Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 MGRGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjávarútvegsráðherra Færeyja, Jörgen Niclasen, segir ára vel í færeyskum sjávarútvegi Fiskverð hátt og afkoma sjómanna góð SJÁVARÚTVEGUR í Færeyjum Morgunblaðið/Þorkell Jörgen Niclasen, sjávarútvegsráðherra Færeyja. hefur verið í mikilli uppsveiflu á und- anfomum árum og segir Jörgen Niclasen, sjávarútvegsráðherra Færeyja, sjávarútvegsfyrirtæki vera farin að skila hagnaði eftir erflðleika í upphafi 10. áratugarins. Hann á samt von á niðurskurði sóknardaga á næsta fiskveiðiári í kjölfar aflasam- dráttar á fyrstu mánuðum þessa árs. Hann telur að íslendingar og Færey- ingar ættu að hefja hvalveiðar sem fyrst og láta ekki undan áróðri um- hverfisverndarsamtaka. Niclasen er heiðursgestur Hátíðar hafsins, sem haldin er í tengslum við sjómanna- daginn í Reykjavík og hefst í dag. Sóknardagakerfi reynist vel Færeyingar stjóma fiskveiðum sínum með sóknardagakerfi og segir Niclasen kerfið hafa reynst mjög vel en útlit sé þó fyrir einhvem niður- skurð sóknardaga á næsta fiskveiði- ári. „Veiðar hafa gengið mjög vel við Færeyjar síðustu tvö árin, auk þess sem fiskverð hefur verið mjög hátt. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur aflinn hinsvegar dregist saman um 13-15%. Verðið hefur hinsvegar verið hátt og afkoma sjómanna er því jafn góð og á sama tíma á síðasta ári. Það veit hinsvegar aldrei á gott þegar afli dregst saman og ég geri ráð fyrir að sóknardögum verði fækkað á næsta fiskveiðiári.“ Útflutningsverðmæti sjávarafurða Færeyinga á síðasta ári var um 30,4 milljarðar íslenskra króna, að út- flutningi fiskeldisafurða meðtöldum. Niclasen bendir á að verðmæti ferskfiskafla Færeyinga hafi árið 1993 verið um 3,3 milljarðar króna en tæpir 10 milljarðar á síðasta ári, svo mikill vöxtur sé í greininni. „Reyndar urðu flest fiskvinnslufyrirtæki gjald- þrota árið 1993 og þá voru töluverðir rikisstyrkir í sjávarútvegi en svo er ekki lengur. Við höfum reynt að skapa samkeppnisumhverfi í sjávar- útveginum í Færeyjum. Við reynum að halda fiskvinnslu og útgerð aðskildum og fiskvinnslufyrir- tækjum er til dæmis óheimilt að eiga sóknardaga eða kvóta. Eins er öllum skipum skylt að landa 30% aflans á fjögurra mánaða tímabili á markað. Þetta hefur mælst vel fyrir og sjávar- útvegsfyrirtækin hafa skilað hagnaði á undanfomum árum. Þetta hefur einnig skilað sjómönnum hærra fisk- verði; launakerfi færeyskra sjó- manna er byggt á hlutaskiptum líkt og á íslandi og þeir hafa notið góðs af þessu fyrirkomulagi. Fyrir tveimur árum var skattalögum breytt þannig að sjómenn fá nú 15% skattaafslátt af launum sínum.“ Niclasen segir ungt fólk í Færeyj- um hafa sótt í sjávarútveg til þessa en sér teikn á lofti um að aðrar starfs- greinar heilli nú meira. „Sjávarút- vegstengt nám hefur fram til þessa verið vel sótt. Eins hefur verið vanda- laust að manna skip og fiskvinnslu, þrátt fyrir að við höfiim fram til þessa ekki flutt inn neitt erlent verkafólk. En ég tel að ef olía finnst innan fær- eysku efnahagslögsögunnar og við byggjum upp olíuiðnað muni unga fólkið síður sækja í störf tengd sjáv- arútvegi.