Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG Islandsmeistaramót í Svarta Pétri T’OLFTA íslandsmeistaramótið í Svarta Pétri fer fram á Sólheimum í Grímsnesi í dag, laugardag. Keppni hefst klukkan 15.00 og lýkur um klukkan 17.30. Stjórnandi mótsins verður Edda Björgvinsdóttir leik- kona. Keppt er um titilinn „Islandsmeist- ari í Svarta Pétri“ og veittur er far- andbikar auk fjölda verðlauna. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal. Hlé verður gert á mótinu og mun þá verða boðið upp á pylsur og gos og nokkrir skemmtikraftar troða upp. Eins og áður verða settir saman tveir stokkar af spilum, þannig að eins spil parast (karlkyn-karlkyn og kvenkyn-kvenkyn), allir eiga að hafa tækifæri á að vera með. Aðstoðarfólk verður við hvert spilaborð. Mótið er opið öllum! Þátttökugjald er það sama og verið hefur eða kr. 500 á mann. Innifalið í verðinu er pylsur, gos og sælgæti. Austurleið-SBS mun bjóða upp á sætaferðir frá Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík kl. 12.30, verð kr. 1000 báðar leiðir, og frá Fossnesti Selfossi kl. 13.30, verð kr. 500 báðar leiðir. Steinblómið og hópferð til Síberíu í MIR KVIKMYNDASÝNING verður að venju í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag, 19. mars kl. 15. Sýnd verður gömul, rússnesk ævintýra- mynd „Steinblómið" (Kamenníj svétok). Mynd þessi var gerð í Moskvu árið 1946, leikstjóri A. Ptút- sko. Meðal leikenda er Tamara Markova. Efni kvikmyndarinnar er sótt í gömul ævintýri og þjóðsögur frá Ural-héruðum í Rússlandi, þar sem er afar auðugt steinaríki og eða- lsteinar finnast. Myndin er sýnd ótextuð en stuttum efnisútdrætti dreift til áhorfenda. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á þessa kvikmyndasýningu, sem og sýningu af myndbandi frá hópferð MIR til Sovétríkjanna 1985, en þá var farið til Síberíu og ferðast með Síberíu- hraðlestinni allt til borgarinnar Khabarovsk austur undir Kyrra- hafi, síðan lá leiðin til Uzbekistan, Sotsí við Svartahaf og Moskvu. Þessi mynd verður sýnd í sýningar- salnum á Vatnsstígnum á sunnudag- inn kl. 17.30. Fjallað um heilsu og lífsgæði í Grafarvogi HEILSA og lífsgæði er þema fræðsludags sem Menningarhópur Grafarvogsráðs stendur fyrir laug- ardaginn 18. mars kl. 12.00-15.30 í Rimaskóla. Fræðsludagurinn er einn liður í menningarverkefninu Ljósbrot sem er á dagskrá hjá Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Þennan dag verður boðið upp á dagskrá um heilsu og lífsgæði og kaffihúsastemmningu. Dagskráin skiptist í þrennt: Um- hverfismál verða í sviðsljósinu fyrsta klukkutímann, síðan verður boðið upp á erindi um næringu og hreyf- ingu og í lokin verður fjallað um lÓs- Félagsvist í Sandgerði UNGLINGADEILD knattspymu- deildar Reynis í Sandgerði ætlar að halda félagsvist. Verður það þriggja kvölda keppni sem hefst sunnudagskvöldið 19. mars nk. og síðan 26. mars og 2. apríl. Spilað verður í sal Grunnskólans í Sand- gerði og byrjað kl. 20. Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld og síð- an fyrir öll kvöldin samanlagt. Reynisfélagar og stuðningsmenn Reynis sem og aðrir sem gaman hafa af að spila við unglingadeild knattspyrnudeildar Reynis eru vel- komnir og styðja þá um leið. ------*-H----- Safnaramarkað- ur á sunnudag MYNTSAFNARAFÉLAG íslands og Félag frímerkjasafnara halda safnaramarkað sunnudaginn 19. mars nk. í húsakynnum félaganna. Á boðstólum verður ýmislegt góðra gripa svo sem: Mynt, seðlar, frímerki, minnispeningar, barm- merki, umslög, smáprent og margt fleira. Þessir markaðir hafa heppn- ast mjög vel og er aðsóknin alltaf að aukast, segir í fréttatilkynningu. hamingju. Einnig verður boðið upp á skemmtun fyrir börn og yoga- kennslu fyrir börn sem fullorðna. