Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM i > *> > ERLENDAR Skúli Helgason fjallar um plötu skosku hljóm- sveitarinnar Travis, „The Man Who“. Radíóhaus með sírópi SETTU Bítlana og Radiohead í hakkavél og út- koman gæti orðið eitt- hvað nálægt Travis. Frábærar melódíur, seiðandi skýjarokk með „feedbacki og öðru kryddi til að halda blóð- inu gangandi. Travis var spútnik síðasta árs í Bretlandi, nýja platan „The Man Who“, fór í 1. sæti vinsældalistans, hefur selst í 2,1 milljón- um eintaka í landinu (sjöfold platfnuplata) og er enn í 1. sæti eftir 42 vikur á lista. Fjögur lög af plötunni hafa klifíð smáskífulistann til þessa og í síðustu viku fengu Travis tvenn Brit verðlaun, fyrir bestu breiðskífu ársins og verðlaun sem besta hljóm- sveit Bretlands. Travis eru rétt að slíta barns- skónum, kvartettinn varð til í Glasgow, Skotlandi vorið 1996. Travis varð fyrsta hljómsveitin sem fékk samning hjá nýju fyrirtæki Andy McDonald: Independiente sem áður stýrði Go-Disc. Fyrsta breiðskífan: Good Feeling kom út 1997, seldist vel af sveinsstykki að vera, náði inn á top 10 og gat af sér fimm lög sem náðu inn á top 40 smáskífulistann. Gagnrýnendur kvörtuðu sumir undan því að sveitin væri nett geðklofin á plötunni, þar ægði öllu saman og stefnan væri fráleitt skýr. Travis sendi gagnrýnendum kveðju með nafngift næstu plötu: „The Man Who“, sem er vísun í stórmerka bók taugasálfræðingsins Olivers Sachs um geðklofa: „The Man Who Mistook His Wife for a Hat“. Bókin hefur að geyma sannar sögur af fólki með geðhvarfasýki, þar á meðal tónlistarmanninum sem glataði hæfileikanum til að greina hluti, hætti að þekkja andlit og ruglaði saman dauðum hlutum og lifandi: klappaði „krökkum" á koll- inn sem við nánari eftirgrennslan reyndust vera brunahanar og rugl- aði saman hatti sínum og höfði eig- inkonunnar. Konan mátti þola það ítrekað að bóndinn greip þéttings- fast um höfuð henni og reyndi að losa það af búknum til að setja á koll sér eins og hverja aðra der- húfu! Travis kæfa allar raddir um ruglugang í fæðingu á „The Man Who“. Platan er óhemju heilsteypt þó hún hafi verið tekin upp á mun lengri tíma en sú fyrri, sex mánuð- um í sex hljóðverum í stað fjögurra daga á einum stað. Nefndir hafa verið ýmsir áhrifavaldar, s.s. John Lennon og Plastic Ono Band, Simon og Garfunkel, Jacques Brel, David Bowie, Ennio Morricone og svo auð- vitað Radiohead. Það vekur strax athygli að upptökustjóri er Nigel Godrich, sá sami og vann með Rad- iohead á „OK Computer" (og hefur líka unnið með REM, Beck, Pave- ment og fleirum) og þeir notuðu líka Mike Hedges sem hefur stjórnað upptökum hjá Manic Street Preachers. Hluti plötunnar var hljóðritaður í stúdíói Hedges í Normandí og hafa Travis lýst sam- skiptunum við þessa tvo heiðurs- menn sem sérlega skapandi. Travis eru í fyrsta lagi eðalfínir lagasmiðir, þau 10 lög sem eru á plötunni eru hvert öðru betra og fyrstu sjö lög plötunnar eru allt skotheldar melódíur sem gætu sómt sér vel í hvaða félagsskap sem er. Andinn á plötunni er fremur tempr- aður, textarnir gjarnan um brostnar ástir, söknuð og blús en laglínurnar það sterkar að platan verður aldrei niðurdrepandi. Það er greinilegt að Travis samsama sig frekar gömlu meisturunum en samtímasveitum, Bítlamir, Neil Young og fleiri eru í guðatölu en falleg orð hafa líka fall- ið um Radiohead úr þeirra ranni. Það er til lítils að vera að tíunda einstök lög þau eru meira og minna öll góð, en „Why Does It Always Rain On Me“ er hápunktur, sömu- leiðis „Writing To Reach You,“ „Driftwood" og Turn sem sjálfur Paul McCartney spilaði í sjónvarps- þætti á dögunum. Það verða að telj- ast góð meðmæli frá poppkóngin- um. Ónnur lög láta minna yfir sér en vaxa við hverja hlustun. Næsta Travis plata er væntanleg síðar á árinu