Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 49
f MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 49 ningarinnar í Hannover og mikil aðsókn að sýningunni í íslenska skálanum Morgunblaðið/Kristinn 3on klippir á borðann og opnar íslenska skálann formlega. slenski skálinn fallegur. Mikil tæknivinna að baki „Við notumst við mörg kerfi,“ segir Kristján Magnússon, tæknistjóri ís- lenska skálans. „Sum þeirra eru keyrð af DVD-diskum, stóra myndin er keyrð af hörðum diski, sérstakri „high defin- ition“-sjónvarpstölvu, myndvarpinn í tjöminni er sá stærsti og öflugasti sem til er, tæki upp á 14 milljónir. Öllu er þessu stjómað með sérstökum sýning- arstjómunarhugbúnaði. Þetta er al- gjörlega sjálfvirkt, svo lengi sem ekk- ert kemur upp á. Ég verð voðalega glaður ef ég þarf ekki að gera neitt í sumar,“ segir hann og hlær. „Ég set í gang í morgnana og slekk á kvöldin. Ég kom með hengirúmið með en það er verst að .ég kem því ekki fyrir því víraflækjan er svo mikU.“ Það tók um mánuð að setja upp sýn- inguna tæknilega fyrir þrjá menn. ,Að baki liggur mikil undirbúningsvinna heima,“ segir Kristján. „Við höfum unnið að þessu síðan í haust og komum með flestöll tækin samsett og tilbúin.“ Er hann sáttur við afraksturinn? „Ég er mjög ánægður með langflest,“ svarar hann. „Það er alltaf eitthvað sem betur má fara og við eigum eftir að vinna að því smátt og smátt, en ég held að þetta sé samt nokkum veginn það sem við vorum beðnir um og hönnuður- inn sá fyrir sér.“ Heimsókn utanríkis- ráðherra lokið Heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og eiginkonu hans, Sigurjónu Sigurðardóttur, ásamt fylgdarliði, hófst á miðvikudag og lauk í gær. Auk þess að opna íslenska skál- ann fyrir gestum á miðvikudag og al- menningi á fimmtudag og taka á móti Gerhard Schröder, kanslara Þýska- lands, hefur Halldór náð að skoða nokkrar sýningar. Hann skoðaði sýningar Sviss, Liechtenstein, Japans, Vatíkansins og endurvinnslufyrirtækisins Duales System á fimmtudag og í gær skoðaði hann sýningar Þýskalands og hinna Norðurlandaþjóðanna, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Svíþjóðar. Þá var hann gestgjafi í hátíðarkvöld- verði á fimmtudagskvöld fyrir þá sem stóðu að þátttöku Islands, þar sem hann lauk lofsorði á sýninguna og sagði aðstandendur hennar hafa sýnt fram á að ísland gæti spjarað sig í samfélagi þjóðanna. Ennfremur sagði hann að dregin væri upp raunsönn mynd af ís- landi: „ísland er fegurðardrottning. Ef sagan er sögð eins og hún er kemst það til skila.“ Kláfar, séð frá þýska skálanum. Eins og í teikni- myndasögu ALDREI hafa verið fleiri þátttöku- þjóðir á heimssýningunni en þeirri sem hófst í Hannover á fimmtudag. 150 þúsund manns mættu á opnun- arhátíð heimssýningarinnar ÉXPO 2000. Þýskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir því hversu vel tókst til, og sagði í Die Welt að byrjunin væri eins og í teiknimyndasögu. Þó eru sumir svartsýnni, ekki síst þegar tekið er með í reikninginn að spáð var að meðalað- sókn á sýninguna yrði um 260 þúsund manns á dag. Færri sóttu sýninguna í gær en á opnunardaginn, enda var þá ekki frídagur, en búist er við að að- sóknin glæðist aftur um helgina. Aldrei fleiri þátttökuþjóðir Mikið var um dýrðir á opnunardag- inn, alveg frá því að Johannes Rau, for- seti Þýskalands, klippti á borðann og 100 þúsund blöðrur svifu til himins. Hvarvetna á svæðinu voru tónleikar og fjörlegar uppákomur, og meðal annars mátti sjá brasilískan dans í anda kjöt- kveðjuhátíðarinnar, loftfimleikamenn í tjaldinu Big Tipi og flugeldasýningu í ljósaskiptunum við EXPO-vatnið. