Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURJÓN RUNÓLFSSON + Sigutjón Run- ólfsson fæddist á Dýrfinnustöðum í Skagafírði 15. ágúst 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfírð- inga 27. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin María Jóhannesdótt- ir, f. 16. apríl 1892, d. 24. júní 1986, og Run- ólfúr Jónsson, f. 25. mars 1881, d. 23. mars 1937. Böm Runólfs og Maríu auk Sigurjóns em Guðbjörg Jóhannesína, f. 27.7. 1916, eiginmaður hennar var Gísli Hannesson, Anton Valgarð, f. 9.7. 1917, d. 1.4. 1993, Bjöm Þórður, f. 20.3. 1919, Pálmi Anton, f. 24.7. 1920, eiginkona hans er Anna Steinunn Eiriksdóttir, Jóhannes, f. 6.11. 1923, Sigríður Sólveig, f. 23.11. 1925, eiginmaður hennar var Ingólfur Hannesson, Steinunn, f. 9.11.1926, eiginmaður hennar er Ingólfur Pálsson, Una, f. 7.9. 1928, eiginmaður hennar er Kristján Jónsson, Kristfríður, f. 23.8. 1929, fyrri eigin- maður hennar var Höskuldur Þorsteins- son, seinni eiginmaður hennar var Eyjólfur Ágústsson, Friðfríður Dodda, f. 8.12. 1931, eiginmaður hennar er Friðrik Friðriksson, Hólmfríður Svandís, f. 11.12. 1932, d. 5.8. 1987, eiginmaður hennar var Valgarð Bjömsson. Uppeldis- systkini Sigxujóns vom Björgvin Eyjólfs- son, f. 16.8.1935, d. 12.2.1961, eig- inkona hans var Jónína Óskar- sdóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir, f. 4.10.1936, eiginmaður hennar er J. Ingimar Hansson. Sigurjón kvæntist 4. júlí árið 1963 eftirlifandi eiginkonu, Sigríði Guðrúnu Eiríksdóttur, f. 13.11. 1927. Foreldrar hcnnar vora Eirík- ur Jónsson, f. 28.5. 1897, d. 31.8. 1959, og Fróðný Ásgrímsdóttir, f. 28.2.1897, d. 22.7.1986. Dætur Sig- urjóns og Sigríðar em stúlka, and- vana fædd 30.6. 1965, og Anna Mar- ía, f. 2.4. 1966. Uppeldissonur Sigríðar og Siguijóns er Eiríkur Jónsson, f. 29.3.1957, eiginkona hans er Lena Jónsson Engström. Sonur Eiríks og Guðbjargar Hinriksdóttur er Þorgrímur Gunnar, f. 10.3. 1982. Dóttir Sigríðar er Guðbjörg Bjöms- dóttir, f. 1.12. 1961, sambýlismaður hennar er Jón V. Gíslason. Börn þeirra em Berglind Eygló, f. 19.5. 1984, og Bjöm Þórður, f. 14.11.1986. Siguijón lauk prófi sem búfræð- ingur frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1940. Hann axlaði ungur ábyrgð á æskuheimilinu ásamt móð- ur sinni, ömmu og elstu systkinum, þegar faðir hans missti heilsuna. Sig- uijón tók alfarið við búinu sem bóndi á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi í Skagafirði árið 1937. Hann var í sveitarsljóm Akrahrepps um árabil og m.a. formaður bygginganefndar. Siguijón studdi margskonar menn- ingarstarf og vann ötullega að upp- byggingarmálum í sveitinni. Hann var vel hagmæltur og eiga margir vinir hans í fómm sínum vísur og kvæði eftir hann. Siguijón hætti ekki búskap fyrr en heilsa hans brást. Áttatíu og tveggja ára fluttist hann ásamt eiginkonu sinni til Sauðár- króks. Útfór Siguijóns fer fram frá Hofstaðakirkju í Skagafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Þú verður aldrei annað en Sigur- jón á Dýrfinnustöðum," sagði Steingrímur Steinþórsson, fyrrver- andi forsætisráðherra, við Sigurjón þegar Siguijón ræddi eitt sinn við hann um að fara í frekara nám, en það var honum mjög ofarlega í sinni. Þetta urðu orð að sönnu. Siguijón varð í orðsins fyllstu merkingu Sig- urjón á Dýrfinnustöðum. Ég kveð nú með nokkrum fátæk- legum orðum þennan mjög nána vin minn sem nú er