Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 37 LISTIR Nærvera guðs áþreifan- legust í hrauni og mosa STEINA Vasulka opnar sýningu í Ljósaklifi í Hafnarfirði í dag, laugar- dag, kl. 16, á fullu tungli. Um er að ræða myndbandsinn- setningu en sýninguna nefnir lista- konan Hraun og mosi. Steina Vas- ulka er heiðursgestur á sýningunni Nýr heimur - stafrænar sýnir í Listasafni Islands. „Einar Már Guðvarðarson boðaði mig á staðinn sinn á fallegum degi í nóvember síðastliðinn. Tilefnið var að bjóða mér að sýna í sýningarrými Ljósklifs, sem er staðsett á undur- fogru hraunsvæði í Hafnarfirði. „Þemað er hraun,“ sagði hann mér, „hefurðu einhvern tímann unnið með það?“ Astarsamband mitt við hraun hófst í bamæsku, þegar álfar og tröll voru hluti af raunveruleikan- um. Ég man að ef ég starði nógu lengi á hraunbreiðu byrjaði hún að hreyfast og gaf jafnvel frá sér hljóð. Mörgum árum seinna í Herdísarvík endurvakti ég þessar minnigar og þá óumræðulegu gleði sem fylgir þeim. Ef Guð er alls staðar er nærvera hans vissulega áþreifanleg í hrauni og mosa,“ segir Steina Vasulka. „Hraun og mosi er nýtt verk sem Steina hefur unnið fyrir sýningar- rými Ljósaklifs. í verkinu túlkar hún á mjög áhrifaríkan hátt með sampili myndmáls og tónlistar árs- tíðir og tímavíddir hraunsins. Innri spennu þess í viðjum sem bresta í magnþrungnum hljómum og ljóð- rænu flæði tilbrigðaríks myndmáls. Margóma raddir verksins seiða mann inn í töfraheim hrauns og mosa og orð Steinu, ...,,Ef Guð er alls staðar, er nærvera hans vissulega áþreifanlegust í hrauni og mosa,“ verða að raunverulegri upplifun þess sem skynjar kvikuna,“ segir myndlistarmaðurinn Einar Már Guðvarðarson en hann er forsvars- maður og eigandi Ljósklifs ásamt Susanne Christensen. Ljósaklif er á vernduðu hrauns- væði við sjóinn vestast í Hafnarfirði. Sýning Steinu Vasulka er sú fyrsta í sumarstarfsemi Ljósaklifs. Prentuð dagskrá um starfsemi sumarsins hefur verið gefin út og má nálgast hana á ýmsum sýningarstöð- um og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Sýningu Steinu Vasulka lýkur 14. júní. Dúkrísta eftir Ágúst Bjarnason. Dúkristur í Tjarnarsal ÁGÚST Bjarnason opnar sýningu á vatnslituðum dúkristum í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag, laugar- dag, kl. 15. Meginviðfangsefnið er hús og umhverfi í Reykjavík. Þá eru á sýningunni myndir af öðrum toga. Ágúst er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskólanum árið 1980. Tríó Jóels á Jómfrúnni FIMMTA árlega sumartónleikaröð veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu hefst laugardaginn 3. júní kl. 16. Á fyrstu tónleikunum, kemur fram tríó saxófónleikarans Jóels Pálsson- ar. Auk hans sldpa tríóið Þórður Högnason kontrabassaleikari og Einar Scheving trommuleikari. Tónleikamir fara fram utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Djasstónleikar verða síðan á Jóm- frúnni á sama tíma alla laugardaga í júní, júlí og ágúst. Ymsar hljómsveit- ir munu koma fram og er stefnt að fjölbreyttri og lifandi dagskrá. Hann bjó og starfaði í Stokkhólmi um nokkurra ára skeið, var m.a. meðlimur í grafíklistahópi og starf- aði við listmunavörslu. Auk þess stundaði hann nám í listasögu við há- skólann þar í borg. Sýningin er opin virka daga til kl. 19 og frá hádegi til kl. 18 um helgar. Henni lýkur 13. júní. Sýningum lýkur Áhaldahúsið, V est mannaeyj um Sýningu Sigurdísar Amarsdóttur lýkur á morgun, sunnudag. Sýningin er jafnframt síðasta sýningin af fjór- um sem haldnar hafa verið á þessu vori og kenndar hafa verið við Mynd- listarvor íslandsbanka í Eyjum. Gallerí Smíðar og skart Málverkasýningu Jóhönnu Hreinsdóttur lýkur á mánudag. Á sýningunni em 13 málverk. Gallerí Smíðar og skart er opið kl. 10-18. alla daga nema sunnudaga. Menningar- hátíð SGI BÚDDISTASAMTÖKIN SGI á ís- landi fagna nú tuttugu ára afmæli sínu með menningarhátíð í dag, laug- ardag og á morgun, sunnudag, í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hátíðin hefst kl. 14 báða dagana. Á hátíðinni verður m.a. listasýn- ing, söngur, tónlistarflutningur, leiksýning og fyrirlestrar. Aðgangur er ókeypis. Einsöngs- tónleikar á Egilsstöðum JÓHANN Smári Sævarsson bassa- söngvari og Helga Bryndís Magnús- dóttir píanóleikari halda einsöngs- tónleika í Egilsstaðakirkju í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. A efnisskránni em þýsk ljóð eftir Brahms og Schumann og íslenskar