Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Dánarvottorð á fram- kvæmdir ekki gefíð ut Morgunblaðið/Halldór Valgerður Sverrisdóttir í ræðustól. Þorvaldur Jóhannsson, Smári Geirsson og Halldór Ásgrímsson hlýða á. Fjölmenni var á opnum kynningarfundi um nýja stöðu í orku- og stór- iðjumálum á Austur- landi sem fram fór á Eg- ilsstöðum á sunnudags- kvöld. Björn Ingi Hrafnsson fylgdist með líflegum umræðum, þar sem því var m.a. velt upp hvort gefa ætti út dánarvottorð á fram- kvæmdir af þessu tagi í fjórðungnum. NÁLEGA þrjú hundruð manns sóttu fundinn í íþróttahúsinu á Egilsstöð- um, en til hans boðaði iðn- aðarráðuneytið í félagi við Samtök sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Fundarefnið var vitaskuld hin breytta staða sem komin er upp í virkjunar- og stóriðjumálum á Aust- urlandi eftir að fjárfestar lýstu eftir könnun á hagkvæmni þess að reisa 240 þúsund tonna álver á Reyðarfirði strax í fyrsta áfanga í stað 120 þúsund tonna álvers, eins og hingað til hefur verið miðað við, og fyrirhuguð Fljóts- dalsvirkjun átti að sjá fyrir raforku. Dugir vart yfírlýsingin ein Smári Geirsson úr Neskaupstað, forseti bæjarstjómar Fjarðabyggðar, setti fundinn og skýrði tilefni hans. Sagði hann að ný afstaða fjárfestanna sem mynda Reyðarál ylli breytingu í fjölmörgum þáttum sem snertu Aust- urland, Austfirðinga og landsmenn alla. Vísaði hann til þess að yrði af hugmyndum um stærra álver þyrfti líkast til að virkja við Kárahnúka og slíkt þýddi um leið frestun fram- kvæmda í tvö ár hið minnsta. Það væri Austfirðingum mikið áhyggju- efni, enda væri umræðan um stóriðju á Austurlandi ekki ný af nálinni, held- ur hefði hún skotið upp kollinum með reglulegum hætti síðan 1980 og upp- skeran hingað til hefði verið von- brigðin ein. Lagði Smári því áherslu á að Aust- firðingum væri algjör nauðsyn nú að fá á hreint hvort alvara væri að baki hinum nýju hugmyndum fjárfest- anna. Sagði hann að þar dygði vart yf- irlýsingin ein; ný framkvæmdaáætl- un þyrfti að vera mun meira afgerandi en Hallormsstaðaryfirlýs- ingunni frá í júm' í fyrra - henni yrði að vera unnt að treysta. Ennfremur lagði forseti bæjar- stjómar í Fjarðabyggð áherslu á að aðilar málsins sýndu viljann í verki með því að halda fast við fyrri áform um ýmiskonar uppbyggingu í tengsl- um við stóriðju og orkuver. Nefndi hann sem dæmi uppbyggingu í vega- málum, jarðgangagerð og hafnar- framkvæmdir í tengslum við álver á Reyðarfirði. Kom fram í máli hans að nýjar hug- myndir lýstu uppbyggingu álvers sem kosta myndi um 50 milljarða króna og orkuvers á um 90 milljarða. Áður hefði verið gert ráð fyrir 250 starfsmönnum við álver og öðru eins í afleiddum störfum. Nýjar hugmyndir fælu í sér þörf á meiri mannafla; lík- lega 400 manna starfsliði við álver og annað eins í tengdum störfum. Hér væru því gríðarleg tækifæri fyrir Austfirðinga. „Það er því Ijóst að verði af fram- kvæmdum við svo stóra virkjun og svo stórt álver verða sveitarfélögin á Austurlandi að taka öll sín skipulags- mál og áætlanir til gagngen-ar endur- skoðunar,“ sagði Smári Geirsson. Treyst á gott veganesti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagðist í sinni ræðu gera sér grein fyrir því að nýleg tíðindi væru ekki öllum að skapi. Hins vegar æli hún sér þá von í brjósti að á fundinum gætu menn farið kalt og yfirvegað yf- ir þá stöðu sem við blasti og þannig gæti fundurinn orðið liður í því að leggja grunn að farsælli niðurstöðu í þessu mikilvæga máli fyrir Austur- land. „Það liggur fyrir að taka stefnu- mai-kandi ákvarðanir í þessum efnum á næstu