farinn leiðina sem allii- þurfa víst að fara. Það er óhætt að segja að Sigurjón hafi haldið reisn sinni þar til yfir lauk, enda maðurinn engum líkur. Kynni okkar Siguijóns rúman síðasta áratuginn voru mjög náin og samskipti töluverð, enda var vinátta okkar mikil og bar þar aldrei skugga á. Það er óhætt að segja að Sigurjón var engum líkur og allir sem kynntust honum gerðu sér fljót- lega grein fyrir að þar fór mikill höfðingi og gáfumaður. Yfirgrips- mikil þekking Siguijóns á flestum hlutum var aðdáunarverð og minnið ótrúlegt. Sannarlega komu menn ekki oft að tómum kofunum hjá Sig- urjóni, sem þrátt fyrir að hafa ekki getað fetað menntaveginn hafði afl- að sér mikillar almennrar þekkingar og þekkingar sem ekki var augljóst að bóndi uppi í sveit byggi yfir. Þannig hafði Siguijón yfirgrips- mikla þekkingu á grískri goðafræði, gat farið með heilu kaflana úr Ham- let og hafði lesið Biblíuna a.m.k. tvisvar frá orði til orðs og mundi það sem hann hafði lesið. Það var nefni- GUÐRÚN GUÐJÓNS- DÓTTIR ÖFJÖRÐ + Guðrún Guðjóns- dóttir Öfjörð fæddist að Lækjar- bug, Hraunhreppi, 13. desember 1913 og ólst þar upp. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Akraness hinn 29. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar vora Guðjón Þórarinsson Öljörð, f. 17. septem- ber 1890, bóndi í Lækjarbug, d. 30. janúar 1980, og kona hans, Valgerður Ste- fánsdóttir, f. 24. maí 1891, d. 22. desember 1918. Systk- ini Guðrúnar: Valtýr, f. 1910, Gyða, f. 1916, og Sigríður Svein- bjömsdóttir (uppeldissystir), f. 1915. Guðrún giftist Gisla Þórðar- syni, f. 2. júní 1906, d. 10. október 1982, bónda og hreppstjóra í Mýr- dal, Kolbeinsstaðahreppi, hinn 30. april 1938 og bjó þar alla tíð þar til hún fluttist að Dvalarheimili aldraðra í Borgamesi í maí 1999. Þau eignuðust fimm syni. 1) Þórð- ur, f. 13. ágúst 1938, d. 6. janúar 1939. 2) Þórður, f. 16. júní 1940, smiður í Mýrdal. Kona hans er Kristín Stef- ánsdóttir, f. 7. október 1943, og eiga þau fímm böra og fjórtán barnabörn. 3) Guðjón, f. 16. júní 1940, bóndi í Lækjarbug. Kona hans er Ingibjörg Haraldsdóttir, f. 24. nóvember 1945, og eiga þau fjögur börn og tvö bamabörn. 4) Ingólfur, f. 1. júní 1945, bifreiðastjóri í Garðabæ. Kona hans er Björk Gísladóttir, f. 23. ágúst 1948. Þau skildu. Þau eignuðust þijú böm saman en tvö létust í frumbernsku, auk þess átti Björk einn son áður og á hann eitt bara. 5) Jón Norðfjörð, f. 15. ágúst 1949, bifreiðastjóri í Mýrdal. Sam- býliskona hans er Margrét Svavars- dóttir, f. 9. ágúst 1951. Auk þess ólst upp í Mýrdal frá um 10 ára aldri LUja Guðmundsdóttir, f. 30. maí 1934, húsfreyja á Ósabakka á Skeið- um. Guðrún verður jarðsett frá Kol- beinsstaðakirkju i dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku amma mín. Eina amman sem ég hef átt á lífi og alnafna mín. Nú mun ég bera nafnið með öðru hugarfari en áður þar sem minning- in um þig, einstaka konu, mun fylgja því. Ég velti því oft fyrir mér hvernig hægt væri að vera eins og þú, gömul og ung í senn. Gömul því þú bjóst yfir mikilli visku sem gott var að leita til þegar á bjátaði og ung því lífsgleðin og kætin var svo mikil og húmorinn alltaf á réttum stað. Sama hvaða mál bar á góma, þú nálgaðist þau án fordóma og með því hispursleysi sem einkenndi þig. Hvflík persóna, það var engin eins ogþú. Élsku amma, þakka þér fyrir samvistirnar sem ég fékk að njóta með þér. Þakka