Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Posthúsinu á Flúðum lokað
Hópurinn sem hefur unnið hjá pósthúsinu á Flúðum, störf sumra
hafa verið lögð niður.
Oánægja í
sveitarfélaginu
Hrunamannahreppi - Pósthús-
inu á Flúðum var lokað nýlega
en það var tekið í notkun í byrj-
un október 1995, þá í nýju og
veglegu húsi sem Póstur og sími
byggði. Póstafgreiðslan flyst í
útibú Búnaðarbankans sem er
við hliðina á póssthúsinu.
„Mikil og almenn reiði er hér
í Hrunamannahreppi yfir þess-
um ráðstöfunum. Þykir mörgum
furðu sæta að þetta skuli hafa
verið gert,“ sagði Loftur Þor-
steinsson oddviti.
Allnokkur hópur kom saman í
pósthúsinu og þáði kaffi og tert-
ur á lokunardaginn, hópur úr
kirkjukórnum söng sálminn
Kallið er komið og einhver dró
póstfánann í hálfa stöng.
Póstur í hreppinn verður nú
framvegis lesinn í sundur á Sel-
fossi en þaðan ekið annan hvern
virkan dag en póstur borinn út
daglega í þéttbýlinu á Flúðum.
Aformað mun þó vera að koma
pósti til skila á hverjum virkum
degi með haustinu.
Hér er um sparnaðarráðstöf-
un að ræða hjá íslandspósti og
hafa póstafgreiðslur víðar verið
færðar til á Suðurlandi.
V estfir ðingar
- öðruvísi en
annað fólk
Bolungarvík - Á vel heppnuðu mál-
þingi sem haldið var í Bolungarvík
nýlega um séreinkenni Vestfirðinga
voru flutt mörg og fróðleg erindi þar
sem sérkenni Vestfirðinga og Vest-
fjarða voru kynnt og rædd.
Fjallað var um matarvenjur og
verkunaraðferðir á ýmsum vestfirsk-
um mat, vestfirskan húmor, þá var
reynt að svara spurningum eins og
hafa Vestfirðingar mótast af lands-
laginu og/eða veðráttunni og era
Vestfirðingar öðruvísi en annað fólk.
Málþingið, sem haldið var í félags-
heimilinu Víkurbæ, stóð frá kl. 10 til
kl 18 en um kvöldið var síðan slegið
upp vestfirskri stórveislu þar sem á
hlaðborði voru vestfirskir sælkera-
réttir. Flutt voru sextán erindi á mál-
i þinginu um hin margvíslegu sérein-
• kenni Vestfirðinga og Vestfjarða.
Málþinginu var skipt í sjö flokka og í
lok hvers erindaflokks voru pall-
borðsumræður undir stjórn Sigmars
B. Haukssonar sem jafnframt var
i ráðstefnustjóri. Þá var í lok mál-
í þingsins opnaður viðamikill
vestfirskur ferðaþjónustu- og menn-
ingarvefur, en þar er að finna gríðar-
legt magn upplýsinga og fróðleiks
fyrir þá sem stefna á ferðalag um
fjórðunginn og aðra áhugamenn um
útivist, menningararf og mannlíf á
Vestfjörðum.
Það var Magnús Ólafs Hansson
sem setti málþingið, en hann átti
hugmyndina að því og skipulagði það
að öllu leyti.
Landsfræga, kæsta skatan
í fyrsta erindaflokknum voru tek-
in fyrir verkun matvæla og neysla
þeirra. Þorskur og aðrir fiskar.
Þar fjallaði Ari ívarsson frá Pat-
reksíu-ði um magála sem hollt og
gott ljúfmeti, Halldór Hermannsson
frá ísafirði fjallaði um kæstu skötuna
sem landsfræg er orðin og Guðrún
Pálsdóttir frá Flateyiá flutti erindi
um íslenska hollustusælgætið harð-
fiskinn.
í erindaflokki tvö fjallaði Snorri
Grímsson um óbyggðir, hálendi og
náttúru Vestfjarða og svaraði að því
loknu spurningum úr sal.
