Morgunblaðið - 18.03.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.03.2000, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aðalfundur Landsbanka íslands hf. Arang'urstengd laun um næstu áramót Morgunblaðið/Jim Smart Merkja raátti óánægju meðal starfsmanna Landsbankans á aðalfundi fé- lagsins í gær, m.a. með að starfsmenn fengju ekki kaupauka líkt og m.a. starfsmenn Búnaðarbankans hafa fengið. LANDSBANKI íslands mun inn- leiða árangurstengingu launa í starfsemi bankans um leið og að- stæður skapast til þess og stefnt er að því að svo verði eigi síðar en frá og með 1. janúar á næsta ári. Þetta var meðal þess sem fram kom 1 máli Halldórs J. Kristjáns- sonar, bankastjóra Landsbanka Is- lands hf., á aðalfundi bankans í gær. Varðandi umræðu um kaupauka vegna afkomu bankans sagði Hall- dór rétt að taka fram að stjórn- endur Landsbankans telja brýnt að árangurstenging launa miðist við hlutlægan mælikvarða og mæl- ingar. Um réttlátt og gagnsætt kerfi verði að vera að ræða og stjórnendur Landsbankans telji að tilviljunarkenndar kaupauka- greiðslur sem ekki byggist á slík- um skýrum kerfum brjóti niður til- raunir til að byggja upp raunverulegar árangursmælingar í störfum fyrirtækja og gangi gegn langtímahagsmunum starfsmanna. Landsbankinn telji því ekki rétt eða mögulegt að ákveða slíkar greiðslur við núverandi aðstæður. „Rétt er að minna á að Lands- bankinn greiðir hæsta hlutfall tekna sem arð til hluthafa meðal viðskiptabankanna. í þessu efni ber einnig að hafa í huga að flestir starfsmenn Landsbankans eru hluthafar í bankanum," ságði Hall- dór. Á síðasta ári var samið við Royal Bank of Scotland um að veita ráðgjöf við að innleiða alhliða árangursstjórnun í bankanum. Merkja mátti óánægju meðal starfsmanna á aðalfundinum í gær, m.a. með að starfsmenn Lands- bankans fengju ekki kaupauka líkt og m.a. starfsmenn Búnaðarbank- ans hafa fengið. Margir greiddu einnig atkvæði gegn tillögu um hækkun á þóknun til bankaráðs- manna Landsbankans, úr 54.000 krónum á mánuði í 66.000 krónur, en tillagan var samþykkt með þorra atkvæða. Stjórn starfsmannafélags Landsbanka íslands hefur tekið þá ákvörðun að tjá sig ekki opinber- lega um afstöðu starfsmanna til launakerfis í bankanum að sinni, að sögn Ingveldar Ingólfsdóttur, varaformanns stjórnar starfs- mannafélagsins. Aðalfundur starfsmannafélags Landsbanka ís- lands verður haldinn næstkomandi þriðjudag og má búast við að þar verði launakjör starfsmanna tekin til umfjöllunar. Á aðalfundi Landsbankans voru ársreikningar bankans samþykktir samhljóða, svo og tillaga um greiðslu 10% arðs og meðferð hagnaðar. Hagnaður ársins 1999 nam 1.520,1 milljón króna og verða alls 650 milljónir greiddar í arð til hluthafa, sem samsvarar um 43% af hagnaði og 10% af nafnvirði hlutafjár félagsins. Því sem eftir stendur af hagnaði skal ráðstafað til hækkunar á eigin fé Lands- banka Islands hf. Bankaráð var endurkjörið og í því eiga sæti Helgi S. Guðmundsson, formaður, Kjartan Gunnarsson, varaformað- ur, Birgir Þór Runólfsson, Guð- bjartur Hannesson og Jónas Hall- grímsson. Erlend aðild að íslenskum fjármálastofnunum æskileg I ræðu sinni á aðalfundi Lands- bankans