vikum og ég treysti á að fá gott veganesti á þessum fundi til þeirrar ferðar sem framundan er áð- ur en komið er að næstu vegamót- um,“ sagði Valgerður. Valgerður sagði að hugmyndir fjárfestanna hefðu verið til skoðunar hjá sér og ríkisstjóminni undanfama daga og hefði hún fallist á að þær verði útfærðar nánar á næstu vikum. Sagði hún að í byijun næsta mánaðar ætti að verða unnt að meta gildi þeirra. „Ef þessi kostur verður talinn betri og hagkvæmari en fyrri áætlan- ir, verður gerð ný yfirlýsing byggð á Hallormsstaðaryfirlýsingunni og þar verður meðal annars lýst viðskipta- hugmyndinni, skuldbindingum hlut- aðeigandi aðila og helstu dagsetning- um. Endumýjuð yfirlýsing fæli í sér vinnuferli, þróunarvinnu og útfærslu á umræddum hugmyndum sem hefði það að markmiði að lokaákvörðun um að ráðast í framkvæmdir yrði tekin fyrri hluta árs 2002, ef raunhæfar for: sendur reynast fyrir álverinu. í kjölfarið hæfust virkjunarfram- kvæmdir og áætlað er að raforku- framleiðsla gæti hafist á árinu 2007, hugsanlega 2006,“ sagði hún. Enn ein frestunin sem ekki leiðir til neins? Valgerður viðurkenndi að nú kynni einhver að spyrja í ljósi reynslunnar, hvort þetta væri ekld aðeins enn ein frestunin sem ekki leiddi til neins. Slík spuming væri eðlileg, en hins vegar væri ekki við henni einhlítt svar á þessari stundu. Enginn væri í þeirri stöðu að geta gefið loforð um að þessi áform gengju upp. Hins vegar væri ljóst að mikill áhugi væri á verkefn- inu, sem lýsti sér m.a. í því að aðilar máls væm reiðubúnir að taka á sig verulegar siðferðilegar og fjárhags- legar skuldbindingar til að Ijúka þeirri þróunarvinnu sem nauðsynlegt væri að lægi til grundvallar endan- legri ákvörðun um að ráðast í fram- kvæmdir. Það lýsti mikilli trú á að umrætt álver og virkjanir gæti orðið arðsöm og skynsamleg fjárfesting. Undir lok ræðu sinnar upplýsti iðn- aðarráðherra að stjómvöld mundu fylgjast vel með framvindu áliðnaðar í heiminum og hugsanlegum áhuga slíkra fyrirtækja á fjárfestingu hér á landi. Nauðsynlegt væri að hafa góða yfirsýn yfir það sem er að gerast í greininni á hveijum tíma til að tryggja að Islendingar missi ekki af áhugaverðum tækifærum. Við bætt- ist að ef áhugi þeirra fjárfesta í álveri sem nú ættu í samningum við rílrið dvínaði, væri nauðsynlegt að hafa aðra möguleika. Eftir að þróunar- vinnu væri lokið ætti að vera til reiðu mjög áhugaverðan kost fyrir álfyrir- tæki í heiminum. „Sumir hafa haft á orði að 240 þús- und tonna álversáfangi með 120 þús- und tonna viðbót síðar væri alltof stór biti fyrir samfélagið á Austurlandi, það réði ekkert við svona fyrirtæki. Þessu sjónarmiði er ég algerlega ósammála og lýsi reyndar furðu minni á þeirri vantrú á Austfirðinga sem það felur í sér. Þetta er fyrirtæki með 500-600 starfsmenn og að halda því fram að svona samfélag geti ekki tekið vel á móti slíku fyrirtæki á nokkrum árum er að mínu viti frá- leitt. Aðrir halda því fram að þjóðar- búið ráði ekki við svona stóra fram- kvæmd. Það er einnig rangt að mínu viti og nægir í því sambandi að benda á að þessar framkvæmdir eru ekki umfangsmeiri að tiltölu við þjóðarbú- skapinn en framkvæmdimar við Búr- fellsvirkjun og ísal á sínum tíma,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. Fimm sumur til gerðar Kárahnúkastíflu Helgi Bjamason, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, fór í erindi sínu yfir útfærslu virkjunar við Kára- hnúka. Benti hann á að þegar hefðu talsverðar rannsóknir átt sér stað á þessu svæði, fyrir um tvö hundrað milljónir króna, en jafnframt væri Ijóst að ítarlegra rannsókna