einsöngsperlur. Málverkasýn- ing í Búðardal AÐALBJÖRG Jónsdóttir opnar málverkasýningu í Dalakjöri í Búð- ardal í dag, laugardag. Aðalbjörg er frá Geststöðum við Steingrímsfjörð, fædd 15. desember 1916, nú búsett í Reykjavík. Hún stundaði nám hjá Arnheiði Einars- dóttur og í Myndlistaskóla Reykja- víkur, aðalkennari hennar þar var Hringur Jóhennesson, í Killen Texas hjá Lindu Dane, í smámyndamálun. Hún hefur verið í Myndlistarklúbbi Hvassaleitis í 10 ár. Hún hefur haldið sex einkasýning- ar og tekið þátt í einni samsýningu. Hún hefur einnig sýnt handprjónaða kjóla hjá Islenskum heimilisiðnaði og á Kjarvalsstöðum. Sýningunni í Dalakjöri lýkur 7. júlí. Mustonen er óumdeilanlega „virtúós“ segir m.a. í dómnum. Að skálda í tónmálið TOJVLIST Háskólabíó PÍANÓTÓNLEIKAR Olli Mustonen flutti verk eftir Beethoven og Brahms. Fimmtudagurinn 1. júní, 2000. KUNNÁTTA getur haft þau áhrif, sérstaklega í flutningi eldri verka, að viðteknar venjur verði ráð- andi um útfærslu slíkra verka og að þar sé oft svo fast haldið, að engu megi breyta. Andstaðan við hefðina í útfærslum hefur verið mjög áber- andi í leikhúsinu og á sviði tónlistar hafa gömul tónverk verið færð upp í alls konar umritunum og jafnvel, eins og sagt er, „poppuð“. Margir þykjast sjá í þessum breytingumfirr- ingu og jafnvegisleysi sem rekja megi til kvikmynda, þar sem jafnvel ofbeldið getur verið „smart“ og „cool“. Líklega verður ekki spornað við þessari þróun og þeir sem vilja sjá góðu hliðamar á öllu segja sem svo að þetta gengi yfir og gömlu veridn muni lifa af þennan óróa. Þessi hugleiðing á ekki alls kostar við um leik Olla Mustonen í Háskóla- bíói s.l. fimmtudag, því hann uppfær- ir sig sem klassískan konsertpían- ista, og það af bestu gerðinni, hvað snertir tækni og tilfinningaþrungna túlkun. Hann lítur á leik sinn sem sköpun og það er í raun rétt að sér- hver flutningur er “sviðssetning", þ.e.a.s. að verkið verður til í lifandi formi, sem annars er aðeins til þög- ult og hreyfingarlaust á bók. Mustonen hóf tónleikana með „pastoral" sónötunni op. 28 eftir Beethoven og þrátt fyrir sérkenni- legar breytingar á tónmáli, t.d. lengdargildum upphafstónanna í Skersóinu, hraða, svo sem í Andante kaflanum, svo að “stakkató" bassa- ferlið missti sérkennileika sinn, styrkleika einstakra tónhendinga, sem einnig voru sérkennilega mótað- ar með ýmsum hætti, eins og t.d. í áhersluskipan, var leikur hans ákaf- lega skýrt mótaður og á köflum glæsilegur og það sem þó er sér- kennilegast, í raun ekki fjarri Beet- hoven sem var maður sterkra and- stæðna. Bagatellurnar ellefu op. 119 eftir Beethoven, sem eru að mestu mjög einfaldar, voru sumar hverjar meistaralega vel fluttar og stækkuðu sannarlega í höndum Mustonens. Rondo a Capriccio, sem Diabelli mun hafa lokið við og gaf út 1828 stuttu eftir dauða Beethovens og merkti op. 129, er talið samið 1795, þ.e. frumgerð þess, en þetta skemmilega verk var glæsilega flutt og ekki síst lokakaflinn, sem talinn er bókstaf- lega vera eftir Diabelli. Fjórða viðfangsefnið eftir Beet- hoven var fantasía sem sögð er vera bæði í g-moll og B-dúr og ber ópus númerið 77. þetta verk fannst fyrir stuttu og þykir merkilegt fyrir þá sök að í því er að finna margt er sýn- ir tækni Beethovens í að „improvis- era“, svo sem sjá má í sumum „kad- ensum“ meistarans. Þetta improvítoríska verk var mjög vel fiutt, sem og öll viðfangsefni eftir Beethoven á þessum tónleikum, með léttum og skýrum áslætti sem stund- um, sérstaklega við hendingalok, minnti á mann sem missir andann í endaatkvæði setningar, m.ö.o. Mu- stonen leggur frá sér hendingamar oft með sérlega léttum og veikum áslætti. Stóra verkið á tónleikunum voru tilbrigði op. 24 eftir Brahms, yfir tema eftir Handel, sem er meistara- verk og á köflum sérlega erfitt, eink- um hin rismikla fúga í lok verksins. Leikur Mustonen var nokkuð yfir- drifinn, hann skáldar í tónmálið en ávallt á sérlega áhrifamikinn máta, einkum er varðar túlkunina sem á köflum var mjög óvenjuleg og til- finningaþrungin. Mustonen er óum- deilanlega „virtúós“ er gefur við- fangsefnum sínum ekki aðeins fallega áferð heldur einnig hluta af sjálfum sér. Segja má að hann sé ein- staklega opinskár listamaður, sem er óhræddur við að opinbera tilfinn- ingar sínar og er þar heill, sannur og stór. Jón Ásgeirsson Opið laugardag 13 til 17 Istraktor ?,? LAR FYRIR ALLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.