og fyrsta smáskífan: „Coming Around" kemur út í júní. Þar er Nigel Godrich áfram við takkaborðið. Travis munu væntan- lega koma fram á Glastonbury tón- leikahátíðinni og fleiri hátíðum í Evrópu í sumar. Travis munu vera hlédrægir tón- listarmenn sem leggja höfuðáherslu á sköpunina en síður á sjálfa sig. Alltof margir popparar eru eins og myndlistarmenn sem standa fyrir framan verk sín og segja hróðugir: Sjáið þetta gerði ég! Travis segja: Burt með þig, þú skyggir á verkið! Frelsi undan hégóma er ein mesta blessun sem listamanni getur hlotn- ast. „The Man Who“ er skotheld poppplata og á skilið miklu meiri at- hygli en hún hefur fengið hér á landi. Eins og gúrúinn sagði forðum: Eg gef þessari plötu hik- laust fjórar stjömur. S Páll Qskar Hjálmtýsson kom fram í Berlín Nýskriðinn úr eggj askurn Páll Óskar kom fram í Universal Hall í Berlín fyrir tvö þúsund manns um síðustu helgi. Framundan er söngur með Dönu International í Eurovision- partíi, smáskífur og Vatikanið. Pétur Blöndal fylgdist með í Universal Hall og spjallaði við Pál Óskar. TVÖ þúsund karlmenn á sænskum skemmtistað í höfuðborg Þýska- lands þar sem íslensk poppstjarna treður upp. Að því er virðist for- múla sem gengur upp, því það er húsfyllir. Búið er að flytja heilan skemmtistað, Propaganda, með barþjúnum, dyravörðum, fataheng- isklerkum, gestum, öllum sem vett- lingi geta valdið frá Stokkhólmi til Berlínar. _ Á veggjum hanga plaköt af Páli Óskari, geisladiskar eru seldir við innganginn og myndast hefur röð út á götu þótt staðurinn, Universal Hall, taki vel við. Þegar komið er fram undir miðnætti ljómar Peo Manestad, framkvæmdastjóri skemmtistaðarins, eins og tungl í fyllingu enda ljóst að uppákoman ætlar að heppnast vonum framar. Hann segir ástæðuna fyrir því að Páll Óskar hafi verið fenginn alla leið frá Fróni til að syngja, þá að hann sé vinsæll og gott orð fari af honum f Berlín. Mættu með plötusafnið „Þótt það kunni að hljóma ein- kennilega þá er hann þekktari í Þýskalandi en Svfþjóð," segir hann. „Við vonumst til að bæta úr því í maí næstkomandi, þegar Eurovis- ion verður haldin í Stokkhólmi. Þá ætlum við að halda gríðarstórt Propaganda-partí og fá Pál Óskar til að syngja ásamt Dönu Interna- tional." Það ætlar allt um koll að keyra þegar Páll Óskar stígur loks á svið um tvöleytið. Sænski fáninn er í bakgrunni ásamt tíu litlum reður- styttum þegar Páll Óskar syngur af miklum móði. Eftir uppklappið og þriðja og síðasta lagið gengur hann fram í sal og veitir eiginhand- aráritanir á plaköt og geisladiska. Það vekur athygli blaðamanns að sumir aðdáenda hans mæta með allt safnið, þar á meðal eldri plötur með Casino og Milljónamæringun- um. Eins og í sumarfríi Það liggur vel á honum tveim döguni síðar þegar blaðamaður mælir sér mót við hann í Berlín. Enda hefur hann slakað vel á, náð að sofa heilmikið og segir það mik- inn mun að ná að losna úr stressinu á Fróni. „Það er svo mikið að gera heima,“ segir hann. „Dr. Love er farinn að taka svo mikinn tíma. Fyrst útvarpsþátturinn, svo Fókus og eftir að sett var á fót símalína þá er þetta orðin mín aðaltekjulind. Fólk á öllum aldri hringir inn. Ég hélt fyrst að þetta yrðu aðeins ung- lingar, en svo virðist sem eldra fólk ætli einnig að hringja mikið, enda vill það kannski ekki að röddin heyrist í útvarpinu." Þar fyrir utan heldur Páll Óskar fyrirlestra í skólum og er DJ á Spotlight um helgar. „Það fyrsta sem rann upp fyrir mér þegar ég kom hingað til Berlínar var: „Vá, djöfull er ég þreyttur og djöfull er gott að sofa.