Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 59 Bein útsending frá úrslitaeinvígi Atskákmóts Islands í da g FRÉTTIR Sænsku hjónin Eva og Georg Klein í fyrirlestraferð Almennur fyrirlestur um krabbamein SKAK S k j á r e i n n ATSKÁKMÓT ÍSLANDS 10. - 18. mars 2000 STÓRMEISTARARNIR Helgi Ól- afsson og Jóhann Hjartarson munu tefla til úrslita um titilinn Atskák- meistari Islands í dag, laugardaginn 18. mars. Einvígið verður sýnt í beinni útsendingu á sjónvarpsstöð- inni Skjár einn. Útsendingar Skjás eins eru óruglaðar, þannig að allir skákáhugamenn ættu að geta fylgst með útsendingunni sem stendur frá klukkan 13-15:30. Helgi Ólafsson hefur tvisvar sinn- um orðið íslandsmeistari í atskák, árin 1996 og 1997. Þetta er hins veg- ar einn af fáum titlum sem Jóhann Hjartarson á enn eftir að bæta í safnið. Hann tefldi þó einnig úrslita- einvígið í fyrra, en varð þá að sjá af titlinum í hendur Helga Ass Grétars- sonar. Það er því ekki að efa, að ein- vígið verður spennandi. Jóhann hef- ur að sjálfsögðu fullan áhuga á að bæta titlinum í glæsilega afrekaskrá sína, en Helgi gæti hins vegar jafnað met Þrastar Þórhallssonar með því að sigra í einvíginu og verða þannig Islandsmeistari í atskák í þriðja sinn. Því miður er allt of lítið um skák í sjónvarpi og allir skákáhugamenn fagna því þessu framtaki Skjás eins. Það er hins vegar umhugsunarefni, að önnur sjónvarpsstöð vildi taka milljónir króna fyrir útsendinguna þegar leitað var til hennar. í ljósi þess flóðs af misgóðu íþróttaefni sem sjónvarpsstöðvarnar greiða offjár fyrir að sýna skýtur það skökku við að fjárfletta eigi Skáksambandið fyr- ir að sýna frá íþrótt sem við Islend- ingar höfum líklega náð bestum árangri í á alþjóðlegum vettvangi. Engin stórmeistara- jafntefli, takk! Þann 10. mars síðastliðinn lauk of- urmótinu í Linares með sigri þeirra Vladimir Kramniks og Garry Kasp- arov. Þeir hlutu hvor um sig 6 vinn- inga af 10 mögulegum, en aðrir keppendur voru jafnir í þriðja til sjötta og neðsta sæti með 4’/2 vinn- ing. Mótshaldaranum á Linares, Rent- ero að nafni, er ákaflega illa við að samin séu baráttulaus jafntefli eða að þau séu yfirleitt samin. Ef kepp- endur gera sig seka um að semja lit- laus jafntefli fá þeh' jafnan harðort ávítunarbréf í hendurnar og eru jafnvel sektaðir fyrir framferðið! Þrátt fyrir þetta aðhald var hlutfall jafntefla í ár hátt, eða í kringum 80 af hundraði. Langflest þeirra voru þó litbrigðarík sem hefur án efa róað hið heita skap mótshaldarans. Merkilegasta jafnteflisskákin var á milli sigurvegaranna tveggja í átt- undu umferð. Þriðji stigahæsti skák- maður heims pressaði þar þann stigahæsta sem þurfti á allri sinni út- sjónarsemi að halda. Hvítt: Vladimir Kramnik Svart: Gary Kasparov l.Rf3 Rf6 2.c4 c5 3.g3 d5 4.d4 dxc4 5.Da4+ Bd7!? Hér virðist 5...Rc6 nærtækara. Kasparov ku hafa notað mikinn tíma á fyrstu leikina sem ber merki um að hvítum hafi tekist að koma honum á óvart, en slíkt þekkist varla þegar hann á í hlut. 6.Dxc4 Bc6!? 7.dxc5 Bd5 8.Da4+ Bc6 9.Dc4 Bd5 10.Dc2 e6 ll.Bg2 Be4 12.Dc4 Bd5 13.Dh4! Hafnar þráleik enda hefur hvítur ögn þægilegri stöðu. 13...Bxc5 14.Rc3 Bc6 15.0-0 Be7? Ónauðsynlegt var að ákveða strax stöðu biskupsins. 15...Rbd7 hefði verið skynsamlegra og eftir til að mynda 16.Bg5 h6 17.Hadl Db6 18.Bxf6 Rxf6 19.Ra4 Db4 er staðan í jafnvægi. 16.Hdl Da5 17.Bd2 Rbd7 18.g4! Snjall leikm- sem hefur tvö megin- markmið. í fyrsta lagi að berjast af krafti fyrir miðborðinu með hótun- inni g4-g5 og að rýma góðan reit fyr- ir drottninguna á g3. 