væri þörf á næstunni í ljósi nýjustu atburða. Ráðast þyrfti strax í ýmiskonar vinnu tengda rannsóknum og áætl- anagerð, enda væri um mikið og flók- ið verkefni að ræða. Til að mynda yrði Kárahnúkastífla ein sú hæsta sinnar tegundar í Evrópu og upplýsti hann að hugmyndir væru uppi um að nýta efni innan lónssvæðisins til gerðar hennar. Brýnt væri að hefjast handa sem fyrst, því Landsvirkjun gerði ráð fyrir að vinna þyrfti að gerð stíflunn- ar í fimm sumur. Langan tíma myndi einnig taka að safna vatni í miðlunar- lónið sjálft. Vinnu við mat á umhverf- isáhrifum virkjunarinnar þyrfti að hefja nú þegar, miðað við þann tíma- ramma sem rætt hefði verið um. Helgi rakti á fundinum helstu um- hverfisþætti Kárahnúkavirkjunar, sem þegar væra ljósir; áhrif á gróður- far og dýralíf, setmyndun í lóni, eínis- námur fyrir stíflur, útgröft efnis úr göngum, breytingu á rennsli, graggi og vatnshæð Lagarfljóts, áhrif á hita- stig fljótsins og á strandlengju Hér- aðsflóa, breytingu á rennsli Jökulsár á Brú auk áhrifa á ferðamennsku á svæðinu. Laxveiði í Jöklu? í máli hans kom m.a. fram að Nátt- úrafræðistofnun mundi á þriðjudag, í dag, kynna skýrslu um gróðurfar og dýralíf á svæðinu, en rannsóknir á því hefðu staðið yfir um skeið. Rannsókn- ir stofnunarinnar á svæðinu væra ný aðferð í náttúrufarsgreiningu, s.k. búsvæðagreining og hefði verið unnið að verki þessu fyrir rammaáætlun um virkjanir á hálendinu og um leið vegna undirbúnings fyrir mat á um- hverfisáhrifum. Nefndi Helgi sem dæmi að fylgst hefði verið með hreindýram sem halda til á heiðinni, m.a. hefðu þau verið talin með reglubundnum hætti í nokkur ár. Til stæði að kanna ferðir þeirra enn frekar með því að koma fyrir GPS-staðsetningartækjum á nokkram þeirra. Nefndi Helgi að líkur væra á að graggupplausn, þ.e. fíngert set, myndi allt að þrefaldast í Lagarfljóti, yrði virkjað til fulls við Kárahnúka. Um vandamál tengd mikilli setmynd- un í Hálslóni við stífluna sagði hann hins vegar að rannsóknir sýndu að fjögur hundrað ár tæki fyrir setið að verða til vandræða. Slíkt væri því ekki veralegt áhyggjuefni nú um stundir. Ljóst er að breyting á rennsli Jök- ulsár á Dal, sem stundum er kölluð Jökla, gæti orðið athyglisverð. Benti Helgi á að með aðgerðum mætti skapa tært rennsli í Jöklu og þar með myndu skapast kjöraðstæður fyrir laxfiska; 70 km löng fosslaus á í tign- arlegu landslagi ætti að geta orðið gjöful laxveiðiá, slíkt hefði þegar sýnt sig í tilfelli Blöndu á Norðurlandi. 3.100 ársstörf við Kárahnúkavirkjun Helgi sagði Ijóst að miðað við hefð- bundna afgreiðslu mála vegna um- hverfismats, mætti gera ráð fyrir að mál yrðu ákvörðunarhæf á útmánuð- um 2002, þ.e. þá ættu að liggja fyrir nauðsynleg umhverfismöt og tilhlýði- legar rannsóknir. Hugsanlegt væri þó að þeirri vinnu gæti lokið fyrr. Raun- hæft væri í framhaldi af því að gera ráð fyrir að virkjunin sjálf, verði ráð- ist í gerð hennar, yrði tilbúin árið 2007, kannski ári fyrr miðað við bjartsýnustu spár, en jafnframt gæti það orðið ári síðar, eða 2008. Miðað er við, að sögn Helga, að virkjun Kárahnúka skapi um 3.100 ársstörf og álagstoppar verði jafnari en hingað til hefði sést í framkvæmd- um sem þessum, eða 6-700 manns þegar mest verður. Sagði hann að slíkt ætti tvímælalaust að verða til bóta fyrir byggðarlagið. Helgi sagði að talan 90 milljarðar væri ekki fjaiTÍ lagi, þegar rætt væri um heildarkostnað við virkjun Kára- hnúka. Þeirri tölu mætti hins vegar skipta í tvennt, 4-6 milljarðar færu í lagningu háspennulínu til Reyðai’- fjarðar og um 84 milljarðar færa í að reisa virkjunina