Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR3. JÚNÍ2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Melchior Wathelet dómari við dómstól ESB á morgunverðarfundi Verslunarráðs
Grundvallarréttur sé tryggð-
ur í skattkerfum ríkja
SKATTALÖGGJÖF einstakra aðUd-
arríkja ESB má á engan hátt hindra
frjálsa for manna innan Evrópusam-
bandsins. Þetta kom fram í erindi
Melchior Wathelet, dómara við dóm-
stól Evrópusambandsins, á morgun-
verðarfundi Verslunarráðs íslands á
miðvikudag. A fundinum var fjallað
um áhrif innri markaðar ESB á skatt-
kerfi einstakra n'kja, þá fyrst og
fremst á fyrirkomulag beinna skatta.
„Löggjöf ESB hefur áhrif á skatt-
lagningu innan aðildarríkja sam-
bandsins," sagði Wathelet, sem leit-
aðist við að skýra þessa staðhæfmgu í
Ijósi dóma dómstóls ESB, en þeir
hafa eðlilega mikil áhrif hér á landi
þar sem hið svonefnda fjórfrelsi gUdir
á Evrópska efnahagssvæðinu.
Wathelet sagði að engin ákvæði
væri að finna í Rómarsáttmálanum
eða EES-samningnum um hvemig
beinni skattlagningu skuli háttað.
Skattlagningarrétturinn hvUi hjá yf-
irvöldum í aðildarríkjunum, en dóm-
stóU ESB leggi þó ríka áherslu á að
þau hagi skattlagningu í samræmi við
löggjöf ESB og þar með meginregl-
uraar um fjórfrelsið. Engin ákvæði
séu heldur til um afnám skattahindr-
ana, en í Rómarsáttmálanum séu hins
vegar nokkrir leiðarvísar um óbeina
skattlagningu.
En hversu miklar skyldur hvíla á að-
Udarríkjum ESB að haga skattlagn-
ingu í samræmi við löggjöf ESB og
ákvæði sem snerta Qórfrelsið? Að sögn
Wathelet felst í skyldunum bann við
tvennu. .Annars vegar bann við mis-
munun, á þann hátt að ríki má ekki
meðhöndla mál tíltekins aðUa öðruvísi
en annars þegar um sambærileg mál er
að ræða.“ Slík mismunun getur verið
bein og augljós, þ.e. þegar hún byggist
á því að hagsmunir rUds séu nátengdir
við hagsmuni viðkomandi aðUa. Einnig
getur hún verið óbein og falin, þannig
að öUum þegnum innan ESB sé mis-
munað í löggjöf tíltekins aðUdarrflds.
Hið síðamefnda er sífeUt að aukast
meðal aðUdarríkja ESB, að mati
Wathelet, og oft erfitt að koma auga á
það.
Dómarinn tók dæmi um skattamis-
munun og nefhdi mál sem snerti skatt-
lagningu Belga á áfengi. Þarlend
stjómvöld höfðu lagt sérstakan skatt á
aUt áfengi sem var yfir 10% að styrk-
leika. Mismununin hafi verið augljós
og gerð tíl að styrkja efnahag Belgíu
og samkeppnisstöðu innlendra bjór-
framleiðenda, sem ekki þurftu að
greiða skattinn. Svipað mál kom upp í
Frakklandi, en þarlendir lögðu sér-
stakan skatt á bifreiðar sem voru með
vélarstærð yfir ákveðnum mörkum.
Hms vegar framleiddi enginn franskur
bUaframleiðandi bifreiðar í þeim flokki.
Flest dómafordæmin eftir 1992
Hitt bannið sem Wathelet nefiidi
var við hindrunum og tálmunum gegn
Morgunblaðið/Þorkell
Melchior Wathelet, dómari við dóm-
stól Evrópusambandsins.
grundvallarrétti þegnanna. „Dóm-
stóU ESB hefur þó komist að þeirri
niðurstöðu að hugsanlega geti slík
mismunun verið réttlætanleg af
ákveðnum ástæðum.“ Annað hvort þá
af ástæðum sem sérstaklega er
minnst á í Rómarsáttmálanum, að
sögn Wathelets, eða þá að um sé að
ræða ástæður sem dómstóUinn metur
að séu í almannaþágu. Samræmis
verði þó að gæta við beitingu hins síð-
amefnda.
