Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 47 MINNINGAR + Leó Jósefsson fæddist á Fjalla- lækjarseli í Þistil- firði 17. júní 1913, en fiuttist með foreldr- um sínuin að Kúðá í sömu sveit á sínu fyrsta aldursári og dlst þar upp. Hann lést á Nausti, dvalar- heimili aldraðra á Þórshöfn, 7. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jósef Vigfússon, f. 5. aprfl 1891, d. 24. septem- ber 1966 og Halldóra Jóhannsdóttir, f. 28. janúar 1882, d. 21. aprfl 1940. Systkini hans eru Ingibjörg, f. 8. mars 1915; Vigfús, f. 24. júlí 1917; Benjamín, f. 11. ágúst 1925. Dóttir Halldóru fyrir giftingu var Lára Framars- dóttir, f. 12. janúar 1902, látin fyrir nokkrum árum. Árið 1939 kvæntist Leó Steinunni Stein- þórsdóttur, f. 29. mars 1921 og hófu þau sinn búskap að Ytra- Álandi. Þaðan lá leiðin að Kúðá, Elskulegur frændi okkar er látinn og okkur langar til að minnast hans í örfáum orðum. Leó eða Lelli eins og hann var nú oftast kallaður var hæg- látur maður sem flikaði ekki skoðun- um sínum, þótt hann hefði oft ákveðnar skoðanir á málunum. Lella var líka margt til lista lagt og mun- um við þá sérstaklega eftir vettling- unum og ullarsokkunum sem hann prjónaði á efri árum og sendi svo norður til bróður síns. Þó að sam- skiptin hafi minnkað seinustu árin munum við alltaf eftir því hve gaman var að heimsækja þau, hann og Steinunni, eftirlifandi konu hans. Okkur var tekið opnum örmum og boðið til veislu í hvert skipti sem við komum á heimili þeirra. Yngra fólk- inu fannst ekki leiðinlegt að hlusta á hann segja sögumar sínar og hann átti heldur ekki í vandræðum með að setja saman smá ljóðlínu eða heilu ljóðin ef því var að skipta. Kæri frændi, við kveðjum þig nú með þessu Ijóði Valdimars Briem og biðj- um góðan Guð að geyma þig. Kalliðerkomið, kominernú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna er sefur hér hinn síðasta blund. Margseraðminnast, margter héraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guði þerri tregatárin stríð. siðan að Hagalandi og svo að Svalbarðs- seli. Árið 1966 hættu þau búskap og byggðu Austurveg 12 á Þórshöfn þar sem þau bjuggu allt til ársins 1999. Síð- ustu árum ævi sinn- ar eyddi Leó á Nausti. Börn þeirra eru: Dóra, f. 12. des- ember 1938; Lína, f. 29. desember 1940; Jósep, f. 24. mars 1944; Friðbergur, f. 4. júlí 1946; Svandís, f. 12. mars 1948; Lára, f. 16. júní; Björg, f. 7. mars 1954; Hrönn, f. 16. nóvember 1955; Steinunn, f. 14. júlí 1958 og Fjóla, f. 1. desem- ber 1959, en alls eru afkomendur Leós og Steinunnar 70 talsins. Leó var mjög barngóður og veru- lega stoltur af sínum stóra barna- hóp. títför Leós fer fram frá Sval- barðskirkju í Þistilfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstþúmeð Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Elsku Steinunn og fjölskylda, Benjamín, Vigfús og Ingibjörg, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Ólöf, Thelma og íjölskyldur. Hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Nú hefur Leó vinur minn og vinnufélagi lokið sinni tilvist hér. Með honum er horfinn einhver sá skemmtilegasti og fjölfróðasti mað- ur sem ég hef þekkt auk þess að hafa allt sem góður vinur og traustur maður á. Það var ekki leiðinlegt að koma á Austurveginn til þeirra Leós og Steinunnar, þau voru alveg ein- stök; gestrisnin gamanmálin og allt sem þar bar á góma var hrein vítam- ínsprauta. Leó var mjög vel penna- fær hvort heldur um var að ræða bundið eða óbundið mál. Dýrmæt eru mér bréfin sem ég fékk frá hon- um eftir að ég flutti burt, og ef ég fer í fýlu eða finnst eitthvað leiðinlegt þá tek ég þau fram og les, þá léttist brúnin. Við áttum það til að skrifast á og alltaf hlakkaði ég til að fá bréfin frá Lella en það var hann kallaður af vinum og kunningjum. Hann gaf út tvö ljóðakver og auðvitað sendi hann mér þau. Það er gjöf sem mér þykir vænt um. Hann var mikil félagsvera og kunni að skemmta sér eins og á að skemmta sér og njóta þess sem í boði var og vera með. Hann var gæfu- maður, átti þann besta lífsförunaut sem ég held að nokkur maður geti eignast og stóran afkomendahóp. Steinunn mín, ég votta