Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 20

Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 20
20 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aðalfundur Landsbanka íslands hf. Arang'urstengd laun um næstu áramót Morgunblaðið/Jim Smart Merkja raátti óánægju meðal starfsmanna Landsbankans á aðalfundi fé- lagsins í gær, m.a. með að starfsmenn fengju ekki kaupauka líkt og m.a. starfsmenn Búnaðarbankans hafa fengið. LANDSBANKI íslands mun inn- leiða árangurstengingu launa í starfsemi bankans um leið og að- stæður skapast til þess og stefnt er að því að svo verði eigi síðar en frá og með 1. janúar á næsta ári. Þetta var meðal þess sem fram kom 1 máli Halldórs J. Kristjáns- sonar, bankastjóra Landsbanka Is- lands hf., á aðalfundi bankans í gær. Varðandi umræðu um kaupauka vegna afkomu bankans sagði Hall- dór rétt að taka fram að stjórn- endur Landsbankans telja brýnt að árangurstenging launa miðist við hlutlægan mælikvarða og mæl- ingar. Um réttlátt og gagnsætt kerfi verði að vera að ræða og stjórnendur Landsbankans telji að tilviljunarkenndar kaupauka- greiðslur sem ekki byggist á slík- um skýrum kerfum brjóti niður til- raunir til að byggja upp raunverulegar árangursmælingar í störfum fyrirtækja og gangi gegn langtímahagsmunum starfsmanna. Landsbankinn telji því ekki rétt eða mögulegt að ákveða slíkar greiðslur við núverandi aðstæður. „Rétt er að minna á að Lands- bankinn greiðir hæsta hlutfall tekna sem arð til hluthafa meðal viðskiptabankanna. í þessu efni ber einnig að hafa í huga að flestir starfsmenn Landsbankans eru hluthafar í bankanum," ságði Hall- dór. Á síðasta ári var samið við Royal Bank of Scotland um að veita ráðgjöf við að innleiða alhliða árangursstjórnun í bankanum. Merkja mátti óánægju meðal starfsmanna á aðalfundinum í gær, m.a. með að starfsmenn Lands- bankans fengju ekki kaupauka líkt og m.a. starfsmenn Búnaðarbank- ans hafa fengið. Margir greiddu einnig atkvæði gegn tillögu um hækkun á þóknun til bankaráðs- manna Landsbankans, úr 54.000 krónum á mánuði í 66.000 krónur, en tillagan var samþykkt með þorra atkvæða. Stjórn starfsmannafélags Landsbanka íslands hefur tekið þá ákvörðun að tjá sig ekki opinber- lega um afstöðu starfsmanna til launakerfis í bankanum að sinni, að sögn Ingveldar Ingólfsdóttur, varaformanns stjórnar starfs- mannafélagsins. Aðalfundur starfsmannafélags Landsbanka ís- lands verður haldinn næstkomandi þriðjudag og má búast við að þar verði launakjör starfsmanna tekin til umfjöllunar. Á aðalfundi Landsbankans voru ársreikningar bankans samþykktir samhljóða, svo og tillaga um greiðslu 10% arðs og meðferð hagnaðar. Hagnaður ársins 1999 nam 1.520,1 milljón króna og verða alls 650 milljónir greiddar í arð til hluthafa, sem samsvarar um 43% af hagnaði og 10% af nafnvirði hlutafjár félagsins. Því sem eftir stendur af hagnaði skal ráðstafað til hækkunar á eigin fé Lands- banka Islands hf. Bankaráð var endurkjörið og í því eiga sæti Helgi S. Guðmundsson, formaður, Kjartan Gunnarsson, varaformað- ur, Birgir Þór Runólfsson, Guð- bjartur Hannesson og Jónas Hall- grímsson. Erlend aðild að íslenskum fjármálastofnunum æskileg I ræðu sinni á aðalfundi