Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 39
38 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKILVÆGIGAGNA- FLUTNINGA LJÓSLEIÐARATENGING er af helztu sérfræðing- um í tölvutækni talinn einhver bezti og ódýrasti kosturinn á gagnaflutningum, sem til er í dag. Sam- kvæmt upplýsingum frá Landssíma íslands hf. eru nú um 30.000 heimili á landinu öllu sem geta tengzt breið- bandinu. Það mun vera um þriðjungur allra heimila landsins, en þar af er um helmingur heimila á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Miðað við það hve langt er síðan lagning ljósleiðara hófst, er útbreiðslan ekki mjög mikil. Breiðbandið var þó formlega opnað í febrúar 1998. Enn nýtist Breiðbandið aðeins hluta þjóðarinnar og þegar flett er upp á heimsíðu Símans og spurt um áætlanir um lagningu heimtauga eru flest svörin þannig: „ekki komið á áætlun“ eða „heimtaug vantar“. Skiptir þá engu, hvort um er að ræða þéttbýl hverfi í Reykjavík eða í dreifbýli. Til að tengjast Netinu eru nú nokkrar leiðir, breið- bandið, svonefnd ISDN-tenging, þar sem gagnaflutn- ingurinn er tvöfalt meiri en á venjulegri mótaldsteng- ingu, og loks er það svokölluð ADSL-tenging. Breiðbandið og ADSL-tengingin hafa þó þann galla í gagnvirkum flutningum, að „pípurnar“ frá notandanum eru mun þrengri en þær sem flytja innkomin gögn. Um breiðbandið eru einnig flutt gögn, sem lúta að út- varps-og sjónvarpsmóttöku. Þá fá menn mjög hreina og tæra mynd inn til sín. Séu margir í einni íbúðablokk á Netinu, og kalla fram hver sína heimasíðuna, skiptist bandvíddin kannski á of marga og gagnaflutningurinn verður hægur. Fyrir nokkrum árum var reynt að nota veitukerfi raf- magnsveitnanna til þess að senda boð milli heimila og margmiðlunarfyrirtækja. Það reyndist ekki vel vegna þess að rafveitukerfin reyndust ekki nægilega skermuð. Upp komu eðlisfræðilegir gallar, sem komu í veg fyrir að gagnaflutningar heppnuðust. Nú eru margmiðlunarfyr- irtæki að byrja að senda tölvuboð milli aðila um ör- bylgjuloftnet. Sú tækni mun þó naumast verða fyrir aðra en stórnotendur og fyrirtæki á næstunni vegna kostnað- ar við loftnet og annað sem til þarf í þeirri tækni. En hvað sem því líður þá eru væntingar manna þegar komnar fram úr því sem raunverulega er hægt að gera m.a. vegna kostnaðar við lagningu á dreifikerfi ljósleið- ara um landið. Fjárfesting Landssímans er mjög mikil í beiðbandskerfinu og því hlýtur að vera mikilvægt fyrir fyrirtækið, að hún nýtist sem fyrst. Það er ljóst að forsenda fyrir því að tölvuvæða og net- væða landið allt er að gagnaflutningar geti gengið fyrir sig með skjótum og öruggum hætti. Breiðbandsvæðing- in er mikilvægur þáttur í að tryggja þau markmið. En í þessum umræðum öllum má ekki gleyma því að það er jafn mikilvægt að tengja landsbyggðina með þessum hætti eins og þéttbýlið á suðvesturhorninu. ÖRYGGI í FARÞEGAFERJUM MÖRGUM hefur vafalaust hnykkt við þau tíðindi, að ör- yggis- og björgunarmálum í ferjum landsins er mjög ábótavant, þótt misjafnt sé eftir einstökum skipum. Þessi dapurlega niðurstaða kom fram í skýrslu sérstakrar athug- unarnefndar Siglingastofnunar og Slysavarnaskóla sjó- manna, sem samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, setti á laggirnar til að kanna öryggismál í farþegarferjum. Athug- unin var gerð á fjórum ferjum, Sæfara, Sævari, Baldri og Herjólfí. I niðurstöðum skýrslunnar segir m.a.: „Miðað við mikilvægi þess, að björgunar- og öryggisbún- aður skipa með farþegaleyfí sé í góðu ástandi og ávallt til- búinn til tafarlausrar notkunar verður að koma upp skoðun- arferli slíkra skipa þannig, að eftirlit verði hert og skoðun á búnaði fari fram tvisvar á ári. Reglubundið eftirlit með æf- ingum áhafna með farþegum verði gert að föstum þáttum um borð í skipum með farþegaleyfi.