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri í heimssýningu en nú, því hvorki fleiri né færri en 173 þjóðir og 14 alþjóðasam- tök sýna á 160 hekturum lands fram til 31. október. Það er þó eftir því tekið að Bandaríkjamenn eru ekki á meðal I austurríska hvíldarskálanum. Þýski kanslarinn heimsækir íslenska skálann. skálann svaraði Iialldór: „Við stung- um upp á því að hann kæmi hér. Því var afskaplega vel tekið og þetta er annar skálinn sem hann heimsækir á þessum degi, þannig að hann, fyrir hönd þýsku þjóðarinnar, sýnir ís- lensku þjóðinni mikla virðingu, með því að koma hingað." Á meðal annarra sem tóku á móti Schröder voru Sverrir Haukur Gunn- laugsson, ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins og formaður verkefnis- stjóniarinnar, Sigríður Sigurðar- dóttir, framkvæmdastjóri íslenska skálans, og sendiherrahjónin Ingi- mundur Sigfússon og Valgerður Vals- dóttir, ásamt fleiri aðstandendum sýningarinnar. þátttökuþjóða, þar sem fyrirtæki þar í landi sýndu því ekki nægan áhuga. Kostnaður við sýninguna er áætlaður um 230 milljarðar króna og er áætlað að um 40 milljónir manna muni sækja hana. Eins og áður segir var almenn ánægja, jafnt meðal fjölmiðla sem stjórnmálamanna, og sagði Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, við blaðamenn: „Heimssýningin er á góðri leið.“ Mótmæli í Hannover Ekki eru þó allir á eitt sáttir, frekar en um önnur mannanna verk, því um hundrað mótmælendur söfnuðust sam- an í Hannover á svipuðum tíma og sýn- ingin hófst, en lögreglan leysti upp mannsöfnuðinn, án þess að nokkur væri handtekinn. Síðar um daginn mótmæltu 400 manns, sem hentu m.a. grjóti og brunnum flugeldum, og voru 100 handteknir. Þá var kveikt í um 30 ruslagámum og 30 manns hlekkjuðu sig saman með hjólreiðalásum til að hindra umferð um brú yfir eina af helstu umferðaræðunum að EXPO. Einnig hentu mótmælendur logandi hjólbörðum á lestarteina til að hindra samgöngur og ollu hálftíma töfum. Það eru vinstri samtök sem standa fyrir mótmælunum og álíta að fjármunum þeim sem eytt hefur verið í EXPO hefði verið betur varið í velferðarkerf- ið, en áætlað er að tap á sýningunni verði rúmir 13 miHjarðar. Alíta mót- mælendur að sýningin sé dýrðaróður til kapítalismans. Bii’git Breuel, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar, sagði eft- irfarandi í opnunarerindi sínu, sem skoða má sem svar við gagnrýninni: „EXPO er gerð af fólki fyrir fólk - gesti okkar. Sýningin er ekki sýndarveru- leiki; henni er ætlað að vera áþreifan- leg.“ Þá hefur verið gagnrýnt að of dýrt sé inn á hátíðina (um 2.700 krónur) og veitingar og samgöngur á svæðinu séu í dýrari kantinum. Skipuleggjendur hátíðarinnar veittu 30 þúsund skóla- bömum í nágrenninu og 6 þúsund starfsmönnum EXPO ókeypis aðgang á opnunardaginn, til þess að auka að- sókn. Engu að síður var ekki búist við að 150 þúsund myndu mæta á opnunar- daginn, þrátt fyrir að miðar væru mun dýrari, og var aðsóknin framar vonum. Samgöngukerfið reyndist anna full- komlega þeim gestafjölda sem lagði leið sína á sýninguna. Einn þeirra sýn- ingarskála sem vöktu mesta athygli var sá þýski, þar sem er að finna 45 risastórar myndir af andlitum Þjóð- verja er sett hafa mark sitt á þýskt samfélag, jafnt stjómmálamanna sem íþróttamanna á borð við Steffi Graf. Þá er sýnd kvikmynd og nær sýningarflöt- urinn yfir alla veggi og gólf skálans. Samkvæmt yfirmanni skálans mættu 40 þúsund gestir fyrsta daginn og þurftu sumir að bíða í allt að fimm tíma til að komast inn. Hús úr pappír Þá vöktu Hollendingar athygli með skála sínum, sem er í öllum regnbog- ans litum, og var heimsóttur af 35 þús- und manns, og margir skoðuðu skála framtíðarsýnar, þar sem hægt er að fá innsýn í 21. öldina. Japanski skálinn þykfr vel heppnaður, en aðstandendur þeirrar sýningar þurftu sérstakt bygg- ingarleyfi, því að þar hefur verið reist fyrsta húsið í Þýskalandi sem gert er úr pappír. Nepalska sýningin er haldin í sambræðingi af búddísku og hind- úísku hofi. Hægt er að fara í kláfferju enda á milli á sýningunni fyrir tæpar 200 krónur og nýttu sextíu þúsund manns sér þá þjónustu. Auk þessa eru ótal uppákomur og viðburðir á dag- skrá, eða alls 15 þúsund, þar til yfir lýk- ur í október, þar á meðal sameiginlegir tónleikar rokksveitarinnar Scorpions og Berlínarfílharmóníunnar og 21 tíma löng uppfærsla á „Faust“ eftfr Goethe. i *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.