Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 30

Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 30
30 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Birgir Andrésson, Ómar Stefánsson, Eggert Einarsson og Björn Roth opna sýningu í Listasafni ASI í dag. Morgunblaðið/Golli Kransæða- stífla í mynd- listarlífinu Fjórir myndlistarmenn halda sameiginlega sýningu í Listasafni ASI sem opnuð er í dag kl. 16. Þetta eru Birgir Andrésson, Björn Roth, Eggert Einarsson og Omar Stefáns- son. Hér fer á eftir samtal Þrastar Helga- sonar við þá fjórmenninga þar sem m.a. er fjallað um kransæðastíflu í æðakerfi ís- lenskrar myndlistar, upphaf módernisma á Grænlandi og dauða listaverksins. Blm: Ómar, félagar þínir segja mér að þú sért talsmaður þeirra, maður orðsins í hópnum. Er þá ekki best að þú segir mér út á hvað þetta gengur? Ómar: Neh, nú er ég alveg skák og mát, kemur hann ekki með þessa spumingu, út á hvað allt gengur! Birgir: Nei, málið er það að við vorum á Seyðisfirði í fyrra, sem Bjöm Roth á eins og hann leggur sig. Við vorum að sýna og á milli okkar spannst umræða um hvað það er erf- itt að sýna í Reykjavík því maður þarf alltaf að panta. Ómar: Maður þarf að panta sal og bíða svo í tvö þrjú ár, það er svo lang- ur tími að maður getur þess vegna misst leyíið og samninginn á vinnu- stofunni í millitíðinni. Þú veist, það er ómögulegt að segja hvað gerist. Þetta er því óþægilegt. Birgir: Upp úr þessu þrasi kom sú hugmynd að við sýndum saman héma í ASI því ég átti pantaðan sal- inn. Ég ákvað sem sé að bjóða þeim að sýna með mér. Biggi býður. Sýn- ingin ætti að heita það. Blm: Er þessi ásókn í sýningarsal- ina í borginni til merkis um að það sé mikið að gerast í reykvískri mynd- list? Birgir: Nei, það vantar sýningar- aðstöðu vegna þess að það er allt stíflað. Góðir myndlistarmenn eiga ekki möguleika á því að komast að vegna þessarar stíflu, kransæða- stíflu. Það er ekki mikið af sýningar- sölum og þeir em allir fullir af ein- hveiju drasli. Ómar: Það er auðvitað fullt af ein- hverjum útskotum þar sem þú getur hengt upp eitthvað ítem, en ég hugsa að það sé jafnvel heilmikil bið eftir þeim líka. Blm: Það vantar auðvitað fleiri al- vöra gallerí hérna. Birgir: i8 hennar Eddu er eina al- vöra galleríið hérna í bænum um þessar mundir, það er gallerí sem sinnir galleríshlutverkinu. Ómar: Það hafa kannski verið fimm sex alvöra gallerí héma í gegn- um árin. Blm: Edda benti á það í viðtali við Morgunblaðið fyrir skemmstu að ís- lendingar gerðu ekki greinarmun á galleríi, listmunaverslun og jafnvel listasafni. Birgir: Þetta er eins og að þekkja muninn á hangikjöti og hangikjöti. Þarna getur verið munur sem menn finna en geta kannski ekki sett putt- ann á. Alveg eins er með muninn á listinni sem verið er að bjóða í galler- íunum annars vegar og listasjoppun- um hins vegar. Eg get alveg selt þér eldhúsinnréttinguna mína fyrir form- úu ef þú bara vilt kaupa hana. En þar með er hún ekki orðin list. Blm: Þið segið að það sé ekkert að gerast hérna í myndlist, en sá sem les menningarsíður Morgunblaðsins gæti komist að annarri niðurstöðu; þar verður ekki þverfótað fyrir myndlistaramfjöllun, viðtölum og dómum. Sá