Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 26

Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 26
26 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Lítill munur á stefnu for- setaefnanna á Taívan Lítill munur vlrðist vera á afstöðu helstu frambjóðendanna í forsetakosningunum á Taívan í deilunni við kínversku stjórnina. Allir hafna þeir sameiningarskilmálum kín- verskra stjórnvalda en vilja bæta samskipt- in við þau. Aðeins einn þeirra hefur verið hlynntur því að Taívan lýsi yfír fullu sjálf- stæði, en hann hefur fallið frá þeirri stefnu. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið fyrir forseta- kosningamar á Taívan í dag benda til þess að lítill munur sé á fylgi þriggja helstu for- setaefnanna - Liens Chans, fram- bjóðanda stjórnarflokks þjóðernis- sinna, Kuomintang, Chen Shui-bian, forsetaefnis Lýðræðislega framfara- flokksins, og James Soongs, óháðs frambjóðanda. Lítill munur virðist einnig vera á stefnu forsetaefnanna. Þeir hafa all- ir hafnað skilmálum kínversku stjórnarinnar fyrir sameiningu Kína og Taívans og segja að eyjan sé þeg- ar sjálfstæð og fullvalda í raun. Að- eins einn þeirra, Chen Shui-bian, hefur verið hlynntur því að Taívan lýsi formlega yfir fullu sjálfstæði, en hann hefur fallið frá þeirri stefnu fyrir löngu. Allir segjast þeir vilja bæta sam- skiptin við stjórnina á meginlandinu og þeir hafa lofað að efla lýðræðið á eyjunni, koma á umbótum á stjóm- kerfinu og skera upp herör gegn spillingu stjómmálamanna, sem em sakaðir um þjónkun við glæpasam- tök og stórfyrirtæki. Eftirlæti yfirstéttarinnar Lien Chan, varaforseti Taívans, er gamall bandamaður Lees Tengs- hui, fráfarandi forseta, sem valdi hann til að halda uppi merki Kuom- intang. Lien nýtur stuðnings auð- ugra og valdamikilla Taívana, en þeir sem hafa gagnrýnt hann efast um að leiðtogi úr yfirstéttinni beri skynbragð á brauðstrit venjulegra borgara. Lien Chan er 63 ára og kominn af virtu og voldugu fólki og það hefur greitt fyrir stjómmálaframa hans frá því hann var skipaður sendi- herra í E1 Salvador árið 1975 eftir að hafa kennt stjómmálafræði við háskóla á Taívan og í Bandaríkjun- um í mörg ár. Hann var kjörinn varaforseti árið 1996 í fýrstu lýðræðislegu forseta- kosningunum í landinu eftir að hafa gegnt embættum forsætisráðherra, landstjóra Taívans, utanríkisráð- herra og fjarskiptaráðherra. Lien fæddist ekki á Taívan, en er af taívönskum ættum þótt móðir hans hafi fæðst á kínverska megin- landinu. Afi hans, Lien Ya-tang, sem fæddist á Taívan, var þekktur sagn- fræðingur sem ferðaðist oft til meg- inlandsins og lést í Shanghai. Faðir Liens Chens, Lien Chen-tung, barð- ist með kínverskum þjóðemissinn- um við japanska innrásarliðið á meginlandinu. Lien Chan fæddist í Shanxi-hér- aði í miðhluta Kína árið 1936 og fjöl- skylda hans flutti búferlum til Taív- ans þegar hann var drengur. Faðir hans var í stjórn Kuomintang og þegar hann lést árið 1986 erfði Lien Chan öll auðæfi hans og varð einn af ríkustu mönnum eyjunnar. Auðæfi fjölskyldunnar em talin vera um 15 milljarðar taívanskra dala, andvirði 36 milljarða króna. Lien og eiginkona hans, Fang Yu, fyrrverandi fegurðardrottning, eiga fimm böm. Leikbrúða Lees? I kosningabaráttunni hefur Lien lofað að beita sér fyrir umbótum innan Kuomintang og stjómarinnar í anda ,/riðsamlegrar byltingar" læriföður síns, Lees forseta, sem kom á lýðræði eftir áratuga einræði Kuomintang. Nokkrir stjómmálaskýrendur óttast hins vegar að Lien verði leik- brúða fráfarandi forseta og ráð- herra hans, sem hafa verið sakaðir um þjónkun við glæpasamtök og stórfyrirtæki. Lien hefur lofað að bæta sam- skiptin við stjómina í Kína, sem snarversnuðu í fyrra þegar Lee for- seti lýsti því yfir að líta