Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Úrslitakeppni í handbolta og körfubolta framundan KA-menn og Þórsarar snúa bökum Morgunblaðið/Kristj án Þjálfarar KA og Þórs, Atli Hilmarsson og Ágúst Guðmundsson taka höndum saman fyrir átökin framundan. Fjárfestingar og ráðgjöf opna útibú FJÁRFESTINGAR og ráðgjöf opn- uðu útibú á Akureyri í gær og er það til húsa að Hofsbót 4. Fjárfestingar og ráðgjöf er löggild vátryggingamiðlun sem sérhæfir sig í fjárfestingartengdum tryggingum, lífeyrismálum, líftryggingum, sjúk- dómatryggingum, sjúkra- og slysa- tryggingum, heilsu- og afkomu- tryggingum, ásamt óháðri alhliða fjármálaráðgjöf fyrir einstaklinga og fynrtæki. í frétt frá félaginu segir að það starfi sjálfstætt og óháð öðrum fé- lögum í leit að hagstæðustu leiðum fyrir umbjóðendur sína. Verksvið fyrirtækisins sé einkum að meta þörf, undirbúa útboð, koma á samn- ingu við það félag sem fyrir valinu verður og gæta hagsmuna viðskipta- vinarins. Hjá fyrirtækinu starfa 32 starfsmenn, en á Akureyri eru starfsmenn 5. Arni Þór Freysteins- son er svæðisstjóri á Norðurlandi. --------------- Verslunarráð íslands Hádegisfundur um hlutabréfa- markað BJARNI Armannsson, forstjóri FBA, og Þorsteinn Már Baldvinsson verða ræðumenn á hádegisverðar- fundi Verslunarráðs Islands sem haldinn verður á Fosshótel KEA á þriðjudag, 21. mars, frá kl. 12. til 13.30. Á fundinum verður rætt um hlutabréfamarkaðinn, þróun hans og mikilvægi, reynslu fyrirtækja og efnahagslífsins af hlutabréfamark- aðnum og hvaða breytingar séu æskilegar. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir- fram til Verslunarráðsins. --------------- Safnahúsið á Húsavfk Sýning á verk- um eftir Gunn- laug Scheving SÝNING á verkum eftir Gunnlaug Scheving verður opnuð í Safnahús- inu á Húsavík í dag, laugardaginn 18. mars,og stendur hún fram til 26. mars næstkomandi. Sýningin er frá Listasafni íslands og verður hún op- in alla sýningardagana frá kl. 14 til 19. Þessi sýning er liður í dagskrá vegna 50 ára afmælis kaupstaðar- réttinda Húsavíkurkaupstaðar. saman HANDKNATTLEIKSLIÐ KA og körfuknattleikslið Þórs eiga fyrir höndum erfiða leiki í úrslita- keppnum efstu deilda í handbolta og körfubolta karla á næstunni. Af því tilefni hafa þjálfarar og leikmenn félaganna ákveðið að snúa bökum saman og sýna hver öðrum stuðning í leikjunum fram- undan. Jafnframt skora þjálfarar liðanna, þeir Atli Hilmarsson þjálf- ari KA og Ágúst Guðmundsson þjálfari Þórs, á alla Akureyringa að gera slíkt hið sama og mæta á leikina sem framundan eru og styðja við bakið á heimamönnum. Þórsarar leika gegn Haukum í Iþróttahöllinni á Akureyri sunnu- daginn 19. mars kl. 20 í úrslita- keppninni í körfubolta og ætla KA-menn að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á þeim. KA- menn leika sinn fyrsta Ieik í úr- slitakeppninni 25. eða 26. mars og þá ætla Þórsarar að fjölmenna í SIGURÐUR Halldórsson sellóleik- ari kemur fram á tónleikum Tónlist- arfélags Akureyrar sem haldnir verða í Akureyrarkirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, 19. mars kl. 20.30. Þar mun hann flytja sellósvítur Johanns Sebastians Bachs, nr. 3, 4, og 5, en í ár eru 200 ár liðin frá and- láti hans og er þess minnst víða um heim. Svítur Bachs fyrir selló voru skrif- aðar u.