Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Norðurpólsleiðangurinn komst 6,3 km á fímmtudag Besti árangur pólfaranna til þessa NORÐURPÓLSFÖRUNUM Har- aldi Erni Ólafssyni og Ingþóri Bjarnasyni tókst að hækka dags- meðaltalið hjá sér um 0,3 km í fyrra- dag er þeir gengu 6,3 km sem er nýtt met. Þeir hafa nú gengið í rétta viku og komist 32,3 km áleiðis. Með hin- um góða árangri sem náðist fímmtudag hækkaði dagsmeðaltalið þannig úr 4,3 km í 4,6 km. Þeir eru nú tæpum hálfum km undir því sem þeir töldu viðunandi fyrstu dagana en leiða má að því líkur að óvenju mikill lausasnjór hafi þrýst þeim nið- ur fyrir 5 km takmarkið sem þeir vonuðust eftir að ná daglega fyrstu 10 til 14 dagana. Ingþór hafði orð fyrir þeim félög- um í gær þegar þeir hringdu úr Irid- ium-gervihnattasímanum í leiðang- ursstjómina í versluninni Utilífi. A síðustu dögum hefur athygli manna beinst að þeim slæmu tíðindum sem berast vegna yfirvofandi lokunar Iridium-kerfisins. Vegna lokunar- innar var gert ráð fyrir því að símtal- ið í hádeginu í gær yrði það síðasta við pólfarana í bráðina þar sem til- kynnt var að kerfinu yrði lokað að- faranótt 18. mars. Þrátt fyrir að síma þeirra verði lokað með þeim af- leiðingum að þeir muni ekki geta tal- að beint við leiðangursstjómina hafa þeir afþakkað talstöð til sín út á ís- inn. Að sögn Ingþórs í samtali við Morgunblaðið í gær vom nokkrar ástæður fyrir því. Ætlum að komast á pólinn án aðstoðar „Við ætlum að reyna að komast á pólinn án aðstoðar," sagði hann. „Þetta er líka spurning um þyngd og svona talstöð sem rætt hefur verið um er rúmlega fimm kíló og það er mikið. Hvert gramm skiptir máli hér úti á ísnum og við teljum okkur alveg geta búið við það að vera símasam- bandslausir. Við emm með Argos- senditæki til að koma frá okkur upp- lýsingum. Auk þess höfum við sinn neyðarsendinn hvor,“ sagði Ingþór. Hann sagði hins vegar slæmt að svo stuttur fyrirvari væri á lokun Irid- ium-kerfisins og sagði þá félaga vera forviða á þeirri framvindu sem átt hefði sér stað í málefnum Iridum- fyrirtækisins að undanförnu. „Við höldum hins vegar í þá von að kerfið verði opnað aftur,“ bætti hann við. Aðspurður hvemig þeim gengi að rata rétta leið áleiðis að pólnum sagði Ingþór að mjög erfitt væri að halda réttri áttavitastefnu. .Áttavitinn bregst mjög seint við og segulsviðið er þannig að það er mjög erfitt að halda honum á réttri gráðu. GPS-staðsetningartækinu er hins vegar að treysta. Við þurfum að þræða mjög mikið á milli íshryggja og ef við getum notið sólarinnar þá er hún besta leiðsögutækið sem við höfum. Þar sem við sjáum í hvaða átt skuggar okkar vísa.“ Ingþór sagði að fimmtudagurinn hefði verið erfiður til að byrja með og sagði að þeir Haraldur hefðu þurft að selflytja sleðana fyrstu tvær loturnar yfir íshryggi. „Eftir það lagaðist landslagið og við gátum gengið einir með sleðana og það bjargaði því að við komumst rúma sex kílómetra. Þetta er kannski að- eins að lagast því það er lengra á milli íshryggja en áður. Það er þó enn mjög mishæðótt og erfitt yfir- ferðar. í gær var 36 stiga frost, en 37 16 kóðar EF pólfaramir verða síma- sambandslausir geta þeir sent út skilaboð með Argos- senditæki í gegnum gervi- hnött til bakvarða- sveitarinnar. Sleginn er inn ákveðinn tölustafur á Argos- tækinu, þar sem hver tölustaf- ur hefur ákveðna þýðingu Skilaboðin berast fyrst til Maryland f Bandaríkjunum, þaðan til höfuðstöðvar First Air-flugfélagsins í Kanada og þaðan til leiðangursstjómar á Islandi. Unnt er að senda fleiri en einn kóða til að gefa ítar- legri upplýsingar. 