Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Birgir Andrésson, Ómar Stefánsson, Eggert Einarsson og Björn Roth opna sýningu í Listasafni ASI í dag. Morgunblaðið/Golli Kransæða- stífla í mynd- listarlífinu Fjórir myndlistarmenn halda sameiginlega sýningu í Listasafni ASI sem opnuð er í dag kl. 16. Þetta eru Birgir Andrésson, Björn Roth, Eggert Einarsson og Omar Stefáns- son. Hér fer á eftir samtal Þrastar Helga- sonar við þá fjórmenninga þar sem m.a. er fjallað um kransæðastíflu í æðakerfi ís- lenskrar myndlistar, upphaf módernisma á Grænlandi og dauða listaverksins. Blm: Ómar, félagar þínir segja mér að þú sért talsmaður þeirra, maður orðsins í hópnum. Er þá ekki best að þú segir mér út á hvað þetta gengur? Ómar: Neh, nú er ég alveg skák og mát, kemur hann ekki með þessa spumingu, út á hvað allt gengur! Birgir: Nei, málið er það að við vorum á Seyðisfirði í fyrra, sem Bjöm Roth á eins og hann leggur sig. Við vorum að sýna og á milli okkar spannst umræða um hvað það er erf- itt að sýna í Reykjavík því maður þarf alltaf að panta. Ómar: Maður þarf að panta sal og bíða svo í tvö þrjú ár, það er svo lang- ur tími að maður getur þess vegna misst leyíið og samninginn á vinnu- stofunni í millitíðinni. Þú veist, það er ómögulegt að segja hvað gerist. Þetta er því óþægilegt. Birgir: Upp úr þessu þrasi kom sú hugmynd að við sýndum saman héma í ASI því ég átti pantaðan sal- inn. Ég ákvað sem sé að bjóða þeim að sýna með mér. Biggi býður. Sýn- ingin ætti að heita það. Blm: Er þessi ásókn í sýningarsal- ina í borginni til merkis um að það sé mikið að gerast í reykvískri mynd- list? Birgir: Nei, það vantar sýningar- aðstöðu vegna þess að það er allt stíflað. Góðir myndlistarmenn eiga ekki möguleika á því að komast að vegna þessarar stíflu, kransæða- stíflu. Það er ekki mikið af sýningar- sölum og þeir em allir fullir af ein- hveiju drasli. Ómar: Það er auðvitað fullt af ein- hverjum útskotum þar sem þú getur hengt upp eitthvað ítem, en ég hugsa að það sé jafnvel heilmikil bið eftir þeim líka. Blm: Það vantar auðvitað fleiri al- vöra gallerí hérna. Birgir: i8 hennar Eddu er eina al- vöra galleríið hérna í bænum um þessar mundir, það er gallerí sem sinnir galleríshlutverkinu. Ómar: Það hafa kannski verið fimm sex alvöra gallerí héma í gegn- um árin. Blm: Edda benti á það í viðtali við Morgunblaðið fyrir skemmstu að ís- lendingar gerðu ekki greinarmun á galleríi, listmunaverslun og jafnvel listasafni. Birgir: Þetta er eins og að þekkja muninn á hangikjöti og hangikjöti. Þarna getur verið munur sem menn finna en geta kannski ekki sett putt- ann á. Alveg eins er með muninn á listinni sem verið er að bjóða í galler- íunum annars vegar og listasjoppun- um hins vegar. Eg get alveg selt þér eldhúsinnréttinguna mína fyrir form- úu ef þú bara vilt kaupa hana. En þar með er hún ekki orðin list. Blm: Þið segið að það sé ekkert að gerast hérna í myndlist, en sá sem les menningarsíður Morgunblaðsins gæti komist að annarri niðurstöðu; þar verður ekki þverfótað fyrir myndlistaramfjöllun, viðtölum og dómum. Sá sem les aðeins Morgun- blaðið gæti haldið að það væri mjög mikið að gerast í íslenskri