Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Hin rétta
kenning
„Engin rök mega afvegaleiða ykkur.
Hlustið aldrei á þegarykkur ersagt að
mennirnir og dýrin eigi sameiginlegra
hagsmuna aðgæta ogað velgengni ann-
ars sé velgengni kins. Allt erþetta lygi. “
Getur maður einfald-
lega hafb rétt fyrir
sér þegar maður
dengir fram fullyrð-
ingu, til dæmis um að
orð einhvers preláta séu klisja?
Það er að segja, getur það verið
„staðreynd" að orð umrædds
manns séu klisja, svona eins og
það er „staðreynd" að tveir plús
tveir eru fjórir?
Varla. Flestar fuliyrðingar sem
íljóta af munni stjómmálamanna
eiga sér alveg jafnt rætur í gildis-
mati þeirra eins og í einhverjum
hlutbundnum raunveruleika. Gott
ef þær eru ekki oftast alveg lausar
við tengsl við raunveruleikann, þar
sem staðrejmdir ríkja líkt og í efn-
isheiminum, og skyldari fullyrð-
ingum mark-
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
aðsfulltrúanna
sem virðast
trúa því að
mestu skipti
að segja að eitthvað sé, burtséð frá
því hvort það í rauninni er.
Þess vegna eru deilur um það
hvort Davíð Oddsson hafi haft
„rétt fyrir sér“, eins og fullyrt er á
vefsíðunni frelsi.is, þegar hann
sagði að biskup Islands hefði farið
með klisjur, í raun og veru út í
hött. Ef eitthvað er, þá virðist
manni fremur sem það sé of al-
gengt í stjómmálaumræðu að
menn séu að rembast við að full-
yrða og sýna fram á að þeir hafi
endanlega rétt fyrir sér og að öll
gagnrýni andstæðinganna sé þar
af leiðandi réttlaus.
Á áðumefndri vefsíðu, frelsi.is,
er til dæmis nefnt að það sé rétt
hjá íslensku þjóðinni að harkast
áfram í leit að veraldlegum lífs-
gæðum og að það sé ekki rétt af
neinum að gagnrýna hana fyrir
það. Og ekki er langt síðan fræg-
asti hagfræðingur á íslandi, Þor-
valdur Gylfason, nefndi í grein í
Morgunblaðinu (14. mafi að gagn-
rýni á alheimspeningastofnanir á
borð við Alþjóðabankann hefði
aldrei átt eins lítinn rétt á sér og
nú.
Þorvaldur rekur reyndar í þess-
ari grein tæmar í kjama vandans
þegar hann heldur fram þeirri
stórkostlega vafasömu fullyrðingu
að hagfræðikenning Adams
Smiths sé sambærileg við þyngd-
arlögmál eðlisfræðinnar. Þótt Þor-
valdur segi ekki nákvæmlega hvað
hann á við með þessu má álykta af
orðum hans að hann telji að hag-
fræðin geti veitt jafn afgerandi
svör og eðlisfræðin.
Þetta er misskilningur hjá Þor-
valdi. Hagfræði fellur ekki undir
raunvísindi, heldur húmanísk
fræði. Hún er, líkt og sagnfræði,
bókmenntafræði og heimspeki,
ónákvæm fræði (enda stundum í
gamni uppnefnd hin vanmáttugu
vísindi). Þannig er munur á hag-
fræði og eðlisfræði, og hann felur
meðal annars í sér að hagfræðin,
eins og aðrar húmanískar greinar,
getur aldrei haft endanlega rétta
kenningu. (Reyndar spuming
hvort eðlisfræðin getur það - en
hún er að minnsta kosti mun lík-
legri til að geta það en hagfræðin).
Þessi þrá eftir því að geta haft
rétt fyrir sér í eitt skipti fyrir öll
og geta þar með þaggað niður í
andstæðingum sínum er rótgróin í
allri stjómmálaumræðu, en hefur
GeorgeOrwell: Dýrabær.
sennilega aldrei orðið eins afger-
andi og í Sovétríkjunum sálugu, og
kannski má ganga svo langt að
segja að þau hafi orðið til á for-
sendum svona algildingar einnar
kenningar sem skyldi vera rétt.
