Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Flestir leikskólar lokaðir í sumar Reykjavík AF ÞEIM 72 leikskólum sem reknir eru á vegum Reykja- víkurborgar munu 16 bjóða foreldrum upp á val um það hvenær barnið fer í frí í sum- ar. Hinir skólarnir munu gera hlé á starfseminni í 2 til 4 vikur vegna viðhalds hús- næðis eða vegna vöntunar á reyndu starfsfólki. Stjórn leikskólanna ákvað fyrir 5 árum að freista þess að bjóða foreldrum upp á val varðandi frí barna á sumrin en í flestum nágrannasveit- arfélögum verður öllum leik- skólum lokað vegna sumar- leyfa í ákveðinn tíma yfir sumarið. Bergur Felixson, fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, segir að haldið verði áfram að reyna að bjóða upp á val varðandi sumarleyfi, þrátt fyrir að Reynt að bjóða upp á val vegna sumarleyfis margt geri að verkum að erf- itt sé um vik að halda þeim möguleikum opnum fyrir for- eldra. „Við teljum að samningur okkar við foreldra sé á þann veg að við bjóðum leikskóla- pláss fyrir börnin í ellefu mánuði á ári. Hvað varðar sumarfrí reynum við að gera okkar besta í samráði við for- eldra, en því miður tekst ekki alltaf að fullnægja óskum þeirra. Þá ákveðum við hve- nær barnið fer í frí og það er það sem fólk er ekki alltaf ánægt með,“ segir Bergur. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin um það á sín- um tíma að reyna að koma til móts við þær óskir foreldra að þeir hafi eitthvert val um hvenær börnin fara í frí. Frá þeim tíma hefur þó fjölgað þeim skólum sem þurfa að senda alla í frí á sama tíma vegna viðhalds og viðgerða, en heilbrigðiseftirlitið hefur tekið harðar á því að verið sé að vinna með hættuleg spilli- efni í leikskólunum á meðan starfsemin er í gangi. I sumar verður 23 leik- skólum lokað vegna viðgerða eða þá vegna þess að könnun meðal foreldra hefur leitt í ljós að flestir vilja að fríið sé á sama tíma. Síðan þarf að gera hlé í 36 leikskólum af þeirri ástæðu að starfs- mannahald býður ekki upp á það svigrúm að foreldrar geti valið sér sumarleyfistíma barnanna. Bergur segir að stöðugleiki í starfsmanna- haldi hafi þó verið að batna og ný starfsmannaáætlun líti betur út. í flestum skólanna verður farið í frí frá miðjum júlí og fram í ágúst. Morgunblaðið/Golli Fyrstu vorverkin við Miklubraut ÓVANALEG snjóalög þessa vetrar hafa gert mörgum gramt í geði. BOýindi vikunn- ar hafa þó létt á sköflum og klakabrynjum á götum og gangstéttum borgarinnar og tækifæri gefast nú til að sinna þeim fyrstu verkum sem vorleg geta talist. Þegar hlýindi og rigning höfðu svipt hvítri ábreiðu vetrarins af jörðinni, lagði þessi starfsmaður borgar- innar af stað til að hreinsa við Miklubrautina það rusl sem undan snjónum kemur og ekki er talið til prýði á götum og gangstéttum borgarinnar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Gönguhópur starfsmanna Landsteina í hádegisgöngunni í Elliðaárdal. Vetraríþróttavika hófst í gær Starfsfólk Land- steina stóð upp frá tölvuskjánum HÓPUR starfsmanna hjá Landsteinum ísland tók sig til í hádeginu í gær, stóð upp frá tölvuskjánum og teygði úr sér, ýmist með því að fara í röskan göngutúr eða í sund í Árbæjarlauginni. Tilefnið var nýhafin vetraríþróttavika sem íþróttabandalag Reykja- víkur