“ Miðað við niðurstöður athugunarinnar er það brýnt, að samgönguráðherra sjái til þess, að þessum tillögum verði fylgt fast eftir. Það er allsendis óviðunandi, að farþegar geti ekki t'reyst því, að allt sé gert sem hægt er til að stuðla að öryggi þeirra. Skýrslan sýnir ótvírætt, að svo er ekki nú. Þótt athugasemdir séu mismunandi alvarlegar eftir ein- stökum ferjum þá var engin þeirra undanskilin. Sumum að- fínnslum er auðvelt að bæta úr, en aðrar kalla á víðtækar aðgerðir. Þær þola enga bið. Alþjóðleg vatnsráðstefna sett í Haag í gær Vekja á heim- inn til vitund- ar um vatn ✓ A alþjóðlegri vatnsráðstefnu sem sett var í gær verður rætt um stöðu vatnsbúskapar í heimin- um. Kreppa er yfirvofandi, skortur er á vatni í 29 löndum og um helmingur stórfljóta og stöðu- vatna heims er mengaður. Hrönn Marinósdótt- Vilhjálmur Alexander Hollandsprins stillir sér upp fyrir ljósmyndara en hann er ráðstefnustjóri alþjóðlegu vatnsráðstefnunnar. ir var viðstödd opnunarathöfnina og ræddi við dr. Ismail Serageldin, varaforseta Alþjóða- bankans, sem segir meginverkefnið að fínna lausn á ferskvatnsvanda heimsins. RÍFLEGA einn milljarður manna hefur ekki aðgang að hreinu vatni og nærri þrír milljarðar búa ekki við viðun- andi hreinlæti. Þetta hefur í för með sér að um sjö milljónir manna deyja árlega af völdum sjúkdóma sem tengjast vatni. Ef jarðarbúar verða átta milljai-ðai- árið 2025, eins og gert er ráð fyrir, mun vatnsnotkun aukist um 40%, þar af færi um 17% til landbúnaðarframleiðslu. Þetta kom m.a. fram í máli dr. Ismail Serageldins, varaforseta Alþjóðabank- ans og formanns Alþjóða vatnsnefndar á 21. öldinni, í opnunaræðu sinni á ráð- stefnunni. Alþjóða vatnsnefndinni var komið á fót að tilstuðlan helstu stofnana Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabank- ans, til þess að greina vanda vatnsbú- skapar og finna leiðir til úrbóta. Dr. Serageldin sagði ennfremur að samkeppni um vatn væri þegar hafin, víða væri gengið á grunnvatnsbirgðir, vatnsból eru menguð og sums staðar vof- ir yfir stríð um vatn. Auk þess er talið að um helmingur stórfljóta og stöðuvatna í heiminum sé mengaður, að þorna upp eða ofnýttur. Aðeins tvö stórfljót eru talin óspillt, Amazon í Suður-Ameríku og Kongó- fljótið í Afriku. Mótmælendur ber- háttuðu á sviðinu Opnunarhátíð Alþjóðlegu vatnsráð- stefnunnar í gær tók óvænta stefnu þeg- ar tveir mótmælendur tóku sig til og ber- háttuðu á sviðinu þegar formaður Alþjóða vatnsráðsins, Abu Zeid tók til máls. Vegna óláta í mótmælendum var gert hlé á athöfninni. Verið var að mót- mæla hugmyndum um einkavæðingu vatnsþjónustu og fyrirhugaðri stíflugerð í Baskalandi á Spáni. Ráðstefnustjóri, hollenski prinsinn Vilhjálmur Alexand- er, sté þá í ræðustól og sagði m.a. að Al- þjóðlega vatnsráðstefnan væri ætluð til skoðanaskipta, allir gætu tekið til máls en aðeins á siðmenntaðan hátt. Vatnsráðstefnan sem nú er haldin í annað sinn, er fjármögnuð aðallega af Alþjóða vatnsráðinu og hollensku ríkis- stjóminni. Yfir 3.000 manns eru