“ Mér Ieið eins og kjúklingi sem er nýskriðinn úr eggjaskurn, ég var svo þreyttur. Þessir tónleikar á laugardaginn Morgunblaðið/Pétur Blðndal Páll Óskar á sviðinu í Universal Hall. um það. Það er í verkahring um- boðsmannsins. Ég verð aðeins að vera nógu auðmjúkur til að laga mig að reglum Þjóðveijanna, ekki síst þar sem ég kann ekki tungu- málið. Ef ég ætlaði að vera með ein- hveija íslenska stæla kæmi það mér í koll. Jaðarmarkaðurinn hefur tek- ið mér vel, þar á meðal „gay“- senan, og nú ætla ég að vona að ég geti vent kvæði mínu í kross og helst endað á forsíðunni á Bravó. Það væri eðalástand, en hvort það rætist hef ég ekki hugmynd um.“ Einhvern veginn er það svo að ís- lenskir tónlistarmenn á borð við Emiliönu Torrini og Gus Gus virð- ast eiga góðan hljómgrunn í Frakk- landi ogÞýskalandi. Það sama á við um Pál Óskar. Hann er til að mynda fáanlegur í WOM, stærstu hljóm- plötuversluninni í Berlfn. „Ég get ekki neitað því að maður verður svolítið montinn þegar maður sér það, enda hef ég aldrei gefið neitt opinberlega út í Þýskalandi. Það er því meira mál að finna plötur með mér heldur en einhverri Britney Spears. Það má líkja þessu við að leita heima að nýjustu plötunni með indversku prinsessunni Leoncie; manneskju sem allir vita hver er. Engu að siður þarf að hafa svolítið fyrir því að finna plötu með henni. Ég geri mér grein fyrir að þetta er bara blábyrjunin á afar löngu ferli.“ Það fór vel á með Páli Óskari og kynni kvöldsins baksviðs. voru bara sumarfrí, iss, ekkert mál. Ég var ánægður með þá, var bara eins hress og hægt var.“ Hann segir ekkert mál að verða sér úti um svona tónleika erlendis og það sé góður byrjunarpunktur. „Þetta er ekkert ósvipað Lúdó, maður kemst ekki í hringinn nema fá sex og þetta er besta leiðin til þess að fá að kasta. Ég gerði mjög mikið af þessu eftir Eurovision, í Þýskalandi, á Norðurlöndunum og í Englandi. Þá komst ég að því að maður getur ekki ætlast til þess að nokkuð gerist hjá sér fyrr en mað- ur er kominn með safn af lögum og frumsömdu efni til að gera út á. Þegar sumar- og vetrarlínan er komin, þá fyrst fara þeir að kaupa mann. En það sakar samt ekki að prufukeyra efnið undir svona kringumstæðum og það kom mér á óvart, þar sem ég hef ekki verið hérna síðan 1997, hversu margir Þjóðverjar mundu eftir mér. Það var mjög góð tilfinning.“ Endar á forsíðu Bravó? Að sögn Páls Óskars er hann ekki frekar en heima að stíla inn á ákveðinn markað. „Ég hugsa aldrei að nú ætli ég að taka unglingana eða útvarp Matthildi. Það sem gild- ir er að vinnusemi og síðan hið fomkveðna að gott lag er gott lag. Vissulega er kallað á sérhæfni á stærri mörkuðum eins og í Þýska- landi, en það er ekki mitt að hugsa Treður upp við Vatikanið Um næstu helgi heldur Páll Ósk- ar tónleika í Miinchen og um leið og heim kemur ætlar hann að ijúka beint í stúdíó. „Ég fer til Parísar í byrjun maí og kem fram á stærsta skemmtistaðnum þar, Le Scorpion. Svo var verið að bjóða mér að vera viðstaddur Eurovision í Stokkhólmi 13. maí og syngja svo í risastóru þúsund manna partíi ásamt Dönu International. Ég get lofað þér því að Stokkhólmur breytist í annað land þessa viku sem Eurovision verður haldin. Bærinn umturnast af þátttakendum og aðdáendum. Seinna í sumar er ég bókaður í Róm þar sem fram fer fyrsta World Gay Pride. Samkynhneigðir hvaðanæva úr heiminum mæta fyrir framan Vatikanið í Róm og ég treð upp fyr- ir hönd Islands. Þess vegna væri mjög gott að vera með smáskífu eða eitthvað til að kynna fyrir fólki, fyrst það er ekki alveg búið að gleyma mér.“ Páll Óskar segist vonast til að næsta plata verði einskonar Great- est Hits með endurhljóðblöndun á lögum af fyrri plötum ásamt Euro- vision-laginu. „Ég held að það yrði kraftmikið,“ segir hann. „En ég ætla að byrja á einni smáskífu og ef hún gengur vel þá gef ég út aðra og svo kannski stóra plötu árið 2001. Ferlið er það langt og maður verð- ur bara að passa sig á því að vera þolinmóður og taka lffinu með ró.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.