Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 66. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skýr skilaboð dönsku stjórnarinnar um færeyskt sjálfstæði Lengri aðlögunartími en 3-4 ár útilokaður Kaupmannaliöfn. Morgunblaðið. „ÞETTA er ögrandi tilboð,“ sagði Hogni Hoydal, sjálfstæðismálaráðherra Færeyinga, eftir spennuþrunginn blaðamannafund Pouls Nyrups Rasmussens, forsætisráðherra Dana, í Kaupmannahöfn í gær. Nyrup gaf skýrt til kynna að Færeyingar yrðu að axla fulla efna- hagslega ábyrgð ef þeir fengju sjálfstæði. í því fælist að danska stjórnin væri ekki til viðtals um meira en þriggja til fjögurra ára aðlögunartíma að brottfalli fjárstyrksins, sem Danir leggja eyj- unum til árlega, en það er um milljarður danskra króna, um 10 milljarðar íslenskra króna. Hoydal sagði í samtali við Morgunblaðið að sjálfsagt væri að Færeyingar öxluðu ábyrgð, en ómaklegt væri að þeir fengju styttri aðlögunar- tíma en íslendingar og margar aðrar nýfrjálsar þjóðir hefðu fengið. Viðræðurnar í gær áttu að marka upphaf sem búist var við að lyki með samningi fyrir sumarið. Hann átti síðan að leggja í þjóðaratkvæði í Færeyjum í haust. „Færeyska landstjórnin hefur kynnt okkur til- lögur sínar að nýjum sáttmála landanna. Við vilj- um svara skýrt,“ sagði Nyrup. „Við leggjumst ekki gegn sjálfstæði Færeyja.“ Hann bætti síðan við að fullu sjálfstæði hlyti að fylgja full ábyrgð og því myndu Danir hætta að leggja Færeying- um til fé um leið og Færeyingar bæru fulla ábyrgð á eigin efnahagsstefnu. „Eins og ég hef sagt áður hafa allir valkostir ákveðnar afleiðingar," sagði danski forsætisráð- herrann. Aðspurður vildi Nyrup ekki fara ofan í það reikningsdæmi hvernig Færeyingar ættu að geta komið á sjálfbærum fjárhag á 3-4 árum án Anfínn Poul Nyrup Kallsberg Rasmussen danska milljarðaframlagsins. „Okkur finnst heiðarlegt að koma með skýr skilaboð strax í upphafi viðræðnanna,“ sagði hann. Rafmagnað andrúmsloft Andrúmsloftið í danska forsætisráðuneytinu var rafmagnað í gær. Færeysk-dönsku viðræð- unum átti að ljúka um kl. 16 og þá með sameig- inlegum blaðamannafundi Pouls Nyrups og An- finns Kallsbergs, lögmanns Færeyja, en um kl. 18 birtist Nyrup einn með töluverðum snúð og lýsti ofangreindri afstöðu dönsku stjórnarinnar. Það vakti athygli viðstaddra blaðamanna hve þungt var í Nyrup og færeyskir blaðamenn gripu andann á lofti yfir þessum köldu kveðjum. Eftir stuttaralegan blaðamannafund sinn hvarf Poul Nyrup á brott. Um hálftíma síðar kom færeyska viðræðunefndin. Þótt fulltrúarnir reyndu sitt besta til að draga úr vægi yfir- lýsingar Nyrups var greinilegt að andrúmsloftið í viðræðunum hafði hvorki verið gott né þeir við- búnir afstöðu Nyrups. Anfinn Kallsberg vildi ekki kannast við að til- boð dönsku stjórnarinnar um þriggja til fjögurra ára aðlögunartíma hefði komið á óvart, því sömu hugmyndir hefðu heyrst frá dönsku stjórnarand- stöðunni undanfarna daga. Hins vegar sagði hann það koma á óvart að Nyrup hefði strax dregið upp efnisatriði, því Færeyingarnir hefðu álitið umræðurnar nú aðeins byrjunarviðræður, þar sem kynna hefði átt tímasetningu og koma sér saman um gang viðræðnanna. Færeyingar hafa sjálfir gert sér vonir um að fá allt að 15-20 ára aðlögunartíma. Það hefur frá upphafi verið stefna Kallsbergs að sjálfstæði ætti ekki að bitna á lífsskilyrðum eyjaskeggja. Færeyingar skiptast í tvær nokkurn veginn jafnstórar fylkingar með og á móti sjálfstæði og augljóst virðist að skilyrði um svo stuttan aðlög- unartíma mun ekki efla vinsældir sjálfstæðis- hugmyndarinnar. Mátti heyra á færeysku sendi- nefndinni í gær að ekki kæmi til greina að bera upp tillögu um þriggja til fjögurra ára tímabil heima fyrir. Á heimasíðu Dimmalætting sagði í gær að færeyska samráðsnefndin hefði verið gripin í bólinu og greinilega ekki átt von á þessum ögr- andi skilaboðum frá dönsku stjórninni. BMW um söluna á Rover Sterkt pund og óvissa um evruna Frankfurt. AP JOACHIM Milberg, forstjóri BMW, sagði í gær að hátt gengi á breska sterlingspundinu og óvissa um aðild