Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 67 FOLKI FRÉTTUM I kvöld verður sýndur fyrri hluti Leyndardóma Skýrslumálastofnunar á Skjá einum Grín og glens á ís- lenska rúmstokknum I kvöld hefjast á Skjá einum sýningar á djörfum, íslenskum gamanþáttum. Auð- vitað vakti það forvitni Skarphéðins Guðmundssonar sem spurði Davíð Þór Jónsson, leikstjóra þáttanna og annan höfundinn, spjörunum úr. „VIÐ REYNUM náttúrlega að vera trúir þeim geira sem við erum að vinna í. Allir þeir sem einhvern tím- ann hafa horft á djarfa mynd vita að allt miðast að einu marki. Hve- nær sem tveir einstaklingar eru saman komnir þá endar atriðið á rúmstokknum. Sama hversu smá- vægilegt tilefnið kann að vera. Um leið og við reynum að vera trúir þeim frásagnarmáta leitumst við við að hæðast að honum,“ segir Davíð Þór Jónsson, hinn lands- kunni grínari og ritstjóri tímarits- ins umdeilda Bleiks og blás, um hina eggjandi grínþætti. Um er að ræða nýja, íslenska gamanþætti með djörfu ívafi sem sýndir verða á Skjá einum í kvöld og næsta laugardag. Þættirnir fjalla um kynferðislega bældan skrifstofustjóra sem hefur tapað glóðinni úr hjónabandi sínu en er hins vegar haldinn þrálátri girnd í garð símadömu sinnar. Við fáum síðan að fylgjast með því í þrjá sól- arhringa hvað drífur á daga þessa ráðvillta manns og nánasta sam- starfsmanns hans og besta vinar. Danski póllinn tekinn En hvaðan kemur hugmyndin? „Hugmyndin er komin frá Skjá einum. Þá langaði til þess að gera erótískt sjónvarpsefni því allavega ennþá eru ekki til nein lög í landinu sem banna það. Það þarf svo sem ekki að leggjast í miklar markaðs- rannsóknir til þess að komast að því að það yrði horft á íslenskt erótískt sjónvarpsefni. Þeir leituðu til mín og ég byrjaði á að skorast undan því þeirra hugmyndir samsvöruðu fremur léttbláum Penthouse-mynd- um með sætum stelpum og mér fannst þeir allt eins hafa geta leitað til einhverrar auglýsingastofu. En áður en ég gaf þetta frá mér lagði ég fyrir þá hugmyndina að því að taka danska pólinn í hæðina. Skapa smárúmstokks stemmningu frekar en þessar hádramatísku þoku- kenndu glansmyndir. Menn vilja stundum falla í þá gryfju að setja sig í svo tilgerðarlegar og listrænar stellingar þegar kynlíf ber á góma í stað þess að taka sig bara ekkert of hátíðlega og gera eitthvað skemmtilegt." Sagan getur nú sannað það að rúmstokksandinn danski fellur ansi vel í kramið hjá landanum ? „Svo ekki sé minnst á þá stað- reynd. Þeir féllu allavega fyrir þessari hugmynd minni og kýldu á tvo þætti. Ég settist hins vegar ekki niður við skriftir fyrr en ég var búinn að finna leikara sem tilbúnir voru að leika í slíkum þáttum. Það hefði verið til lítils að skrifa eitt- hvað sem enginn væri síðan til í að leika.“ Hvers vegna varst þú fenginn í verkið? „Það er líklega vegna reynslu minnar sem ritstjóri Bleiks og blás af því að vinna með nöktu fólki. Fólk sem er reiðubúið að koma nak- ið fram er ekkert á hverju strái, allra síst íslendingar." Skjár einn hefur sem sagt leitað til ritstjórans Davíðs Þórs en fengið grínistann Davíð Þór í kaupbæti? „Já, ég held þeir hafi leitað til rit- stjóra Bleiks og blás en það sem þeir fengu var Radíusbróðirinn Davíð Þór með ritstjórnarreynsl- una á bakinu. í raun var leitað ráða hjá mér um hvort svona lagað væri yfir höfuð framkvæmanlegt hér á landi.“ Hopp og hí og húllum hæ! Hvernig gekk svo að fá þátttak- endur? „Ég hafði samband við marga af þeim sem ég hef unnið með síðan ég tók við ritstjórninni og það kom á daginn að ég fann þrjá karla og þrjár konur sem voru til í þetta og litu á þetta sem skemmtilega til- raun. Vinnan að þáttunum ein- kenndist líka af því að við tókum þá ekkert of alvarlega, höfðum bara gaman af þessu og vorum með fífla- gang. Þetta var eitt allsherjar hop- sasa, hopp og hí og húllum hæ!