Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hús í ljósum logum HJÓNIN Eva og Georg Klein eru heimskunnir sænskir vísinda- menn. Þau koma til Islands í dag, laugardaginn 18. marz, í boði rekt- ors Háskóla íslands og Vísindafé- lags Islendinga. Þau verða hér í viku og halda daglega fyrirlestra í Háskóla íslands, á Keldum og loks bæði hjá Krabbameinsfélaginu og íslenskri erfðagreiningu. Fyrsta lesturinn heldur Georg Klein á morgun, sunnudaginn 19. marz, í stofu 101 í Odda kl. 14 og fjallar þar um krabbamein í ljósi hinnar nýju líffræði. A eftir tekur hann þátt í rökræðum við íslenzka vís- indamenn um nútímalíffræði og líf- tækni. Aðgangur er öllum heimill. Á föstudaginn kemur 24. marz kl. 16 mun hann- fjalla um vísindi, skáldskap og siðferði fyrir almenn- ing í félagi við Þorstein Gylfason í stofu 101 í Odda. Þorsteinn segir hér frá þeim hjónum. i Eva og Georg Klein hafa bæði verið prófessorar í krabbameins- fræði við hina heimskunnu Karól- ínsku stofnun í Stokkhólmi, hann frá 1957 til 1993 og hún frá 1979 til 1993. Eftir að þau létu af embætt- um sínum fyrir aldurs sakir hafa —f þau haldið áfram rannsóknastörf- um á stofnuninni svo að ekkert lát er á. Hann hefur birt meira en 1000 greinar um fræði sín, og hún um 450. Eg kann því miður ekki að lýsa Heimsókn Þessi hjón, og foreldrar þriggja uppkominna barna, segir Þorsteinn Gylfason, eru ekki einhöm. Eva hefur birt sænskar þýðingar sínar á ungverskum kvæðum og Georg hefur á síð- ustu sextán árum gefíð út margar bækur. vísindalegum uppgötvunum þeirra. Til þess þyrfti ég að kunna skil á krabbameinsfræði, veirufræði og ónæmisfræði. Eg veit þó að svo óvenjulega vill til að fjórir íslenzkir vísindamenn hafa lokið doktors- prófi við handleiðslu þeirra hjóna: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir á Keld- um, Sigurður Ingvarsson dósent í læknadeild Háskólans, Kristinn P. Magnússon hjá íslenskri erfða- greiningu og Ári Sæmundsen sem rekur fyrirtækið Groco í Reykjavík. En þessi hjón, og foreldrar þriggja uppkominna barna, eru ekki einhöm. Eva hefur birt sænsk- ar þýðingar sínar á ungverskum kvæðum, og Georg hefur á síðustu sextán árum gefið út margar bæk- ur um vísindi, bókmenntir, mynd- list, gyðingdóm, siðferði, sjálfs- blekkingu, sköpunargáfu, trúar- brögð og sína eigin ævi. Hann hefur sagt þ_ar frá langdvölum þeirra hjóna í ísrael, og borið sam- an ísraelsmenn og Svía í leiðinni. Hann hefur líka fjallað um ísland, til dæmis um kynni sín af óveðrum þess og af mönnum eins og Birni Sigfússyni háskólabókaverði. Lýs- ing Georgs á Birni, í bókinni Korp- ens blick (Hrafnsauganu) frá 1998, er perla. Við sem bárum gæfu til að kynnast Birni sjáum hann þar í nýju ljósi ekki síður en allir aðrir. Bækurnar eru að sjálfsögðu skrif- aðar á sænsku, en sumar þeirra hafa verið þýddar á ensku. Þær hafa vakið athygli í löndum ensku- mælandi fólks vestan hafs og aust- an ekki síður en í Svíþjóð. ii Á síðari hluta tuttugustu aldar hefur orðið heimsbylting í líffræði, og á síðustu þremur áratugum hef- ur það líka gerzt að sumir hinna fremstu líffræðinga hafa gerzt rit- höfundar við hæfi almennra les- enda um fræði sín og margvísleg önnur efni: einkum þeir Jacques Monod og Frangois Jaeob í Frakk- landi, Sir Peter Medawar og * ÍSLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1049. þáttur GAMAN er að fá bréf frá ungu fólki, ekki