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. ---------------- Skíðaferð Gufunesbæjar GUFUNESBÆR, frístundamiðstöð ÍTR í Grafarvogi, stendur fyrir skíðaferð íyrir unglinga í 10. bekk í Grafarvogi helgina 17.-20. mars. Ferðinni er heitið til Akureyrar þar sem unglingamir munu skemmta sér í Hlíðarfjalli á skíðum og snjó- brettum. Á laugardagskvöldið verður haldið snjófestival í fjallinu þar sem hægt verður að renna sér í takt við tónlist- ina. Gerð hefur verið sérstök heima- síða fyrir ferðina sem verður reglu- lega uppfærð alla helgina. I gegnum heimasíðuna geta foreldrar, vinir og aðrir áhugasamir fylgst með skíða- ferðinni, sent kveðjur og skoðað myndir. Nokkrir auglýsendur styrkja síð- una en slóðin er: http://www.gufu- nes.is. ------♦-♦-♦----- Aðalfundur og fyrirlestur um Kúbu VINÁTTUFÉLAG íslands og Kúbu heldur aðalfund í dag, laugar- daginn 18. mars kl. 14 á veitingahús- inu Klaustrinu, fundarstofu á neðri hæð. Að loknum reglubundnum að- alfundarstörfum kl. 15 verða um- ræður um starf félagsins næsta ár. Ögmundur Jónsson háskólanemi flytur frásögn af heimsókn til Kúbu í febrúar og alþjóðlegri bókasýn- ingu þar. Rétt til aðalfundarsetu hafa allir sem greitt hafa árgjald 1999, en seinni hluti fundarins er öllum opinn. Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is ALLTAf= e/TTHVZAÐ A/ÝT7 VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Höfundur vísunnar fundinn JÓN Hnefill Aðalsteins- son hafði samband við Vel- vakanda vegna fyrir- spurnar um vísuna „Hver er þessi eina á/sem aldrei frýs“, sem birtist í Velvak- anda fyrir skömmu. Hann segir að vísan sé eftir Pét- ur B. Jónsson, sem var lengi starfsmaður Iðunnar á Akureyri í þessu verksmiðjuhúsi sem áin rann úr. Gerð var grein fyrir þessu í Velvakanda fyrir nokkrum árum. Þekkir einhver vísuna? GUÐJÓN Bjarnfreðsson biður þá sem kannast við eftirfarandi vísubrot að hafa samband við sig í síma 563-3364. Vindur blæs og voðir fyllast breiðar varpar skipið ströndum ísa frá Lifa fyrir smæðina, en ekki af smæðinni í BÓK Matthíasar Johannessen um Ólai' Thors á bls. 420 segir: í samþykkt landsfundar Sjálfsstæðisflokksins 1951 segir meðal annars, „að kristileg áhrif aukist með þjóðinni." Þetta var ekki síst í anda Ólafs Thors sem hafði líka mikinn og óbrenglaðan metnað fyrir hönd þjóðar sinnar en var- aði við talhlýðni og undir- gefni annars vegar og á hinn bóginn stífni og hroka. Meðalhófið væri vandratað. Ólafur sagði líka: „Ósk okkar og krafa á að vera sú, að fá að lifa þrátt fyrir smæðina en ekki af smæðinni.“ Þetta var sá flokkur sem ég fylgdi og kaus í 40 ár, en því miður, sá flokkur sem Davíð Oddsson með sínum taglhnýtingum hefur mót- að, á ekkert sameiginlegt með flokki Jóns Þorláks- sonar og Ólafs Thors, nema nafnið og lista- bókstafinn. (Kannski stendur D núorðið fyrir Davíð). Þennan flokk hef ég ekki kosið síðustu tvö kjörtímabil. Ég þakka Illuga Jökuls- syni og Agli Helgasyni fyrir þeirra frábæru út- varpsþætti og Ingólfi S. Sveinssyni fyrir greina- skrif í Morguinblaðinu 16. mars sl. Þeir eru frábærir og alls óhræddir að segja meiningu sína. Ég er sam- mála hverju orði þeirra. Guðlaug 070131-4049. Léleg þjónusta í Sparisjóði Vélstjóra, Borgartúni 18 ÞANNIG er mál með vexti, að ég er með þjón- ustufulltrúa í Sparisjóði Vélstjóra, Borgartúni 18. Þjónustufulltrúinn á að millifæra mánaðarlega yf- ir í annan banka. Þetta gengur aldrei nema ég hringi og reki á eftir þessu. Mér finnst þetta af- skaplega léleg þjónusta. Birgitta Aradóttir. Þakkir til Hótel Arkar VIÐ hjónin, ásamt vinum okkar dvöldum á Hótel Örk dagana 5.