Melchior Wathelet tíltók fjölda
dóma um mismunun, hindranir og
réttlætingar. Hann vakti athygU
fundarmanna á því að á árunum 1957-
1986 hefði dómstóU ESB aldrei fengið
til úrlausnar mál sem snertu beina
skattlagningu aðUdam'kis. Dómafor-
dæmin sem snertu þetta svið væru tU-
tölulega nýleg, og flest hefðu orðið til
eftir gUdistöku Amsterdamsamnings-
ins árið 1992. Enda hófst fyrst þá
flutningur lögaðila yfir landamæri
innan ESB af einhverri alvöru, að
sögn Wathelets. Hann sagðist eiga
von á að fordæmunum myndi fjölga
nokkuð á næstu árum.
Að loknu erindi dómarans stigu
þeir Ami Tómasson, endurskoðandi,
og Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs, í ræðu-
stól og gáfu álit sitt á erindinu.
I máli VUhjálms kom fram að dóm-
ar dómstóls ESB hefðu mikU áhrif
hér á landi. Hann sagði mikUvægt að
skattkerfið væri endurskoðað tU að
tryggja réttinn um frjálst flæði
manna, en einnig yrði að tryggja rétt
aðUdarríkjanna tU að ráða skattamál-
um sjálf.
Verkefni Islendinga er að laga
skattalöggjöfina að breytingum í at-
vinnulífinu, að sögn Vilhjálms. Skiptar
skoðanir væru um hvemig ætti að
taka á skattamismunun. Samræming
skattlagningar væri svar sem oft
heyrðist. MUdð væri þó rætt um þessi
mál en lítið aðhafst, sérlega hjá ríkjum
sem legðu hærri skatta á þegnana.
VUhjálmur benti ennfremur á að
tvísköttunarsamningar væm ein
þeirra leiða sem hægt væri að fara tU
að koma í veg fyrir mismunun.
Góð þátttaka
í útboði
Austurbakka
HLUTAFJÁRÚTBOÐ Austur-
bakka hf., sem lauk á miðvikudag,
gekk vel. 630 fjárfestar skráðu sig
fyrir hlutafé, alls að nafnverði
4.283.071.
í hlut hvers áskrifanda koma því
að hámarki 5.025 krónur að nafn-
verði, eða 241.200 krónur að kaup-
verði.
Boðið var út hlutafé að nafnverði
fyrir 2,4 milljónir á genginu 48.
Fjárfestar gátu skráð sig fyrir
10.416 kr. hlutafé að nafnverði, eða
sem svaraði 500.000 kr. að sölu-
verði.
Austurbakki hf. verður skráð á
Aðallista Verðbréfaþings íslands
síðar í þessum mánuði.
Hlutafé í Talentu-
Hátækni seldist upp
ALLT hlutafé í hlutafjárútboði
Talentu-Hátækni hf. seldist áður
en skráningu átti að ljúka kl. 16:00
í gær. Alls skráðu 552 aðilar sig
fyrir 350 milljónum króna að nafn-
verði á genginu 1,5 og var söluand-
virði útboðsins því 525 milljónir
króna. Útboðið hófst síðastliðinn
þriðjudagsmorgun. Samkvæmt til-
högun þess höfðu þeir forgang sem
skráðu sig fyrstir og var tekið við
áskriftum þar til allt hlutafé sem í
boði var var uppurið. Ekki kemur
því til skerðingar á áskriftum.
Tilgangur útboðsins var að fjár-
magna frekari fjárfestingar sjóðs-
ins. Að loknu útboðinu er heildar-
nafnverð félagsins 1.148 milljónir
króna og markaðsvirði miðað við
útboðsgengi 1.722 milljónir.
Áhættufjárfestingarsjóðurinn
Talenta-Hátækni hf. er hluta-
bréfadeild C í Talenta Luxem-
bourg Holding S.A., sem Islands-
banki-FBA á um helming í.
Sjóðurinn fjárfestir í innlendum
og erlendum fyrirtækjum á sviði
upplýsingatækni, fjarskipta og
tölvuþjónustu. Hann er rekinn af
Talentu hf., sem er dótturfélag
Íslandsbanka-FBA hf. Verðbréfa-
þing Islands hefur samþykkt að
skrá Talentu-Hátækni á þinginu,
enda hafi öllum skilyrðum um
skráningu verið fullnægt. Sjóður-
inn verður þar með fyrsta er-
lenda félagið sem skráð er á
Verðbréfaþingi íslands.
Aðspurður hvort hlutabréfakaup
í Talentu-Hátækni hf. veiti rétt til
skattaafsláttar sagði Einar Örn
Ólafsson hjá Talentu hf. að fyrir-
spurn þar að lútandi hefði verið
send til skattayfirvalda, en það
mál væri ekki til lykta leitt.