síður en frá þeim sem eldri eru. Umsjónarmanni hefur borist svofellt símbréf, en símbréf er spariorð fyrir tökuorðið fax: „Kæri Gísli. Ég lagði spurningu íyrir afa minn sem hann gat ekki svarað, en hann segir að þú munir geta það. Spumingin er þessi: Hvernig er því varið, að orðið hljóð hefur tvær andstæðar merk- ingar, þ.e. aðra sem hávaða eða allt sem heyrist, en hina sem þögn eða „hljóðleysi“, kyrrð? Með góðum óskum, Guðrún Rósa Skúladóttir, 10 ára, Hjarðarhaga 13, Reykjavík." ★ Þessi spuming er eðlileg, en erf- ið viðureignar. Þó skal reyna. Ef orð hafa fleiri en eina merkingu og sumar þeirra ganga hvor gegn annarri kalla lærðir menn það and- ræðni, og er þá næst að líta á merkingar orðsins hljóð. Þær greinast í þrjá meginstrauma: 1) Ymur, ómur, rödd, hróp („það að framkalla hávaða“). 2) Heyrn, hlust (eitthvað til að „nema hávaða“). 3) Þögn (færi á að „nema há- vaða“). Þótt ég noti þarna orðið „há- vaði“, getur hann auðvitað verið mjög mis-sterkur. Merkingar nr. 1 og nr. 3 era andræðar, ganga hvor gegn annarri. Eg get ekki sagt hvernig þetta hefur gerst, en mig grunar að merking nr. 1 sé elst, en merking nr. 3 yngst. Þetta er heldur fátækleg útlist- un, en ég get ekki fullyrt meira, en mörg önnur dæmi andræðni má tína til, svo sem fóstri sem bæði merkir „fóstrandann" og þann sem er fóstraður, skjórni sem t.d. getur bæði merkt rökkur og ljómi, henda sem bæði merkir að grípa og kasta frá sér og fá sem bæði merkir að afhenda og taka við. . Umsjónarmaður þakkar Guð- rúnu Rósu fyrir bréfið og hvetur hana til að halda áfram að gaum- gæfa móðurmálið og tilbrigði þess. ★ Forfeður okkar vora snemma fróðleiksfúsir, og er þeir höfðu numið lestur og skrift, tóku þeir fljótlega að rita alls konar fræði sér og öðram til minnis. Umsjónar- maður leyfir sér að taka hér sýn- ingardæmi úr mismunandi fræði- greinum: I. Dýrafræði (úr Fysiologo): „Einn fogl er í Ánni Níl, sá heitir hidris. (Physiologus) segir (þat) frá honum at hann banar kokodrillo. Þat er náttúra ok vandi hans: Þá er hann sér kokodrillum sofa, klinisk hann leiri ok hleypr í munn kok- odrillo, er hann sefr á árströndu, ok rífr ok slítr hann allan innan, ok setr í gegnum kvið hans ok at hon- um dauðum." b) „Er hvalr í sæ er heitir aspedo... Þá er hann hungrar lýkr hann upp munn sinn, ok sem nökkum ilm láti hann út fara. En litlir fiskar kenna ilm ok samnask saman í munn hans. En þá er muðr hans er fullr, lýkr hann saman munn sinn ok svelgr þá.“ II. Guðfræði (úr Eluciadario): „Magister: „Guð er andligr eldr, at því er helzt má skiljask, svá bjartr ok óumbræðiligr í fegrð ok í dýrð, at englar, er sjau hlutum era fegri an sól, fýsask of valt at sjá hann ok una við fegrð hans.“ Discipulus: „Hversu er einn guð í þrenningu?" Magister: „Svá sem þú sér þrenning í sólu, þat er eldr ok hiti ok ljós. Þessir hlutir era svá ósundrskilligir, at engi má frá öðr- um skilja í sólunni, svá sem guð er ósundrskilligr í þrenningu, faðir er í eldligu eðh, en sonr í ljósi, en heil- agr andi í hita.“ Discipulus: „Fyr hví kallask guð faðir?“ Magister: „Því, at hann er alls upphaf, ok eru af honum allir hlutir skapaðir, en speki hans kallask sonr hans.“ Discipulus: „Fyr hví sonr?“ Mag- ister: „Því, at hann er svá getinn af feðr sem skín af sólu, en beggja þeira ást nefnisk spiritus sanctus." Discipulus: „Fyr hví heilagr andi?