stendur fyrir í samvinnu við Menningarborg. Skorað var á fyrirtæki að gefa starfs- fólki lengra hádegishlé til hreyfingar og þátttöku í þessu átaki og stjómendur Landsteina tóku vel í þá áskorun. Guðjón Auðunsson fram- kvæmdastjóri mundi eftir því að taka með sér gönguskóna í vinnuna þennan daginn. Hjá Landsteinum Island vinna um 60 manns, en Guðjón sagði að margir væru að störfum við að þjónusta fyrirtæki um borg og bæ, þannig að ekki ættu allir þess kost að slást í hóp göngu- og sundfólks. Hann sagði svona framtak vera auð- velt í framkvæmd enda starfs- menn flestir ungir að árum og þátttaka yfirleitt mjög góð i uppákomum starfsmannafé- lagsins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þau Guðrún, Bjartey, Halldóra, Bryndís, Sveinn Áki og El- íza Ieggja af stað í sund í Arbæjarlaugina. Guðjón sagði fyrirtækið hvetja fólk til að stunda ein- hvers konar líkamsrækt og greiðir m.a. niður kostnað þeirra starfsmanna sem stunda sund, golf og annað sport til að efla líkamlegt at- gervi. Hann telur það enda skila sér í betri vinnukröftum og búið er að setja ákvæði um líkamsrækt í starfsmanna- handbók Landsteina. „Það er bara staðreynd að fólk sem vinnur í þessu um- hverfi og situr við tölvur allan daginn verður að fá pásu til að standa upp og hreyfa sig.“ Flestir þeirra starfsmanna sem fóru af stað í hádeginu völdu að fara í göngutúr. I upphafi var ætlunin að ganga umhverfis Rauðavatn, en þeg- ar til átti að taka þótti það of langt og einn starfsmanna stakk upp á að ganga í Elliða- árdalinn. Fámennari hópur ákvað hins vegar að stefna á Arbæjarlaug enda freistaði að setjast í heitu pottana eftir sundsprettinn. Garðabær samþykkir að taka þátt í Knatthúsum Gardabær BÆJARSTJÓRN Garða- bæjar samþykkti á fundi á fimmtudaginn að gefa vilja- yfirlýsingu í þátttöku í Knatthúsum, félagi með að- ild sveitarfélaganna sunnan Reykjavíkur, um uppbygg- ingu sameiginlegs knatt- spyrnuhúss. Garðabær er fyrst sveitarfélaganna til að staðfesta viljayfirlýsingu um þátttöku. „Þessi viljayfirlýsing felur í sér að Garðabær er reiðu- búinn að stuðla að uppbygg- ingu knatthúss með félaginu á þeim forsendum að það sé gert ráð fyrir að Garðabær leggi til 15 m.kr. hlutafé á 3 árum og skuldbindi sig til að leigja tíma í knatthúsinu fyrir fjárhæð sem nemur um 6 m.kr. á ári,“ sagði Ingi- mundur Sigurpálsson bæjar- stjóri í samtali við Morgun- blaðið í gær. Knatthús ehf. hefur sent Garðabæ, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Bessastaða- hreppi viljayfirlýsingu með beiðni um staðfestingu. Þar kemur fram að sveitarfélög- in skuldbindi sig til að leggja fram samtals 50 m.kr. hlutafé og tryggja 31 m.kr. leigutekjur á ári. Ingimundur sagði talað um að íþróttafélögin sex í sveitarfélögunum fjórum fengju í staðinn í heild 60% af nýtanlegum tímum í íþróttahúsinu, þ.e. 38 klst. á viku. Skuldbinda sig ekki til að Iegg til lóð Gengið hefur verið út frá staðsetningu húss Knatt- húsa í Vetrarmýri í Garða- bæ en Ingimundur sagði að bæjarstjórnin hefði ekki skuldbundið sig til að leggja til lóð. „Með þessari sam- þykkt eru bæjarfirvöld að lýsa því yfir að þau eru til- búin til að stuðla að því að það sé hægt en það á eftir að fara í gegnum skipulag- sferilinn allan. Þar