sjálfa og öll mann- virki henni tengd. Arðsemi eykst með aukinni stærð Geir A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Hæfis og stjómai'for- maður Reyðaráls, kom fram fyrir hönd fjárfesta á fundinum og kom skýrt fram í máli hans að tveir þættir hefðu einkum orðið þess valdandi að fjárfestar líta nú hýra auga til stærra álvers strax í upphafi en hingað til. Annai-s vegar nefndi Geir kröfur um arðsemi, en fjárfestar hefðu horft til þess að 120 þúsund tonna álver væri tiltölulega lítið á heimsmæli- kvai-ða, eins og hann orðaði það. Upp að vissu marki væri arðsemin talin aukast með aukinni stærð slíks álvers og það hefði brannið mjög á fjárfest- unum. Lykilatriði væri að álverið yrði nógu hagkvæmt til að bera sig, jafn- vel þegar skilyrði væra á ákveðnu tímabili ekki sérlega hagstæð. í annan stað var á Geir að skilja að miklu hefði skipt fyrir fjárfestana, hversu litlar tryggingai' þeir höfðu fyrir stækkun álvers í framtíðinni. Mikilvægt væri að geta stækkað álver til að það væri samkeppnisfært. 240 þúsund tonn álver, strax í fyrstu atrennu væri því mun áhugaverðari kostur og ekki síst yrði að líkindum auðveldara að fá nýja fjái'festa inn í verkefnið á seinni stigum, yrði fyrsti áfanginn svo stór og um leið gert ráð fyrir stækkun innan tíðar um 120 þús- und tonn. Benti Geir á að jafnframt væri enn í myndinni að endanleg stærð álvers yrði 480 þúsund tonn, þótt ekki væri nánar kveðið á um það í nýjustu áætlunum fjárfestanna. Geir lagði mikla áherslu á að næstu fimm vikur yrðu nýttar vel til að kanna hagvæmni þessara hugmynda og jafnframt skipti miklu að stytta framkvæmdatímann. I því sambandi benti hann á að þetta ár myndi fara í samninga milli Hæfis og Norsk Hydro um fyrirkomulag Reyðaráls, auk vinnu við umhverfismöt tengdum framkvæmdunum. Minntist hann m.a. á sjálfstæða rannsókn Norsk Hydro á umhverfisáhrifum, en nið- urstaða hennar væri að vænta innan skamms. Hlutafé Reyðaráls um 10 milljarðar Á næsta ári yrði svo væntanlega unnt að ljúka við umhverfismat vegna verksmiðjunnar, áfram yrði unnið að mati vegna virkjunarinnar og samn- ingum milli ríkis, Landsvirkjunar og Reyðaráls. Ekki væri heldur lítið mál að útvega nægilegt fjármagn til fram- kvæmdanna, en slíkt yrði gert þegar fyrir lægi endanlegt arðsemismat. Nefndi Geir að miðað við áætlaðan kostnað við álver á Reyðarfirði, væri ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að hlutafé Reyðaráls yrði um 10 millj- arðar. Ljóst væri að íslenskt fjár- magn yrði þar að meirihluta, líklega um sex milljarðar króna. Það fjár- magn sem eftir væri, um 40 milljarðar kr„ þyrfti að fá að láni. Geir minnti á að fjárfestamir tækju þátt í þessu verkefni af fullri al- vöra, en sinntu því ekki af hálfum huga. Ljóst væri að hundraðum millj- óna króna yrði að verja í undirbún- ings málsins áður en það yrði ákvörð- unarhæft. Það myndi hins vegar að öllum líkindum skila sér í betra verk- efni sem áhugaverðara yrði fyrir aðra fjárfesta. Skapa traust milli fjárfesta og sljómvalda Fyrsti þingmaður Austurlands, Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkis- ráðherra, var síðastur frummælenda og hann viðurkenndi í upphafi að mik- il vonbrigði væra hvemig mál hefðu nú þróast. „Fjárfestar hafa nú breytt af leið og við því er lítið að gera. Næstu vik- ur fara í að ræða málið og skoða þá möguleika sem í boði era. Mikilsvert er að unnt verði að skapa traust milli stjómvalda og fjárfestanna og ekki síður fólksins hér í þessum lands- hluta,“ sagði Halldór og bætti því við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.