skráðir til þátttöku, stjórnmálamenn, vatnasér- fræðingar og fjárfestar en markmiðið er að vekja heiminn til vitundar um vatn. Hvaðeina sem viðkemur þessum dýr- mæta lífsvökva er til umfjöllunar en skipulagðir hafa verið yfir 80 fundir þessa fimm daga sem ráðstefnan stend- ur. Samhliða henni er haldin alþjóðleg vatnskaupstefna yfir 200 fyrirtækja og tveggja daga ráðherraráðstefna, um 120 ríkja þar sem leitast verður við að ná samstöðu um aðgerðir til vamar vatns- búskap í heiminum. Róðstefnunni lýkur á Alþjóðlegum degi vatnsins, hinn 22. mars. „Vatn er dýrmæt auðlind án þess er ekkert líf,“ segir dr. Ismail Serageldin. „Allir eiga rétt á aðgangi að hreinu vatni en óstjórn hefur leitt til þess að kreppa er yfirvofandi. Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað, ef koma á málum í réttan farveg. Meginverkefni ráðstefnunnar verður að finna leiðir til þess að koma ferskvatni heimsins til bjargar." í nýrri skýrsiu Alþjóða vatnsnefndar- innar em lagðar fram tillögur til vamar yfirvofandi vatnskreppu. Þær felast m.a. í að selja vatn á kostnaðarverði og að einkavæða vatnsþjónustu. „Með sölu á vatni er vonast til þess að umgengi við vatnsauðlindir batni og vatnsfram- kvæmdir verði fýsilegri fjárfestingar- kostur,“ segir dr. Serageldin. í tillögun- um er ekki lagt til að selja vatn til fátækra í vanþróuðum löndum, þeim verður tryggður aðgangur með styrkj- um eða skattaívilnunum. Dr. Serageldin segir fátæka í þriðja heiminum borga 12 sinnum meira fyrir hvem lítra af vatni en þá sem búa í borgum með vatns- og skolpleiðslukerfum. „Þjónusta er lítil við fótæka og æ fleiri þurfa að kaupa vatn af vatnssölum sem selja oft mengað vatn. Vatnskaup era stór hluti heimilisút- gjalda hjá þeim efnaminnstu, um 20% í fátækrahverfum Manila á Filippseyj- um.“ Dr. Serageldin segir einkavæðingu FRJÁLS markaður með vatn verður að veruleika í framtíðinni, að mati Arna Snorrasonar, forstöðumanns vatnamælinga á Orkustofnun, en hann er staddur á Alþjóðlegu vatna- ráðstefnunni í Haag. „Samþykkt hefur verið sú tíma- mótaákvörðun á alþjóðavettvangi að vatn verði söluvara en ekki sjálfsögð mannréttindi eins og flestir Islend- ingar álíta. Við eigum gríðarlegar vatnsauðlindir, meira en flestar þjóð- ir og erum því vel aflögufær. Spurningin er hvað gerist þegar neysluvatn fer að verða af skornum skammti. Kannski hefst þá verslun með vatn í stórum stfl. Það veltur á hver framvindan verður, hvort og þá hvernig við getum nýtt okkur þessa auðlind í meira mæli.“ Árni segir ýmsar siðferðisspurn- ingar vakna sem snúa að velferð fólks ef vatn verður að vöru. „Stærstu vandamál vatnsbúskapar snúa að fátækustu ríkjum heims. Ef markaðsleiðin verður valin er klárt að fjöldi fólks mun ekki hafa efni á að kaupa vatn.“ Árni sækir vatnsráðstefnuna m.a. til að fylgjast með þróun umræðu um vatnsfallsvirkjanir. „Forsendur vatnsfallsvirkjana eru miðlunarlón en með stíflum er árfarvegi breytt og land sett undir vatn. Aðgerðirnar hafa sfðan ýmist slæmar eða góðar afieiðingar eftir því hvernig á það er litið.