ísafjarð-
arbær sel-
ur hlut
sinn í
Básafelli
LANDSBANKINN-Fjárfest-
ing hf. hefur keypt 9,8% hlut
ísafjarðarbæjar í Básafelli hf.
Hluturinn er að nafnverði
74,6 milljónir króna.
Að sögn Halldórs Halldórs-
sonar, bæjarstjóra á Isafirði,
nemur söluverðið 100 milljón;
um króna, á genginu 1,34. I
tilkynningu til Verðbréfaþings
íslands kemur fram að ísa-
fjarðarbær eigi ekki, að af-
loknum viðskiptunum, hluta-
bréf í Básafelli.
Halldór segir að oft áður
hafi staðið til hjá bæjarfélag-
inu að selja en ýmis sjónar-
mið þá verið uppi um eignar-
haldið, t.d. að bærinn ætti að
styðja við bakið á atvinnu-
rekstri. „Þau sjónarmið eru
ekki uppi lengur. Við sjáum
ekki ástæðu til að eiga hlut-
inn í fyrirtækinu þar sem
búið er að flytja það.
Einnig þykir okkur sem
félagið virki ekki lengur sem
almenningshlutafélag þar
sem aðeins einn maður situr
í meirihluta þess. Þegar sú
staða er komin upp þykir
okkur skynsamlegra að
leysa út peningana þar sem
við sjáum ekki alveg fyrir
okkur hvernig verðþróun
bréfanna verður,“ segir
Halldór.
Aðspurður segir hann að
andvirði sölunnar verði ekki
nýtt til endurfjárfestingar,
heldur til að greiða niður
skuldir bæjarfélagsins.
Ekki eign til
langframa
Davíð Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Landsbankans-
Fjárfestingar, segir að félagið,
sem er í eigu Landsbankans
hafi það að markmiði að taka
þátt í umbreytingarferli félaga
með kaupum á stórum hlutum
í þeim. „Við höfum til að
mynda tekið þátt í endur-
skipulagningu á eignarhaldi í
Hraðfrystistöð Þórshafnar. En
hvað bréfin í Básafelli varðar
þá hyggjumst við ekki eiga
þau til langframa."
Þjónum heiminum
frá nýjum staö
Fornubúðum
SÍF hf. flytur nú stærstan hluta starfsemi sinnar í aðsetur
félagsins að Fornubúðum 5 við suðurhöfnina í Hafnarfirði.
Öll starfsemi verður flutt úr Sigtúni 42 í húsakynni SÍF í
Hafnarfirði. Eftir flutningana verður starfsemi SÍF ísland undir
einu þaki í Fornubúðum ásamt starfsemi Saltkaupa, Saltskipa
og Norðurhafs.
Starfsemi móðurfélags SÍF hf. verður áfram til húsa að
Fjarðargötu 13-15.
Aðalsímanúmer SÍF hf. verður 550 8000.
Póstfang SÍF hf. verður:
SÍF hf.
Fjarðargötu 13-15
Pósthólf 20
222 Hafnarfirði
mest seldu fólksbíla-
tegundirnar í frá
jan.-mai 2000 tyrra án
Bráðabirgðatólur Fjöldi % %
1. Toyota________998 16,6 -4,6
2. Volkswagen 669 11,1 -3,0
3. Nissan 526 8,7 -16,2
4. Opel___________496 8,2 +27,8
5. Subaru_________439 7,3 +3,5
6. Mitsubishi 358 5,9 -24,6
7. Renault 274 4,5 +2,6
8. Hvundai 247 4,1 +11,3
9. Daewoo/SSanay. 229 3,8 -32,8
IQ.Ford_________225 3,7 -3,4
11. Suzuki_______188 3,1 -30,6
12. Honda________175 2,9 -34,5
13. Skoda________159 2,6 -0,6
14. Isuzu________144 2,4 -31,8
15. Peuqeot 138 2,3 -32,7
Aðrarteg. 758 12,6 -8,8
Samtals 6.023 100,0 -9,6
1999 2000 1999 2000
Tæplega 10% samdráttur í bílainnflutningi
Fyrstu fimm mánuði ársins hefur innflutningur á nýjum bifreiðum
dregist saman um 9,6% frá sama tímabili í fyrra. Hlutfallslega er
mestur samdráttur í innflutningi á Hondabifreiðum eða um 34,5%.
Aftur á móti er hlutfallslega mest aukning á Opel bifreiðum af þeim
15 tegundum bifreiða sem seljast best á (slandi. 22,7% aukning
er á innflutningi á vöru-, sendi-, og hópferðabílum fyrstu fimm
mánuði ársins.