Þessi kjami kommúnismans
birtist glögglega í tilvitnuninni í
Dýrabæ Orwells sem dregin er
fram hér að ofan, enda sú saga fá-
gætlega snjöll ádeila á hverskonar
alræði, hvort heldur er öreiganna
eða hinna moldríku. Meginatriðið
er það að allri gagnrýni er sópað
burtu, annaðhvort með valdi eða
peningum.
Þetta er hugmyndin um að ein-
hver sannleikur geti verið eilífur
hér á jörðinni, en ekki bara í hug-
arheimum eða á himnum, og að
þess vegna eigi gagnrýni á þennan
sannleika varla nokkurn rétt á sér,
eða sé bara klisjur. Það var ein-
mitt þessi andstaða við gagnrýni
sem gerði kommúnismann og So-
vétið að þeirri hörmung sem það
var.
Því er dapurlegt að heyra for-
sætisráðherra íslands sópa gagn-
rýni burtu sem klisjum, en
kannski kemur það ekki á óvart,
því manni virðist það vera megin-
einkenni á hugsun Davíðs Odds-
sonar - að því leyti sem hún verður
ljós af gjörðum hans og orðum - að
honum finnist gagnrýni litlu máli
skipta. Bendir það til þess að hann
telji sig hafa rétta kenningu.
Halldór Laxness velti því fyrir
sér í mörgum bókum sinna hvort
það sé yfirleitt hægt - að ekki sé
minnst á æskilegt - að „hafa rétta
kenníngu" eins og hann orðaði
það. Ef niðurstaða varð einhver
hjá honum þá virðist hún hafa orð-
ið sú að rétt kenning sé einhver
stór misskilningur og eftirsóknin
að henni líka.
Það er svo aftur annar hand-
leggur að kannski er hægt að hafa
rétta kenningu, og þar með rétt
fyrir sér, í raunvísindum á borð við
eðlis- og líffræði. En það er varla
hægt í hagfræði og stjómmálum.
Þess vegna er oftast vonlaust að
einhver hafi endanlega rétt fyrir
sér í þessum heimi. Jafnvel ekki
Davíð Oddsson getur haft rétt fyr-
ir sér - nema kannski ef hann bind-
ur kenningar sínar í stærðfræði-
formúlur.
Eitt af því sem heimspekingar
fást við þar sem þeir sitja afgirtir í
fílabeinstumum akademíunnar er
að smíða kenningu, til dæmis sið-
fræðikenningu, sem getur gilt fyr-
ir alla á öllum tímum og alls stað-
ar. Þetta er kannski ekki mjög
praktískt viðfangsefni, enda geng-
ur illa að fá heimspekingana til að
svara þeirri spumingu hvort kenn-
ingamar sem þeir em að smíða
eigi að vera nothæfar fyrir utan
tuminn.
Vandi þeirra er einmitt sá, að
það er ekki mjög lífvænlegt um-
hverfi fyrir algilda „rétta kenn-
ingu“ fyrir utan fQabeinstuminn. I
þessum groddalega og ósvífna
raunveruleika sem maður býr í og
bölvar stundum óendanlega gilda
önnur lögmál en í röklegum heimi
fOabeinstumsins og efnis-
heiminum. Það er að segja, fyrir
utan tuminn virðast ekki gilda
nein lögmál. Þar ríkir kaosið eitt,
og málamiðlun því eini sannleikur-
inn.
HELGI
GÍSLASON
+ Helgi Gíslason
fæddist í Skóg-
argerði í Fella-
hreppi í N-Múl. 22.
ágúst 1910. Hann
andaðist á Sjúkra-
húsinu á Egilsstöð-
um 27. maí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Gísli Helgason,
bóndi þar, og kona
hans Dagnv Páls-
dóttir.
Helgi kvæntist
Gróu Björnsdóttur
20. sept. 1936. Hún
var fædd á Rangá
30. ágúst 1906, d. 16. aprfl 1989.
Foreldrar hennar voru Björn
Hallsson og Hólmfríður Eiríks-
dóttir.
Börn Helga og Gróu eru: 1)
Hólmfríður, f. 6. ágúst 1938, gift
Braga Gunnlaugssyni, bónda á
Setbergi. Börn þeirra eru Ingólf-
ur Helgi, Anna Heiðlaug, Hlynur
og Helgi Hjálmar. 2) Gísli Helga-
son, bóndi á Helgafelli, f. 2. apríl
1940, kvæntur Kristbjörgu
Rafnsdóttur. Þau skildu. Synir
þeirra eru Helgi og Rafn Óttarr.