myndlist. Björn: Það er svo mikið að gerast í myndlistaramfjöllun Moggans að meira að segja bókmenntafræðingar blaðsins era sendir til að taka viðtal við myndlistarmenn. Birgir: Ja sko, maður sem les ein- göngu Moggann gæti líka haldið að það væri mjög mikið að gerast í ís- lenskri pólitík. Björn: Umfjöllunin í Mogganum ber bara vitni um kransæðastífluna, alla þessa aðskotahluti sem era að stífla æðakerfi myndlistarinnar í landinu. Eggert: Húsnæðisæðakerfið. Birgir: Málið er að við Islendingar eram að verða að athlægi. Ómar sagði okkur góða sögu um viðskipti sín við ágæta bankastofnun hér í bæ og hvernig í slendingar horfa á kúnst- ina. Sko, ef ég ætlaði að kaupa mér verðbréf myndi ég ekki ráðfæra mig við Ómar Stefánsson, en ég myndi vel geta hugsað mér að fá hann til að ráð- leggja mér um kaup á myndlist. Á sama hátt myndi ég ekki ráðfæra mig við íslenskan bankastjóra um kaup á myndlist þótt ég myndi leita ráða hjá honum um verðbréfakaup. Sjáðu til, hér á landi hefur alltaf verið horft á kúnst eins og hvert annað glingur. Og þetta er að eyðileggja íslenska kúnst, dekrið og smjattið og raglið í kring- um þessa handavinnu sem allir era að föndra við. Hér er enginn greinar- munur gerður á kúnst og glingri og fyrir vikið era íslenskar bankastofn- anir fullar af föndri. Og þegar alvöra listamaður kemur inn í eina þeirra og spyr hvort hægt sé að kaupa verk, þá blæs bankamaðurinn sig út og segir: „Ég er með efni í tvær þrjár sýning- ar, maður.“ Þeir era búnir að vera að kaupa öskupoka allan tímann og spyrja svo: „Kúnst! Um hvað ertu að tala, maður?“ Ómar: Ekki ét ég málverkin, sagði hann. Birgir: Spumingin er þessi: Hvers vegna er Sinfóníuhljómsveit Islands góð hljómsveit? Og svarið er: Vegna þess að það hefur verið lögð rækt við hana. En Islendingum er svo sem sama. Þeir þekkja ekki muninn á sin- fóníu og munnhörpuleik. Hvort tveggja jafngott í þeirra eyram. Blm: I tilkynningu Ómars um sýn- inguna stendur að hún verði með hefðbundnum hætti. Ómar: Þar er vísað til þess að við vinnum innan hinna hefðbundnu greina myndlistarinnar, teikningar, skúlptúr og málverk. Birgir: Þetta er samt ekki einfalt því jafnvel þó að Bjöm, Ómar og Eggert vinni með hefðbundna miðla, þá eru þeir svona dímonar í þeim. Ómar: Það væri til dæmis grín að tala um skúlptúra Eggerts sem hefð- bundna því þeir tengjast í mesta lagi einhverjum hefðbundnum módem- isma sem hefur verið við lýði frá því í byijun tuttuigustu aldar. Eggert: Eg myndi segja að þetta væri klassík, klassískur módernismi. Ómar: Þetta er tóm klassík hjá okkur, Birgir er til dæmis í punkta- málverkinu hans Mondrian. Birgir: Kannski er þetta rosalega hallærisleg sýning hjá okkur. Bjöm: Ég hef aldrei skilið hvað hægt er að setja mikið undir hatt módernismans. Hvað er þessi helvítis módernismi? Birgir: Nútíminn! Ómar: Hann sprettur upp úr dada- ismanum og kúbismanum þar sem natúralíska málverkið er brotið upp í frumeindir. Stendur það ekki þannig í orðabókunum? Eggert: Já, en afstraktið var í rauninni málverk af landslagi og fólki, bara málað öðravísi. Björn: Móðir mín á eina af fáum afstraktmyndum eftir Kjarval. Fyrst kallaði hann hana Bæjarlækinn