Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 3. JIJNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tilkynnt hverjir hljóta Fulbright-styrki skólaárið 2000-2001 Styrkjum fjölgar úr 10 í 15 frá og með haustinu 2001 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Styrkþegar Fulbright-stofnunarinnar ásamt aðstandendum. Frá vinstri: Valur Ingimundarson stjórnarformað- ur, María Þ. Gunnlaugsdóttir, Kristján Kristjánsson, Magnús Sveinn Helgason, Guðlaug Tinna Grétarsdóttir, Hrefna Marín Gunnarsdóttir, Vala Hjörleifsdóttir, Gréta Björk Kristjánsdóttir, Anna Linda Bjarnadóttir, Inga María Leifsdóttir og Stella Hálfdánardóttir, framkvæmdastjóri Fulbright-stofnunarinnar. Gunnar Gunnarsson, Logi Viðarsson, Tinna Þorsteinsdóttir og Birna Jónsdóttir voru íjarverandi. FRÁ og með skólaárinu 2001-2002 mun Fulbright-stofnunin geta út- hlutað fimmtán náms- og rann- sóknarstyrkjum í stað tíu en við- bótarstyrkir þessir verða í boði þriggja íslenskra fyrirtækja. Til- kynnt var hverjir hlytu Fulbright- styrki fyrir næsta skólaár við há- tíðlega athöfn á miðvikudag en fram kom í ræðu Vals Ingimundar- sonar, stjórnarformanns Ful- bright-stofnunarinnar, að aldrei fyrr hefði jafn stór hópur sterkra kandídata sótt um styrkina. Að þessu sinni hljóta tíu íslensk- ir námsmenn Fulbright-styrki til náms við bandaríska háskóla en að auki voru veittir tveir rannsóknar- styrkir. Enn fremur var veittur einn styrkur til að sækja námskeið í bandarískum fræðum nú í sumar. Fram kom hins vegar í ræðu Vals Ingimundarsonar að frá og með skólaárinu 2001-2002 myndu fimm styrkir bætast við að upphæð tólf þúsund dollarar hver. Minning- arsjóður Pálma Jónssonar stofn- anda Hagkaups leggur til þrjá af námsstyrkjunum en fyrirtækin Is- landsbanki-FBA og íslensk erfða- greining einn hvort. Þeir sem hljóta Fulbright-rann- sóknarstyrki að þessu sinni eru Dr. Kristján Kristjánsson, Háskólan- um á Akureyri, og Dr. Birna Jóns- dóttir, læknir hjá Röntgen í Dom- us Medica. Kristján fær styrkinn til að stunda rannsóknir í heim- speki við Cornell University í New York en Birna til að stunda rann- sóknir í læknisfræðum. María Þ. Gunnlaugsdóttir, sem vinnur í menntamálaráðuneytinu, fær síðan styrk til að taka þátt í námskeiði fyrir starfsmenn ráðuneyta og BRETINN David Hempleman- Adams flaug á fimmtudag að norðurpólnum en hann lagði upp frá Svalbarða á sunnudag. Er þetta í fyrsta skipti sem manni tekst að fljúga á norðurpólinn í loftbelg og það hefur ekki verið reynt frá því Svíinn Salomon Andree reyndi það við þriðja mann árið 1897 en brotlenti á ísnum og fórust þeir allir. Morgunblaðið náði sambandi við Hempleman-Adams á fimmtu- dag með aðstoð fjarskiptamið- stöðvarinnar í Gufunesi en loft- skeytamenn hennar önnuðust öll fjarskipti Hempleman-Adams við stjórnstöð leiðangursins í Bret- landi. Sagði belgfarinn þetta vera fyrsta samtalið sem hann ætti við Qöimiðia í ferðinni. Vegna stillviðris á norður- pólssvæðinu var ekki reynt að komast nákvæmlega yfír pólinn, enda markmiðinu að komast í innan við 100 km fjarlægð frá honum náð. Var Hempleman- Adams í aðeins 20 km fjarlægð frá pólnum er hann hækkaði flugið aftur og sneri við. Hempleman-Adams sagðist lengi hafa langað til að freista þess sem Andree tókst ekki fyrir einni öld. „Mér fannst ég verða að reyna og tileinka honum ár- angur minn,“ bætti hann við. Hann sagði ferðina hafa verið þreytandi og hann hefði aðeins sofíð í um fjórar klukkustundir undanfarna fjóra sólarhringa. kennara í bandarískum fræðum, sumarið 2000. Eftirtaldir