er fyrsta skrefið að ganga frá deili- skipulagi á þeim reit sem um er að ræða og ef til þessa kemur fer það fyrir skipulagsnefnd og bæjar- stjórn og í tilheyrandi auglýsingar og kynningu." Einar Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi lagði fram til- lögu á bæjarstjórnarfundi í fyrradag um að málinu yrði frestað og tíminn m.a. nýtt- ur til að ná samkomulagi við hin sveitarfélögin um endur- gjald til bæjarins fyrir nið- urfellingu gatnagerðar- gjalda af knatthúsinu. Sú tillaga var felld. Ingimundur sagði að ekki hefði verið rætt um gatna- gerðargjöld en ekki væri um að ræða að bærinn greiddi hlutafé sitt með eftirgjöf gatnagerðargjalda heldur yrðu greiddar 15 m.kr. í hlutafé. Hugsanlegt endur- gjald fyrir gatnagerðargjöld gæti þá komið til viðbótar en það yrði rætt á síðari stigum. Eins og fyrr sagði er við það miðað að sveitarfélögin fái gegn framlagi sínu af- notarétt yfir 60% tíma íþróttahússins eða samtals 38 klst. á viku. Ingimundur vísaði á forsvarsmenn Knatthúsa spurningu um hvernig húsið yrði nýtt að öðru leyti. „Ég reikna með að þeir hafi í hyggju að leigja öðrum íþróttafélögum og hverjum sem vill nýta húsið,“ sagði hann. Ekki lægi heldur fyrir hve stóran eignarhluta í húsinu 50 m.kr. hlutafjárframlag færði sveitarfélögunum. „Þeir eru fyrst og fremst að beina þessu erindi til sveitarfélag- anna til að hafa á þessu upp- hafspunkt. Það er styrkur fyrir hugmyndina að sveit- arstjórnirnar séu með í þessu verkefni. Þeir kynntu okkur málið þannig að í framhaldi af viljayfirlýsingu frá sveitarfélögunum yrði farið af stað með að safna hlutafé hjá öðrum aðilum. Ég hef ekki heyrt hugmynd- ir um heildarhlutafé." 15 m.kr. hlutafé Að því er fram kemur á heimasíðu skuldbinda Garðabær, Hafnarfjarðar- bær og Kópavogsbær sig til að greiða 15 m.kr. hlutafé hver, með undirritun viljayf- irlýsingarinnar, en hlutur Bessastaðahrepps verður kr. 5 m.kr. Ingimundur segir að hlutur Garðabæjar í leigu- tekjum hússins verði 6 m.kr. á ári en skuldbindingin er til 25-30 ára. Ingimundur sagði að í til- lögum Knatthúsa væri lagt upp með 510 m.kr. einangr- að hús. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður hússins verði 23,6 m.kr. á ári en 37- 38 m.kr. þurfi árlega til greiðslu stofnkostnaðar og fjármagnskostnaðar eða samtals rúmlega 60 m.kr. á ári. Með leigutekjum frá sveitarfélögum fáist 31 m.kr. í tekjur en að öðru leyti afli fyrirtækið sér tekna. „Það er ekki okkar áhyggjuefni á þessu stigi,“ sagði bæjar- stjóri. „Ég held að það sé ekki nokkur vafi á að það verður þörf fyrir 2-3 knatt- spyrnuhús til þess að þjóna knattspyrnufélögunum hér á svæðinu. í mínum huga er ekki vafi á að í framtíðinni verður mikil eftirspurn eftir tímum í þessum húsum. Ég reikna með að knattspyrnu- menn hér í Garðabæ yrði til- búnir að nýta húsið miklu meira en þetta er sú upp- hæð sem Garðabær er til- búinn að setja í þetta.“ Ingimundur sagði að knattspyrnuvöllur í húsi eins og um væri rætt væri gríðarlega stór. „Fjórðung- ur af þessu húsi er um 1.800 fermetrar, jafnstór og tveir handboltavellir. Það er hægt að gjörnýta sér þetta og það geta margir flokkar verið í húsinu í einu,“ sagði Ingi- mundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.