I sambúð með Hjördisi Hilmar-
sdóttur. Þau slitu samvistir.
Þeirra dóttir er Dagný Berglind.
3) Björn byggingafræðingur, f.
22 janúar 1946, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Onnu Sigríði
Árnadóttur kennara. Þeirra börn
eru Bylgja og Birkir.
Helgi stundaði nám við Akur-
eyrarskóla og lauk þaðan gagn-
fræðaprófi 1929. Árið 1937
reistu þau Helgi og Gróa nýbýlið
Helgafell og áttu þar heima síð-
an. Helgi var barnakennari f
Fellum 1933-41 og 1943-55.
Snemma á fjórða áratugnum fór
hann að stunda vegagerð á
sumrum, varð brátt verkstjóri og
gegndi þeim störfum sfðan allt
til 1980, siðast sem rekstrar-
sljóri. Helgi var lengi oddviti
Fellahrepps eða á árunum 1950-
1978, hreppstjóri 1956-59 og í
sýslunefnd 1970-86. Hann
gegndi margvíslegum trúnaðar-
Tengdafaðir minn Helgi Gíslason
hefur nú kvatt þennan heim saddur
lífdaga og haldið á vit nýrra heim-
kynna þar sem ég er viss um að eigin-
kona hans og tengdamóðir mín, Gróa
heitin Bjömsdóttir, hefur beðið hans
og tekur nú á móti honum tveim
höndum.
Er ég hugsa um Helga tengdafoð-
ur minn streyma orð upp í hugann;
sveitarhöfðingi, bækur, gestrisni,
glæsileiki, kennari, vegavinna,
þrjóska (Skógargerðisþrjóskan) en
umfram allt hlýja. Öll þessi orð eiga
við hann á einn eða annan hátt. Helgi
var sannur sveitarhöfðingi eins og ég
ímynda mér þá. Heimili þeirra Gróu
var opið gestum og gangandi nær all-
an sólarhringinn. Helgi var oddviti
um árabil og voru þá allir fundir
haldnir heima á Helgafelli og að sjálf-
sögðu bar Gróa fram kaffi og með-
læti. Gróa söng í kirkjukór og fóru
æfingar oft fram á HelgafeUi og lék
hú undir á orgel. Ég var sjálf vön
mikilli gestrisni á heimili foreldra
minna, en á Helgafelli má segja að
hafi verið stöðugur straumur fólks og
alltaf heitt á könnunni.
Helgi gat við fyrstu kynni virst
hrjúfur og man ég er ég kom fyrst að
Helgafelli nýtrúlofuð Birni syni
þeirra hjóna. Gróa tók mér afar hlý-
lega en hann heilsaði með handa-
bandi og horfði lengi rannsakandi á
mig. Ég hins vegar var vön miklu
kossaflensi í minni fjölskyldu, rauk á
hann og kyssti er við kvöddum og þar
með var ísinn brotinn því bak við
hijúft yfirborðið var afskaplega blíð,
barngóð og viðkvæm sál sem ekkert
aumt mátti sjá.
Minningamar streyma fram.
Hann lét til leiðast að aka norður á
Siglufjörð og vera við brúðkaup okk-
ar Bjöms 1966 þótt honum þætti það
allt óþarfa tilstand. Hann féllst líka á
að koma í heimsókn til okkar í Dan-
störfum á Héraði og
má þar nefna setu í
skólanefnd 1946-70,
og i byggingarnefnd
Hallormsstaðarskóla,
setu í stjórn Umf.