0. AUtílagi. 1. Höldum kyrrn fyrir 2. Miðar hægt vegna færis. 3. Þurfum talstöð. 4. Þurfum matarbirgðir. 5. Þurfum eldsneyti. 6. Þurfum sleða. 7. Þurfum skíði. 8. Fallhlífaaðflutnings óskað. 9. Þurfum að láta sækja okk- ur - góð flugbraut. 10. Þurfum að láta sækja okk- ur - engin flugbraut. 11. Gott veður. 12. Vont veður. 13. Eigum birgðir til fímm daga. 14. Munum komast á pólinn - heíjum undirbúning. 15. Felldum hvítabjöm (óstaðfestur kóði). stiga frost í dag [föstudag]," sagði Ingþór. Fallegt um að litast „Það er skýjað í dag, [föstudag], og sér aðeins í sólroðann í austri núna þegar klukkan er rétt um sjö að morgni hjá okkur. Það er mjög fallegt um að litast og landslagið er stórfenglegt. Það eru ístoppar og hryggir sem standa víðast hvar upp úr. Ruðningar hafa hrannast upp og- em eins og úfið hraun, nema að það er bara hvítt. Við höfum ekki séð til lands síðustu tvo daga. Hér er ekk- ert lífsmark að sjá, engir fuglar eða dýr. Hér er algjör þögn,“ sagði hann. Hann sagði að þeir Haraldur væra við hestaheilsu og þeir þjáðust ekki af neinum álagsmeiðslum. Lundin væri létt, eins og hann orðaði það sjálfur. Utanríkisráðuneytið beitir sér í fjarskiptamálum pólfaranna íslenska utanríkisráðuneytið hef- ur beitt sér í máli því sem varðar lok- un Iridium-kerfisins. Ráðuneytið hefur sent fyrirspurn um málið til bandarískra stjórnvalda og leitað Ljósmynd/Ólafur Öm Haraldsson Norðurpólsfaramir era nú að mjaka sér út úr ísruðningum og eru við góða heilsu úti á ísnum. 32 km eru að baki á um 800 km langri leið að norðurpólnum. eftir skuldbindingum fyrirtækisins gagnvart notendum sínum. Þeir Haraldur og Ingþór geta ekki vitað hvort sendingin úr Argos- tækinu kemst til skila því tækið get- ur ekki móttekið skilaboð, eingöngu sent frá sér merki. Ákveðið hefur verið að ef bakvarðasveit leiðan- gursins hér á landi heyrir ekkert frá pólföranum í 48 klukkustundir verð- ur send kanadísk flugvél til leitar. Franska lestarfyrirtækið Alstom vill ræða forsendur járnbrautar milli Keflavíkur og Reykjavfkur Hyggjast kynna kosti fyrir borgaryfírvöldum TALSMAÐUR franska lestarfyrir- tækisins Alstom segir það stefnu þess að kynna ávallt kosti jám- brauta og jámbrautarlagningar hvar svo sem þörf er á almennings- samgöngum. Oliklegt sé þess vegna að fram hafi farið sérstök könnun af hálfu fyrirtækisins á hagkvæmni þess að leggja jámbraut milli Reykjavíkur og Keflavíkur, jafnvel þó að fulltrúar þess hafi boðað komu sína til íslands til viðræðna um borg- aryfirvöld um hugsanlega jámbraut- arlagningu. Á borgarstjómarfundi í fyrradag greindi Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, frá því að fulltrúar Alstom hefðu óskað eftir fundi með borgarfulltrúum um hugs- anlega lagningu járnbrautar milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Era þeir væntanlegir til skrafs og ráðagerða við borgaryfirvöld á næstu vikum, að sögn Ásgeirs Eyjólfssonar, fram- kvæmdastjóra Samvirkis, sem er umboðsaðili Alstom á íslandi. Fram kom hjá bæði Ásgeiri og talsmanni Alstom í Frakklandi að þessi mál væra hins vegar á algeru byrjunarstigi, en Ásgeir tók þó fram að fulltrúar Álstom byggju að öllum líkindum yfir ákveðnum grandvall- arapplýsingum, t.d. um árlegan fjölda farþega í gegnum flugstöð Leifs Eiríkssonar