Þriðji erindaflokkurinn hafði yfir-
skriftina „Verkun og neysla villibráð-
ar“. í>ar flutti Tryggvi Guðmundsson
frá ísafirði erindi um svartfuglsegg,
meðhöndlun þeirra og neyslu. Pétur
Guðmundsson frá Ófeigsfirði fjallaði
um selkjöt og verkun og Hulda Egg-
ertsdóttir frá Bolungarvík útskýrði
fyrir málþingsgestum hvernig góð
sjófuglasúpa væri matreidd. Að lok-
um fór Konráð Eggertsson frá ísa-
firði yfir sögu hrefnuveiða og verkun
og neyslu hrefnukjöts.
Vestfirska laufaviðarmynstrið
I fjórða erindaílokknum voru tek-
in fyrir „siðir og venjur á Vestfjörð-
um“. Þar flutti Kiistín Magnúsdóttir
frá Bolungarvík erindi um bolvísk
þorrablót, Jón Jónsson úr Steinadal í
Strandasýslu fjallaði um galdra á
Vestfjörðum, Gísli Hjartarson frá
Isafirði sagði frá vestfirskum húmor
og Sigrún Guðmundsdóttir frá ísa-
firði lýsti hinu sérstæða prjóna-
mynstri sem kallað hefur verið vest-
firska laufaviðarmynstrið sem notað
Kennslustofnun fyrir
heilbrigðisstarfsfólk
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Frá undirritun samningsins, Jóhann Ágúst Sigurðsson, forseti lækna-
deildar Háskóla íslands, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra,
Magnús Stefánsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á
Selfossi og Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, læknir og umsjónarmaður
með kennslu læknanema.
Selfossi - Heilbrigðisstofnunin á
Selfossi verður kennslustofnun fyr-
ir heilbrigðisstarfsfólk í tengslum
við læknadeild Háskóla Islands.
Samningur þessa efnis var undir-
ritaður á miðvikudag á Selfossi, af
Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigð-
isráðherra, Jóhanni Ágústi Sig-
urðssyni, forseta læknadeildar Há-
skóla íslands, og Magnúsi
Stefánssyni, framkvæmdastjóra
Heilbrigðisstofnunarinnar á Sel-
fossi.
Stofnunin mun uppfylla faglegar
kröfur sem heilbrigðisyfirvöld gera
til menntunar starfsfólks, tækja,
búnaðar og starfshátta. „Það er
mikill áhugi hér fyrir stefnumótun
fyrir stofnunina og nýja gerð af
starfsemi hér,“ sagði Ófeigur
Tryggvi Þorgeirsson, yfirlæknir
lyflæknissviðs, sem mun hafa um-
sjón með verklegri kennslu lækna-
nema.
Læknar HSS munu nýta aðstöð-
una á stofnuninni til þess að sinna
verklegri kennslu í heimilislækn-
ingum og munu ráðstafa tíma sín-
um í þeim tilgangi í samráði við yf-
irlækna HSS. Læknadeild Háskóla
íslands veitir því heilbrigðisstarfs-
fólki við HSS sem jafnframt er
kennarar við Háskólann faglega að-
stoð og aðgang að fagbókasafni og
kennslugögnum skólans.
Kennsla, rannsóknir og vinna við
fagleg þróunarverkefni fara fram á
venjulegum vinnutíma HSS, enda
er það liður í þjónustuhlutverki
stofnunarinnar sem skuldbindur
sig til að tryggja nemum og náms-
læknum vinnuaðstöðu. Nemar og
námslæknar fá verklega og bóklega
kennslu á HSS. Verkleg kennsla,
svo sem stundun sjúklinga, verður
á fulla ábyrgð kennara. Yfirlæknar
og kennslustjórar HSS verða í for-
svari fyrir faglega þróun HSS
varðandi kennslu og fræðilega
starfsemi, í samráði við læknadeild.
Samningurinn við HSS er fyrsti
samningurinn sem gerður er við
heilsugæsluhluta heilbrigðiskerfis-
ins um kennslu og rannsóknir.
Ófeigur Tryggvi sagði gott að
kynna læknanemum starfsemi
heilsugæslu á Selfossi, um væri að
ræða fimm starfandi heilsugæslu-
lækna með öfluga starfsemi og
sjúkrahús með ýmsa sérhæfingu.
Nálægðin við höfuðborgarsvæðið
gæfi möguleika á að starfa að
kennslunni með þai' og hún gerði
nemum einnig auðvelt um vik að
fara á milli staða byggju þeir í
Reykjavík og nágrenni.