“ Magister: „Því, at hann ferr fram af hvárum tveggja eilífliga, svá sem andi blæsk af munni. Þat afl guðdóms kallask faðir, er alla hluti skapaði, en sá kallask sonr, er heldr ok stýrir öllu, at eigi farisk. En sá nefnisk heilagr andi, er allt fegrir ok lífgar í áblæsti sínum. Af feðr era allir hlutir ok fyr son allir hlutir ok í helgum anda allir hlut- ir.“ [Innskot: Magister er kennari, discipulus = nemandi; og geri aðr- ir betur að útskýra heilaga þrenn- ingu.] III. Málfræði (Staffræði): „Sú er grein hljóðs, er þýtur veð- ur eða vatn eða sær eða björg eða jörð eða grjót hrynur. Þetta hljóð heitir gnýr og þrymur og dunur og dynur. Svo það hljóð, er málmar gera eða manna þyss, það heitir og gnýr og glymur og hljómur. Svo það og, er viðir brotna eða gnesta eða vopn mætast, þetta heita brak eða brestir eða enn sem áður er rit- að. Allt era þetta vitlaus hljóð... Önnur hljóðs grein er sú, sem fuglar gei-a eða dýr og sækykv- endi. Það heitir rödd, en þær radd- ir heita á marga lund. Fuglarnir syngja og gjalla og klaka, og enn með ýmsum háttum og nöfnum og kunnustum eru greind ýmsa vega dýranöfnin, og kunnu menn skyn hvað kykvendin þykjast benda með mörgum sínum látum. Sækykv- endin blása og gella. Allar þessar raddir eru mjög skynlausar að viti flestra manna. In þriðja hljóðs grein er miklu merkiligust, sú sem menn hafa. Það heitir hljóð og rödd og mál. Málið gerist af blæstrinum og tungubragðinu við tenn og góma og skipan varranna, en hverju orði fylgir minni og vit og skilning. Minni þarf til þess að muna at- kvæði orða, en vit að hugsa, hvað hann vill mæla, og skUning þess, hvað býr í orðunum. Ef maður fær snilld málsins, þá þarf þar til vit og orðfræði og fyrirætlan og það mjög að hægt sé tungubragð..." ★ Inghildur að austan kvað: Regin með röddu ósmarta reyndi af lungum og hjarta að hrífa allar frúr, en hann var svo klúr, að þær purpuðust allar í parta. í limranni í síðasta þætti kom a fyrir s í „biðilsmannstali". Einar Ben. hefði fljótt fundið hversu það spillir hrynjandinni og er beðist velvirðingar á þessu. Þorsteinn Georg Eva Gylfason Klein Klein Francis Crick á Englandi, Lewis Thomas í Bandaríkjunum og Georg Klein í Svíþjóð. Þeir eru afar ólíkir höfundar: Monod kristalstær í anda Descartes, Thomas næmur eins og fágað ljóðskáld, Klein tindrandi af fjöri. En þeir eru allir afbragðshöf- undar svo að naumast verður betur skrifað um nokkurn hlut en þeir gera, þrátt fyrir það að megnið af ævistarfi þeirra hafi verið unnið dag og nótt á rannsóknastofum þar sem sýslað er meira við sýni og mælitæki en orð og setningar. Orðsnilldin verður enn furðan- legri hjá Klein í ljósi þess að hann skrifar ekki bækur sínar, heldur talar þær inn á segulband, ekki sízt þegar hann þarf að keyra í hálftíma milli heimilis síns og vinnustaðar í Stokkhólmi ef hann er þá ekki að svara bréfum inn á bandið. Ein af lífsreglum hans er að hvert einasta andartak sem hann lifir verði að hafa eitthvert inntak. Einn góðan veðurdag tekur hann allt í einu eft- ir því í bílnum að verið er að lesa framandlega sónhendu, sem reyn- ist vera úr sónhendusveignum Fiðrildadalnum (Sommerfugledal- erí) eftir Inger Christensen, í danska útvarpið. Hann hlustar, verður sér síðan út um bókina, og áður en við er litið birtir hann um hana leiftrandi ritgerð. Svona fá andartökin inntak. iii Eva og Georg Klein eru engir Svíar að upprana. Þau eru