Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skýrsla starfshóps borgarstjóra um kosti í rekstri og þjónustu almenningssamgangna Rekstur Strætis- vagna Reykjavík- ur yrði boðinn út FARIÐ gæti svo að rekstur Strætis- vagna Reykjavíkur yrði aðskilinn frá stjórnun þeirra og boðinn út, en borgarráð hefur samþykkt að fela borgarstjóra að láta meta hvort æskilegt sé að skilja milli stefnumót- unar og þjónustukaupa almennings- samgangna í borginni. Helgi Pétursson, formaður stjórn- ar SVR, kynnti skýrslu starfshóps borgarstjóra um tiltæka kosti í rekstri og þjónustu almenningssam- gangna á borgarstjórnarfundi á fímmtudag og sagði ljóst að bæta þyrfti núverandi strætisvagnakerfi. „Strætisvagnakerfið eins og það er núna hér í Reykjavík er í megin- dráttum eins og það var árið 1995 og hafa borgaryfirvöld ekki staðið við stóru orðin varðandi forgang al- menningssamgangna í umferðinni," segir Helgi Pétursson í samtali við Morgunblaðið. „Farþegum fækkar jafnt og þétt af ýmsum or- sökum og það er auðvitað staða sem við getum ekki sætt okkur við. Einn valkosturinn í þeirri stöðu sem blas- ir við, er að aksturinn og öll fram- kvæmdin yrði boðin út. Mér hugnast þessi aðferð, enda hefur hún verið reynd í nágrannalöndum okkar með mjög góðum árangri.“ Umferð á höfuðborgarsvæðinu mun aukast um 50% á 20 árum I skýrslu starfshópsins er bent á að miðað við óbreytta þróun muni umferð á höfuðborgarsvæðinu auk- ast um allt að 50% á næstu 20 árum, sem kalli á að minnsta kosti 40 millj- arða fjárfestingu á stofnbrautakerf- inu á því tímabili, miðað við óbreytt þjónustustig. Helgi segir þessa for- sendu liggja til grundvallar þeirri niðurstöðu starfshópsins að efla þurfi almenningssamgöngur. Farþegum Strætisvagna Reykjavikur fækkar jafnt og þétt og til að sporna við þeirri þróun er verið að leita leiða til að bæta þjónustu þeirra. í skýrslunni er bent er á að breyta megi núverandi rekstri SVR með því að skilja á milli stefnumótunar og reksturs og breyta þannig SVR úr rekstrarfyrirtæki í stjórnsýslu- einingu. Öll framleiðsla þjónustunn- ar, eins og akstur, rekstur skipti- stöðva og biðskýla yrði þá í höndum verktaka eða annarra sjálfstæðra aðila samkvæmt sérstökum samn- ingum. Þetta fyrirkomulag er talið hafa marga kosti í för með sér og er talið að þjónusta muni batna ef stuðlað yrði að samkeppni með því að bjóða akstur út til sjálfstæðra verktaka. Einnig er talið kostur að borgarsjóð- ur losni undan þeirri fjárbindingu sem felst í núverandi fyrirkomulagi, en verðmæti eigna SVR var metið um 2 milljarðar króna í árslok 1998. Formaður áfengis- og vímuefnanefndar Akureyrar um unglingadrykkju Miskunnarlausum áróðri beint að unga fólkinu Morgunblaðið/Kristján Kristín Sigfúsdóttir formaður áfengis- og vímuvarnarnefndar Akureyr- arbæjar. VAXANDI áfengisdrykkja ung- menna hefur mikið verið til umræðu á Akureyri síðustu daga og hafa m.a. kennarar við Menntaskólann á Ak- ureyri, skólameistarar framhalds- skólanna og fleiri vakið athygli á málinu. Bent hefur verið á greiðan aðgang ungs fólks að áfengi m.a. með kynningum á vínveitingahúsum, m.a. á fimmtudagskvöldum sem hef- ur í för með sér að margir mæta framlágir í skólann daginn eftir. Afengis- og vímuvarnanefnd Akur- eyrar hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar að hún beiti sér fyrir því að eftirlit með sölu áfengis á vín- veitingahúsum verði hert svo koma megi í veg fyrir sölu til of ungra neytenda. Bæjarráð hefur samþykkt að veita meiri peningum til forvarnarstarfs en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl- un bæjarins fyrir þetta ár og skipað- ur verður á næstunni starfshópur sem ætlað er að móta, samræma og efla varnir gegn áfengis- og vímu- efnaneyslu á Akureyri. Kristín Sigfúsdóttir, formaður áfengis- og vímuvarnanefndar Akur- eyrar og kennari við Menntaskólann á Akureyri, sagði það sína skoðun að lengri afgreiðslutími vínveitinga- staða sem og breytingar á heildsölu áfengis skipti verulegu máli í þessu sambandi. „Það er afar óskammfeilið og rangt að beina miskunnai'lausum áróðri að unga fólkinu. Þetta keyrði um þverbak þegar afgreiðslutími vínveitingastaðanna varð frjáls og breyting varð á heildsölu á áfengi,“ sagði Kristín. „Því miður sjáum við æ fleiri dæmi þess að áfengi er haldið mjög stíft að ungu fólki.