfur um þjóð- lendur séu settar fram af óbyggðanefnd. í öðru iagi hefur því verið haldið fram að lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (hér eftir nefnd þjóð- lendulög), nr. 58/1998, feli í sér að menn séu sviptir eign sinni. Ástæða er því til að upplýsa um helstu staðreyndir þessa mikilvæga máls. Hið rétta er að kröfur ríkisins um þjóðlendur eru lögum samkvæmt settar fram af fjármála- ráðherra fyrii’ hönd rík- isins. A vegum fjár- málaráðherra er vinnu- nefnd sem kölluð hefur verið „þjóðlendunefnd" og heflir það hlutverk að undirbúa málið af hálfu ráðuneytisins. Þessari vinnunefnd fjármálaráðherra hefur í opinberri umræðu þráfaldlega verið ruglað saman við óbyggða- nefnd. Auk fjármála- ráðherra, fyrir hönd ríkisins, hafa bændur og aðrir sem telja sig eiga eignarréttarlegra hagsmuna að gæta á svæðinu sett fram kröfur sínar. Óbyggðanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem starfar sam- kvæmt þjóðlendulögum, auk al- mennra stjórnsýslulaga. Nefndar- Óbyggóanefnd Hið rétta er, segir Sif Guðjónsdóttir, að kröf- ur ríkisins um þjóðlend- ur eru lögum sam- kvæmt settar fram af fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins. menn eru þrír og skulu fullnægja skilyrðum til að gegna embætti hér- aðsdómara. Hlutverk óbyggðanefndar er þrí- þætt: 1. Að kanna og skera úr um hvaða land telst tii þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. 2. Að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur. 3.Að úrskurða um dgnarréttindi innan þjóðlendna. Óbyggðanefnd byrjar á því að afmarka það svæði sem til meðferðar er, kallar því næst eftir kröfum fjármálaráðherra og annan-a sem þar telja til réttinda, auglýsir þær, aflar gagna, iætur fara fram málflutning og úrskurðar loks í málinu. I úrskurðinum felst að dregin er „þjóðlendulína" á milli eignarlanda og þjóðlendna, þar sem þær teljast vera fyrir hendi, og kveðið á um rétt- indi einstakiinga og lögaðila innan þjóðlendna, þar á meðal afmörkuð af- réttarsvæði. Þess má geta að ýmsir hafa mis- skilið kort óbyggðanefndar sem sýnir kröfur allra málsaðila í norðanverðri Arnessýslu. Þannig hefur kröfum fjáimálaráð- heira fyrir hönd ríkisins verið ruglað saman við úrskurð óbyggðanefndar, en hann liggur alls ekki fyrir. Úrskurður óbyggðanefndar er endanleg afgreiðsla innan stjómsýsl- unnar og verður því ekki kærður til ráðherra sem æðra stjómvalds. Sá sem ekki vill una úrskurði óbyggða- nefndar getur hins vegar höfðað einkamál fyrir dómstólum innan sex mánaða frá lögformlegri birtingu hans. Þjóðlenda er skilgreind í þjóð- lendulögum sem „landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingai’ eða lögaðilar kunni að eiga þai' takmörk- uð eignarréttindi." í þessari skil- greiningu kemur skýrt fram að þjóð- lendulög gera ekki ráð fyrir að raska eignarlöndum manna. Þjóðlendur era utan eignarlanda. Eignarland er hins vegar skilgi-eint í þjóðlendulögum sem „landsvæði sem er háð einka- eignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignan-áð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma“. Fram að gildistöku þjóðlendulaga vora til landsvæði á Islandi sem eng- inn eigandi var að. Um það vitna þeir dómar Hæstaréttar á liðnum áratug- um sem öðra fremur voru kveikjan að setningu þjóðlendulaganna. Með þjóðlendulögunum var íslenska ííkið lýst eigandi slíkra svæða og þau nefnd þjóðlendur. I greinargerð með framvai-pi til þjóðlendulaganna kemur fram að gert er ráð fyrir að hér sé um að ræða landsvæði sem nefnd hafa verið nöfn- um eins og hálendi, óbyggðir, afréttir og almenningar, allt að því tilskildu að utan eignarlanda sé. Aukin og breytt nýting á slíkum svæðum var talin kalla á skýrar reglur um eignarráð. Nákvæmlega hvaða landsvæði urðu þjóðlendur við gildistöku þjóð- lendulaganna liggur hins vegar ekki fyrir á þessu stigi máls, það skýrist Um óbyggðanefnd og þjóðlendur Sif Guðjónsdóttir AT V IISI M LJ - AUGLÝSINGAR Lúgusjoppa á stór- Reykjavíkursvæðinu óskar eftir að ráða starfskraft. Um er að ræða 70—100% vaktavinnu. Nánari upplýsingar gefur Helgi í síma 696 5885 á milli kl. 8.00 og 12.00 og 14.00 og 16.00 alla virka daga. Háseti óskast Háseta vantar á 300 lesta línuskip, sem frystir aflann um borð. Upplýsingar í síma 420 5700. Vísir hf. HÚSNÆÐI í BO0I Leiguskipti Til leigu rúmgott einbýlishús meðtvöföldum bílskúr á Sauðárkróki í skiptum fyrir húsnæði með bílskúr á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingar í síma 453 5476, Kristín eða Þorvaldur. FUIMOIR/ MANNFAGNAOUR Náttú ru lækni ngafél ag Reykjavíkur, Laugavegi 7, 101 Reykjavík, sími 552 8191 Aðalfundur NLFR Aðalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 25. mars nk. v kl. 14.00. Fundurinn verður haldinn í Þórshöll, Brautarholti 20, 2. hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar í boði félagsins. Stjórnin. íslensk Grafík — Aðalfundur Félagið íslensk Grafík boðar til aðalfundar í húsnæði félagsins íTryggvagötu 15, Reykjavík, föstudaginn 7. apríl kl. 20.00. Dagskrá aðalfundar: * 1. Skýrsla formanns. 