-10. mars sl. Dvölin var okkur sérlega ánægjuleg, frábær matur, góð þjónusta, Árni Norð- fjörð sá um skemmtun og afþreyingu með miklum sóma. Með kærri þökk fyrir ánægjulega daga. Stefanía og Jón. Aðgát skal höfð ÉG VAR að lesa grein eft- ir Jón Steinar Gunnlaugs- son í Morgunblaðinu 16. mars sL, þar sem hann tal- ar um, að talsmaður Ör- yrkjabandalagsins Garðar Sverrisson, hafi veist með mjög sérkennilegum og heiftúðlegum hætti að for- sætisráðherranum Davíð Oddssyni. Hann talar líka um hagsmuna- og þrýsti- hópa sem kalla eftir fjár- framlögun á skattfé ríkis- ins, á því hljóti þó að vera mörk. Jú, mikil ósköp, en veit Jón Steinar hversu mjög þrengt hefur verið að öryrkjum í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar. Þetta fólk verður að leita aðstoðar hjálparstofnana til að reyna að draga fram lífið, því sá tími mánaðar- ins lengist sífellt, sem ör- yrki hefur ekki milli hnífs og skeiðar. Sú ríkisstjórn sem var á undan byrjaði að skera niður hjá þessu fólki, en þá voru erfiðir tímar, en núna er góðæri, en samt hefur verið ósköp lítið gert til þess að bæta kjör þessa fólks. Forsæt- isráðherra talaði um í kringum 20% hækkun á bótum, en þegar nær helmingur af því fer í skatt kemur hitt að litlu gagni. Öryrkjar eru með í kringum 60 þús. á mánuði og hvernig í ósköpunum á að vera hægt að lifa af því? Stöðugleikinn sem ríkis- stjórnin talaði um fyrir síðustu kosningar er að engu orðinn og allt hefur hækkað mikið. Þetta fólk getur ekki veitt sér neitt sem öðru fólki þykir sjálf- sagt. Þetta fólk einangrar sig og brotnar niður, þar sem samfélagið sópar því út í horn. Mörgum öryrkj- um líður hræðilega illa núna og mér finnst ekkert skrýtið þótt talsmaður Ör- yrkjabandalagsins hafi látið þung orð falla í hita leiksins, því eftir því sem mér var sagt, hafi forsæt- isráðherra kallað öryrkja smælingja. Ég vildi óska þess að forsætisráðherra, ríkisstjórnin og Öryrkja- bandalagið tækju höndum saman og bættu kjör ör- yrkja. Sigrún. Yfirgangur lögreglunnar í Hafnarfírði ÞAÐ vakti furðu mína, að fyrir stuttu síðan lét lög- reglan fjarlægja bíl, sem orðið hafði olíulaus á Hafnarfjarðai'veginum. Bílnum var lagt út í kant og utan akbrautar. Þetta staðfesta ökumaður, far- þegi og maður, sem feng- inn var til aðstoðar, með áratuga reynslu af um- ferðarmálum og löggæslu. Þegar komið var að bíln- um aftur eftir rúma klukkustund, var bíllinn á bak og burt. Engin tilraun virðist hafa verið gerð til að hafa upp á eiganda bíls- ins. Það er undarlegt ef maður verður að hringja í lögregluna til þess að fá frið með bíl sem skilinn er eftir. Ég veit ekki hvort þetta er yfirgangur eða hvað, en sumir lögreglu- þjónar virðast hafa það eitt að markmiði að ná sem flestum. Samanber þann sem var spurður eft- ir verslunarmannahelgi hvort eitthvað hefði verið að gera, 17 teknir ölvaðir við akstur, en ég náði eng- um. 120851-2419. Tapað/fundið „Fílófax“ týndist „FÍLÓFAX" týndist mið- vikudaginn 15. mars sl. Eigandinn hefur sennilega lagt það á toppinn á bíln- um og ók svo frá Seilu- granda inn Sæbrautina að Njörvasundi. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband við Birnu í síma 898-1061. Lítill blár poki týndist LÍTILL, blár poki merkt- ur Snyrtivöruverslunin Libra, týndist við Hring- braut 29, Hafnarfirði, eða við Jófríðarstaðaveg 10, Hafnarfirði. Víkverji skrifar... VÍKVERJI verður að játa að hann hafði ákveðnar efasemdir um að það væri sniðug hugmynd að breyta KR-búningnum'og hélt raun- ar, þegar hann heyrði fyrst af þessu, að þetta væri lélegur brandari kokk- aður upp í eldhúskróknum að Hlíð- arenda. Svo reyndist þó ekki vera og þá fór Víkverji að ímynda sér að þessi afleita hugmynd væri runnin undan rifjum nýútskrifaðs markaðs- fræðings, sem líklega væri alinn upp í Safamýrinni, og að forsvarsmenn KR hefðu látið glepjast af hugmynd- inni í einhverju stundarbrjálæði. En svona má maður auðvitað ekki hugsa og þar sem Víkverji þekkir forystu- menn KR aðeins að góðu einu treystir hann því að þeir viti hvað þeir eru að gera. Víkverji bíður því spenntur eftir að sjá nýja búninginn, í trausti þess að KR-ingar verði „alltaf röndóttir þó þeir verði kannski eilítið minna röndóttir en þeir voru þegar þeir voru hvað mest röndóttir", svo vitnað sé í orð fram- kvæmdastjóra rekstrarfélags KR. Gamli búningurinn hefur vissulega dugað vel og verið tákn Knattspymu- félags Reykjavíkur svo lengi sem elstu menn muna. í hugum margra er svart-hvíti röndótti búningurinn fallegasti búningur sem hannaður hefur verið og KR-ingar hafa hingað til almennt verið sammála um að þar verði ekki bætt um betur. Víkveiji hefur fyllt þann flokk manna svo lengi sem hann man eftir sér. Menn mega þó ekki vera svo for- pokaðir og fastir í fortíðinni að ljá ekki máls á neinum breytingum án þess að kynna sér málið fyrst. Vita- skuld verður að fara afar varlega í allar svona breytingar og ef til vill hefði farið betur á því að kynna þess- ar hugmyndir fyrir viðkvæmum stuðningsmönnum félagsins áður en ákvörðun var tekin því Víkverji hef- ur undanfama daga hitt marga eld- heita KR-inga sem em miður sín vegna þessa máls. En eins og Vík- veiji gat um hér að framan ber hann fyllsta traust til forystumanna KR hvað varðar réttar ákvarðanir í þessum efnum og hvetur alla vini sína úr röðum KR-inga að gæta still- ingar og fella ekki dóma fyrr en þeir hafa séð nýja búninginn. Víkverji hefur nefnilega hlerað að hann sé „þrælflottur og stíll yflr honum“, svo notuð séu orð heimildarmanns Vík- veija. XXX VÍKVERJI hefur stundum áður í pistlum sínum kvartað undan verðlagningu á bensíni og verið af- skaplega pirraður í hvert sinn sem bensínverð ber á góma, sem von er. Þetta er auðvitað svo yfirgengilegt að engu tali tekur og alltaf standa neytendur berskjaldaðir gagnvart þessum hremmingum. En ef til vill er nú von til að samstaða náist um að taka í taumana. Víkverja barst nefnilega bréf í tölvupósti sínum nú í vikunni þai- sem hvatt er til aðgerða gagnvart bensínokrinu. Frumútgáfa bréfsins virðist hafa borist frá Svíþjóð og því bersýnilegt að það er víðar en á Is- landi sem menn eru orðnir lang- þreyttir á þessu ástandi. Bréfið hefst á eftirfarandi herópi: „Nú skub um við sýna þeim að við erum til!“ I bréfinu eru svo boðaðar mótmælaað- gerðir sem ganga út á að enginn taki bensín eða díselolíu þann 30. apríl næstkomandi. Síðan segir í bréfinu að verðhækkanir hafi orðið mjög miklar upp á síðkastið og löngu tímabært að gera eitthvað í málinu vegna þess að samtímis verð- hækkunum séu milljónir lítra settar á lager. „Olíuframleiðsluríkin hafa ákveðið að draga úr framleiðslu til að hækka verðið, ekki til þess að vernda umhverfið. Ef við sleppum því að dæla á bílana okkar í einn dag komum við ójafnvægi á olíumarkað- inn, þó svo það sé bara um stundar- sakir,“ segir í umræddu herópi til neytenda. Víkverja líst ágætlega á þessa hugmynd. Ef samstaða næst um þetta í öðrum löndum gæti svona að- gerð komið við kauninn á olíufram- leiðendum og ef til vill þokað málum áleiðis í baráttunni gegn bensínokr- inu. Víkveiji tekur því undir þetta heróp og hvetur sem flesta til að hlýða kallinu og taka ekki eldsneyti á bíla sína þann 30. apríl næstkom- andi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.