“ Fiskveiðilögsögur verði afmáðar Niclasen segir samstarf Færey- inga og íslendinga á sjávarútvegs- sviðinu hafa verið mjög gott á undan- fömum árum og vonast til að þjóðimar vinni enn nánar saman í framtfðinni. „Við höfum til dæmis fengið úthlutað þorskkvóta við Island og þó að magnið sé ekki mikið og skipti íslendinga ekki miklu hefur það haft mikið að segja fyrir okkur, sérstaklega þegar efnahagsástandið vai- sem verst í Færeyjum og fyrir það emm við þakklátir íslendingum. Ég sé hinsvegar fyrir mér að í framtíðinni verði fiskveiðilögsögur ríkja við Norðvestur-Atlantshaf af- máðar, að minnsta kosti þeirra ríkja sem byggja afkomu sína að lang- mestu leyti á fiskveiðum. Þar með munu þjóðimar geta leitað á önnur hafsvæði þegar fiskistofnar þeirra era í niðursveiflu." íslendingar og Færeyingar ættu að heija hvalveiðar Á fundi sjávarútvegsráðherra ríkja við Norður-Atlantshaf sem haldinn var á Grænlandi ræddu ráðherrarnir m.a. hvalveiðimál. í viðræðunum var lögð áhersla á nauðsyn þess að halda áíram rannsóknum á þessu sviði í því skyni að auka skilning á vistfræðilegu samhengi sjavarspendýra og annarra sjávarlífvera, einkum hvað varðar af- rán sjávai'spendýra á nytjastofnum sjávar. Færeyingar veiða 500 til 1.000 grindhvali árlega en Nielasen segir Færeyinga hafa fullan hug á að hefja veiðar á öðram hvalategundum. ,Ákvörðun þess efnis hefur þó ekki verið tekin. íslendingar stefna á að hefja veiðar á næsta ári og ég tel að það væri æskilegt og myndi styrkja málstað bæði okkar og Islendinga ef þjóðirnar hæfu veiðamar á sama tíma. Það er einnig mikilvægt að fá stuðning bæði Rússa og Kanada- manna en í báðum þessum löndum er afrán sela og hvala á fiskistofnum mikið vandamál.“ Hótanir hafa ekki haft skaðleg áhrif Niclasen segir að í sínum huga leiki enginn vafi á því að nýta eigi hvala- stofna í Norður-Atlantshafi. Hann leggur hinsvegar áherslu á að fara verði varlega í þessum efnum. „Umhverfisverndarsinnar hafa hótað okkur aðgerðum vegna grind- hvalaveiðanna, enda era þær nokkuð blóðugar og því kjörið skotmark fyrir unhverfisöfgamenn. Þannig hefur Paul Watson nýverið boðað komu sína til eyjanna og hótað öllu illu. Reynslan sýnir hinsvegar að hótanii- þeirra undanfarin 15 ár hafa ekki haft nein áhiif. Ferðamannastraumur til Færeyja hefur t.d. aukist jafnt og þétt undanfarinn áratug, aldrei hefur verið eins auðvelt að selja fiskafurðir okkar og verðið aldrei verið jafn hátt. Við munum því ekki láta umhverf- issinna hafa áhrif á ákvarðanir okkar, allra síst glæpamenn á borð við Paul Watson, heldur halda áfram að berj- ast fyrir okkar málstað. Ef við gefum eftir í þessum efnum munu þeir ráð- ast á aðrar veiðar og þá er spumingin aðeins sú hvenær við slökkvum Ijósin og föram,“ segir Jörgen Niclasen. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins 189 stúdentar útskrifuðust frá MR við hátíðlega athöfn í Háskolabíúi á fímmtudag. 189 stúdentar frá MR MENNTASKÓLANUM í Reykjavík var slitið 154. sinni á fímmtudag. Brautskráðir voru 189 stúdentar. Hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Stefán Ingi Valdimarsson, sem var í eðlisfræðideild, 9,60. Tvo auka- stafi þurfti til að skera úr á milli hans og Katrínar Þórarinsdóttur, sem var næsthæst á stúdentsprófi með 9,59 í einkunn. Alls fengu tíu nemendur níu í einkunn eða hærra á stúdentsprófi. Skipting stúdenta var þannig að sjö brautskráðust úr fommáladeild, 41 úr nýmáladeild, 44 úr eðlis- fræðideild og 97 úr náttúrufræði- deild. Hæstu einkunn remanenta hlaut Björg Sigríður Hermannsdóttir, 9,75, og var hún dux scholae, en alls voru 19 remanentar með m'u í ein- kunn eða hærra. 