sem les aðeins Morgun- blaðið gæti haldið að það væri mjög mikið að gerast í íslenskri myndlist. Björn: Það er svo mikið að gerast í myndlistaramfjöllun Moggans að meira að segja bókmenntafræðingar blaðsins era sendir til að taka viðtal við myndlistarmenn. Birgir: Ja sko, maður sem les ein- göngu Moggann gæti líka haldið að það væri mjög mikið að gerast í ís- lenskri pólitík. Björn: Umfjöllunin í Mogganum ber bara vitni um kransæðastífluna, alla þessa aðskotahluti sem era að stífla æðakerfi myndlistarinnar í landinu. Eggert: Húsnæðisæðakerfið. Birgir: Málið er að við Islendingar eram að verða að athlægi. Ómar sagði okkur góða sögu um viðskipti sín við ágæta bankastofnun hér í bæ og hvernig í slendingar horfa á kúnst- ina. Sko, ef ég ætlaði að kaupa mér verðbréf myndi ég ekki ráðfæra mig við Ómar Stefánsson, en ég myndi vel geta hugsað mér að fá hann til að ráð- leggja mér um kaup á myndlist. Á sama hátt myndi ég ekki ráðfæra mig við íslenskan bankastjóra um kaup á myndlist þótt ég myndi leita ráða hjá honum um verðbréfakaup. Sjáðu til, hér á landi hefur alltaf verið horft á kúnst eins og hvert annað glingur. Og þetta er að eyðileggja íslenska kúnst, dekrið og smjattið og raglið í kring- um þessa handavinnu sem allir era að föndra við. Hér er enginn greinar- munur gerður á kúnst og glingri og fyrir vikið era íslenskar bankastofn- anir fullar af föndri. Og þegar alvöra listamaður kemur inn í eina þeirra og spyr hvort hægt sé að kaupa verk, þá blæs bankamaðurinn sig út og segir: „Ég er með efni í tvær þrjár sýning- ar, maður.“ Þeir era búnir að vera að kaupa öskupoka allan tímann og spyrja svo: „Kúnst! Um hvað ertu að tala, maður?“ Ómar: Ekki ét ég málverkin, sagði hann. Birgir: Spumingin er þessi: Hvers vegna er Sinfóníuhljómsveit Islands góð hljómsveit? Og svarið er: Vegna þess að það hefur verið lögð rækt við hana. En Islendingum er svo sem sama. Þeir þekkja ekki muninn á sin- fóníu og munnhörpuleik. Hvort tveggja jafngott í þeirra eyram. Blm: I tilkynningu Ómars um sýn- inguna stendur að hún verði með hefðbundnum hætti. Ómar: Þar er vísað til þess að við vinnum innan hinna hefðbundnu greina myndlistarinnar, teikningar, skúlptúr og málverk. Birgir: Þetta er samt ekki einfalt því jafnvel þó að Bjöm, Ómar og Eggert vinni með hefðbundna miðla, þá eru þeir svona dímonar í þeim. Ómar: Það væri til dæmis grín að tala um skúlptúra Eggerts sem hefð- bundna því þeir tengjast í mesta lagi einhverjum hefðbundnum módem- isma sem hefur verið við lýði frá því í byijun tuttuigustu aldar. Eggert: Eg myndi segja að þetta væri klassík, klassískur módernismi. Ómar: Þetta er tóm klassík hjá okkur, Birgir er til dæmis í punkta- málverkinu hans Mondrian. Birgir: Kannski er þetta rosalega hallærisleg sýning hjá okkur. Bjöm: Ég hef aldrei skilið hvað hægt er að setja mikið undir hatt módernismans. Hvað er þessi helvítis módernismi? Birgir: Nútíminn! Ómar: Hann sprettur upp úr dada- ismanum og kúbismanum þar sem natúralíska málverkið er brotið upp í frumeindir. Stendur það ekki þannig í orðabókunum? Eggert: Já, en afstraktið var í rauninni málverk af landslagi og fólki, bara málað öðravísi. Björn: Móðir mín á eina af fáum afstraktmyndum