þér fyrir að vera nákvæmlega eins og þú varst. Minn- ingin um þig mun ætíð fylgja mér. Kveðja, Guðrún Guðjónsdóttir. lega aðdáunarvert að fylgjast með því hversu minnugur Sigurjón var. Gilti þetta um það sem hann las og það sem sagt var við hann. Þannig gátu menn gengið út frá því vísu að væri eitthvað sagt og ákveðið gleymdi Sigurjón því ekki og var það sama á hvaða tíma sólarhringsins orðin féllu eða samkomulag var gert. Orð Siguijóns voru eins og stafur á bók. Örlögin höguðu því svo að Sigur- jón missti ungur fóður sinn og þar sem hann var elstur margra systk- ina kom það í hans hlut að aðstoða móður sína við búskapinn. Þetta voru vissulega örlög, því ég deili þeirri sannfæringu með öðrum að Sigurjón hefði farið til náms hefðu örlögin ekki skipast á þennan veg, enda stóð hugur hans alla tíð til þess. Vinátta okkar Siguijóns var fölskvalaus, þrátt fyrir nokkurra áratuga aldursmun, enda varð Sig- urjón aldrei gamall í sinni. Um það getur fjöldi ungra manna og kvenna sem laðaðist að Sigurjóni vitnað. Sigurjón hafði nefnilega ekki síður náin samskipti við yngra fólk en gamalt. Við félagamir áttum saman margar góðar stundir bæði hér á landi og erlendis. Á tímabili var lögð mikil áhersla á að fara á Evrópumót hestamanna, en Sigurjón fór á sitt fyrsta mót þegar hann var sjötugur, þegar mótið var haldið í Svíþjóð 1985. Þeim sem voru með Sigurjóni í þessari ferð líður hún seint úr minni. Upp úr þessu fóru menn að tala um svokallaðar „fjölskylduferðir" en kjaminn í fjölskyldunni vom Sigur- jón og félagar úr Skagafirði. Há- mark „fjölskylduferðanna" var ferð- in á heimsmeistaramót í Austurríki 1987. Á því móti var fjölskyldan ákaflega áberandi og laðaði að sér fjölda manns. Einlæg gleði ríkti áv- allt í hópnum allan tímann, enda vom aldrei vandræði þar sem Sigur- jón var, heldur líf og fjör. Minnis- stætt er mér þegar ég þreytti hjá honum próf í skagfirskri lífsspeki, en prófið fór fram á keppnisvellinum á staðnum að viðstöddum áhorfendum og prófdómurum. „Það gæti verið að ég yrði miskunnarlaus við þig þegar í prófið er komið,“ sagði Sigurjón við mig stuttu fyrir hið opinbera próf. Fóru þó leikar svo að hann útskrifaði mig eftir erfiðar spurningar úr lat- ínu, um enskan skáldskap, heim- speki og stærðfræði, spumingar sem komu sjáanlega prófdómumm á óvart. Mér persónulega er minnis- stæðust ferðin sem við tveir fórum saman til Danmerkur 1989. Upp- mnalega höfðu fleiri úr hinni svok- ölluðu fjölskyldu ætlað að fara en endirinn varð sá að við fómm aðeins tveir og deildum við félagarnir her- bergi og var þar oft glatt á hjalla. Ýmislegt gerðist í þessari ferð sem varð Sigurjóni að yrkisefni, en hann var í raun skáld þótt hann flíkaði því lítið. Eftir hann liggja margar skemmtilegar vísur og vísnabálkar sem munu lifa hann. Sigurjón bjó allan sinn búskap á Dýrfinnustöðum en dvaldi aðeins síðustu árin á Sauðárkróki. Það fór ekki framhjá neinum sem kom að Dýrfinnustöðum að þar fór fram- kvæmdamaður sem hafði áhuga á framkvæmdum og byggingum. Allt- af var Sigurjón að framkvæma eitt- hvað, þótt auðvitað yrði „verkfall“ ef gesti bar að garði eins og alsiða er í Skagafirði. Ævinlega þegar ég heim- sótti hann að Dýrfinnustöðum ásamt fjölskyldu minni var vel tekið á móti manni, enda fannst mér og mínum að við ættum heima á Dýrftnnustöð- um. Margar klukkustundir gátum við Sigurjón setið á stólunum í fjós- inu og