bæri á samn- ingaviðræður milli Kína og Taívans um hugsanlega sameiningu sem við- ræður tveggja jafnrétthárra ríkja. Lien segist vilja að Kína og Taív- an sameinist þegar fram líða stundir og hafnar því að Taívanar lýsi form- lega yfir fullu sjálfstæði. Hann legg- ur hins vegar áherslu á að ekki komi til greina að fallast á sameiningar- skilmála kínversku kommúnista- stjórnarinnar. „Við þurfum frið og ró til að koma á umbótum, fullt sjálfstæði myndi leiða til átaka og aðeins valda hörm- ungum í landi okkar,“ sagði hann nýlega. Varaforsetinn hefur boðist til að fara í friðarferð til Kína verði hann kjörinn forseti og lofað að bæta samskiptin við Kínverja að því til- skildu að þeir fallist á að ræða við Taívana sem fullvalda þjóð á jafn- réttisgrundvelli. Kínverska komm- únistastjómin hefur hafnað þessu skilyrði þar sem hún lítur enn á eyj- una sem uppreisnarhérað og óað- skiljanlegan hluta Kína. Vinsæll borgarstjóri af bændaættum Chen Shui-bian er kominn af fá- tækum bændum í suðurhluta Taív- ans og pólitísk frægðarsól hans reis þegar hann var kjörinn borgarstjóri Taípei, sem er áhrifamesta embætti sem félagi í Lýðræðislega framfara- flokknum hefur gegnt. Chen þykir mælskur og hnyttinn og naut mikillar lýðhylli á þeim fjór- um ámm sem hann stjórnaði höfuð- borginni. Ef marka má skoðana- kannanir voru rúmlega 70% borgarbúanna ánægð með störf hans á þessum tíma. Vinsældimar má m.a. rekja til þess að honum tókst að bæta rekst- ur borgarinnar, stemma stigu við glæpum, vændi og klámi og ráða bót Reuters Chen Shui-bian, forsetaefni Lýðræðislega framfaraflokksins, og varaforsetaefni hans, Annette Lu, á síðasta kosningafundi þeirra í Taipei í gær. Lien Chan, frambjóðandi stjórn- arflokks þjóðernissinna, Kuom- intang. á umferðarmálum borgarinnar sem vom í ólestri. Eiginkona hans, Wu Shu-chen, lamaðist fyrir neðan mitti í bílslysi árið 1985 og tryggð hans við hana vakti aðdáun margra kjósenda. Þrátt fyrir þessa miklu lýðhylli beið Chen ósigur þegar hann sóttist eftir endurkjöri árið 1998. Kjósend- umir snemst þá á sveif með fram- bjóðanda Kuomintang. Chen og félagar hans í Lýðræðis- lega framfaraflokknum vom í farar- broddi í baráttunni fyrir lýðræði á Taívan þegar Kuomintang var ein- ráður á eyjunni. Þeim hefur hins vegar verið kennt um vaxandi sund- urþykkju milli innfæddra Taívana og þeirra sem fæddust á meginland- inu og flúðu til eyjunnar með her- sveitum þjóðernissinna árið 1949 þegar kommúnistar komust til valda í Kína. Chen fæddist á Taívan, ólíkt tveimur helstu keppinautum sínum í kosningunum. Þrátt fyrir ósigurinn í borgarstjórakosningunum þótti hann tilvalið forsetaefni fyrir Lýð- ræðislega framfaraflokkinn vegna vinsældanna, persónutöfra hans og taívanska uppmnans. Hann býr einnig að mikilli reynslu af stjómmálum. Aður en hann varð borgarstjóri sat hann á þingi á ár- unum 1989-’94, gat sér þá orð fyrir að vera ötulasti þingmaður eyjunnar og var einkum þekktur fyrir að af- hjúpa hneykslismál og spillingu. Aður átti hann sæti í borgarstjórn Taípei á ámnum 1981-85 og á þeim tíma ritstýrði hann tímariti, „Form- ósa“, sem barðist gegn stjóm Kuomintang. Hann var dæmdur í fangelsi árið 1985 fyrir meiðyrði vegna greinar þar sem taívanskur prófessor var sakaður um meinsæri. Eftir að hafa afplánað fangelsisdóm- inn starfaði Chen sem aðstoðarmað- ur eiginkonu sinnar, sem sat þá á þinginu fyrir Lýðræðislega fram- James Soong, óháður frambjóð- andi í forsetakosningunum faraflokkinn, og undirbjó næsta pólitíska áhlaup sitt. Chen er lögfræðingur að mennt og vakti fyrst athygli þegar hann varði leiðtoga andófsmanna sem vora ákærðir fyrir uppreisnaráróð- ur vegna óeirða sem blossuðu upp í borginni Kaohsiung á sunnanverðri eyjunni. 