“ Ósmekklegt að efna til drykkjukeppni Hún nefndi að á dögunum var á einum af vínveitingastöðum bæjar- ins efnt til eins konar drykkjukeppni sem fólst í því að drekka sem flesta snafsa á sem skemmstum tíma. „Þetta er afar ósmekklegt," sagði Kristín sem hefur kært athæfið. Þá sagði hún algengt að fyn-i hluta kvölds væri ungt fólk lokkað inn í vínveitingahúsin þar sem veitt væri ókeypis bjór eða áfengi í kynningar- skyni og svo þegar liði á væri byrjað að selja. Margir héldu áfram jafnvel þar til húsin væru lokuð og það segði sig sjálft að fólk væri ekki til stór- ræðanna eftir jafnvel tíu tíma törn. Rristín leggur áherslu á að sem fyrst verði tekin upp flokkun skemmtistaða og að næturklúbbar þyrftu að gangast undir ströng skil- yrði og að þar væri ströng gæsla. „Dyravörsluna þarf almennt að efla og halda námskeið fyrir dyraverði," sagði Kristín. Að sögn Kristínar er forvarnar- starf í framhaldsskólunum til fyiir- myndar og foreldrar í bænum hafi staðið sig vel, m.a. með því að halda úti svonefndri foreldravakt, en meira þyrfti gi-einilega til að koma. Hún kvaðst binda vonir við að á vegum Akureyrarbæjar yrði áfram unnið þróttmikið forvarnarstarf, en mikið hefði verið lagt upp úr slíku starfi. Meðal annai's var á dögunum opnuð unglingamóttaka í Heilsugæslustöð- inni og þá væri öflugt starf unnið á vegum Kompanísins. Höfuðmarkmið bæjarins væri að grunnskólinn væri vímulaus og er unnið eftir ákveðinni áætlun varðandi það, m.a. væru for- varnarteymi starfandi í tveimur grunnskólum bæjarins, sem reynslu- verkefni og starfsdeild við Brekku- skóla. Þá er unnið að svonefndu Mai'- itaverkefni í grunnskólum bæjarins. Mikilvægt að breyta viðhorfum til unglingadrykkju. „Það er afar mikilvægt að viðhorf til unglingadrykkju taki breytingum, það á ekki að vera sjálfsagt mál að börn og unglingar drekki áfengi. Ef við gætum búið betur að börnum okkur ættu meðferðarheimili fyrir börn undir 16 ára aldri að vera óþörf. Eg klökkna í hvert sinn sem þarf að opna ný meðferðarheimili fyrir börn. Það er hryllilegt til þess að hugsa að dauðadrukkin börn þvælist úti á göt- unum í kulda og trekki og ég er sannfærð um að ef um skepnur væri að ræða myndi slíkt flokkast undii' illa meðferð. Er nema von maður spyrji, hvers konar þjóð það er sem lætur svona lagað viðgangast," sagði Kristín. Hún sagði forvarnarstarf í raun ei- lífðarverkefni en að því þyrfti mark- visst að vinna og vitanlega skiptu foreldrar þar mestu máli. Unga fólk- ið ætti framtíðina fyinr sér, það væri frjótt, duglegt og skemmtilegt, „en við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að forða því að þau fari sér að voða,“ sagði Rristín. KRINGLUKAST Tilboð: Joe gallabuxur 1.630 690 Emmalot legg. 990 690 Scuba bolur 1*690 990 Gallop bolur 1.990 1.290 Rack buxur 2,490 1.690 Scoopy jogg.sett 2,990 1.990 o.fl. tilboð Nýtt kortatímabil Opið sunnudag í Kringlunni EXIT Laugavegi 95 - Kringlunni Morgunblaðið/Kristján Hlýtt á eríndi í háskólanum ÞINGFLOKKUR Samfylkingari n n- ar hefur verið á ferð um Norður- lands eystra og var haldinn þing- flokksfundur á Hótel Húsavík á fimmtudagskvöld. Þá skoðuðu þingflokksmenn fyrirtæki á Húsa- vík á föstudagsmorgun, m.a. fs- lenskan harðvið og heimsóttu Heil- brigðisstofnunina. Þá lá lciðin til Akureyrar þar sem víða var komið við, m.a. í framhaldsskólunum, Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri og einnig brugðu þeir sér í Háskól- ann á Akureyri þar sem þessi mynd var tekin en hér hlýða þeir á erindi Steingríms Jónssonar, haffræðings á Hafrannsóknastofnun á Akureyri, en hann ræddi m.a. um vistfrseði í Eyjafirði. Á myndinni má sjá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, Svan- fríði Jónasdóttur, Össur Skarphéð- insson og Jóhann Árssælsson. Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.