“ Barði Jóhannsson tónlistarmaður kemur líka eitthvað aðþáttunum? „Já, Barði Bang Gang og Ólafs- maður hefur unnið mikið fyrir Skjá einn og ég hef lúmskan grun um að hann eigi upphaflegu hugmyndina að því að ráðast út í gerð djarfra ís- lenskra þátta.Við Barði skrifuðum handritið síðan í sameiningu. Hann sér síðan vitanlega um tónlistina en það sem færri vita er að hann er fatahönnuður að mennt og nýttist vel í þeirri deildinni." Svo leikstýrir þú. „Ég tók það að mér því ég þekki leikarana svo vel og hef unnið með þeim áður.“ Þú hefur citthvað fengist við að leikstýra þeim á öðrum vettvangi, er það ekki? „Eitthvað, en vinnan mín við nektarþætti blaðsins er reyndar mjög lítill hluti ritstjórastarfsins. Kemur fyrir svona einu sinni í mán- uði.“ Vegna heimildarmyndarinnar Sex í Reykjavík gætu þó margir haldið að það væri þitt aðalstarf? „Við erum einn dag að gera myndaþátt. Það eru tveir þættir í hverju blaði sem kemur út mánað- arlega og ég er stundum með putt- ana í öðrum þeirra og ef fólk heldur að ég sé að fást við þetta alla dag þá spyr ég: Hvar eru allar þessar myndir?" Brjóstvit o g annað vit ÞEGAR Þrándur Toroddsen var að gera það gott í Póllandi og læra kvikmyndagerð með síðar heims- frægum kvikmyndaleikstjónim, lenti hann sem ungur maður með ungu fólki sem var að skemmta sér og samkvæmt eðli sínu og skapgerð skemmti hann sér sjálfur manna best. Sögur sínar byrjað Þrándur yfir leitt á orðunum: „Þegar ég var í Póll- andi...“ o.s.frv. Því var það, þegar ég sá kvikmyndina Pólskt brúðkaup á Stöð 2 á sunnudagskvöld, að mér fannst að þama væri komin ein saga Þrándar eða þá að hann hefði leik- stýrt myndinnþen leikstjórans var að engu getið. I stuttu máli sagt er myndin bráðfjmdin, sérkennilega pólsk, eins og maður hefur kynnst pólsku andrúmi í sögum Þrándar og þess vegna hin besta skemmtun. Þarna hefur enginn útspekúleraður íslenskur menningarviti fengið að velja heldur einhver með brjóstvit, svo vitnað sé í orð sem Björn á Löngumýri taldi gott og gilt. Ómai' Ragnarsson hefur lokið þjóðgarðahugmyndum sínum í fjór- um þáttum á ríkisrásinni - sá síðasti var á sunnudagskvöld. Þessir þætt- h' eru öðrum þræði sprottnir upp úr þörfinni fyrir viðhaldi öræfa. Þau hafa löngum verið þung í skauti þjóðarinnar og um tíma ferðuðust engir um þau nema villtir menn. Þjóðleiðir eins og Kjölur lögðust niður. Reikisagnir um útilegumenn hræddu menn frá öræfunum þótt elta yrði lífsbjörgina - sauðkindina um öræfin. Þar áður höfðu tröllin búið í fjöllum eða hver man ekki söguna af Gissuri í Botnum. En svo kom blessað ljósið og hrakti burtu drauga, foi-ynjur, útilegumenn og tröll. Nú er Ijósið, eða öllu heldur fylgifiskur þess, raf- magnið, farið að valda deilum út af fómarkostnaði vegna þess að eitt- hvað af öræfunum fer undir vatn. Það er fallegt að minna á öræfin í sjónvarpsþáttum, yrkja um Tómas- arhagana og mynda gæsir á Eyja- bökkum áður en matgæðingur rík- iskassans tekur byssu sína og skýtur þær. En fólk verður að lifa við annað en gæluverkefni. Það sem áður var þokuþrungin ógn og skelf- ing handa villuráfandi mönnum, er nú eins bjartur og vitaður staður og byggt land. Það sýna þættir Ómars þar sem jökullinn ræður ferðinni við efstu brúnir án þess að hann sé tal- inn óalandi og óferjandi. Jörðin hef- ur alltaf verið okkar nytjakú eins og kýiin og kindin. Enginn mótmælir þegar jarmandi lamb er tekið og skotið að haustinu. Það er þó tilfinn- ingavera af sama dýraflokki og maðurinn. Jarma Eyjabakkar? Eða er það bara sauðaflokkur Jakobs Frímanns sem jai-mar. Mynd sem hét Sjakalinn var sýnd á Stöð 2 á laugardag. Hún átti að vera byggð á sögunni af Sjakalan- um fræga, sem nú situr í frönsku fangelsi. Myndin er þó varla um hann af því Sjakalinn í myndinni var drepinn undir lokin. Hins vegar var hann látinn tengjast Rússum og vinnuaðferðir vora líkar því sem sagt var um raunveralegan Sjakala á meðan hnn var utan fangelsis. Illt er þegar verið að skrifa sagnfræði í þykjustunni. Hinn raunveraleg Sjakali vann mörg hiyðjuverk og varla myndefni um slíkan mann þótt hann hafí ætlað að drepa einn Ameríkana. Hann var barn þess tíma þegar kommúistar skipulögðu manndráp á saklausum borguram í Vestur-Evrópu, sem sannast á því að hryðjuverkasamtök era að mestu fyrir bí þegar þeir era hætth- að geta borgað. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI Morgunblaðið/Sverrir Davíð Þór Jónsson: „Okkur var gert að gera djarft; efni en ég lagði það til að í stað þess að gera eitthvað hlægilegt væri mun vitlegra að gera eitthvað fyndið.“ Hvaðan kemur annað starfsfólk þáttanna? „Þetta er sjálfstætt starfandi fag- fólk sem hafði áhuga á að vinna með okkur. Þetta er fólk sem þurfti að hafa meira næmi og tillitssemi gagnvart leikuranum en alla jafna því í fyrsta lagi voru þeir mikið til naktir og í öðru lagi óvanir leikar- ar.“ Leikurinn óaðfinnanlegur Hvort var ofar á baugi við gerð þáttanna; grínið eða erótíkin? „Það eru fleiri mínútur af húmor en nekt ef það er það sem þú ert að falast eftir. Okkur var gert að gera djarft efni en ég lagði það til að í stað þess að gera eitthvað hlægilegt væri mun vitlegra að gera eitthvað fyndið." Var þá ekki unnt að fá neina kunna gamanleikara til að leika í þáttunurn? „Ég leyfi mér að fullyrða að mér hefði ekki tekist að manna þessi hlutverk með atvinnuleikurum." Datt þér aldrei í hug að leika sjálfur í þáttunum? „Ég dúkka aðeins upp í seinni þættinum en datt hins vegar aldrei í hug að leika í nektaratriðum. Það hef ég ekki áhuga á að gera öðruvísi en á móti minni konu en þar sem hún hefur mjög lítinn metnað fyrir því að gerast leikkona þá eru allar slíkar þreifingar til lítils.“ Hvernig tekst hinum óreyndu leikurum upp í þessari frumraun sinni á leiklistarbrautinni? „Óaðfinnanlega. Ef einhver ætlar að fara að gagnrýna þættina fyrir að vera illa leiknir þá er hinn sami að misskilja hlutina hrapallega. Hefur þú einhvern tímann séð vel leikna klámmynd? En ef þú spyrð hvort hér séu góðir gamanleikarar á ferðinni þá er því til að svara að þetta eru óreyndir og upprennandi gamanleikarar sem mikið verður hlegið að.“ Er þetta kannski upphafið af leikaraferli þeirra, má búast við þeim ínæsta Ái-amótaskaupi og þá í fötum ? „Því ekki? Veistu; það kæmi mér ekki á óvart. Ekki heldur ef við sæj- um þetta fólk fatalaust í dramatísk- um hlutverkum.“ www.mbl l.is Viljum ekki særa blygðunarkenndina Var markmið að ganga eins langt og þið treystuð ykkur? „Við ræddum mjög ítarlega áður en farið var af stað hversu langt yrði gengið. Við göngum eins langt og við sjálfir höfum séð gengið í kvikmyndahúsum hér á landi, ekki lengra. Annað höfum við ekki við að miða. Við höfðum allavega engan áhuga á því að gera klámmynd. Hvað þá heldur eitthvað sem særði blygðunarkennd fólks eða yrði þess valdandi að við værum dregnir fyrir dómstóla. En ef við göngum fram af einhverjum þá hljótum við að spyrja: „Hvað var sá hinn sami að gera méð að horfa á þáttinn á ann- an borð. Það var búið að vara við honum.““ Ertu ekkert hræddur um vera að hluta til ábyrgur fyrir að lög um kynlíf ogklám verði hert? „Nei. Ég hef ekki trú á að lögin verði hert því þá erum við að tala um að allt sem kalla má nektarsýn- ingu í kynferðislegum tilgangi sé saknæmt. Það þýddi t.d. að saklaus- ar gamanmyndir á borð við „Amer- ican Pie“ yrði ólögleg hér á landi. Slík löggjöf yrði risastórt stökk aft- ur á bak hvað varðaði frelsi ein- staklingsins. Það hefur líka marg sýnt sig að slíkum lögum er ómögu- legt að framfylgja." A að halda áfram gerð djarfra gamanþátta? „Framhaldið ræðst af viðtökum. Ef vel gengur verður án efa áhugi á því að gera meira og þá er ég til í tuskið. Skemmtileg vinna og svei mér þá að hæfileikar mínir nýtist ekki bara býsna vel í þessa vinnu. Ef fyrirliggjandi framvarp til Al- þingis verður að lögum þá kem ég hins vegar ekki nálægt gerð slíkra þátta því þeir munu varða við lög og klám er hreinlega ekki nógu merki- legt til að fara í fangelsi fyrir það.“ HOTELS & RESORTS Radisson S£S Hótel Saga, sími 525 9900 MIMISBAR lifandi tónlist um helgina Opið Uistudags- og laugai'dnj’skviild Alceturqatitm í kvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms. ■ Borðapantanir í síma 587 6080. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.