“ Stíflugerð segir hann vera stór- pólitískt mál víðar en á íslandi. Byggðar hafa verið stórar stíflur víða um heim. En oft hafa forsendur brostið með alvarlegum afleiðingum fyrir þá sem nýta áttu vatnið. þegar hafa skilað árangri, m.a. í Buenos Aires í Argentínu. Vatnskerfi þar hefur verið bætt og í kjölfarið hefur verð á vatni lækkað. Ekki hefur borið á vatns- skorti yfir sumartímann eins og undan- farin 15 ár. Afar brýnt er að mati dr. Ser- ageldins að vekja áhuga heimamanna, sýna þeim að þeir geti haft áhrif. í Ok- isha í Pakistan hafa um 600.000 íbúar tekið sig saman og byggt vatns- og skolpleiðslukerfi. „Um 450 milljónir manna í 29 löndum, meðal annars í Suður-Evrópu og Banda- ríkjunum horfast nú þegar í augu við vatnsskort. Sú tala mun hækka upp í 2,5 milljarða ef svo heldur fram sem horfir." Tillögur nefndarinnar felast enn frem- ur í að tvöfalda fjárfestingar til vatns- framkvæmda á heimsvísu og að komið verði á fót nýsköpunarsjóði til að stuðla að tækninýjungum og betri stjómun. í ár er gert ráð fyrir að eyða um 80 mil- ljörðum Bandaríkjadala til framkvæmda en vatnsnefndin stingur upp á að sú upp- hæð verði 180 milljarðar Bandaríkjadala í framtíðinni. Frjármununum á að veija til vamar því að eins mikið vatn fari til spillis og raunin er, og koma í veg fyrir vatnsskort. Fjármagnið á alfarið að koma frá einkaaðilum svo sem alþjóðleg- um stórfyrirtækjum. Vatnsból tæmd og mengun vofír yfir Ef svo heldur sem horfir verður það vatnsskortur en ekki skortur á landi sem koma mun í veg fyrir að unnt verði að auka landbúnaðarframleiðslu í löndum íslendingar borga vatnsskatt sem innheimtur er með fasteignafjöldum. Verðið er með því lægsta sem þekkist f heiminum. Vatn mun ekki hækka í verði á íslandi ef ríki heimsins koma sér saman um að selja vatn á kostnað- arverði, að mati Árna. „Vatnsveitur hafa komið upp góðu dreifikerfi sem stendur vel undir sér. Heita vatnið er mælt til neyslu víðast hvar og telst því fremur til vöru en það kalda.“ Mikið hefur verið rætt um hvort heita vatnið sé takmörkuð auðlind en í flestum vatnskerfum fer nýting ekki fram úr eðlilegri endurnýjun. Leiðin sem við höfum valið okkur í tilfelli kalda vatnsins, knýr okkur hins veg- ar ekki til þess að spara vatn og kannski er það óþarfí nema út frá sið- ferðislegu sjónarmiði. Auðvitað á að fara vel með allar auðlindir." Þar sem íbúafíöldi er mikill og mikill landbúnaður er grunnvatn alls staðar undir álagi, að sögn Árna. „Eitt stærsta umhverfisvandamál iðnrfkjanna er mengun á grunnvatni og ofnotkun. I Danmörku er mengun í grunnvatni þegar orðin að vanda- máli og á eftir að aukast. f flestum til- fellum er gífurlega kostnaðarsamt að hreinsa vatnið. Því er það mikið hagsmunamál fyrir okkur að um- gangast auðlindir okkar af virðingu." Löggjöf um vatnsvernd og neyslu- vatn hefur verið bætt mikið á síðustu árum, að sögn Árna, en nauðsynlegt er að opna umræðuna. „Það hefði til dæmis skelfilegar afleiðingar ef olía kæmist í viðkvæm vatnskerfi. Því þarf að fara að öllu með gát, meðal annars þegar eldsneyti er flutt um viðkvæm svæði eins og Reykjanes- braut og Hellisheiði." þriðja heimsins á komandi áram, segir dr. Serageldin. Tveir þriðju hlutar mannkyns búa á svæðum þar sem ein- ungis fjórðungur rigningarvatns fellur. Landbúnaðm’ er því oft háður áveitum sem krefjast mikillai- vatnsnotkunar. Bændur nota m.a. grunnvatn til akur- yi’kju og sums staðar er meira dælt úr jarðlögum en sem nemur eðlilegri end- urnýjun. Þar að auki er mengun í grann- vatni vaxandi vandamál, meðal annars af völdum of mikils áburðar. Ástandið segir di’. Serageldin vera einna verst í Ind- landi. Þar er um tvisvar sinnum meira dælt úr vatnsbólum en sem nemur eðli- legri endumýjun. „í Tamil Nadu-iíki svo dæmi