Fellahrepps 1932-40,
í stjórn Héraðsbóka-
safns, Minjasafns
Austurlands og
Skjalasafns Austfirð-
inga. Hann var um-
boðsmaður Bruna-
bótafélags Islands frá
1950-90, í náttúru-
verndarn. 1957-71, í
sjúkrahússtjórn
1949-75, í byggingarnefnd Vala-
skjálfar 1959-75, formaður stjórn-
ar Verslunarfélags Austurlands
frá stofnun þess 1960-80, formað-
ur stjórnar Sparisjóðs Héraðsbúa
1959- 66, í stjórn Verkstjórafélags
Austurlands, formaður vatnsveitu-
fél. Lindin 1958-84, formaður und-
irbúningsnefndar að stofnun hita-
veitu Egilsstaða og Fella 1976-79,
fulltrúi Fellahrepps á aðalfundum
Samb. sveitarfél. Austurlands
1967-78, á landsþingum Samb. ísl.
sveitarfél. 1963-78, formaður
Sjálfstæðisfél. Fljótsdalshéraðs
1960- 67, áður trúnaðarmaður og í
héraðsstjórn sjálfstæðismanna á
Austurlandi. Helgi var um árabil í
framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn
og heiðursfélagi í Sjálfstæðisfélagi
Fljótsdalshéraðs. Helgi gekk f Rót-
aryklúbb Héraðsbúa 1972 og var
þar heiðursfélagi. Helgi ritaði
ýmsar greinar í blöð og tímarit,
þar má nefna Vegagerð og brúar-
smíð í Múlasýslum, sögu sýslu-
nefndar N-Múlasýslu og að stórum
hluta Fellamannabók.
Helgi var sæmdur riddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu 1986.
Helgi bjó á Helgafelli þangað til
hann fór á Sjúkrahúsið á Egils-
stöðum haustið 1996. Þar eyddi
hann sfnum siðustu árum hjá ynd-
islegu starfsfólki og gömlum Hér-
aðsbúum.
títför Helga verður gerð frá Eg-
ilsstaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
mörku, en fyrst þau Gróa voru nú
komin í fyrstu utanlandsferð sína
vildi hann ráða för. Við ókum gegnum
Svíþjóð til Noregs og dvöldumst viku
í Guðbrandsdalnum þar sem hann
spjallaði við norska bændur af mikilli
ánægju. Hann vildi sjá alla sögulega
staði og skoða allar kirkjur sem sá-
ust. Sat ég þá oft fyrir utan með
Bylgju okkar fjögurra ára sem sagði:
„Ég er svo þreytt á þessum kirkjum
sem afi er alltaf að skoða. Eru þær
ekki að verða búnar?“ En þær voru
ekki búnar. Þetta var ógleymanleg
og lærdómsrík ferð fyrir okkur öll.
Helgi var hafsjór fróðleiks og unun
að aka með honum um Austurland og
meðal ógleymanlegra ferða er sú sem
við fórum með þeim Gróu til Mjóafja-
rðar og út á Dalatanga.
Ástríða Helga var bækur. Hann
var sá mesti bókamaður, ef nota má
það orð, sem ég hefi kynnst og þekki
ég þó marga góða. Hann átti geysi-
stórt bókasafn og þar sat hann öllum
stundum sem gáfust frá öðrum störf-
um. Alltaf voru bamabörnin velkom-
in í helgidóm hans, bókasafnið. Þar
naut hann sín sem fræðari, sat með
þau í fanginu og las og skoðaði með
þeim bækur og lét þau skrifa. Hann á
þannig mikinn þátt í að opna huga
þeirra fyrir leyndardómum bókanna
og þau búa að því alla ævi.
Áð lokum vil ég þakka Helga og
Gróu fyrir samfylgdina, soninn Bjöm
og þá umhyggju sem þau sýndu okk-
ur alla tíð.
Guð blessi minningu þeirra.
Anna Sigríður
Ámadóttir.
Elskulegur afi minn er látinn. Á
þessum tímamótum streyma fram ót-
al minningar í huga mér. Ég var ekki
gömul þegar ég fór fyrst austur í
sauðburðinn til afa og ömmu. Það var
mjög notalegt fyrir litla sex ára
stelpu að sýsla í fjárhúsunum með
afa. En þó fækkaði stundunum með
afa í fjárhúsunum þar sem hann hafði
við nóg annað að starfa, við vegaverk-
stjórn, sveitarstjórnastörf og fleira.