830 nemendur voru innritaðir í MR í vetur í 37 bekkjardeildir og kom fram í máli Ragnheiðar Torfa- dóttur rektors að hann hefði verið einsetinn því að bæst hefðu við 11 kennslustofúr íÞingholtsstræti 18 og nýbyggðu húsi milli þess og Casa nova. Ragnheiður sagði að nemendur í félagsfræði í 6. bekk hefðu í vetur fengið það verkefni að gera félags- fræðikönnun meðal stúdenta sem hefðu útskrifast árin 1989 til 1998. Þau hefðu sett fram vinnutilgátuna „nám til stúdentsprófs frá MR er góður grunnur tií frekara náms“. í könnuninni kom fram að 95% að- spurðra töldu svo vera og 84% mæltu með skólanum við aðra. Rektor sagði að lið MR hefði unn- ið sigur í spumingakeppninni „Gettu betur!“ sjöunda árið í röð. Skáksveit skólans varð íslan- dsmeistari í keppni framhaldsskóla- sveita í skák og vann rétt til að keppa á Norðurlandamóti í Dan- mörku í vetur. í eðlisfræðikeppninni vora nemendur skólans í fimm efstu sætunum, allir úr 6.X. í stærðfræð- ikeppni framhaldsskólanema voru nemendur skólans í sjö efstu sætum f úrslitakeppninni og átta nemendur í tíu efstu sætunum. Stefán Ingi Valdimarsson var í báðum liðum. Afmælisstúdentar settu sinn svip á brautskráninguna. Þorsteinn Jó- hannesson, sem nú á 80 ára stúdentsafmæli, var viðstaddur at- höfnina. Sagði Ragnheiður Torfadóttir í ræðu sinni við útskriftina að hann væri langelsti afmælisstúdent og elsti stúdent sem sér væri kunnugt um. Svo skemmtilega vildi til að baraabara hans, Stefán Guðjónsson, útskrifaðist á miðvikudag. Fram kom að tíu 70 ára stúdentar eru á lífi, þar af sex konur, og talaði Einar B. Pálsson prófessor fyrir þeirra hönd. Súr G-mjúlk kölluð inn M J ÓLKURSAMSAL AN inn- kallaði á fimmtudag um 25 þús- und fernur af G-mjólk með síð- asta söludag 15. september. Loft komst í umbúðimar, sem gerir að verkum að mjólkin verður súr. Einhver hluti mjólkurinnar hafði verið seldur til neytenda. Að sögn Einars Matthíasson- ar, markaðs- og þróunarstjóra hjá Mjólkursamsölunni, uppgötv- aðist að umbúðir voru ekki nógu þéttar. „Þá kemst loft að inni- haldinu og mengar það. Þar sem um G-vöru er að ræða, sem hef- ur langan líftíma, má slíkt ekki gerast," segir hann. Hann tekur þó fram að neytendum stafi eng- in hætta af neyslu mjólkurinnar; hún sé aðeins súr á bragðið. Að sögn Einars var aðeins hluti umbúðanna þessu marki brenndur, en vissara þótti að innkalla alla framleiðsluna. „Við eram ánægð með að gæðakerfi fyrirtækisins virkar," segir hann. Einar segist ekki vera með á takteinum hvert fjárhagslegt tjón Mjólkursamsölunnar verði vegna þessa máls, en vinna og hráefni fari til spillis. Morgunblaðið/Porkell Bjart yfir fasteignasölum FASTEIGNASOLUM er ýmislegt til lista lagt. I þeirra hópi era til dæmis ágætir kylfingar og kepptu þeir um Morgunblaðsbikarinn á golfmóti á Setbergsvelli í Hafnar- firði í bjartviðrinu í gær. í hópnum sem hér er á ferð eru tveir þekktir íþróttamenn úr öðr- um greinum ásamt formanni Fé- lags fasteignasala, f.v. Ivar Ás- grímsson. Guðjón Árnason og Guðrún Árnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.