Lands- bankans fjallaði Helgi S. Guð- mundsson formaður bankaráðs m.a. um hugsanlega sameiningu viðskiptabanka á Islandi. Samein- aður banki hefði sterka stöðu á Islandi, að sögn Helga, en hins vegar væri slíkur banki mjög lítill í samanburði við fjármálastofnanir á evrópska efnahagssvæðinu. „I þessu sambandi er rétt að benda á að í öllum smærri ríkjum Evrópu hafa yfirvöld heimilað verulega samþjöppun á heimamarkaði þann- ig að hægt sé að mynda einingar sem eru samkeppnisfærar á al- þjóðlegum mörkuðum. Þannig er hlutur þriggja stærstu bankanna í Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Svíþjóð, Portúgal og írlandi á bil- inu 70-80%,“ sagði Helgi og bætti við að í þessu sambandi væri rétt að líta til þess að mjög hollt yrði fyrir bankakerfið og íslenska fjár- málakerfið að erlendir aðilar kæmu með einhverjum hætti inn í íslenskar fjármálastofnanir, t.d. sem 8-10% hluthafar. Umbylting útibúakerfis Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, fjallaði m.a. um bankaþjónustu á Netinu í ræðu sinni á aðalfundinum. Samkvæmt könnun sem gerð var í janúar sl. fara 12% viðskiptavina bankans sjaldnar en mánaðarlega í útibú, að sögn Halldórs og á grundvelli könnunarinnar má gera ráð fyrir því að nálægt 20% viðskiptavina fari nánast aldrei í útibú árið 2003. Landsbankinn spáir því að nær 50% af notendum muni nýta sjálf- virka greiðsluþjónustu af ein- hverju tagi árið 2003. „Fjármálaþjónusta er sú at- vinnugrein sem verður fyrir hvað mestum áhrifum af vefnum. Sam- kvæmt alþjóðlegum könnunum er gert ráð fyrir að þriðjungur not- enda muni nýta WAP-tengingu vegna fjármalaþjónustu innan þriggja ára. Á Norðurlöndum er reiknað með því að innan tveggja ára mun Vs af sölu verðbréfasjóða eiga sér stað á vefnum.“ Halldór sagði þessa öru þróun annars veg- ar kalla á verulega umbreytingu útibúakerfis bankans og hins veg- ar skýrari stefnumótun í netvið- skiptum almennt. Halldór gerði grein fyrir rekstr- arniðurstöðu ársins 1999 og rekstrarmarkmiðum fjrrir yfir- standandi ár, í ræðu sinni. Stefnt er að því að lækka kostnaðarhlut- fall bankans í um 68% á þessu ári en kostnaðarhlutfallið var um 70% fyrir síðasta ár. Stefnt er að 13- 16% arðsemi eiginfjár eftir skatta á þessu ári, að sögn bankastjóra, en arðsemi eiginfjár á síðasta ári nam 15%, sem var í samræmi við markmið. Til að ná fram rekstrarlegum markmiðum og stýra sókn á næstu árum verða viðskiptaáherslur skerptar og að sögn Halldórs verða m.a. stigin frekari skref í al- þjóðavæðingu Landsbankans á næstunni með opnun starfsstöðvar 1 London. Starfsstöðin mun veita stuðning við sérbankaþjónustu og eignastýringu bankans og verða vettvangur fyrir þátttöku í alþjóð- legri framtaksfjármögnun. Nú jjS* tU vioger^ g Wirm í OHOIGE GRAND CRU Cf* tMVMVfl fll #ott vm með grittmu i swmm* Allar vínþrúgur á tilboði • Opið laugardag milli kl. 11 og 16 og sunnudag milli kl. 13 og 17 Munið netverslunina ATH! Allir sem panta á Netinu þennan mánuð fá vöruna senda heim þeim að kostnaðarlausu. ^tavíngeg.^ WWW.VÍtdÍSt.ÍS Þægilegra getur það ekki orðið. Laugarvegi 178 • Reykjavík • Sími 562 5870 Víngerðin hefst hjá okkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.