Ekki fækkaði þó samvemstundum
okkar, ég fékk bara að fylgja honum
við önnur störf hans því seint þreytt-
ist hann á því að leyfa okkur barna-
bömunum að fara með sér. Ótal
myndir koma fram í huga mér: Ég
með afa í fjárhúsunum, með afa að
þvælast niður á firði og kíkja á vegina
þar, í heimsóknum á aðra bæi að
ræða við bændur um landsins gagn
og nauðsynjar. Ég og afi að spila kas-
ínu eða löngu-vitleysu, við að keyra
um í jeppanum hans. Ég með afa inni
á skrifstofunni, sem jafnframt hýsti
bókasafnið hans, það var alltaf nota-
legt að lauma sér inn á skrifstofu til
hans, stinga hendinni ofan í skrif-
borðsskúffuna og fá sér brjóstsyk-
ursmola sem þar voru geymdir. Állt-
af gaf afi sér tíma til að h'ta upp úr
störfum sínum og spjalla eða spila og
gott var að skríða upp í fangið á afa
þegar maður var þreyttur eftir dag-
inn. Bækur voi-u ástríða afa og þegar
barnshugurinn er lítill fannst manni
sem afi ætti milljón bækur, í hillum
sem náðu frá gólfi og upp í loft. Hjá
afa lærði ég að meta bækur og ekki
minnkaði lestrarástríða mín við að
umgangast hann og bækurnar, enda
bækurnar sem ég hef sankað að mér
um ævina orðnar nokkuð margar og
þar á afi stóran hlut í. Eftir fermingu
hætti ég að fara austur í sauðburðinn
enda komin á sumarvinnualdur. Þar
með fækkaði samverustundunum
með afa og ömmu þó að við sæjumst
alltaf a.m.k. einu sinni á ári. Og mikið
varð ég glöð þegar afi og amma komu
bæði suður til að vera við útskrift
mína sem stúdent 1987. Þegar maður
er ungur, um tvítugt, finnst manni að
allir ættingjar og vinir komi til með
að vera hjá manni um aldur og ævi og
sú var krafan sem ég gerði á hendur
afa og ömmu. En svo fór að amma dó
tæplega tveimur árum seinna og
sorgin kom eins og flóðgátt inn í líf
mitt. Eftir það fækkaði samveru-
stundum okkar afa. Ég saknaði
ömmu svo mikið að ég gat ekki hugs-
að mér að fara austur til afa ef amma
væri ekki þar en auðvitað saknaði afi
ömmu jafnmikið og ég þótt ég gerði
mér ekki grein fyrir því þá. Allra síð-
ustu ár hef ég þó farið austur og
heimsótt hann, seinast síðastliðið
sumar. Alltaf var afi málhress þó að
hann þekkti mann ekki lengur og
allra mest gaman fannst honum að
spjalla um bústörfin, enda hugur
hans kominn langt aftur í tímann.
Nú er afi kominn á annan stað þar
sem ég veit að amma tekur á móti
honum og saman byggja þau nýtt
Helgafell, á nýjum stað. Og einhvern
tímann, einhvem daginn kemur aftur
vor og ég fer aftur í sauðburðinn til
þeirra.
Þín
Bylgja Bjömsdóttir.
Einhverju sinni fóru Fellamenn í
himnaríldsför.
Farkosturinn var glæsibifreiðin
S-108. Þetta gerðist í upploginni
skemmtisögu sem Indriði Gíslason
samdi fyrir þorrablót um miðja öld.
Þegar Fellamenn höfðu hlegið sig
sadda af sögunni í einhverja daga
náðu þeir loks til hvunndagsins, sum-
ir þunnir fyrstu dægrin, en það lag-
aðist.
Staðreyndir lífsins tóku við; upphaf
og endir. Líf kviknaði á einum bæ en
slokknaði á öðrum.
Þar í milli reyndu menn að spinna
eins og þeir höfðu vit og áræði til.
Fellamenn fóru í sínar ferðir til
himnaríkis eins og aðrir, en sem bet-
ur fer aldrei í hópferð, líkt og í sög-
unni. Helgi Gíslason, eigandi og öku-
maður glæsibifreiðarinnar S-108, er
einnig lagður af stað.
Móðir mín lét mig drekka það í mig
með móðurmjólkinni að á Fljótsdals-
héraði væri fegursta sveit í heimi.
Þar var líka fallegasta fólkið að henn-
ar mati, sem einnig var skemmti-
legra, gáfumeira og gæskara en ann-
að fólk. Auðvitað trúði ég mömmu.
Þess vegna fór ég austur um leið og
það stóð til boða. Þegar þangað kom
varð brestur í bamssálinni. Ég sá
ekki gæðin fyrir þoku. Þegar þokunni