þ.b. 1720, en það ár samdi hann einnig 6 sónötur og partítur fyrir einleiksfiðlu. í þessum verkum sýnir Bach m.a. hæfni sína í að nota hljóma, tvígrip og einstaka laglínur til þess að gefa til kynna tvær eða fleiri sjálfstæðar raddir. Þó að Bach hafi með þessum verkum bundið endahnútinn á gamla einleiksformið, þá gefur hann einnig tóninn með þeirri hugmynd að víkka út mjög knappt form eða skapa heila veröld með hjálp eins hljóðfæris, hugmynd sem er eins og rauður KA-heimilið. Þjálfarar liðanna sögðu að markmiðið væri að fylla bæði húsin og mynda stemmningu sem eftir yrði tekið og báðir voru þeir sammála um að framundan væri spennandi tími. Aðsókn að heimaleikjum liðanna í vetur hef- ur verið frekar dræm en þó farið þráður í gegnum þróun einleiks- verka fyrir strengjahljóðfæri á 20. öld. Sigurður Halldórsson hefur starf- að sem einleikari og kammertónlist- armaður í rúman áratug, eða frá því að hann lauk námi frá Guildhall School of Music í Lundúnum. Hann hefur sérstaklega lagt sig eftir að flytja tónlist 20. aldar og tekið þátt í fjölda hljóðritana á þeirri tónlist. Á næstu vikum kemur út hljómdiskur þar sem hann leikur einleiksverk, m.a. eftir Hafliða Hallgrímsson og Z. Kodály. Sigurð- ur hefur leikið með Daníel Þorsteins- syni píanóleikara síðan 1983, flutt og hljóðritað fjölda verka fyrir selló og píanó og farið í tónleikaferðir til Evrópu og Ameríku auk íslands. Hann hefur leikið á barokkselló í Bachsveitinni í Skálholti síðan 1995 og hefur einnig komið fram sem einleikari með henni. í júlí n.k. mun hann leika allar 6 sellósvítur Bachs á Sumartónleikum í Skálholtskirkju. vaxandi. Lokaumferðin í 1. deildinni í handbolta fer fram á morgun, laugardag, og þá mætir KA Val í KA-heimilinu kl. 17.00. Atli sagði að leikurinn væri mjög mikilvæg- ur og hann vonast eftir góðum stuðningi áhorfenda. Stórutj arnaskdli Söngfélagið Sálubót með skemmtun SÖNGFÉLAGIÐ Sálubót heldur skemmtun og dansleik í Stórutjama- skóla á laugardagskvöld, 18. mars og verður þar einnig boðið upp á 25 rétta fiskhlaðborð. Þar verður að finna ým- islegt sem ekki er daglega á borðum manna eins og kúttmaga, steiktan rauðmaga, djúpsteiktan og pönnust- eiktan smokkfisk, saltfiskrétti af ýmsu tagi, langlúru og skrápflúru. Þá verða einnig á borðum kjötréttir. Yf- irkokkur er Gunnar Smári Björgvins- son. Fjöldi skemmtiatriða verður á dag- skrá og koma fram ýmsir þekktir skemmtikraftar úr Þingeyjarsýslu auk þess sem Söngfélagið Sálubót tekur lagið. Veislustjóri verður sr. Pétur Þórarinsson sóknarprestur í Laufási. Að loknu borðhaldi leikur Kross-field drengjakórinn fyrir dansi. Samkoman er haldin til fjáröflunar vegna söngferðalags sem Sálubótar- félagar hyggja á til Eistlands. Stjóm- andi Sálubótar er Eistlendingurinn Jaan Alavere, tónlistarkennari við Stóratj amaskóla. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Umræðu- fundur verður í Safnaðarheimili í dag, laugardag frá kl. 11 til 13 um kristniboð og safnaðarstarf. Skúli Svavarsson framkvæmdastjóri SÍK flytur erindi. Sunnudagaskóli verð- ur í Safnaðarheimilinu kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 14 á morgun. Heim- sókn úr Grenjaðarstaðaprestakalli, sameinaðir kórar prestakallsins syngja og sr. Þorgrímur Daníel sóknarprestur predikar og þjónar fyrir altari. Fundur Æskulýðsfé- lagsins verður í kapellu kl. 17 á morgun. Biblíulestur verður í Safn- aðarheimili kl. 20 á mánudagskvöld, Skúli Svavarsson kristniboði fjallar um kristniboð í Jóhannesarguð- spjalli. Morgunsöngur verður í Ak- ureyrarkirkju kl. 9 á þriðjudags- morgun. Mömmumorgunn verður í kirkjunni frá kl. 10 til 12 á miðviku- dag. Sigfríður Inga Karlsdóttir ljós- móðir ræðir um andlega líðan eftir fæðingu og svarar spurningum um það efni. Föstuvaka verður í kirkjunni næsta miðvikudagskvöld. GLERÁRKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta í kirkjunni kl. 11 á morgun, sunnudag. Vilberg Alex- andersson skólastjóri flytur hug- leiðingu og börn úr Glerárskóla flytja þátt um kristnitökuna. Bama- kór Glerárkirkju syngur. Foreldrar, afar og ömmur hvött til að mæta með börnunum. Fundur æskulýðs- félagsins verður kl. 20 annað kvöld. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, orgelleikur, fyr- irbænir og sakramenti, léttur há- degisverður í safnaðarsal á vægu verði að stundinni lokinni. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, sunnu- dag, bænastund kl. 16.30, almenn samkoma kl. 17 og unglingasam- koma kl. 20 um kvöldið. Heimila- samband kl. 15 á mánudag. Hjálpar- flokkur fyrir konur kl. 20 á miðvikudagskvöld, krakkaklúbbur á fimmtudag kl. 17.30 fyrir 6-10 ára börn og 11 plús fyrir 11-12 ára börn á föstudag kl. 17.30. Flóamarkaður á föstudögum. HRISEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Stærri-Árskógs- kirkju kl. 11 á morgun. Sunnudaga- skóli í Hríseyjarkirkju kl. 11 á morgun. HVÍ TASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning kl. 20 í kvöld, laug- ardagskvöld. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Kennsla úr Orði Guðs fyrir alla aldurshópa. Yngvi Rafn Yngvason kennir. Léttur málsverð- ur að lokinni samkomu. Almenn vakningarsamkoma kl. 16.30 á morgun, vitnisburðir og fyrirbæna- þjónusta, boðið upp á barnapössun. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11 í kirkjunni við Eyr- arlandsveg 26. KFUM og K: Kristniboðssam- koma í félagsheimilinu í Sunnuhlíð í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður verður Skúli Svavarsson, kristniboði og sýnir hann einnig myndir frá Kenýu þar sem hann hefur starfað undan- farin ár ásamt konu sinni Kjellrúnu Langdal. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa í Gmndarkirkju á morgun, sunnudag kl. 13.30. Skúli Svavars- son, kristniboði predikar. Vænst er þátttöku fermingarbarna. Sama dag verður messa á Kristnesspítala kl. 15. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Messa í Glæsibæjarkirkju á morg- un, sunnudag kl. 14. Sálmar, 6 - 193 - 338 - 345 - 527. Organisti verður Birgir Helgason. Stutt stund fyrir börn í messulok. ---------------- Aglowfundur AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda fund í félagsmiðstöðinni Víði- lundi 22 á Akureyri næstkomandi mánudagskvöld, 20. mars kl. 20. Sheila Fitzgerald, útvarpsstjóri Lindarinnar, flytur ræðu kvöldsins. Þá verður á dagskrá söngur, lofgjörð og fyrirbænaþjónusta. Allar konur eru velkomnar á fundinn. VERKEFNASJOÐUR AFE TwÉ Wf Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Verkefnasjóði W AFE. Umsóknareyðublöð, ósamt leiðbein- ■ ingablaði, fóst ó skrifstofu AFE, Strandgötu 29, hjó bæjarritaranum í Ólafsfirði og ó Dalvík og sveitarstjóranum ó Grenivík. Einnig er hægt að nólgast eyðublöðin ó heimasíðu félagsins afe.is Nónari upplýsingar eru veittar ó skrifstofu AFE í síma 461 2740 eða netfangi „bene- dikt@afe.is" Umsóknarfrestur er til 31. mars 2000. Öllum. umsóknum verður svarað fyrir 30. apríl 2000. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar ímpra ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ (rumkvöAla og fyrlrt«k|a Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar Fyrirtækjastefnumót í Danmörku ___________8.0B 9. júní_________________________ Markviss ieið til að ná árangri erlenflis Kynningarfundur á vegum Evrópumiðstöðvar Impru og Atvinnu- þróunarfélags Eyjafjarðar verður haldinn í fundarsal Atvinnu- þróunarfélagsins á Strandgötu 29, Akureyri, mánudaqinn 20. mars nk. kl. 10.00. Á Europartenariat fyrirtækjastefnumótinu munu um 400 dönsk fyrirtæki og um 2.500 fyrirtæki frá 60 öðrum löndum leita sam- starfs á sviði viðskipta, tækni, þróunarstarfs og á fleiri sviðum. íslensk fyrirtæki geta tekið þátt í mótinu, sér að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar og skráning hjá Berglindi Hallgrímsdóttur hjá Evrópumiðstöð Impru, Iðntæknistofnun, sími 570 7100, beralindh@iti.is og Bjarna Þórólfssyni hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar sími 461 2740, biarni@afe.is. Tónlistarfélag Akureyrar Sigurður Halldórs- son leikur á selló
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.