sé tekið þar sem búa um 65 mil- ljónir manna, lækkar vatnsborðið sem nemur nokkram metram á ári. Ef ekkert er aðhafst er mikil hætta á að saltvatn komist í jarðveginn. Afleiðingar þess væra skelfilegar, landbúnaður myndir di’agast stórlega saman, neysluvatn yrði ódrykkjarhæft og umhverfisflóttamönn- ummyndi fjölga griðarlega. Olíklegt er talið að unnt verði að fjölga áveitum í framtíðinni, þar sem sam- keppni um vatn er mikil. Borgir stækka og iðnaður eykst. í skýrslum vatns- nefndarinnar kemur fram að grunnvatn sé neysluvatn í stærstu borgum heims, Peking, Dhaka, Perú, Lima og Mexíkó- borg. Vatnsborðið hefur lækkað mikið en mörg ár getur tekið að endurnýja grunnvatn. Þótt um þremm’ milljörðum sé dælt upp daglega í Mexíkóborg, er vatnsskortm- í sumum hverfum. Ferskvatnsdýr í útrýmingarhættu Þar sem illa horfir fyrir um helmingi stórfljóta og stöðuvatna í heiminum er lífríkið í hættu. Dr. Serageldin segir ferskvatnadýi- vera í fimm sinnum meiri útrýmingarhættu en dýr á landi, m.a. í N-Ameríku. Heilsu fólks og lífsviður- væri er ógnað, að sögn dr. Serageldin. Gula áin í Kína, til dæmis rann ekki til sjávar í um 220 daga árið 1997. Yfirvöld hafa varið fjármunum til varnar fljótinu en enn er það mikið mengað. Gula áin rennur um stór landbúnaðarsvæði og hafa bændur dælt grannvatni úr jarð- vegi og mjög er gengið á grannvatns- birgðir. Þar sem vatnsgæðin era léleg kemur það niður á heilsufari fólks, auk þess er grænmeti mengað og þungmálmar hafa fundiðst í komframleiðslu. Unnt er að gæða árnar lífi að nýju, segir dr. Serageldin og nefnir sem dæmi St. Lawrence-ána þar sem Kanadabúar og B an daríkj am en n unnu í samvinnu að því að bæta ástand árinnar. Rln var mik- ið menguð en ástand hennar hefr skán- að, lax hefur snúið aftur. Áin er þó langt frá því að vera komin aftur í samt lag. Vatn veldur átökum milli ríkja, m.a í Miðausturlöndum þar sem vofir yfír stríð um vatn milli Israela og nágranna- þjóða. Spenna er einnig milli Tyrklands og íraks. Stórfljót sem renna suður til íraks eiga mörg hver upptök sín í Tyrkl- andi en Tyrkir hafa nýtt stóran hluta vatnsins til stíflugerðar. Um 300 stíflur, 15 metra eða hærri eru byggðar áriega í heiminum en samanlagður fjöldi þeirra er um 40.000 stíflur. Dr. Serageldin segir lausnarorðið vera samvinnu en ekki samkeppni. „Bar- ist var um olíu á 20. öldinni. í framtíðinni verður barist um vatn, ef ekki næst vilji til breytinga. Aðeins 2,5% af öllu heims- ins vatn er ósalt þar af era um tveir þriðju hlutar bundnir í jöklum. Sumt fell- m- til á svæðum fjarri mannabyggðum og er því ónothæft. Vatn sem berst með flóðum og monúnsrigningum kemm’ heldur ekki að notum, síður en svo. Vatn er því svo sannarlega dýrmæt auðlind." Mikilvægt að vernda vatnsauðlindirnar Þróun orkumála í Evrópu Nær útilokað að Evrópu- ríkin geti staðið við Kyoto Á vegum vísinda- og tæknimálanefndar Evrópuráðsþingsins hefur Tómas Ingi 01- rich alþingismaður stýrt gerð stefnumót- andi skýrslu um þróun orkumála í Evrópu. I samtali við Auðun Arnórsson segir hann Evrópuríkin stefna í að verða æ háðari olíu- og gasinnflutningi, sem sé uggvænleg þró- un sem beri að reyna að sporna gegn með meiri áherzlu á vistvænni orkugjafa. Morgunblaðið/Golli Tómas Ingi Olrich, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. HÆKKUN heimsmarkaðs- verðs á olíu síðustu mán- uði hefur bakað mönnum áhyggjur víða um lönd, ekki aðeins í Evrópu. Hefur fram- boðsstýring OPEC-ríkjanna á olíu valdið þessu, og minnt iðnríkin á hve háð þau enn era olíuinnflutningi, þótt ástandið sé ekki nærri eins alvarlegt og í olíukreppum áttunda áratugar- ins. Þrátt fyrir hina_ hreinu vatns- og hitaveituorku á ísland með sinn stóra skipa- og bílaflota einnig vera- legra hagsmuna að gæta í þróun ol- íumarkaðarins. En hvernig verður sú þróun á næstu árum? Hvernig verður almenn þróun orkumála í okkar heimshluta? Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar Al- þingis, hefur á undanförnum misser- um unnið að skýrslu um orkumál í Evrópu, á vegum vísinda- og tækni- málanefndar Evrópuráðsþingsins. Þessi skýrsla hefur nú hlotið sam- þykki nefndarinnar og verður borin undir Evrópuráðsþingið í júni. „Það er athyglisvert hversu þessi hækkun á olíuverði veldur í raun miklum usla í iðnríkjunum, bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og iðnríkj- um Austurlanda fjær,“ segir Tómas Ingi. Þessi hækkun hafi bein áhrif á hagvöxt og lífskjör og dragi úr hvora tveggja. Ahrifunum svipi til þess sem gerðist þegar olíukreppa reið í tví- gang yfir heiminn á áttunda áratugn- um. Þó með þeirri breytingu, að hlut- ur olíu í þjóðarframleiðslu hefur minnkað talsvert síðan þá. „Eigi að síður virðast iðnríkin vera eins varn- arlaus gagnvart olíuverðshækkunum í dag og þau vora fyrir 27 áram,“ seg- ir Tómas Ingi. Ákvarðanir OPEC-rílqa þarf ekki til „Þegar þetta er skoðað í ljósi þess hvernig orkumarkaðurinn er að þróast og hvernig hann mun senni- lega þróast á næsta áratug, þá blasir við mynd sem er engan veginn þægi- leg íýrir iðnríkin - ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða." Það ást- and sem iðnríkin séu núna að kvarta yfir - sem skapazt hefur af ákvörð- unum OPEC-ríkjanna um að tak- marka framleiðslu til að þrýsta verð- inu upp - sé í raun og veru ástand sem fyrirsjáanlega muni verða að veraleika í náinni framtíð af markað- sástæðum einum. Það þurfi m.ö.o. ekki neinar pólitískar ákvarðanir í OPEC-ríkjunum til að skapa þetta ástand, þegar til lengri tíma er litið. „Það skapast af sjálfu sér eftir fimmtán til tuttugu ár,“ segir Tómas Ingi. „Og ástæðuna fyrir þessu er að finna í orkumarkaðnum. Evrópuríkin hafa verið að skapa mjög virkan markað fyrh’ orku, opinn og frjáls- legan orkumarkað, þar sem bæði er tekið til framleiðslu, dreifingar og sölu á orku. Þessi markaður er farinn að virka allvel. Auk þess hefur verð á olíu og gasi verið í sögulegu lágmarki undanfarið. Orkumarkaðurinn í Evrópu og heimsmarkaðurinn í heild hafa því einkennzt af miklu framboði á ódýrri orku,“ segir hann. Við þessar aðstæður - aukna samkeppni og nóg framboð - hafi fyr- irtækin í orkuiðnaðinum lagt höfuðáherzlu á skammtímafjár- festingu en langtímafjárfesting setið á hakanum. „Þetta þýðir að ýmiss konar vist- vænni orkugjafar, sem jafnan krefj- ast mikillar upphafsfjárfestingar, hafa notið minni athygli af hálfu orkufyrirtækjanna en ella,“ segir Tómas. Af þessum orsökum fjárfesti orkufyrirtækin ekki í þróunarstarfi fyrir nýjar orkulindir, t.a.m. á nýt- ingarmöguleikum jarðhita, sem er að finna mjög víða um Evrópu. Sama eigi við um fjárfestingar í endurnýj- anlegri orku eins og sólai’orkunni. í kjarnorkunni, sem Tómas segir að ekki megi líta framhjá í þessu sam- bandi, fjái'festi heldur enginn af öðr- um ástæðum. Hann bendir á að þessi þróun sé ennfremur