heima. Og það er svo sem hægt að merkja einhverja slíka stroku í henni. En síðar vildi hann ekkert kannast við þetta nafn og kallaði verkið Trefil- inn hennar ömmu. Birgir: íslendingar hafa alltaf skil- ið módernismann út frá náttúranni og það er fallegt. En „ó, borg, mín borg“ er módemískasta setningin á íslensku. Björn: Við voram að tala um að sýna næst á Grænlandi. Hvað ætli Grænlendingum finnist um módern- ismann? Ómar: Þeir segja bara að þetta sé eins og það sem frændi gerir uppi í ís- helli. Módernisminn kom upphaflega frá Grænlendingum. Myndir eftir evrópska frammódemista era alveg eins og myndir eftii- grænlenska frumbyggja. Ég sá einhvern tíma bók sem gerði samanburð á þessu og það kom í ljós að módernistarnfr stálu þessu öllu frá Grænlendingunum og þjóðum í Kyrrahafinu þar sem starfs- heitið listamaður er ekki til. Þetta er bara frambyggjalist. Reyndar eru margir famfr að kasta þeim kenning- um á loft nú að við listamenn þurfum bráðum að fara að leita aftur til þeirra tíma þegar listamenn vora ekki til. Það era nefnilega allir lista- menn nú til dags. Menn fara bara í tölvuna og fokka einhverju fomti upp og prenta það út. Þar með er orð- ið til listaverk. Það era allfr listamenn og þar með era engir listamenn til lengur. Það er að koma ný steinöld, nýsteinöld. En ég kann best að meta arkitekt- inn Negroponti af öllum módemist- um. Hann var að spekúlera í því hvemig væri best að skipuleggja borg. Gamla lagið var torg með hringum utanum eins og í París og fleiri borgum. En það kerfi var löngu dottið út. Hann raðaði því léttum pappakössum á gólfið og hleypti her af skordýium í gegn. Þau ýttu köss- unum hingað og þangað og riðluðu allri uppröðun. Þar með var hann kominn með nýtt borgarskipulag. Svona uppfyndingar era öldutopp- arnir í módernismanum. Blm: Listamaðurinn er dauður, en er listaverkið ekki líka dautt? Það hefur að minnsta kosti verið talað um dauða málverksins í langan tíma. Bjöm: Vora það ekki Bragi Ás- geirsson og Einar Hákonarson sem komu sér ekki saman um það hvað ætti að nota stóra pensla þegar þeir vora að kenna við MHÍ; Bragi vildi nota litla en Einar stóra. Ómar: Þeir komu að mér þar sem ég var að kópíera ljósmynd. Fyrst kom Einar og hrópaði: Hvað er að sjá þig, maður, þú málar eins og amatör, þú átt að nota stóra pensla. Svo var hann rokinn út í fússi áður en ég náði að skipta um pensil, sem ég hafði reyndar ekkert í hyggju að gera. En svo kom Bragi rétt á eftir og sagði: Hvað er að þér, þú átt að nota litla pensla. Þetta var eiginlega málara- námið við MHÍ í hnotskurn. Blm: En hvað með þessa umræðu um dauða málverksins? Ómar: Hún er orðin meira en hundrað ára gömul. Birgir: En Ómar, málverkið er líkalöngu dautt. Ómar: Jájá, þetta eru bara upp- vakningar sem ég er að sýna hérna, framliðin málverk. Þetta era draugar og ég hættur að geta sofið á nóttunni. Blm: En verður listin ekki alltaf skammlífari í hraða fjölmiðlasamfé- lagsins? Ómar: Það hefur verið tilhneiging til að hrúga upp verkum með ein- hverri svona sýningartekník sem standa bara á meðan sýningin varir. Eftir sýninguna nenna menn ekki einu sinni að taka til eftir sig, verkinu er bara hent