og annað þess háttar. Hefur átt í viðskiptum við rafveitur hér á landi Sagði talsmaðurinn að Alstom ætti á hverjum tíma í viðræðum við yfirvöld íjölda borga víðs vegar um heim um þá kosti og galla sem fylgdu járnbrautum. Þar væri einungis um að ræða kynningarviðræður, farið væri yfir þá kosti sem í boði væra og Alstom kynnti hvaða lausnir fyrir- tækið gæti fyrir sitt leyti boðið upp á. Þetta væri tímafrekt ferli og oft kæmust borgaryfirvöld á endanum að þeirri niðurstöðu að annað form almenningssamgangna hentaði þeim betur. Ásgeir bætti því einnig við að verk af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir þyrfti væntanlega að bjóða út á Evrópska efnahagssvæðinu, þar sem Alstom myndi eiga í samkeppni við önnur fyrirtæki ef til þess kæmi. Samvirki hefur verið umboðsaðili fyrir Alstom á íslandi um margra ára skeið, að sögn Ásgeirs. Fyrir- tækið er ekki aðeins stærsti lesta- framleiðandi í heiminum heldur framleiðir það einnig alls kyns há- spennubúnað og hefur t.d. átt í við- skiptum við rafveitur hér á landi. Meira en 25 þúsund manns vinna í yfir 40 löndum á vegum Alstom og rúmlega 40 stórborgir hafa byggt neðanjarðarlestakerfi sitt upp á lest- um frá Alstom. Meðal nýlegra verk- efna, sem Alstom hefur sinnt, var lagning fluglestar frá miðborg Stokkhólms til Arlanda-flugvallar. Deilt um verðmæti 67 smaragða í sakamáli AÐALMEÐFERÐ og málflutning- ur fóra fram í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær í sérstæðu máli lögreglu- stjórans í Reykjavík gegn Eilífi Friði Edgarssyni. Hann er ákærðtíí**' fyrir tollalagabrot er hann flutti inn 67 smaragða til landsins í október 1997. Eilífur er fæddur í Kólumbíu og tók sér nafnið Eilífur Friður Ed- garsson er hann hlaut íslenskan rík- isborgararétt fyrir nokkrum árum. Kólumbískt nafn hans er Jorge R. Cabrera Hidalgo og hefur hann búið hérlendis undanfarin tólf ár. Hann var með ungri dóttur sinni er hann kom frá Kólumbíu en þar keypti hann steinana á 200 dollara. Hann taldi að ekki þyrfti að fram- vísa steinunum við tollayfirvöld enda væru þeir langtinnan þess toll- kvóta sem þau feðginin máttu hafa meðferðis, um 50 þúsund krónur. Ákæmvaldið telur að steinarnir séu niún meira virði en sem nemi 20tF TOlhtt-uröjjuni;Jjyrágund krón- um) á grundvem'vnmrJætatnats -hjá. gullsmiði sem virti þá til tæþrá'83 þúsund króna. Þá leggur ákæra- valdið það m.a. til grundvallar sak- fellingu að tollkvótinn sé ekki fram- seljanlegur og Eilífi hafi verið' óheimilt að telja með tollkvóta dótt- ur sinnar enda hafi barnið ekki lagt neina fjármuni í steinakaupin ytra. Lögmaður Eilífs krefst sýknu fyr- ir hönd skjólstæðings síns og leggur það m.a. til grandvallar að rannsókn málsins hafi verið í molum. Gagn- rýnir hann þau vinnubrögð að aldrei hafi verið tekin skýrsla af ákærða og éhann krafinn nánari skýringa á mál- inu. Viðskiptaverð steinanna, 200 dollarar, sem ákærði hafði kvittun upp á, skipti þá höfuðmáli en ekki Ekki væri byggjandi á verðmæta- máti 'gullsmiðsins sem virti þú til tæpra 83 þúsund króna, þar sem hann hefði miðað matið við verðgildi smaragða erlendis. Upplýst hefði verið að gullsmiðurinn keypti sjálfur flesta sína steina frá Evrópu og e.t.v. væra slíkir steinar dýrari þar. Þetta og fleira bæri merki um ófull- nægjandi gagnaöflun ákæruvalds sem ekki mætti bitna á ákærða. Dómur í málinu verður kveðinn upp 5. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.