vatnsorkuverum óhagstæð, því þau krefjast mikillar upphafsfj árfestingar. Langtímastefnumörkun skortir Auk þess segir hann þessa þróun hafa leitt til þess, að innan fyrirtækj- anna skorti langtímastefnumörkun. Einkafyrirtækin ráði í rauninni ferð- inni í orkugeiranum; þau hafi meira um þróun orkumála að segja en ríkis- stjórnir. „Ríkisstjómir Evrópu- ríkjanna hafa að vísu verið að setja sér ýmiss konar markmið í orkumál- um, t.d. varðandi vindorkuna, en þau markmið mega sín í rauninni mjög lítils þegar litið er til þróunar mark- aðarins," segir hann. Þessi þróun markaðarins bendi til þess að eftirspurn eftir olíu, gasi og kolum fari sívaxandi. Bæði kalli vax- andi umferð á þessa auknu eftfr- spurn, en hún skýrist þó ekki síður af aukinni sókn í þessar hefðbundnu orkulindir til raforkuframleiðslu. „Og þessar orkulindir er ekki að finna í Evrópu,“ bendir Tómas Ingi á, að Rússlandi undanskildu. „Það er því alveg Ijóst að Evrópuríkin í heild verða mjög háð inn- flutningi á orku á kom- andi áram og áratug- um.“ Fyrstu afleiðingu þessa segir Tómas vera þá, að efnahags- legt sjalfstæði Evrópuríkjanna minnki. I öðra lagi verði þau efna- hagslega háð landsvæðum, þar sem ríkir lítill stöðugleiki í stjórn- og efnahagsmálum. „Það er því ljóst að Evrópuríkin setja orkuöflun sína í mikla óvissu, og í öðra lagi þá efnahagslegu hagsmuni sem tengjast orkunni. Þetta era fyrstu tíðindin sem eru alvarleg fyrir Evrópui’íkin,11 segir Tómas. Annað sem sé alvarlegt fyrir þau sé að þau verði háðari orkulindum, sem allar tengjast mengun andrúmsloftsins. Orkukerfin séu beintengd mengun heimsins. Orka og orkuvinnsla er ábyrg fyrir 85% af heildarmagni gróðurhúsalofttegunda sem iðnríkin sleppa frá sér út í ancfrúmsloftið. Það vekur að sögn Tómasar því mjög til umhugsunar, að orkuiðnaðurinn reiði sig í vaxandi mæli á olíu, kol og jarðgas. Reiknað sé með því að út- blástur koltvísýrings í heiminum, sem er tengdur orkuvinnslu og -nýt- ingu, vaxi um meira en 70% á tímabil- inufrá 1995 til 2020. Tómas Ingi segir þessa þróun munu leiða til þess að nánast útilokað verði að standa við markmið Kyoto- bókunar loftslagsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna. „Þetta þýðir, að þegar tekið er tillit til markaðsþróunarinn- ar er fyrirsjáanlegt að allt að því ómögulegt verði að virða þau markmið sem sett era í Kyoto-bók- uninni,“ segir hann. Fjárfestingar í kjarnorku- tækni nauðsynlegar Orkuþróunin endurspegli að sjálf- sögðu að hluta tO orkustefnu ríkj- anna sem hlut eiga að máli. Það blasi við að þessi þróun gangi í berhögg við stefnuna í umhverfismálum. „Með hæfilegri óskammfeilni mætti því halda því fram, að lang- tímastefnumörkun Evrópuríkjanna sé sú, að hafa enga langtímastefnu. Sama má segja um Bandarík- in og Kanada,“ segir Tómas Ingi. í þessu sambandi segir hann rétt að geta þess, að kjarnorkan eigi sér fáa for- mælendur eins og sakir standa. Það stafi af því, að vandamál sem tengj- ast kjarnorkuúrgangi hafi ekki verið leyst. Það er ekki verið að fjárfesta mikið í að leita slíkra lausna. Þetta segir Tómas vera veralegt langtíma- vandamál í orkumálum, vegna þess að kjamorkan gegni mjög miklu hlutverki í raforkuframleiðslu Evrópuríkjanna. „Mörgríki álfunnar framleiða mikla raforku með kjarn- orkunni; þau komast jafnvel upp í að fullnægja 70-80% af raforkuþörf sinni með henni,“ bendir hann á. Víða í Evrópu sé verið að leita