140 lögreglumenn særðust í óeirðunum og um 50 andófsmenn vom handteknir. Féll frá þjóðaratkvæði um sjálfstæði Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hefur verið hlynntur sjálfstæði og kínversk stjómvöld hafa varað taív- anska kjósendur við því að kjósa Chen þótt hann hafi fyrir löngu fall- ið frá þeirri stefnu að Taívanar lýsi yfir fullu sjálfstæði. Hann kveðst vilja stuðla að friðsamlegri sambúð Kína og Taívans en hafnar samein- ingarskilmálum kínversku stjórnar- innar. Chen segir að fari hann með sigur af hólmi í forsetakosningunum verði hann ekki knúinn til samninga við Kínverja. Hann hefur hins vegar lagt áherslu á að hann hyggist ekki stofna öryggi Taívans í hættu með því að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um fullt sjálfstæði þar sem eyjan sé nú þegar sjálfstæð og full- valda í reynd. Bandatnaður Lees varð að erkióvini hans James Soong var áður einn af for- ystumönnum Kuomintang en er nú erkióvinur stjórnarflokksins og tal- inn líklegur til að verða þjóðemis- sinnunum að falli. Það er þó ekki vegna þess að hann sé öraggur um sigur, heldur vegna þess að hann hefur stuðlað að klofn- ingi innan Kuomintang og um leið styrkt stöðu Chens Shui-bians. Soong býður sig fram sem óháður eftir að honum var vikið úr forystu Kuomintang, sem hann segir nú spilltan og hunsa vilja þjóðarinnar. Hann var eitt sinn nánasti banda- maður Lees forseta en er nú hættu- legasti óvinur hans. Soong var leiðtogi landstjórnar Taívans, sem fer með málefni byggðarlaga utan borganna Taípei og Kaohsiung, í rúm fimm ár og naut þá veralegs stuðnings meðal al- mennings. Þegar Soong gekk úr stjórnar- flokknum eftir að Lien Chan var til- nefndur forsetaefni hans var hann talinn mjög sigurstranglegur í for- setakosningunum og naut stuðnings um 40% kjósendanna. Vinsældir hans minnkuðu hins vegar eftir að forystumenn Kuomin- tang sökuðu hann um að hafa dregið sér fé úr sjóðum flokksins, en það mál hefur ekki enn verið upplýst. Soong hefur lofað að bæta sam- skiptin við Kína og hefja viðræður við stjómina í Peking að því tilskildu að þær fari fram á jafnréttisgrand- velli. Hann hefur gagnrýnt Lee fyrir að ögra Kínverjum með því að lýsa því yfir að Kína og Taívan séu tvö að- skilin ríki en heldur því samt fram að eyjan sé sjálfstæð og fullvalda. Soong varð fyrstur frambjóðend- anna til að leggja til að gerður yrði friðarsamningur við Kína og segir að íbúar Taívan eigi rétt á frelsi og lýðræði. Hann hefur einnig lofað að sætta innfædda Taívana og þá sem eiga ættir að rekja til meginlands- ins. Forsetanum stafaði ógn af landstjóranum Soong fæddist í Hunan-héraði á meginlandinu og kom með foreldr- um sínum til Taívans árið 1949, þá sjö ára að aldri. Hann varð doktor í stjórnmála- fræði við Georgetown-háskóla áður en hann hóf störf fyrir Kuomintang. Hann var yfirmaður Upplýsinga- skrifstofu stjórnarinnar á árunum 1979-’84, talsmaður stjórnarflokks- ins 1984-’87 og síðan framkvæmda- stjóri flokksins 1989-’94. Soong var ritari Chiang Ching- kuo, fyrrverandi forseta, sem lést 1988, og síðan Lees forseta. Hann aðstoðaðí einnig Lee við að koma á umbótum innan stjórnarflokksins, sem fólust m.a. í því að öldruðum þingmönnum flokksins var gert skylt að draga sig í hlé, en þeir gátu áður setið eins lengi og þeir vildu á þinginu. Lee launaði Soong hollustuna með því að beita sér fyrir því að hann yrði kjörinn landstjóri Taívans í fyrstu almennu kosningunum til embættisins árið 1994. Fljótlega kom þó í Ijós að forsetanum stóð ógn af vinsældum landstjórans. Valdabarátta þeirra varð til þess að völd landstjórans voru skert og Soong lét af embættinu í lok ársins 1998 þegar forsætisráðherrann skipaði nýjan landstjóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.