eftir Kjarval. Fyrst kallaði hann hana Bæjarlækinn heima. Og það er svo sem hægt að merkja einhverja slíka stroku í henni. En síðar vildi hann ekkert kannast við þetta nafn og kallaði verkið Trefil- inn hennar ömmu. Birgir: íslendingar hafa alltaf skil- ið módernismann út frá náttúranni og það er fallegt. En „ó, borg, mín borg“ er módemískasta setningin á íslensku. Björn: Við voram að tala um að sýna næst á Grænlandi. Hvað ætli Grænlendingum finnist um módern- ismann? Ómar: Þeir segja bara að þetta sé eins og það sem frændi gerir uppi í ís- helli. Módernisminn kom upphaflega frá Grænlendingum. Myndir eftir evrópska frammódemista era alveg eins og myndir eftii- grænlenska frumbyggja. Ég sá einhvern tíma bók sem gerði samanburð á þessu og það kom í ljós að módernistarnfr stálu þessu öllu frá Grænlendingunum og þjóðum í Kyrrahafinu þar sem starfs- heitið listamaður er ekki til. Þetta er bara frambyggjalist. Reyndar eru margir famfr að kasta þeim kenning- um á loft nú að við listamenn þurfum bráðum að fara að leita aftur til þeirra tíma þegar listamenn vora ekki til. Það era nefnilega allir lista- menn nú til dags. Menn fara bara í tölvuna og fokka einhverju fomti upp og prenta það út. Þar með er orð- ið til listaverk. Það era allfr listamenn og þar með era engir listamenn til lengur. Það er að koma ný steinöld, nýsteinöld. En ég kann best að meta arkitekt- inn Negroponti af öllum módemist- um. Hann var að spekúlera í því hvemig væri best að skipuleggja borg. Gamla lagið var torg með hringum utanum eins og í París og fleiri borgum. En það kerfi var löngu dottið út. Hann raðaði því léttum pappakössum á gólfið og hleypti her af skordýium í gegn. Þau ýttu köss- unum hingað og þangað og riðluðu allri uppröðun. Þar með var hann kominn með nýtt borgarskipulag. Svona uppfyndingar era öldutopp- arnir í módernismanum. Blm: Listamaðurinn er dauður, en er listaverkið ekki líka dautt? Það hefur að minnsta kosti verið talað um dauða málverksins í langan tíma. Bjöm: Vora það ekki Bragi Ás- geirsson og Einar Hákonarson sem komu sér ekki saman um það hvað ætti að nota stóra pensla þegar þeir vora að kenna við MHÍ; Bragi vildi nota litla en Einar stóra. Ómar: Þeir komu að mér þar sem ég var að kópíera ljósmynd. Fyrst kom Einar og hrópaði: Hvað er að sjá þig, maður, þú málar eins og amatör, þú átt að nota stóra pensla. Svo var hann rokinn út í fússi áður en ég náði að skipta um pensil, sem ég hafði reyndar ekkert í hyggju að gera. En svo kom Bragi rétt á eftir og sagði: Hvað er að þér, þú átt að nota litla pensla. Þetta var eiginlega málara- námið við MHÍ í hnotskurn. Blm: En hvað með þessa umræðu um dauða málverksins? Ómar: Hún er orðin meira en hundrað ára gömul. Birgir: En Ómar, málverkið er líkalöngu dautt. Ómar: Jájá, þetta eru bara upp- vakningar sem ég er að sýna hérna, framliðin málverk. Þetta era draugar og ég hættur að geta sofið á nóttunni. Blm: En verður listin ekki alltaf skammlífari í hraða fjölmiðlasamfé- lagsins? Ómar: Það hefur verið tilhneiging til að hrúga upp verkum með ein- hverri svona sýningartekník sem standa bara á meðan sýningin varir. Eftir sýninguna nenna menn ekki einu sinni að taka til