leiða til að loka kjarnorkuveram. Ef sú þróun haldi áfram ýti það enn frekar undir notkun kola, olíu og gass. Inn í þessa umræðu segir hann líka leitina að umhverfisvænni orku fyrir bfla og skip blandast. Að sögn Tómasar hafa menn þar bundið nokkrar vonir við vetni, sem sé ein af þeim lausnum sem menn horfi tíl. í skýrslunni er bent á vetnið sem at- hyglisverðan kost til að geyma orku í framtíðinni og hvatt til að fjárfesta í tækninýjungum á sviði orkugeymslu. Þar verði hins vegar að geta þess, að vetni í þeirri mynd sem þar sé ver- ið að tala um sé ekki orkugjafí, held- ur tækni til að geyma orkuna. Með öðram orðum þyrfti að framleiða vetnið með því að nýta aðrar orku- lindir. Segir hann óraunhæft að gera ráð fyrir því að unnt sé að framleiða vetni í því magni sem markaðurinn í Evrópu krefjist með umhverfisvænni orku. „Við getum það, íslendingar, og einhverjar þjóðir gætu lagt meira af mörkum með aukinni virkjun vatns- orku og jarðhita, og hugsanlega mætti nýta vindorku betur, en mögu- leikarnir á því sviði eru mjög tak- markaðir. Það er því ljóst, að ef vetn- ið verður fyrir valinu til að knýja bfla og skip framtíðarinnar, þá eiga Evrópuríkin langflest ekki mögu- leika á að framleiða vetni eins og nú standa sakir, nema með orku sem byggir á nýtingu olíu, kola eða gass,“ bendir Tómas á. Frá umhverfissjón- armiði sé það ekki lausn. Það sé ekki fólgin nein framför í baráttunni við mengunarvandann í því að flytja uppsprettu mengunar- innar til. í stað þess að bílarnir mengi komi mengunin frá orkuver- um sem rekin séu á framorku - kol- um, olíu og gasi - til þess að fram- leiða vetni. Það sé því nauðsynlegt að finna viðunandi leiðir til þess að framleiða umhverfisvænni orku en jarðefna- eldsneyti. „Þess vegna þurfa Evróp- uríkin - ef þau ætla að bjóða upp á trúverðuga orku- og umhverfls- stefnu - að leggja áherzlu á umhverf- isvæna, hreina orku,“ segir Tómas Ingi. Þar sé um að ræða vatnsorku, jarðhita, vindorku og sólarorku. Síð- ast en ekki sízt þurfi Evrópubúar þó að endurskoða hug sinn til kjarnork- unnar og fjárfesta í þeim geira orku- iðnaðarins, í þeim tilgangi að finna viðhlítandi lausnir að því er varðar geislavirkan úrgang. „í þessu skyni þarf að finna nýja tækni sem leysir þessi vandamál," segir Tómas. Fræðilega hafi verið fullyrt að þessar lausnir séu til, en til- raunakjamorkuver þar sem þessum fræðilegu lausnum er hrint í fram- kvæmd hafa ekki verið byggð. Hlutverk íslendinga að reka áróður fyrir hreinni orku Hlutverk íslendinga í þessu sam- bandi segir Tómas aðspurður fyrst og fremst það, að leggja áherzlu á hreina og endurnýjan- lega orkugjafa og varpa ljósi á þau öngstræti sem Evrópuríkin stefna í í orku- og umhverfís- málum. „Það er mjög mikilvægt að fá evrópska ráðamenn til að horfa á um- hverfis- og orkumál í samhengi,“ seg- fr Tómas. í þessu skyni sé líka mælt með því í skýrslu vísinda- og tækni- nefndarinnar að efnt verði til stórrar alþjóðlegrar ráðstefnu, þar sem fjall- að verði um alþjóðlega stefnumótun í orku- og umhverfismálum í sam- hengi. „Tilgangurinn með skýrslunni og ályktunum hennar er ekki sízt að varpa ljósi á það sem vantar í lang- tímastefnumörkun og benda á leiðir til úrbóta," segh’ Tómas Ingi. Evrópuríkin verða mjög háð orku- innflutningi á komandi árum Segja má að lang- tímastefnan sé að hafa enga langtímastefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.