Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 89
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 88 FÓLK í FRÉTTUM A milli veitinga FRÉTTIR í fjölmiðlum bera með sér að óvenjumikið er um hátíða- höld í landinu og mætti segja að eitt rækist þar á annars horn í þeim efnum. Við höldum landa- fundaafmæli, sem er rétt og skylt, og skálum fyrir því út um allar jarðir. Helstu menningarmenn landsins lyftu glösum í Hvíta hús- inu í Washington og litu inn í Smithsonian-safnið í sömu borg, öllum viðstöddum tii mik- illar ánægju. Einn- ig eru fyrirhugaðar fleiri ferðir til Bandaríkjanna og Kanada til að skála fyrir Leifi. I þær ferðir fer ekki nema einvala- lið, enda ekki til þess ætlast að í þeim ferðum verði unnin nein erf- iðissverk, eins og t.d. að finna ný lönd og álfur. Hér heima verður haldin kirkjuhátíð á Þingvöllum og búið að stígaleggja staðinn í samræmi við stórar væntingar. Og víst er að margir halda til Þingvalla af slíku tilefni. Eitthvað hefur verið minnst á vínveitingar þar á staðn- um, en þær eru varla ætlaðar þeim sjötíu þúsundum manna, sem búist er við að sæki hátíðina. En einhverjir verða að fá að skera sig úr til að sýna réttan þjóðfélagsstrúktúr. Þeim er ætlað að gefast tækifæri til að lyfta glösum. Það verða þreyttir og móðir menn, enda veitast æ styttri stundir á milli veitinga á þessu sumri. Þó má ætla að helsti veitingatíminn standi yfir þessa dagana. Reykjavík er nefnilega einhver sérstök borg á alþjóða- vísu um þesar mundir og hafa því sérstakir borgarstarfsmenn verið kvaddir til, um margt óvanir for- sjá mikilla og langvarandi veislu- halda, en hafa sem áhorfendur í gegnum tíðina vanist því að í kringum há- tíðahöld sé mikið skálað. Þessir bæjar- starfsmenn hafa stað- ið dyggilega fyrir margvíslegum uppákomum, sem í fjölmiðlum hafa orðið að hverfandi stundum á milli veitinga og nauðsynjar þess að sýna með myndatökum yfirstétt menningarviðburðanna. Listin hefur ekki valdið neinum staumhvörfum nema ef vera skyldi heimsókn Helga Tómas- sonar. Þó getur einhver frægðar- ljómi bæst við, og t.d. skýrði DV frá því á þriðjudag, að heims- frægir arkitektar ætluðu að sýna á Kjarvalsstöðum og birt mynd af Ingibjöru Sólrúnu því til árétting- ar. Og ekki má gleyma Listahátíð. Við erum vön henni. Þar er siður að skála við öll tækifæri, enda margar silkihúfur á ferð. En okk- ur bregður ekki svo mjög, enda er komin hefð á listahátíð. Henni var skolað niður fyrir löngu. Ég segi bara eins og kunnur rútubflstjóri í afmælisveislunni forðum: Skál fyrir Steina. Hins vegar skála menn dræmt fyrir eiturlyfjafarginu, sem hvílir á þjóðinni og brýst fram með vax- andi ósköpum eftir því sem tímar líða. Eiturlyf hafa að vísu fylgt manninum lengi og orðið honum til mikillar óþurftar, en einnig til hjálpar í nauðum sem deyfilyf. Kínverjar voru orðnir alteknir óp- íumneyslu á nítjándu öld, en því var smyglað til landsins af Bret- um og fleiri Vesturlandaþjóðum. Árið 1840 hófust svokölluð ópíum- stríð í Kína, en fyrsta viðureignin var við landstjórann í Nanking. Þá var talið að um 400 milljónir neyttu ópíums. Rfldskassinn sýndi kvikmynd um ópíumneysl- una í Kína og átökin út af henni á sunnudagskvöld. Hún var nokkur áminning um böl fíkniefna. Hinn vestræni heimur má nú þola þær skelfingar fyrir einstaklinga og fjölskyldur, sem hann átti þátt í að útbreiða í Kína á nítjándu öld. Það varnakák sem uppi er gegn þessum vágesti gerir enga stoð og hæli þar sem dópisti er látinn annast um dópista bætir ekki úr skák. Kínverjar læknuðust ekki af fíkninni. Þeir eru orðnir 12.000 milljónir og unnu sitt ópíumstríð að svo miklu leyti sem slflrt stríð verður unnið. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARP A LAUGARDEGI www.i3iuisbanki.is Tilkynning um skráningu hlutabréfatengdra skuldabréfa á Verðbréfaþing íslands hf. Landsbanki íslands hf. 1. flokkur 1999 kr. 71.169.820 Útgáfudagur: Gjalddagi: 2. nóvember 1999 31. október 2002 Sölutímabil: 2. nóvember 1999 til 1. desember 1999 Vísitala: Bréfin eru tengd ávöxtun 5 hlutabréfavísitalna. Einingar bréfa: 6* 10.000.000 kr. einingarog 1* 11.169.820 kr. einingar Sölugengi á útgáfudegi: 1. flokkur 1999 - 1.2502. Skráning: Verðbréfaþing íslands hf. hefur samþykkt að taka þegar útgefin skuldabréf í 1. flokki 1999 á skrá og verða þau skráð 7. júní 2000, enda verði öll skilyrði skráningar uppfyllt. Forstöðumaður Fjárstýringar Landsbanka íslands hf. tók ákvörðun um sölu og útgáfu bréfanna hinn 10. október1999. Söluaðilar: Landsbanki íslands hf., Laugavegi 77, 101 Reykjavík Umsjón með útgáfu: Landsbanki íslands hf., Laugavegi 77, 101 Reykjavík. Upplýsingar og gögn: Skráningarlýsingin og önnur gögn sem vitnað er til j skráningarlýsingunni liggja frammi hjá Landsbanka íslands hf., Laugavegi 77, Reykjavík. 3 1 ipl Opift frá 8 til 19 Landsbankinn Betri banki Fréttir á Netinu vjn>mbl.is ^ACL.TAf= GITTH\S>\£3 A/YTT~ ATH. rmiz'n Gildir aðeins í nýrri þjónustumiðstöð Símans Laugavegi 15 • Sími: 550 6670 Opið frá 10-17 www.siminn.is SÍMtNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.