Hann sagði að kennslan yrði fyr-
ir 5. árs læknanema og þriggja
mánaða verklegan tíma kandidata.
Markmiðið væri að fá nema í sér-
fræðinám í heimilislækningum.
Hann sagði að kallað yrði eftir
samstarfi við alla aðila, sveitar-
stjórnir og almenning á Suðurlandi
til stuðnings starfinu.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Maturinn var glæsilega framreiddur á veislukvöldinu, en Sjöfn Guðmundsdóttir, Lilla í Finnabæ, á mestan
heiðurinn af honum.
var við prjónaskap á vettlingum og
öðrum skjólfatnaði
I fimmta kafla málþingsins fjallaði
Pétur Bjarnason frá Isafirði um mót-
un Vestfirðingsins, lundarfar hans,
tjáningu og tungumál.
Sjötti erindaflokkurinn bar yftr-
skriftina „Vestfirskur sælkeramat-
ur“, þar flutti erindi Aðalsteinn Ósk-
arsson í forföllum föður síns, hins
kunna hákarlsverkanda Óskars
Friðbjamarsonar úr Hnífsdal, sem
hann kallaði „Hákarl, meðal og lost-
æti“.
Bima Pálsdóttir frá Bolungarvík
flutti erindi um kúttmaga sem árstíð-
arbundið sælgæti og Steinunn Guð-
mundsdóttir í Bolungarvík, í forföll-
um föður síns Guðmundar
Hraunbergs Egilssonar, fjallaði um
útálát Vestfirðingsins, hnoðmörinn.
Að síðustu var svo fjallað um reka-
við á Vestfjörðum þar sem Pétur
Guðmundsson frá Ófeigsfirði fræddi
menn um hvernig rekaviður hefur
verið nytjaður á Vestfjörðum fyrr og
nú.
Vestfirsk sælkeraveisla
Þetta viðamikla málþing um sér-
einkenni Vestfirðinga þótti takast í
alla staði mjög vel, milli sextíu og
sjötíu manns sátu allt málþingið, sem
var, eins og sést af framansögðu, yf-
irgripsmikið og fróðlegt. Þá tókust
pallborðumræðurnar afar vel þar
sem gestum gafst tækifæri á að
varpa fram spurningum til frummæl-
enda í lok hvers erindaflokks.
Fjölmargir sóttu síðan vestfirsku
sælkeraveisluna um kvöldið þar sem
í boði var á veisluhlaðborði hákarl,
harðfiskur, skata, sjófuglasúpa,
hnoðmör, selkjöt, svartfuglsegg og
magáll svo fátt eitt sé nefnt.
Þá skemmtu vestfii’skir listamenn
veislugestum en veislustjóri var
Sigmar B. Hauksson.
Magnús Ólafs Hansson, skipu-
leggjandi málþingsins, kvaðst vera
mjög ánægður með hvemig til tókst.
„Það kom mér alveg sérstaklega á
óvart hversu vönduð og fróðleg er-
indi voru flutt þarna. Frummælend-
ur höfðu greinilega lagt mikla vinnu í
erindi sín og færi ég þeim mínar
bestu þakkir fyrir það,“ sagði Magn-
ús.
„Þá vil ég alveg sérstaklega vekja
athygli á því hversu glæsilega matur-
inn vai’ fram reiddur á veislukvöld-
inu, en þar á hvað stærstan heiðurinn
Sjöfn Guðmundsdóttir, Lilla í Finna-
bæ, en hún er ættuð úr Ófeigsfirði á
Ströndum og var lengi vel búsett
ásamt eiginmanni sínum Ragnari
Jakobssyni í Reykjafirði á Horn-
ströndum.
Þá var afar mikilvægt að fá til liðs
við okkur listamanninn, já og
Strandamanninn, Sigmar B. Hauks-
son sem stýi’ði málþinginu af mikilli
röggsemi og færi ég honum mínar
bestu þakkir sem og öðrum þeim sem
á einn eða annan hátt lögðu hönd á
plóginn til að af þessu málþingi gæti
orðið, en það finnst mér alveg ljóst,
eftir þessa umræðu, að Vestfirðingar
eru öðruvísi en annað fólk og þurfa
ekkert að skammast sín fyrir það,“
sagði Magnús Ólafs Hansson.