þér og fjöl- skyldu þinni mína samúð, Lelli minn hafðu þökk fyrir allt, blessuð sé minning þín. Festar hefur ferjan losað, farþegi er einn um borð. Una. Nú ertu farinn frá okkur, elsku afi minn, ég trúi því að þú sért á betri stað og að þér líði vel. Þegar svo elskuð persóna eins og þú fellur frá getur enginn komið í staðinn og fyllt það tómarúm sem myndaðist í til- veru okkar. Ég vona að það sé satt sem fólk segir að við hittumst öll aft- ur handan við móðuna miklu, það væri mér mikil huggun að vita af því. Ég náði ekki að kveðja þig, en ég vil nota tækifærið og kveðja nú ynd- islegan mann sem öllum þótti vænt um og var í miklu uppáhaldi hjá öll- um sínum afa- og langafabörnum, ekki síst hjá mér. Svo margar minningar sækja nú á hugann og allar eru þær góðar. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að fara norður á sumrin að heimsækja afa og ömmu. Og það var alltaf jafn gott að vera hjá ykkur. Ég man hvað það var notalegt að sitja hjá þér í stofunni og tala við þig um aÚt og ekkert. Það var alveg sama hvað ég tók mér fyrir hendur, þú sýndir því öllu jafn mikinn áhuga, sama hversu ómerkilegt það var. Ég á eftir að sakna sárt samveru- stunda okkar. Þó þær hafi ekki verið jafn margar og ég hefði viljað, þá voru þær mér allar jafn mikils virði. Ég vona að þú vitir, elsku afi minn, að minning þín mun lifa björt í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt Kg umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, éghittiekkiumhríð, Þá minning er ljós sem lifir Og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð blessi þig. Þín Oddný. Far þú 1 fnði, friður Guðs þig blessi, Gróðrarstöðin ^ mttm • Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. + Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, JÓNS GUÐMUNDSSONAR frá Túni. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands og heimahjúkrunar. Fyrir hönd aðstandenda, Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 Ruth Margrét Friðriksdóttir. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tældfæri Skólavörðustíg 12, á liorni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VILBORGAR VALGEIRSDÓTTUR, Hagatúni 5, Hornafirði. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför BJÖRNS SÆMUNDSSONAR bifreiðastjóra, Skáleyjum, Breiðafirði. Magdalena Brynjúlfsdóttir, Sæmundur Björnsson, Kristbjörg Björnsdóttir Podlech, Horst Podlech, Magdalena Berglind Björnsdóttir, Auðunn Steinn Sigurðsson, Sæmundur Björnsson, Hilde Marie Birkelid, Sigurgeir Jóhannes Björnsson, Stephanie, Katrin, Kristófer Skúli, Margret Rún, Brynjúlfur Sæmundsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ásta Ásdís Sæmundsdóttir, Magnús Björnsson og fjölskyldur. t. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR VILBORGAR GÍSLADÓTTUR, Þórunnarstræti 134, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á B-gangi dval- arheimilisins Hlíðar fyrir frábæra umönnun og til heimahjúkrunar á Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Jón Gísli Sigfússon, Helga Sigfúsdóttir, Rúnar H. Sigmundsson, Gunnar Örn Rúnarsson, Bryndís Valgarðsdóttir, Sigrún Rúnarsdóttir, Magnús Magnússon, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Elín Sveinsdóttir, Guðrún Rúnarsdóttir, Sigfús Arnar Karlsson og langömmubörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS INGÓLFSSONAR, Dverghamri 13, Vestmannaeyjum. Halldóra Hallbergsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Jóel Þór Andersen, Bergþóra Jónsdóttir, Óskar Óskarsson, Hallbjörg Jónsdóttir, Róbert Gíslason, Berglind Jónsdóttir, Steinar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Firði, Múlasveit, Hraunteigi 23, Reykjavík. Bergljót Aðalsteinsdóttir, Björgvin Kjartansson, Steinunn Aðalsteinsdóttir, Skúli Magnússon, Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Hulda Aðalsteinsdóttir, Ólafur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGA ÞÓRÐARSONAR, Safamýri 38, Reykjavík. » Kristín Óskarsdóttir, Sigrún Ósk Ingadóttir, Kristján Sigurðsson, Eva Aðalheiður Ingadóttir, Bjöm Sigtryggsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.