Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MUSIKTILRAUNIR MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Gjörgæsla á Landspítala- Háskólasjúkra- húsi í Fossvogi Sigríður Bryndís Vigdís Stefánsdóttir Hallgrímsdóttir í gær, föstudaginn ^ 17. mars, var opnuð ný og endurbætt gjör- gæsludeild á Landspít- ala-Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Af því til- efni langar okkur til að kynna starfsemi gjör- gæsludeildarinnar. Þegar einstaklingur leggst inn á gjörgæslu- deild þá er það vegna lífshættulegs ástands hvort heldur sem það er vegna slyss eða al- varlegra sjúkdóma. A gjörgæsludeild Land- spítala-Háskólasjúkra- húss í Fossvogi sem er helsta bráðasjúkrahús landsins eru rúm fyrir alls ellefu sjúklinga. Árið 1999 var fjöldi sjúklingar á gjör- gæslu alls 545. Algengustu ástæður Endurbætur Framfarir á sviði lækn- isfræði og visinda hafa verið örar á síðastliðn- um árum, segja ~ ** Sigríður Bryndís Stefánsdóttir og Vigdis Hallgrímsdóttir, og hef- ur gjörgæslan ekki farið varhluta af þeirri þróun. fyrir innlögn á gjörgæslu eru alvar- leg slys, hjartabilanir, öndunarbil- anir, stórar skurðaðgerðir, höfuð- áverkar, alvarlegar sýkingar og lyfjaeitranir. Legudagar sjúklinga á gjörgæslu geta verið frá einum sólarhring og upp í nokkra mánuði. Astand einstaklinga sem koma • inn á gjörgæsludeild er þess eðlis að nauðsynlegt er að tengja þá við sí- rita (monitor) þannig að hægt er að fylgjast stöðugt með lífsmörkum þeirra, það er blóðþrýstingi, hjart- slætti og öndun. Einnig getur verið nauðsynlegt að halda sjúklingnum sofandi í öndunarvél yfír hættu- mesta tímabilið. Umhverfi sjúklings á gjörgæsludeild getur verið ógn- vænlegt þar sem umfang tækjabún- aðar er mjög mikið. Hröð og skjót vinnubrögð eru oft nauðsynleg og . nýtur gjörgæslan þeirra forréttinda að hafa forgang á úrvinnslu gagna og rannsókna sem framkvæmdar eru á sjúkrahúsinu. Framfarir á sviði læknisfræði og vísinda hafa verið örar á síðastliðn- um árum og hefur gjörgæslan ekki farið varhluta af þeirri þróun. Þessi þróun felur meðal annars í sér notk- un á flóknum tækjabúnaði sem aft- ur krefst aukins umfangs í umönn- un sjúklingsins. Vegna þessara miklu umsvifa og kröfu um sérþekk- ingu er aðlögunarferli hjúkrunar- fræðinga sem þarna hefja störf lengra en gengur og gerist á öðrum deildum sjúkrahússins. Starfið felur þó ekki eingöngu í sér meðferð á tölum og tækjum. Stór hluti gjör- gæsluhjúkrunar er fólginn í mann- legum samskiptum bæði við sjúkl- inginn sjálfan og aðstandendur hans sem eiga oft í mikilli sálar- kreppu. Mikilvægt er að sjúklingar og aðstandendur hans séu vel upp- lýstir um gang mála og reynt er að viðhalda góðum samskiptum. Margir koma að meðferð ein- staklings á gjörgæsludeild. Hver hjúkrunarfræðingur annast einn til tvo sjúklinga og hefur umsjón með hjúkrunarmeðferð þeirra. Sérfræð- ingur í svæfingum og deildarlæknir eru alltaf til staðar á deildinni og hafa yfirumsjón með meðferð sjúkl- ings. Sjúklingur tilheyrir alltaf ákveð- inni læknisfræðilegri sérgrein og fylgist viðkomandi sérfræðingur með framgangi meðferðar. Auk þess koma aðrar starfsstéttir að meðferð sjúklings svo sem sjúkra- liðar, sjúkraþjálfarar, meinatækn- ar, röntgentæknar að ógleymdum presti. Allir þessir faghópar bera hag sjúklingsins fyrir brjósti og vinna saman í teymi til að ná fram sameiginlegu markmiði. Þegar hættumesta tímabilið hjá einstaklingnum er afstaðið og ekki er talin þörf á stöðugu eftirliti er farið að huga að útskrift sjúklings- ins á aðra deild. Með útskrift af gjörgæslu er stórt skref stigið þó enn sé oft langt í land með að fullum bata sé náð. Nú er tæpt ár liðið frá því að end- urbætur á gjörgæsludeildinni hóf- ust og hafa fjölmargir komið að því verki. Af þessu tilefni vill starfsfólk deildarinnar hvetja þá sem hafa áhuga á að koma í heimsókn og skoða deildina í dag, laugardag 18. mars, á milli klukkan 14 og 16. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild. Heift hrærði saman ólíkurn Mannamúll; venerunt, viderunt, Veggfdðursfélagar voru býsna áhrifum. vicerunt. skemmtilegir. Hratt, mjög hratt og hardcore í TQ]\LIST Tónabær MÚSIKTILRAUNIR Fyrsta tilraunakvöld hljómsveita- keppni Tónabæjar. Heift, 303 Band, Veggfóður, Bulldoze, Dikta, Mannamúll, Karl Marx og Morfín kepptu um sæti í úrslitum 31. mars. Haldið í Tónabæ fimmtudaginn 16. mars. MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar hófust með látum sl. fimmtudag- skvöld, átjándu tilraunirnar til þessa. Tónlistin fýrsta kvöldið gef- ur forsmekkinn að þeim 29 sveitum sem eiga eftir að leika fyrir til- raunagesti á næstu tveimur vikum; allt frá sveimkenndri techno-tónlist í argasta hardcore. Aldursskipting var aftur á móti venju fremur breið, enda voru liðsmenn fyrstu sveitarinnar vel innan við fermingu. Fyrsta hljómsveit á svið var Veggfóður og bætti upp með spila- gleði það sem á vantaði í æfingu og reynslu. Þeir félagar voru býsna skemmtilegir og náðu víða vel sam- an. Það var helst að lagasmíðum var ábótavant og þeir hefðu mátt tálga lögin eitthvað til. Bulldoze var allt annars eðlis, reyndari tónlistarmenn þar á ferð, en kannski fullvenjulegir framan af. í öðru lagi sveitarinnar gerði selló- leikur sitt til að skapa stemmningu, en í lokalaginu hafði sveitin um- skipti og breyttist í fanta rokksveit. Dikta kom næst á svið og tók sinn tíma að komast á flug. Sitt- hvað var vel gert og þannig var annað lag sveitarinnar snoturt í einfaldleika sínum. Lokalag þeirra Dikta-manna var án söngs og ágætt til síns brúks, en heldur stefnulaust er á leið. Morfín lék kaflaskipta tónlist, allt frá kraftakeyrslu í tilraunakennda naflaskoðun. Fyrsta lagið var bráð- gott og það annað líka, þó ekki væri það eins vel samið. Lokalag sveitar- innar var aftur á móti heldur óspennandi og ekki vel sungið; því líkast sem það kæmi út úr kú. Eftir hlé var komið að tölvutón- um; 303 Band sté á svið í Altern8- búningum og keyrði á raftónlist. Fyrsta lagið var draumkennt trip- hop, en síðan var heldur spýtt í. Gaman hefði verið að heyra fram- andlegri hljóð í öðru laginu, en það þriðja var best heppnað og fram- vinda í því nokkuð markviss. Mannamúll kom eins og hress- andi andblær, eða réttara sagt eins og rífandi norðangarri. Frá fyrstu tónum mátti heyra að mikill hama- gangur væri í vændum og stóð á endum; allt varð vitlaust þegar Mammamúlsmenn settu í fluggír. í öðru lagi mátti heyra að þeir höfðu fleiri hraðastillingar á valdi sínu; hratt, mjög hratt og hardcore. Karl Marx var einn síns liðs í músíkinni en fékk félaga sína til að Ljósmynd/krna Bjort Dómnefnd hleypti hljómsveitinni Diktu áfram. i 1 Morfín lék kaflaskipta tónlist. Bulldoze hafði hamskipti í lokalaginu. 303 Band keyrði á raftónlist. sitja á sviðinu og fletta blöðum með myndum af beru fólki og öndum. Lögin sem hann bar á borð hljóm- uðu eins og hugmyndafræðilegar æfingar, vel gerðar, en heldur líf- lausar. Lokaorðin að þessu sinni átti hljómsveitin Heift sem hrærði sam- an ólíkum áhrifum. I fyrsta lagi var rappað yfir hraðan trommubassa- takt, í öðru laginu skrámað yfir sveimkennt techno og loks var rapp yfir skruðninga. Fyrir vikið virtist framlag sveitarmanna sundurlaust og óáheyrilegt, en annað lagið var reyndar mjög gott. Mannamúll sigraði örugglega úr sal, en dómnefnd valdi Diktu áfram. Árni Matthíasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.