eftir sig, verkinu er bara hent í raslið. Listaverkið er bai-a til á meðan einhver er til þess að horfa á það. Myndlistarmenn nú era eins og steinaldarmennfrnir sem gerðu myndir í fjörusandinn. Björn: En okkar sýning er voða- lega róleg og létt. Þetta er bara góð sýning. Birgir: Já, þetta verður sennilega besta sýningin um þessa helgi. M-2000 Laugardagur 19. mars. Nýlistasafninu við Vatnsstíg. „Hvít“. Kl. 16. Fyrsti hluti þríliða sýningarað- ar. Sýnendur eru Ingólfur Arnars- son, Andreas Karl Schulze, Robin van Harreveld og Hilmar Bjarna- son. www.nylo.is Vetraríþróttahátíð ÍBR Almenningsíþróttir hjá íþrótta- félögum borgarinnar íþróttafélögin í Reykjavík bjóða upp á ýmiss konar hreyfingu í mannvirkjum íþróttafélaganna eða í nágrenni þeirra frá kl. 10:00-13:00. Skautahöllinni í Laugardal kl. 17:00. Skautasýningin IS 2000 Alþjóðlegir meistarar og úrval íslensks sýningarfólks sýna listir sfnar. Miðasala frá kl. 14:00. Verð kr. 500,- fyrir fullorðna og kr. 200,- fyrir börn. Fræðasetrið í Sandgerði. Mannlíf við opið haf. Opnunarhátíð kl. 16.00. Á dagskránni, sem lýkur form- lega í lok júní, eru fjölmargir menningarviðburðir og fyrirlestr- ar um allt frá sæskrímslum til jarðfræði, keltneskrar húsagerð- ar, fornminja og vistfræði á landi og láði, svo fátt eitt sé nefnt. Fyr- irlestrarnir verða fluttir í Fræða- setrinu. Mannlff við opið haf er eitt af samstarfsverkefnum Menn- ingarborgar og sveitarfélaga víða um land. Bfóhöllin, Akranesi. Menningardagskrá kl. 20. Sjáv- arlist. Meðal viðburða næstu vikna eru ljóðalestur, frumsýning á nýju ís- lensku leikriti, myndlistarsýning- ar, dagskrá í skólum, útivist og írskir dagar svo fátt eitt sé talið. Sjávarlist er eitt af samstarfsverk- efnum Menningarborgar og sveit- arfélaga víða um land. Rimaskóli. Fræðsludagur Grafarvogsráðs. „Heilsa og lífsgæði - hvað get ég gert?“ er yfirskrift dagskrár í Rimaskóla þar sem fræðsla, skemmtan og kaffihúsastemmning ráða ríkjum frá kl. 12.00-15.00. Fræðsludagurinn er liður í heils- ársdagskrá Grafarvogsráðs er nefnist Ljósbrot. Viðburðarmiðstöð M-200, Kringlunni. Kl. 14 Forskot á sæluna JC Reykjavík kynnir málþing Tært vatn - auður komandi kyn- slóða. Málþingið verður haldið í samvinnu við Vatnsveituna í Gvendarbrunnum miðvikudaginn 22.03. www.vatn.is Álftanesskóli, Bessastaðahreppi Sýning á verkum nemenda og kennara í Álftanesskóla. Lokadagur listaviku í Bessa- staðahreppi þar sem áherslan er lögð á náttúruöflin; vatn, eld, loft og jörð og framtíðarsýn fyrir svæðið. Sýningin er opin frá 11.00-18.00. Listavikan er eitt af samstarfsverkefnum Menningar- borgar og sveitarfélaga víða um land. www.bessasthr.is www.reykjavik2000.is --------------------- Tónleikar á Húsavík TÓNLEIKAR Gunnars Kvaran sellóleikara og Selmu Guðmun- dsdóttur píanóleikara verða á morg- un, sunnudag, kl. 16, í Sal Borgar- hólsskóla á Húsavík Á efnisskrá er m.a. verk eftir Henry Eccles, Schumann og Chopin. ------------♦-♦--♦----- Sýning-alok Gerðarsafn, Kópvogi Þremur sýningum lýkur á morg- un, sunnudag, í Gerðarsafni. Það er sýning Ljósmyndarafélags íslands, Blaðaljósmyndarafélags og sýningu Vigfúsar Sigurgeirssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.