18.. .h6 19.Dg3 Da6 20.h4 Dc4 21.Bf4 Db4 22.a3 Dxb2 23.Rd4 g5! Ekki er mér ljóst hvers vegna svartur var að flana með drottning- una marga leiki og enda svo í stór- hættu á b2. Af þeim ástæðum varð hann að grípa til róttækra aðgerða til að verða sér úti um mótspil sem og textaleikurinn gerir. Eftir hið ein- falda 23...Bxg2 vinnur hvítur drottn- inguna með 24.Hdbl 24.Rxc6! Hvítur gat ekki þegið peðsfómina þar sem eftir 24.hxg5 hxg5 25.Bxg5 Bxg2 26.Hdbl Be4 stendur svartur með pálmann í höndunum. Með textaleiknum hefur hvítur afar hættuleg færi og í framhaldinu þarf svartur að tefla af mikilli hugvits- semi. 24.. ..gxf4 25.Dd3 bxc6 26.Bxc6 0-0 27.Bxa8 Re5 28.Dd4 Hxa8 29.Dxe5 Hc8 30.Hacl Frábær björgunarleikur. Svarta drottningin nær í framhaldinu að valda það miklum usla í nágrenni hvíta kóngsins að jafntefli verður óumflýjanleg. 31.Rxd5 Dxe5 32.Rxe7+ Kg7 33.Hxc8 Dxe2 34.Hg8+ Kf6 35.Hd7 Del+ 36.Kg2 De4+ 37.Kh2 Dc2! 38.Kg2 De4+ 39.Kh2 Dc2 40.g5+ hxg5 41.Hxg5 Dxf2+ og jafntefli var samið, enda sleppur hvítur ekki úr þráskákinni. Amber skákmótið hafið Níunda Amber-skákmótið í Móna- kó fer fram 16.-28. mars. Eins og venjulega eru tefldar atskákir og blindskákir. Þátttakendur eru: Jer- oen Piket, Ljubomir Ljubojevic, Predrag Nikolic, Joel Lautier, Viswanathan Anand, Anatoly Karp- ov, Vassily Ivanchuk, Loek Van Wely, Veselin Topalov, Vladimir Kramnik, Boris Gelfand og Alexei Shirov. Einni umferð er lokið á mót- inu og er Kramnik efstur með 2 vinn- Enski boltinn á Netinu ^mbl.is ALLTAf= e/TTH\SA£> NÝTl og nýju líffræðina inga, en hann sigraði Piket í báðum skákunum. Björn Jónsson sigrar hjá TG Marsmánaðarmót Taflfélags Garðabæjai’ var haldið á mánudag- inn. Björn Jónsson sigraði á mótinu, Jóhann H. Ragnarsson varð annar, Leifur I. Vilmundarson þriðji og Kjartan Thor Wikfeldt lenti í fjórða sæti. Hraðskákmót Hellis 2000 Hraðskákmót Hellis verður haldið mánudaginn 20. mars og hefst kl. 20. Teflt er í Hellisheimilinu Þöngla- bakka 1. Tefldar verða 7 umferðir tvöföld umferð eftir Monrad-kerfi. Heildarverðlaun eru kr. 10.000 sem skiptast þannig að sigurvega- rinn fær 5.000 kr. Ónnur verðlaun ei-u kr. 3.000 og þriðju verðlaun eru kr. 2.000. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn, en kr. 500 fyrir aðra. Unglingar greiða kr. 200 og kr. 300 séu þeir ekki félagsmenn. Mótið er öllum opið. Da_ði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson KRABBAMEIN og nýja líffræðin nefnist almennur fyrirlestur sem Georg Klein flytur í Odda, stofu 101, kl. 14, á morgun, sunnudag, í boði rektors Háskóla Islands. Sænsku hjónin Eva og Georg Klein dvelja á Islandi næstu daga í boði ýmissa að- ila og halda nokkra fyrirlestra. Að loknum fyrirlestrinum á sunnudag verða umræður um líf- fræði og líftækni og taka þátt í þeim auk fyrirlesarans þau Þorsteinn Vil- hjálmsson, Vilhjálmur Árnason, Guðmundur Pétursson, Guðmundur Eggertsson, Guðrún Agnarsdóttir og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir. Mánudaginn 20. mars heimsækja Klein-hjónin rannsóknastofur Há- skóla Islands og Krabbameinsfé- lagsins og kl. 16 flytur Georg Klein fyrirlestur í sal Ki’abbameinsfélags- ins í Skógarhlíð um þróun krabba- mejns. Á miðvikudag verður farið í heim- sókn til íslenskrar erfðagreiningar og kl. 14 þann dag flytur Eva Klein fyrirlestur í húsi Krabbameinsfé- lagsins. Fimmtudaginn 23. mars heim- sækja þau Tilraunastöð Háskóla ís- lands að Keldum og þar flytur Georg Klein fyrirlestur kl. 12.30 og heim- sókninni lýkur á föstudag hjá Urði, Verðandi, Skuld og með fyrirlestri í stofu 101 í Odda kl. 16 á föstudag. Þar fer fram samræða Georgs Klein og Þorsteins Gylfasonar um vísindi, skáldskap og siðferði og er hún opin almenningi. Eva og Georg Klein hafa bæði ver- ið prófessorar í krabbameinsfræðum við Karólínsku stofnunina í Stokk- hólmi, hann frá 1957 til 1993 og hún frá 1979 til 1993. Eftir að þau létu af embættum sínum fyrir aldurs sakir hafa þau haldið áfram rannsókna- störfum á stofnuninni. Hann hefur birt meira en 1000 greinar um fræði sín, og hún um 450. Nefna má að samtals hafa fjórir íslenzkir vísinda- menn lokið doktorsprófi undir hand- leiðslu þeirra hjóna. * L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.