rætt málin, þannig að ýmsum þótti nóg um. „Ætli þeir séu ekki komnir á stólana?" var viðkvæðið þegar spurt var um okkur félagana heima á bæ. Þegar Sigurjón varð áttræður fór- um við saman ásamt konum okkar í þetta skipti til Hollands. Þetta var ánægjuleg ferð í alla staði og heim- sóttum við nokkur nærliggjandi lönd Sigurjóni til óblandinnar ánægju, en hefði Sigurjón verið yngri þegar hann fór að ferðast hefði hann farið víðar en raun varð á. Það er mikil- vægt að „sjá á“ eins og Sigurjón sagði. Ávallt gaf ég Sigurjóni skýrslu um ferðalög mín erlendis og aldrei kom ég þar að tómum kofun- um. Ánægðastur held ég þó að hann hafi verið þegar ég hringdi í hann af Akrópólis í Aþenu, en áhugi hans á grískri goðafræði var mikill og hefði ég óskað að hann hefði getað komið til þessarar borgar sem var vett- vangur atburðanna sem hann hafði lesið svo mikið um. Fyrir stuttu heimsótti ég Sigurjón eina helgi eins og venja hefur verið til margra ára. Ljóst var að Sigurjón var orðinn mikið veikur þótt andinn og hugurinn væri sá sami og áður. Þegar ég kvaddi minn kæra vin gerði ég mér ekki grein fyrir að svo skjótt skipuðust veður í lofti, en eftir á að hyggja held ég að hann hafi ná- kvæmlega vitað að hverju stefndi. Hann var nefnilega búinn að skila pípunni frægu sem hann hafði til varðveislu og afnota um sína daga. Pípuna hafði hann sent í áframhald- andi ferðalag, ferðalag sem hófst einhvem tíma á síðustu öld í Skot- landi. Þetta var merki um að hann vissi að tíminn væri að nálgast og að Sigurjóni hafi verið þetta ljóst. Ég mun sakna Siguijóns og smit- andi gleði hans þegar við vorum að skemmta okkur. Hið ómótstæðilega sælubros hverfur seint úr minni og svo höndin á loft líkt og til að leggja áherslu á hlutina. Með Siguijóni er genginn merkur maður og Ijóst að Skagafjörðurinn verður ekki samur eftir fráfall hans. Ég votta Sigríði, Önnu Maríu og öðrum aðstandend- um Sigurjóns samúð mína og vona að minningin lækni um síðir öll sár. Helgi Sigurðsson. Elsku Sigurjón, það er skrítið að sitja og skrifa um þig minningar- grein því manni finnst einhvem veg- inn að menn eins og þú séu eilífir, en svo er víst ekki. Það verður skrítið fyrir okkur að koma í Skagafjörðinn og þú ert ekki þar. En þetta verðum við að sætta okkur við. Við höfum þó Siggu til að fara til. Siguijón, manstu þegar við hittumst fyrst? Það var á heimsmeistaramóti ís- lenskra hesta í Danmörku. Ég vissi auðvitað hver þú varst, en þú vissir ekkert um mig. Fyrir mig var það mikill heiður að fá að kynnast þér. En ég kynntist ekki bara þér heldur henni Siggu þinni eins og þú sagðir oft. Þú varst nú búinn að segja mér mikið um Siggu þegar ég hitti hana fyrst, en frá því við sáumst fyrst höf- um við verið eins og bestu vinkonur, þrátt fyrir töluverðan aldursmun. Það hefur alltaf verið mikil til- hlökkun hjá börnunum okkar þegar á að fara til Siggu og Sigurjóns. Þau hlakka til i marga daga. Þú hafðir mjög gaman af að ferðast og manstu þegar þú varðst áttræður og við fór- um til Hollands? Það var nú ekki amalegt, og þá kom Sigga líka með, en það var í fyrsta sinn sem við fór- um saman í ferðalag. Það var ótrúlegt hvað þú hafðir lesið, það var alveg sama hvert í heiminum við Helgi höfðum farið, þú varst alltaf búinn að kynna þér stað- inn betur en við. Þú varst svo mikill heimsmaður. Ég er viss um það Sigurjón, að þú átt eftir að ferðast til Ríó, Akrópólis