Gyðing- ar úr Ungverjalandi. Þar kynntust þau, í stuttu sumarleyfi ungra stúd- enta við Balatonvatn, skömmu eftir að heimsstyrjöldinni lauk. Vorið 1944 höfðu Þjóðverjar hernumið Ungverjaland. Fjöldamorðinginn Adolf Éichmann, sem löngu síðar var dæmdur til dauða í ísrael fyrir glæpi sína, heimsótti Búdapest og lagði á ráðin um útrýmingu Gyð- inga, ungverskir kvislingar tóku áður en lauk höndum saman við hernámsliðið, og fyrir Gyðingana varð fyrirheitna landið Auschwitz. Bók Georgs Sjöundi púkinn (Den sjunde djávuien), sem út kom 1995, er samin til minningar um ömmu hans og tvo föðurbræður sem voru myrt í Auschwitz. Georg komst undan með því að fara huldu höfði síðasta styrjaldarárið með falsaða pappíra. Honum tókst meira að segja að bjarga móður sinni úr klóm morð- ingjanna. Hann þurfti að dulbúast sem liðsmaður kvislingasveitanna til að það tækist. Frá þessum mannraunum segir hann í fyrri hluta bókar sinnar ...í heimalands stað (...i stállet för hemland) frá 1984. Árið 1947 bauðst honum starf við vísindarannsóknir á Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi, þótt hon- um hefði þá ekki enn unnizt tóm til að ljúka neinu háskólaprófi, og litlu síðar gátu bæði kona hans og móðir flutt þangað líka. Svíþjóð varð heimaland þeirra. En Ungverja- land féll í hendur Stalíns. iv Ég hafði aldrei heyrt Georg Klein nefndan þegar ég fékk bréf frá honum haustið 1988, en vinir mínir í hópi líffræðinga sögðu mér fljótt deili á honum. Eftir þetta skrifuðumst við á öðra hverju áram saman án þess að sjást. Ég skrifaði handa honum lítinn kafla í bók sem hann gaf út um sköpunargáfuna. Kaflinn er birtur í íslenzkri þýð- ingu, tileinkaður Georg, í bók minni Að hugsa á íslenzku. Ég las líka sum af handritum hans og gerði við þau fáeinar athugasemdir. Við hitt- Bjartar vonir vakna - með hraðlest ÍBÚUM höfuðborg- arsvæðisins er tals- vert órótt vegna vax- andi umferðar á svæðinu og þeirra fjölmörgu neikvæðu þátta sem aukning- unni fylgja. Þegar haft er í huga að á næstu 20 árum er gert ráð fyrir því að um- ferðin muni enn auk- ast um allt að 50% ætti öllum að vera ljóst að ríkisvaldið og íbúar höfuðborgar- svæðisins standa frammi fyrir miklum vanda sem verður að bregðast við. Óbreytt stefna kallar á ríflega 40 milljarða króna fjár- festingar í stofnbrautakerfí höfuð- borgarsvæðisins á tímabilinu til þess eins að viðhalda svipuðu þjón- ustustigi og kerfið býður uppá í dag. Þetta þýðir um 2 milljarða á ári en framlag ríkisins til þessara verkefna er nú áætlað innan við milljarð á ári. Það stefnir því í mik- inn vanda ef ekkert verður að gert. Framtíðin í járn- braut og strætó Við þessar aðstæður er óhjákvæmilegt að skoðaðir verði allir mögulegir valkostir við einkabílinn. Sú staðreynd að hlutur almenningssam- gangna á höfuðborg- arsvæðinu er aðeins 4% af öllum ferðum í samanburði við 20- 30% í öðrum evrópsk- um borgum, sýnir okkur svart á hvítu þá möguleika sem þar ættu að liggja. Efling almenningssamgangna ætti því að vera lykilatriði í uppbyggingu sam- göngukerfis höfuðborgarsvæðisins á næstu áram. Hingað til hafa umraeður um al- menningssamgöngur á íslandi nær eingöngu snúist um strætó. Ekki ætla ég að draga úr nauðsyn þess að sá rekstur verði efldur en bendi á að nú nýverið hafa komið fram upplýsingar sem gefa til kynna að Hrannar Björn Arnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.