Breta að Evrópska myntbandalag- inu ásamt minnkandi sölu hefðu valdið því að Rover-verksmiðjurnar voru seldar. Hann sagði á fréttamannafundi í Múnchen að hátt gengi á pundinu gagnvart evrunni hefði vegið þyngst er ákveðið var að selja bíla- verksmiðjurnar breska áhættufjár- festingarfyrirtækinu Alchemy Partners. Gengið hefði valdið því-að framleiðslan var dýr og útflutningur erfiður. Þá sagði hann að stöðug óvissa um hvort Bretar ætluðu sér að ganga í myntbandalagið og taka upp evruna hefði flýtt fyrir ákvörðuninni. Hefði legið fyrir að Bretar hygðust sækja um aðild, hefði niðurstaðan hugsanlega orðið önnur. Talsmaður Tony Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði í gær að Blair hefði reiðst ákaflega er hann frétti af sölunni á Rover enda hefði BMW ekki upplýst ríkisstjórnina um hana fyrirfram. Hefði verið haft sam- band við stjórn BMW og henni tjáð óánægja Blairs og stjórnarinnar. ■ Ford kaupir/25 Cohen varar Kína við að hóta Taívönum vegna forsetakjörs Dregið verði úr orðaskaki Taipei, Peking, Tdkýd. AP, AFP. VARNARMÁLARÁÐHERRA Bandaríkjanna, William Cohen, sagðist í gær ekki sjá nein merki þess að stjómvöld í Peking hygðust gera alvöru úr hótunum sínum um að ráð- ast með hervaldi á Taívan. Forseta- kosningar eru í eyríkinu í dag og hafa Kínverjar látið í það skína að verði Chen Shui-bian fyrir valinu geti svar- ið orðið innrás. Chen hefur mælt með því að Taívanar lýsi yfir sjálfstæði en hefur þó verið nokkru varkárari í ummælum sínum að undanfómu. Talið er að sigurlíkur Chans hafi aukist síðustu daga en allir hafa frambjóðendurnir hvatt kjósendur til að hafa viðvaranir Kínastjómar að engu. Verðbréf á markaði í höfuð- borginni, Taipei, hafa hins vegar fall- ið síðustu daga. Kínverski herinn hefur verið með mikinn viðbúnað á ströndinni and- spænis eyríkinu en her Taívana er mun nýtískulegri en vopn Kínverja og yrði því ekki auðvelt fyrir megin- landsríldð að sigra í slíkum átökum. Auk þess treysta Taívanar því að Bandaríkjamenn myndu koma þeim til aðstoðar ef til úrslita drægi. Cohen hefur sagt að Bandaríkjamenn muni ekki bregðast en þeir hafa í hálfa öld átt trygga bandamenn á Taívan. Cohen sagði í Tókýó í gær að ef meiri harka færðist í orðaskak Kín- verja gegn Taívönum myndi þrýst- ingur aukast í öldungadeild þingsins í Washington á að Taívanar fengju að kaupa meira af nýtísku vopnum þar í landi. Hann var spurður hvort hann teldi hættu á að Peking-stjómin drægi rangar ályktanir og teldi Bandaríkjastjórn ekki reiðubúna til að verja Taívan. Hann sagðist ekki sjá að verið væri að undirbúa innrás. „Það sem við emm vitni að er orða- skak,“ sagði ráðherrann. Kínastjórn lítur á Taívan sem hluta ríkisins, en eftir sigur komm- únista í borgarastríðinu á fimmta áratugnum settust þjóðernissinnar að á Taívan og gerðu framan af tilkall til yfirráða í öllu Kína. Síðustu árin hefur ríkt lýðræði að vestrænni fyrirmynd á Taívan, lífs- kjör þar eru með þeim bestu í allri Ásíu. Leiðtogar Taívana sétja sem skilyrði fyrir sameiningu að lýðræði verði einnig komið á í Kína. ■ Lítill munur/26 >\W VfttíV Y! Kjötbanni aflétt Stoltenberg tekur við Nýr forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, við konungs- höllina eftir fyrsta stjórnarfund- inn í Ósló í gær. Á spjöldum andstæðinga áformanna um gasorkuver stendur meðal annars: „Gasorka er ekki kyn- æsandi“ og undirskriftin er: Stúlkur á móti Jens. ■ Adallega skipuð/23 Berlín, London. Reuters, AFP. EFRI deild þýzka þingsins, Bund- esrat, samþykkti í gær að létta inn- flutningsbanni af brezku nautakjöti. Bannið hefur verið í gildi í 4 ár, eða allt frá því vísbendingar komu fram um að tengsl væru á milli kúariðu, sem er landlæg í Bretlandi, og heilahrörnunarsjúkdóms í mönnum. Nick Brown, landbúnaðarráðherra Bretlands, fagnaði í gær niður- stöðunni. Mun brezkt nautakjöt aft- ur koma í þýzkar verzlanir í apríl, en forsenda þess að banninu var af- létt er að hinar brezku afurðir verði vel merktar. MORGUNBLAÐK) 18. MARS 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.