2. Ársreikningar. 3. Inntaka nýrra meðlima. 4. Önnur mál. 5. Kosning nýrrar stjórnar. Boðið verður upp á léttar veitingar að góðum sið og að hætti hússins. * Félagsmenn eru hvattirtil að mæta. VERKSTJÓRAFÉLAG REYKJAVÍKUR Aðalfundur Verkstjórafélags Reykjavíkur 2000 verður haldinn í dag, laugardaginn 18. mars 2000, í Hvammi á Grand Hóteli Reykjavík, Sig- túni 38 og hefst fundurinn kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Stjórn Verkstjórafélags Reykjavíkur. UPPBOD NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppbods á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Miðás 19—21, ásamt lóðarr., tækjum, vélum o.fl., Egilsstöðum, þingl. eig. Vökvavélar hf., gerðarbeiöendur Austur-Hérað og Fjárfestingar- banki atvinnulífsins hf., miðvikudaginn 22. mars 2000 kl. 14.00. Lagarbraut 7, norðurendi, Fellabæ, þingl. eig. Herðir hf., fiskvinnsla, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Islenskar sjávarafurðir hf., miðvik- udaginn 22. mars 2000 kl. 16.30. Smárahvammur 2, Fellabæ, þingl. eig. Hrefna Hjálmarsdóttir og Stefán Ásgrímsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 22. mars 2000 kl. 13.30. Spilda úr landi Ekkjufellssels, ásamt vélum, tækjum o.fl., Fellahr., þingl. eig. Herðir hf., fiskvinnsla, gerðarbeiðendur Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins hf. og (slenskar sjávarafurðir hf., miðvikudaginn 22. mars 2000 kl. 16.00. Verkstæðishús v/Vallarveg, ásamt vélum, tækjum o.fl., Egilsstöðum, þingl. eig. Dagsverk efh., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Gúmmívinnustofan ehf„ miðvikudaginn 22. mars 2000 kl. 17.00. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Aðalgötu 7, Stykkishólmi, þriðjudaginn 21. mars 2000 kl. 10.00 á eftirfar- andi eignum: Borgarbraut 6, íbúð 0201, Grundarfirði, þingl. eig. Þorsteinn Bjarki Ólafsson, gerðarbeiðandi ibúðalánasjóður. Brautarholt 21, Snæfellsbæ, þingl. eig. Reynir Jónsson og Margrét S. Ingimundardóttir, gerðarbeiðandi ibúðalánasjóður. Bæjartún 9, Snæfellsbæ, þingl. eig. Vigfús K. Vigfússon, gerðarbeið- andi Samvinnusjóður fslands hf. Helluhóll 9, Snæfellsbæ, þingl. eig. Ársæll Kristófer Ársælsson og Aðalsteina Erla L. Gísladóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður versiunarmanna og Olíufélagið hf. Hraunás 11, hluti, Snæfellsbæ, þingl. eig. Þröstur Kristófersson, gerð- arbeiðandi Ingvar Helgason hf. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 17. mars 2000. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð þeim sjálfum sem hér segir: Hásteinsvegur 45, efri hæð og ris, þingl. eig. Þorvaldur Guðmundsson, gerðarbeiðendur Bifreiðar og landbúnaðarvélar og Búnaðarbanki Islands, Austurstr., miðvikudaginn 22. mars 2000 kl. 14.30. Miðstræti 28, austurendi og miðhluti, þingl. eig. Sigtryggur H. Þrast- arson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga, miðvikudag- inn 22. mars 2000 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 17. mars 2000, Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður. Hraunás 12, Snæfellsbæ, þingl. eig. Magnús Guðmundsson, gerðar- beiðandi Ibúðalánasjóöur. Snæfellsás 7, Snæfellsbæ, þingl. eig. Þorbjörg A. Höskuldsdóttir, gerðarbeiðandi Byko hf. Stekkjarholt 9, Snæfellsbæ, þingl. eig. Þórunn Björg Einarsdóttir og Kristján Björn Ríkharðsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 17. mars 2000. KENNSLA Stangaveiðimenn athugið Nýtt námskeiö í fluguköstum, það síðasta í vetur, hefstsunnudaginn 19. mars. íTBR-húsinu, Gnoðarvogi 1, kl. 20.00. Kennt verður 19. og 26. mars, 2., 9. og 16. apríl. Við leggjum til stangir. Takið með ykkur inniskó (íþróttaskó). Mætið tímanlega. Skráning á staðnum gegn greiðslu. KKR, SVFR og SVFH. tt 11 / i iTBnh ■ ■ I 6 Kmm KmS ImmF ImmJ / imJ S SmmB «m«I KmJ Útboð Grindavíkurbær leitar eftir tilboðum í skóla- húsgögn: Um er að ræða skólahúsgögn í Grunnskóla Grindavíkur, borð og stóla fyrir nemendur, kenn- araborð, húsgögn á kennarastofu og fleira. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofu Grindavíkur, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, frá og með miðvikudegi 22. mars 2000. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en kl. 11.00 þriðjudaginn 4. apríl nk. og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Húsgögn skulu afhent 31. júlí 2000. Bæjartæknifræðingurinn í Grindavíkurbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.