Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 21 VERULEGAR breytingar urðu á starfsumhverfi Pharmaco á sviði umboðs- og heildsölu á árinu. Athyglisverðast er þar kannski að fyrirtækið missti dreifingarsamning fyrir Delta sem ákvað að rifta samn- ingum sem giltu milli fyrirtækjanna og ganga til samstarfs við Lyfja- verslun. Þetta er auðvitað nokkur blóðtaka þar sem Delta hefur verið stærsti birgir Pharmaco frá því að framleiðsludeild Pharmaco var klof- in frá fyrirtækinu og gerð að sjálf- stæðu dótturfyrirtæki. Áhrifa þessa gætir minna í afkomu en veltu þar sem dreifíngarsamningar gefa eðli- lega minna af sér fyrir Pharmaco en umboðsþjónusta," að því er fram kemur í skýrslu stjórnar Pharmaco sem kynnt var á aðalfundi félagsins í gær. Á hinn bóginn fékk Pharmaco ný umboð á árinu sem urðu til fyrir samruna tveggja stórfyrirtækja, annars vegar AstraZeneca og hins vegar Aventis. Þessi tvö fyrirtæki eru í dag á meðal 5 stærstu lyfjafyr- irtækja í heiminum. Þá er nýlokið stríði um Warner Lambert þar sem American Home og Pfizer tókust á. Niðurstaðan varð sú að Pfizer keypti Warner og verður þar með einnig eitt af 5 stærstu fyrirtækjun- um í lyfjageiranum. „Með þessu hefur staða Pharm- aco á lyfjamarkaðinum styrkst verulega því eins og áður hefur komið fram er erfitt að sjá fyrir hvaða áhrif samrunar geta valdið. Það er ástæða til að ætla að stærstu fyrirtækin muni frekar kaupa upp smærri fyrirtæki en að fara í sam- runa í framtíðinni sem er áhættu- minna fyrir okkur sem umbjóðend- ur,“ að því er fram kemur í skýrslunni. Áætlað að hagnaður ársins nemi 240 milljónum króna Pharmaco keypti á árinu snyrti- vöru- og matvörudeild Rolfs Johan- sen. Snyrtivörudeildin var sameinuð snyrtivörudeild Pharmaco en mat- vörudeildin er rekin við hliðina á Is- lenskum matvælum og er ætlað að verða hluti þess rekstrar. Rekstur Islenskra matvæla gekk þokkalega á árinu og jókst velta fyr- irtækisins um 13% og varð 296 milljónir króna og nokkur hagnaður af rekstri. Það hefur verið stefna Pharmaco að Islensk matvæli verði sjálfstæð rekstrareining en ekki rekið sem deild innan Pharmaco. Nokkrar þreifingar hafa verið í þeim efnum sem gætu skýrst fljót- lega. Fyrirtækið keypti á árinu hluti í nokkrum fyrirtækjum, mest í Baugi íyrir um 150 milljónir og í nýju fjár- Nýtt félag um rafræn viðskipti NÝTT félag, Span hf., sem mun ein- beita sér að smíði lausna fyrir raf- ræn viðskipti milli fyrirtækja (busin- ess-to-business e-commerce, B2B) og rekstri sérstakrar viðskiptamið- stöðvar, sem hleypt verður af stokk- unum síðar á árinu, var stofnað í gær. Stofnendur Spans hf. eru: Kögun með 30% hlutafjár, FBA og Lands- sími íslands með 15% hlutafjár hvort félag, Vilhjálmur Þorsteinsson og Örn Karlsson með 7,5% hvor og BYKO og Orkuveita Reykjavíkur með 5% hlut hvort. Að auki eru 15% hlutafjár frátekin fyrir lykilstarfs- menn og tiltekna samstarfsaðila. f fréttatilkynningu kemur fram að viðskiptamiðstöð Spans mun gera viðskiptavinum mögulegt að eiga viðskipti með vörur og þjónustu sín á milli. Kerfið mun jafnframt halda ut- an um útboð og uppboð, greiðslu- miðlun og miðlun hvers kyns við- skiptaskjala. Öll viðskipti og færslur eru rafrænar og kemur enginn papp- ír við sögu nema þar sem lög og reglur krefjast. Miðstöðin mun jafn- framt bjóða sérstaka rekstrarvöru- deild í samvinnu við lykilfyrirtæki á þeim markaði. Skýrsla stjórnar á aðalfundi Pharmaco Blóðtaka að samning við festingarfyrirtæki, íkonsjóðnum, fyrir um 175 milljónir, sem er 48% eignarhlutur í honum. íkonsjóðurinn var stofnaður utan um fjárfestingu í búlgarska fyrir- tækinu Balkanpharma. Eins og áð- ur hefur verið kynnt var Balkan- pharma heildverslun í einkaeign sem náð hafði kauprétti á meirihluta ríkisins í þremur lyfjaverksmiðjum í Búlgaríu. „Til þess að fjármagna kaupin leitaði Balkanpharma til Deutsche Bank um aðstoð við að kynna fyrirtækið og finna fjárfesta. Endirinn varð sá að Deutsche og íkonsjóðurinn skiptu 90% hlut í missa Delta Balkanpharma á milli sín. Balkanpharma keypti verksmiðj- urnar þrjár í lok júní og samstæðu- uppgjör er gert fyrir seinni hluta ársins. Afkoma Balkanpharma fyrir hálft ár nam 1,6 milljónum USD eft- ir skatta og minnihluta (nettó hagn- aður) og varð nokkuð betri en áætl- að hafði verið. Áætlanir fyrir 2000 gera ráð fyrir að velta Balkan- pharma verði USD 115 milljónir og afkoma um 10 milljónir USD. Það er óhætt að segja að hlutabréfamark- aðurinn tók þessari frétt um Balk- anpharma vel eftir kynningarfund sem haldinn var um miðjan desem- ber. Gengi hlutabréfa hafði reyndar hreyfst lítið allt árið en tók á rás og hækkaði frá byrjun árs til loka úr 12,60 í 19,60, eða um 56% tæp. Síðan þá hefur gengið enn hækkað og er nú í 34 og hefur hækkað um 73% frá áramótum," segir enn fremur í skýrslu Pharmaco. Áætlanir ársins 2000 gera ráð fyr- ir að velta fyrirtækisins verði svipuð og í fyrra, þ.e. um 3.500 milljónir. Áætlað er að hagnaður félagsins eft- ir skatta nemi um 240 milljónum króna. Ertua feröinni ? SS Ostapylsa með lauksalati og 0,4 I gos Mars King Size og 0,5 Itr Coca-Cola í plasti & íívöííííSfod ö Alltafferskt... SBleCt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.