Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meginstarfsemi barnadeildar í Fossvogi flyst á Barnadeild Hringsins í sumarleyfum Lokanir bitna mest á lyf- og skurðdeildum MEGINSTARFSEMI bamadeildar Landspítalans í Fossvogi verður flutt á Bamaspítala Hringsins í 5 vikur í sumar eða frá 15. júlí til 20. ágúst. Er það í fyrsta skipti sem slíkt er gert, en flutningurinn er nú mögulegur vegna sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík. Með þessari aðgerð verð- ur samdráttur minni en annars hefði orðið. Áætlað er að samdrátturinn á Landspítalanum nemi í ár u.þ.b. 35.000 legudögum eða tæplega 10% af heildarlegudögum sjúkrahússins. Samdrátturinn verður mestur í sumar á handlækninga- og lyflækn- ingadeildum. Einnig verður nokkur samdráttur á geðdeildum og öldmn- ardeildum. Dregið verður úr starf- semi á skurðstofum, bæði í Fossvogi og við Hringbraut. Af þessum sökum er búist við að sumir biðlistar lengist eitthvað eins og fyrri sumur. Afleysingafólk ekki tiltækt Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárreiðna og upplýs- inga hjá Landspítalanum, segir alltaf dregið saman á sumrin vegna sumar- leyfa starfsmanna. „Eins og við vit- um eru sumarleyfi á íslandi nokkuð löng og við getum ekki haldið uppi fullri þjónustu þegar fagfólk er í fríi þar sem afleysingafólk með sam- bærilega þekkingu er hreinlega ekki fyrir hendi hér á landi,“ segir hún. Anna Lilja segir að spítalinn ráði eins margt fólk og mögulegt sé. „Síð- an er dregið saman og þá aðallega í valþjónustunni, en að sjálfsögðu er allri bráðaþjónustu haldið uppi,“ seg- ir hún. Verið er að breyta starfsemi á kvennadeild Landspítalans. Sængur- leguplássum fækkar í sumar en í staðinn verður í boði meiri heima- þjónusta. Gert ráð fyrir samdrætti í fjárhagsáætlunum er á hverju ári gert ráð fyrir að talsverður samdrátt- ur fylgi sumarstarfinu, fyrst og fremst vegna sumarleyfa starfsfólks. Við sjúkrahúsið eru u.þ.b. 5000 starfsmenn. Áætla má að ráða þyrfti 25-30% af þeim fjölda í afleysingar til að halda uppi fullum rekstri yfir sumarið. Síðustu ár hefur hins vegar gengið erfiðlega að fá fagmenntað starfsfólk til sumarvinnu enda mikil samkeppni um vinnuafl. Mikill skort- ur er á fagmenntuðu fólki til að vinna á sjúkrahúsum, einkum hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum. Samdráttur hefur verið undanfar- in ár í starfsemi Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur, nú Land- spítala - háskólasjúkrahúss, ef tekið er mið af afkastagetu. Mestur hefur samdráttur verið yfir sumarmánuð- ina. Sem fyrr segir er áætlað að sam- drátturinn nemi í ár u.þ.b. 35.000 legudögum eðatæplega 10% af heild- arlegudögum sjúkrahússins. Þessi samdráttur í starfsemi er áþekkur og undanfarin ár. Árið 1999 voru legu- dagar á Landspítalanum alls 220 þús- und og 127 þúsund á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eða samtals 347.000. Þeim hefur fækkað á síðastliðnum ár- um, m.a. vegna aukinnar göngudeild- arþjónustu. Fækkun legudaga hefur einnig verið mætt með því að efla sjúkrahústengda heimaþjónustu. Morgunblaðið/Amaldur Aðsókn olli von- brigðum GUÐRÚN Kristjánsdóttir, einn af skipuleggjendum tónleika með El- ton John á Laugardalsvelli í fyrra- kvöld, segir að vegna samninga við Knattspyrnufélagið Þrótt hafi skipuleggjendur orðið af tekjum upp á a.m.k. tíu milljónir króna. Guðrún segir að tónleikarnir hafi að öðru leyti gengið mjög vel. Á milli 7 og 8 þúsund manns hafi kom- ið á þá og skemmt sér hið besta. Ekki væri þó Ijóst enn hvort þessi áheyrendafjöldi nægði til að standa straum af kostnaði við tónleikana. „Það eru ýmsir miklir kostnaðarlið- ir sem við þurfum að skoða og óvæntir kostnaðarliðir bættust við. Upphaflega lögðum við af stað með kostendasamninga við gosdrykkja- framleiðendur og pítsuframleið- endur. Það