í raslið. Listaverkið er bai-a til á meðan einhver er til þess að horfa á það. Myndlistarmenn nú era eins og steinaldarmennfrnir sem gerðu myndir í fjörusandinn. Björn: En okkar sýning er voða- lega róleg og létt. Þetta er bara góð sýning. Birgir: Já, þetta verður sennilega besta sýningin um þessa helgi. M-2000 Laugardagur 19. mars. Nýlistasafninu við Vatnsstíg. „Hvít“. Kl. 16. Fyrsti hluti þríliða sýningarað- ar. Sýnendur eru Ingólfur Arnars- son, Andreas Karl Schulze, Robin van Harreveld og Hilmar Bjarna- son. www.nylo.is Vetraríþróttahátíð ÍBR Almenningsíþróttir hjá íþrótta- félögum borgarinnar íþróttafélögin í Reykjavík bjóða upp á ýmiss konar hreyfingu í mannvirkjum íþróttafélaganna eða í nágrenni þeirra frá kl. 10:00-13:00. Skautahöllinni í Laugardal kl. 17:00. Skautasýningin IS 2000 Alþjóðlegir meistarar og úrval íslensks sýningarfólks sýna listir sfnar. Miðasala frá kl. 14:00. Verð kr. 500,- fyrir fullorðna og kr. 200,- fyrir börn. Fræðasetrið í Sandgerði. Mannlíf við opið haf. Opnunarhátíð kl. 16.00. Á dagskránni, sem lýkur form- lega í lok júní, eru fjölmargir menningarviðburðir og fyrirlestr- ar um allt frá sæskrímslum til jarðfræði, keltneskrar húsagerð- ar, fornminja og vistfræði á landi og láði, svo fátt eitt sé nefnt. Fyr- irlestrarnir verða fluttir í Fræða- setrinu. Mannlff við opið haf er eitt af samstarfsverkefnum Menn- ingarborgar og sveitarfélaga víða um land. Bfóhöllin, Akranesi. Menningardagskrá kl. 20. Sjáv- arlist. Meðal viðburða næstu vikna eru ljóðalestur, frumsýning á nýju ís- lensku leikriti, myndlistarsýning- ar, dagskrá í skólum, útivist og írskir dagar svo fátt eitt sé talið. Sjávarlist er eitt af samstarfsverk- efnum Menningarborgar og sveit- arfélaga víða um land. Rimaskóli. Fræðsludagur Grafarvogsráðs. „Heilsa og lífsgæði - hvað get ég gert?“ er yfirskrift dagskrár í Rimaskóla þar sem fræðsla, skemmtan og kaffihúsastemmning ráða ríkjum frá kl. 12.00-15.00. Fræðsludagurinn er liður í heils- ársdagskrá Grafarvogsráðs er nefnist Ljósbrot. Viðburðarmiðstöð M-200, Kringlunni. Kl. 14 Forskot á sæluna JC Reykjavík kynnir málþing Tært vatn - auður komandi kyn- slóða. Málþingið verður haldið í samvinnu við Vatnsveituna í Gvendarbrunnum miðvikudaginn 22.03. www.vatn.is Álftanesskóli, Bessastaðahreppi Sýning á verkum nemenda og kennara í Álftanesskóla. Lokadagur listaviku í Bessa- staðahreppi þar sem áherslan er lögð á náttúruöflin; vatn, eld, loft og jörð og framtíðarsýn fyrir svæðið. Sýningin er opin frá 11.00-18.00. Listavikan er eitt af samstarfsverkefnum Menningar- borgar og sveitarfélaga víða um land. www.bessasthr.is www.reykjavik2000.is --------------------- Tónleikar á Húsavík TÓNLEIKAR Gunnars Kvaran sellóleikara og Selmu Guðmun- dsdóttur píanóleikara verða á morg- un, sunnudag, kl. 16, í Sal Borgar- hólsskóla á Húsavík Á efnisskrá er m.a. verk eftir Henry Eccles, Schumann og Chopin. ------------♦-♦--♦----- Sýning-alok Gerðarsafn, Kópvogi Þremur sýningum lýkur á morg- un, sunnudag, í Gerðarsafni. Það er sýning Ljósmyndarafélags íslands, Blaðaljósmyndarafélags og sýningu Vigfúsar Sigurgeirssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.