námsmenn hljóta Fulbright-námsstyrki skólaárið 2000-2001: Anna Linda Bjamadótt- ir, til að stunda framhaldsnám í lögfræði við University of San Diego; Gréta B. Kristjánsdóttir, til að stunda framhaldsnám í jarð- fræði við University of Colorado, Boulder; Guðlaug Tinna Grétar- „Ég var orðinn það þreyttur í gær að ég sofnaði standandi," sagði belgfarinn, en þá varð það honum til bjargar að hann er ól- aður við far sitt og fellur því ekki fyrir borð úr opinni körfu þess. Gekk á norðurpól á skíðum og vissi um afrek Haraldar Arnar - Og hvað tekur við næst, hyggstu reyna að drýgja aðra dáð af þessu tagi? „I hitteðfyrra gekk ég á norð- urpólinn á skíðum frá Ward Hunt eyju í Kanada. Það var bæði auð- veldara og fljótlegra að fljúga belgnum á pólinn. Nú fínnst mér mest liggja á að komast heim í góðan tebolla og síðan veltir maður líklega vöngum yfír því hverju maður tekur upp á næst,“ svaraði Hepleman-Adams. Hann sagðist aðspurður vita um nýafstaðna pólgöngu Hara- ldar Arnar og sagði hann hafa staðið sig mjög vel að komast einn síns liðs þangað. Eins og áður segir hefur fjarskiptamiðstöðin í Gufunesi séð um fjarskipti milli Hemple- man-Adams og stjórnstöðvar leið- angursins í Birmingham í Eng- landi. Var hann þakklátur fyrir þjónustuna sem hann hefur feng- ið í Gufunesi. „Ég vil endilega koma á framfæri þökkum til loft- skeytamannanna í Gufunesi, þeir hafa þjónustað mig vel og eru fyrsta flokks,“ sagði hann. sdóttir, til að stunda framhaldsnám í mannfræði við Temple Univers- ity, Pennsylvaníu; Gunnar Gunn- arsson, til að stunda framhaldsnám í stærðfræði við University of Cal- ifornia, Santa Barbara; Hrefna M. Gunnarsdóttir, til að stunda fram- haldsnám í rafmagnsverkfræði við Stanford University; Inga María Leifsdóttir, til að stunda fram- haldsnám í uppeldisfræði; Logi NEMENDUR Menntaskólans við Sund færðu á dögunum Barnaheill- um eina milljón króna að gjöf. Þessi gjöf er afrakstur vinnu um 600 nemenda skólans, en þeir gáfu vinnu sína í einn dag til styrktar samtökunum. Fjáröflun nemend- anna var hluti af þemaviku skólans, þar sem þemað var málefni þróun- arlanda, og sendu nemendurnir út 200 bréf til fyrirtækja þar sem ósk- að var eftir því að þau tækju menntaskólanema í vinnu í einn dag. Kristín Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla, segir að gjöfin verið notuð í verkefni Barna- heilla í Kambódíu, sem felst í því að byggja upp fljótandi grunnskóla fyrir börn. Þar geisaði borgarastríð um langt skeið og segir Kristín að nú sé að alast upp önnur kynslóð í Kambódíu sem ekki hefur fengið Viðarsson, til að stunda framhalds- nám í rafmagnsverkfræði við Stan- ford University; Magnús Sveinn Helgason, til að stunda framhalds- nám í hagfræðisögu við University of Minnesota, Minneapolis; Tinna Þorsteinsdóttir, til að stunda fram- haldsnám í píanóleik og Vala Hjör- leifsdóttir, til að stunda framhalds- nám í jarðeðlisfræði við California Institute of Technology. neina menntun. Upphæð eins og ein milljón króna margfaldast á slíkum stöðum, en auk þess að byggja skól- ann fara peningarnir í að byggja upp bókasafn og að þjálfa upp tvær ungar konur til að verða kennarar. „Okkur þykir þetta alveg frá- bært. Nemendurnir höfðu alveg frumkvæðið að þessu og það má kannski sérstaklega þakka honum Gísla Þór Sigurþórssyni kennara sem hélt utan um þetta þeim megin. En ég held að krakkanir hafi unnið þetta meira og minna sjálf og þetta tókst mjög vel. Síðan ætlum við að halda áfram þessari samvinnu hvort sem það verður í svona dagsverki eða