fjallaði Helgi S. Guð- mundsson formaður bankaráðs m.a. um hugsanlega sameiningu viðskiptabanka á Islandi. Samein- aður banki hefði sterka stöðu á Islandi, að sögn Helga, en hins vegar væri slíkur banki mjög lítill í samanburði við fjármálastofnanir á evrópska efnahagssvæðinu. „I þessu sambandi er rétt að benda á að í öllum smærri ríkjum Evrópu hafa yfirvöld heimilað verulega samþjöppun á heimamarkaði þann- ig að hægt sé að mynda einingar sem eru samkeppnisfærar á al- þjóðlegum mörkuðum. Þannig er hlutur þriggja stærstu bankanna í Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Svíþjóð, Portúgal og írlandi á bil- inu 70-80%,“ sagði Helgi og bætti við að í þessu sambandi væri rétt að líta til þess að mjög hollt yrði fyrir bankakerfið og íslenska fjár- málakerfið að erlendir aðilar kæmu með einhverjum hætti inn í íslenskar fjármálastofnanir, t.d. sem 8-10% hluthafar. Umbylting útibúakerfis Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, fjallaði m.a. um bankaþjónustu á Netinu í ræðu sinni á aðalfundinum. Samkvæmt könnun sem gerð var í janúar sl. fara 12% viðskiptavina bankans sjaldnar en mánaðarlega í útibú, að sögn Halldórs og á grundvelli könnunarinnar má gera ráð fyrir því að nálægt 20% viðskiptavina fari nánast aldrei í útibú árið 2003. Landsbankinn spáir því að nær 50% af notendum muni nýta sjálf- virka greiðsluþjónustu af ein- hverju tagi árið 2003. „Fjármálaþjónusta er sú at- vinnugrein sem verður fyrir hvað mestum áhrifum af vefnum. Sam- kvæmt alþjóðlegum könnunum er gert ráð fyrir að þriðjungur not- enda muni nýta WAP-tengingu vegna fjármalaþjónustu innan þriggja ára. Á Norðurlöndum er reiknað með því að innan tveggja ára mun Vs af sölu verðbréfasjóða eiga sér stað á vefnum.“ Halldór sagði þessa öru þróun annars veg- ar kalla á verulega umbreytingu útibúakerfis bankans og hins veg- ar skýrari stefnumótun í netvið- skiptum almennt. Halldór gerði grein fyrir rekstr- arniðurstöðu ársins 1999 og rekstrarmarkmiðum fjrrir yfir- standandi ár, í ræðu sinni. Stefnt er að því að lækka kostnaðarhlut- fall bankans í um 68% á þessu ári en kostnaðarhlutfallið var um 70% fyrir síðasta ár. Stefnt er að 13- 16% arðsemi eiginfjár eftir skatta á þessu ári, að sögn bankastjóra, en arðsemi eiginfjár á síðasta ári nam 15%, sem var í samræmi við markmið. Til að ná fram rekstrarlegum markmiðum og stýra sókn á næstu árum verða viðskiptaáherslur skerptar og að sögn Halldórs verða m.a. stigin frekari skref í al- þjóðavæðingu Landsbankans á næstunni með opnun starfsstöðvar 1 London. Starfsstöðin mun veita stuðning við sérbankaþjónustu og eignastýringu bankans og verða vettvangur fyrir þátttöku í alþjóð- legri framtaksfjármögnun. Nú jjS* tU vioger^ g Wirm í OHOIGE GRAND CRU Cf* tMVMVfl fll #ott vm með grittmu i swmm* Allar vínþrúgur á tilboði • Opið laugardag milli kl. 11 og 16 og sunnudag milli kl. 13 og 17 Munið netverslunina ATH! Allir sem panta á Netinu þennan mánuð fá vöruna senda heim þeim að kostnaðarlausu. ^tavíngeg.^ WWW.VÍtdÍSt.ÍS Þægilegra getur það ekki orðið. Laugarvegi 178 • Reykjavík • Sími 562 5870 Víngerðin hefst hjá okkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.