og enn fleiri staða frá þeim stað sem þú ert núna á. Það er bara verst að Sigga kemst ekki með. Sigurjón, það var mjög sérstakt að fylgjast með sambandi ykkar Siggu, virðingin sem þú barst fyrir henni var ótvíræð. Einnig var mjög sérstakt að fylgjast með sambandi þínu við þína einka- dóttur Önnu Maríu sem var sólar- geisli þinn, enda voruð þið mjög lík. Hún fór til Ameríku til að mennta sig og það varstu ánægður með, því þú vissir að hún myndi koma aftur heim. Elsku Sigurjón, ég kveð þig með söknuði, en þakka þér samt fyrir að ég fékk að kynnast þér. Jóna Dís. Þegar maður er átta til tíu vetra gamall er maður að mótast. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera í sveitinni hjá Sjonna og Siggu á sumrin til 16 ára aldurs á Dýrfinn- ustöðum. Það var mjög lærdómsríkt og gaman að vera á Dýrfinnustöð- um. Það má eiginlega segja að þetta séu mínar æskustöðvai’. Skagafjörð- ur á góðri sumarkvöldstund er það fallegasta sem ég hef séð, sólin í sín- um kvöldroða að setjast bak við Drangey, fuglasöngurinn í kvöld- kyrrðinni. Fyrst fannst manni þetta ekkert alltof spennandi að vera í sveit. Það er náttúrulega erfítt að koma frá þéttbýlisstað í sveitina. En Sigurjón var nú ekki lengi að heilla mann af sveitinni og því sem fylgir. Mörg atvik sitja alltaf eftir í manni, sum góð, önnur alvarleg. Eitt atvik er mér minnisstætt og nú seinna spaugilegt. Fyrsta sumarið fylgdist ég með þrastapari er hafði gert sér hreiður í skúr einum á Dýrfinnustöð- um. Nú, svo komu ungarnir og mikið fjör í þeim. En einn daginn var allt í rúst í kofanum og hreiðrið ónýtt á gólfinu. Gramdist mér þetta mjög og grunaði heimilisköttinn um þetta og leitaði hans drykklanga stund með öxi í hendi og ætlaði svo sannarlega að láta hann finna fyrir því. En Sig- urjón og Sigga voru nú ekki lengi að róa þetta niður, þannig að kisi slapp en var frekar lúpulegur um kvöldið. Annað spaugilegt atvik sem Sigur- jóni fannst alltaf gaman að minnast á var þegar ég var 16 ára. Ég hef alltaf verið haldinn veiðidellu en var nú ekki alltaf tilbúinn að greiða fúlgu fyrir að veiða í einhverjum ómerki- legum sprænum. Eitt kvöldið að sumarlagi fór ég í fljótin og kom mér fyrir á góðum stað og var að landa fiski þegar það er klappað létt á öxl- ina og spurt hvað ég sé að gera. Hér var á ferð ónefndur embættismaður ríkisins sem átti sumarbústað þama skammt frá, og í þokkabót var hann í veiðifélaginu á staðnum! Þetta fannst Sigurjóni alltaf fyndið er við hittumst, nú síðast í vor er ég var á ferðinni og kíkti inn hjá þeim heið- urshjónum. Mér hefur alltaf fundist gott að hafa kynnst þeim, því að betra fólki hef ég ekki kynnst um ævina. Alltaf var hægt að tala við Siggu og Sjonna ef eitthvað bjátaði á hjá manni. Mað- ur kemst jú ekki í gegnum lífið nema maður hafi gott fólk á bak við sig og með sér, ekki satt? Að morgni 27. maí bárust mér þau tíðindi að Sigurjón hefði farið í ferð- ina sem á eftir að liggja fyrir okkur öllum. Elsku Sjonni minn. Ég á alltaf eft- ir að minnast þín og okkar samver- ustunda. Eg sendi j»r kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt þig umvefji blessun og bænir, égbið aðþúsofirrótt Þótt svíði sorg mitt þjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Sigga mín, Eiki, Anna og Guðbjörg. Guð veri með ykkur. Megi hann styrkja ykkur nú og alltaf. Magnús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.