ein- hverju öðru, þannig að við erum mjög ánægð hérna hjá Barnaheill- um að fá skóla í samvinnu með okk- ur, einmitt í slíkt þróunaraðstoðar- verkefni." Jón Kjartansson ráðinn aðstoðar- bankastjóri sviss- nesks banka Stóri- Kroppur verður ekki seldur JÓN Kjartansson íyrrum bóndi að Stóra-Kroppi í Borgarfirði, sem gegnir nú stöðu aðstoðar- bankastjóra verðbréfabankans Investec Bank í Sviss, segir að jörðin að Stóra-Kroppi verði ekki seld, Jón átti í áralöngum deilum við yfirvöld vegna lagn- ingar Borgarfjarðarbrautai' sem átti að liggja þvert yftr tún- in í landi Stóra-Kropps. Deilurnar hófust í október 1994 og urðu síðar til þess að Jón taldi sér ekki vært á jörð- inni. Hann fluttist að Ártúnum í Rangárvallasýslu með allan sinn búskap árið 1998 en seint á sama ári var horfið frá því að „malbika túnin“ á Stóra-Kroppi eins og Jón orðar það í samtali við Morgunblaðið. Eftir að vega- stæðinu var breytt fluttist Jón aftur að Stóra-Kroppi og hugð- ist halda áfram búskapnum. Jón segir deiluna hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskyldu sína sem valdið hafi því að hún flutt- ist að lokum burt af jörðinni í vor. Jón segir að böm sín tvö hafi farið úr landi á meðan deil- an stóð yfir og að þau hefðu lýst því yfir að þau myndu ekki snúa aftur til íslands. ,Að yfirlögðu ráði fannst okkur hjónunum því ekki skynsamlegt að leggja út í írekari fjárfestingar vitandi það að við hefðum engan til að taka við búinu,“ segir hann. Jón nefnir einnig aðrar ástæður fyrir brottflutningi þeirra hjóna, m.a. öfund ýmissa áhrifamanna í sveitarfélaginu, sem erfitt hafi verið að búa við. Tók tvo daga að fá stöðu aðstoðarbankasij óra „Ég hef mjög langa reynslu í verðbréfaviðsldptum en þau fyr- irtæki sem ég leitaði til virtust ekki hafa áhuga á að nýta sér þekkingu mína. Þegar ég kom hins vegar hingað til Zúrich þá tók það mig tvo daga að fá stöðu sem aðstoðarbankastjóri þar sem menn tóku mér fegins hendi. Ég hef mjög gott starf hér og eftir þessa bitru reynslu að heiman er mjög ósennilegt að við heijum búskap að nýju. Stóri-Kroppur verður hins veg- ar ekki seldur. Þetta er myndar- leg jörð með fallegum húsum og jörðin verður tákn um þá tilraun sem við gerðum til að reisa myndarlegt bú, sem var barin niður eins og öll önnur fram- kvæmd í landbúnaði,“ segir Jón. Um fjögur þúsund starfs- menn vinna hjá Investec Bank sem sérhæfir sig í verðbréfavið- skiptum fyrir einstaklinga og stærri fjárfesta. Útibú bankans eru víða í hinum enskumælandi heimi, m.a. í Bretlandi, Suður- Afi-íku, Kanada, Bandaríkjun- um, Ástrah'u og víðar. En hvað verður um Stóra- Kropp? „Nágrannar mínir líta eftir húsunum og heyja túnin, 7-800 rúllur, sem koma þeim til góða. Öllu verður haldið til haga og ég mun verja leyfum mínum á Stóra-Kroppi. Eg held að mönn- um sé hollt að keyra þarna um og velta því fyrir sér hvort þeir aðilar sem fara með yfirstjórn landbúnaðarmála viljí virkilega gera mönnum ókleift að stunda búrekstur með því að malbika hjá þeim túnin. Þetta er svo fíflalegt að það er ekki hægt að tala um það á skynsömum nót- um,“ segir Jón Kjartansson. Flaug á norður- pólinn í loftbelg fyrstur manna Morgunblaðið/Golli Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, tekur við peninga- gjöf nemenda í MS úr hendi Kristins Más Ársælssonar, fyrrverandi for- manns nemendafélags MS. Hjá þeim eru Gísli Þór Sigurþórsson kennari og Aldís Pálsdóttir, fyrrverandi gjaldkeri nemendafélagsins. Nemendur MS færðu Barnaheillum milljón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.