var allt saman eyðilagt og ég reikna með að Þróttararnir hafi kostað okkur í það heila um tíu milljónir króna,“ segir Guðrún. Hún segir að skipuleggjendurnir hafi gert sér vonir um 10-12 þús- und tónleikagesti og aðsóknin sé því viss vonbrigði. Guðrún segir að Elton John hafi liðið vel í Laugar- dalnum og verið hamingjusamur þegar hann hélt af landi brott í fyrrakvöld. Hann hafi talað um að koma aftur. ■ Ekkert ad/86 ■ Eftirminnilegur/91 Ríkissjóður kaupir sérfræðiþjónustu fyrir 2 milljarða á ári Lasrt til að settar verði samræmdar reglur um kaupin RÍKISSTOFNANIR virðast ekki fara eftir neinum samræmdum reglum eða leiðbeiningum við kaup á ráðgjöf. Telur Ríkisendurskoðun tímabært að setja slíkar reglur í Ijósi þess að kostnaður ríldsins vegna kaupa á sérfræðiþjónustu nam 2 milljörðum kr. á árinu 1998 og hafði aukist um 85% á íjórum árum. Ríkisstofnanir kaupa í æ ríkari mæli margvíslega þjónustu af sjálf- stætt starfandi sérfræðingum. Má þar nefna viðhald hugbúnaðar og hugbúnaðargerð, tölvuvinnslu, ör- yggisgæslu, bókhald, kennslu og læknisþjónustu. Ennfremur margvís- lega ráðgjöf sérfræðinga, eins og við- skiptafræðinga, lögfræðinga, verk- fræðinga og arkitekta, í tengslum við nánar afmörkuð verkefni. Athugun sem Ríkisendurskoðun hefur gert leiðir í ljós að kostnaður ríkisstofnana vegna kaupa á sér- fræðiþjónustu hækkaði úr 1,1 millj- arði kr. á árinu 1994 í rúma 2 millj- arða á árinu 1998, miðað við verðlag á síðamefnda árinu. Nemur hækkunin tæpum 85%. Útboð nær óþekkt í könnuninni kom fram að ríkis- stofnanir vii'ðast ekki fara eftir nein- um samræmdum reglum eða leið- beiningum við kaup á ráðgjöfinni. Ýmist eru það æðsti stjórnandi stofn- unar eða einstakir yfirmenn sem velja ráðgjafann, semja við hann, segja til um hvort hrinda eigi tillögum hans í framkvæmd og meta árangur starfa hans. Stofnanir telja að ávinn- ingur af starfi ráðgjafa sé að jafnaði fremur mikill en Ríkisendurskoðun tekur fram að það mat sé oftast á hendi þess sem ákvað kaupin. Yfirleitt leita ríkisstofnanir ekki til- boða frá nema einum ráðgjafa. Útboð á ráðgjöf, hæfnismat eða verðsam- keppni meðal ráðgjafa er nær óþekkt í þessari starfsemi innan ríkisgeirans. Innan við helmingur stofnana gerir skriflega samninga við ráðgjafana og vísbendingar komu fram um að um- sjón með vinnu ráðgjafanna hefði ekki verið nægjanlega markviss. Ríkisendurskoðun lætur það álit í ljósi í skýrslu sinni að það sé bæði tímabært og eðlilegt að gefnar verði út viðmiðunarreglur eða leiðbeining- ar um kaup ríkisstofnana á ráðgjafar- þjónustu. Telur hún að þær eigi að snúast um mat á þörf fyrir ráðgjöf, val á ráðgjafa, stjórnun og eftirlit og mat á árangri ráðgjafar. ------------------- Leit hefur ekki borið árangnr LEIT stóð enn yfir í gær að ungum manni sem féll í Ölfusá við Selfoss, neðan við Ölfusárbrú, á fimmtudags- morgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru 35-40 manns við leit í gær. Fimm bátar voru á ánni og stóð til að halda áfram leitinni fram eftir kvöldi. Æft fyrir kristnihátíð í Hafnarfirði KRISTNIHÁTÍÐ verður haldin í Hafnarfírði á morgun og er hún að hluta til samofin dagskrá sjó- mannadagsins þar. Dagskrá verður fjölbreytt og hefst kl. 12 með vígslu bænalundar í skógræktarreit á Húshöfða. Ýmsir kórar hefja upp raust sína á hátíðinni; Kór Oldu- túnsskóla, Karlakórinn Þrestir, sérstakur hátíðarkór og Kvenna- kór HafnarQarðar og dró kórfólkið ekki af sér á æfingu í gærkvöld. MSfcW LESBÖK ÁLAUGARDÖGUM Með Morg- unblaðinu í dag er dreift blaði fráís- lenska útvarps- fólaginu, „Bylgju- lestin 2000 - stórhátíð í borg og b»“. Eiður Smári undir smásjá Manchester City / B1 •••••••••••*•••••••••••••••••••••••••••• Logi Óiafsson velur 16 leikmenn til Ítalíufarar / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.