Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 82
82 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
IDAG
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fyrirlestur um
meistaraverkefni
JÓN Guðnason heldur fyrirlestur
mánudaginn 5. júní kl. 10 um verk-
efni sitt til meistaraprófs í raf-
magns- og tölvuverkfræði. Fyrir-
lesturinn verður fluttur í stofu 158
í VR2 við Hjarðarhaga 2-6 og eru
allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Verkefnið heitir: Líkansauð-
kenning á tali með afturvirkum
tauganetum.
Þróun tauganetsreikna við
greiningu merkja hefur verið hröð
undanfarin ár og hefur leitt til
margvíslegra notkunarmöguleika.
t.a.m. til lausna á ólínulegum
vandamálum.
Leiðbeinendur Jóns eru:
Dr. Jón Atli Benediktsson, pró-
fessor við við rafmagns- og tölvu-
verkfræðiskor, Verkfræðideildar
Háskóla íslands, dr. Elías Bjarna-
son, sérfræðingur hjá Conexant
Systems og Sverrir Ólafsson,
framkvæmdastjóri hjá Conexant
Systems.
VINKONA Víkverja var að koma
utan af landi, skelfingu lostin
eftir óhugnanlega lífsreynslu, að
henni fannst. Það sem hrelldi vin-
konuna var ekki atburður sem
komst í fréttir heldur einfaldlega
helgarumferðin á íslenskum þjóð-
vegi.
Umrædd kona ók eigin fólksbíl af
algengri gerð. Hún fylgdi umferð-
inni sem hélt rúmlega 90 km hraða.
Öðru hvoru komu ökumenn sem
nægði ekki sá hraði heldur fóru
miklu hraðar með tilheyrandi stór-
svigi inn á milli bíla þegar einhver
kom á móti. Úr tók þegar litlir fólks-
bílar með risastór fellihýsi eða tjald-
vagna í eftirdragi sprettu fram úr,
vel á öðru hundraðinu. Það virtist
fremur regla en undantekning að
slíkar vagnlestir ækju svo nálægt
miðlínu að tengivagninn færi inn á
akbraut þeirra sem verið var að fara
framúr. Fæstir dráttarbflanna voru
með spegla sem gerðu ökumanni
kleift að sjá aftur fyrir sig.
Ekki þótti vinkonunni heldur
þægilegt að mæta stórum jeppum á
breiðum dekkjum, sem margir óku
svo nærri miðlínu að hún varð að
flýja út á malarreinina utan við
bundna slitlagið.
Víkverji dregur þessa lýsingu
ekki í efa, enda er hún í samræmi við
hans eigin reynslu af akstri úti á
vegum. Það er illt ef ökumönnum
gleymist sú grundvallarregla um-
ferðarlaga að sýna tillitssemi og
varkárni í umferðinni. Ekki virðist
öllum ökumönnum „dráttarbíla"
heldur ljóst að ökuhraði bifreiðar
með eftirvagn eða skráð tengitæki
megi aldrei vera meiri en 80 km á
klst. Sé eftirvagninn án hemla og
meira en 750 kg að heildarþyngd,
eða óskráð tengitæki, má hraðinn
aldrei vera meiri en 60 km á klst.
Vinkona Víkverja varð ekki vör
við að lögreglan væri neins staðar
við eftirlit á leiðinni sem hún fór.
Vonandi er lögreglan ekki svo fjár-
svelt að frumskógarlögmálin fái að
ríkja á þjóðvegunum í stað umferð-
arlaganna. Það þarf umferðareftirlit
oftar en á kristnihátíð og um versl-
unarmannahelgi.
xxx
AÐ LOKUM nokkur viðvörunar-
orð til knattspyrnuáhuga-
manna. I frásögn Morgunblaðsins af
viðureign ÍA og KR um síðustu
helgi er klausa sem hefur valdið Vík-
verja nokkru hugarangri. Þar segir:
„Fríður hópur áhorfenda, vel gulir
með stór IA flögg, setti svip sinn á
leikinn. í fyrri hálfleik sat hópurinn
í stúkunni og hvatti sína menn eins
og vera ber. í síðari hálfleik kom
hópurinn sér hins vegar fyrir aust-
ast í grasbrekkunni, beint fyrir
framan stuðningsmannahóp KR.
Þetta var greinilega gert til að ergja
KR-inga og byrgja þeim sýn. En
Vesturbæingar voru í hátíðarskapi,
enda 2:0 yfir, létu þetta ekki fara
teljandi í taugarnar á sér. Aldrei er
að vita hvernig þetta hefði endað
hefðu KR-ingar tapað leiknum."
Akurnesingar hafa hingað til ver-
ið höfðingjar heim að sækja og von-
andi boðar þetta atvik ekki stefnu-
breytingu í þeim efnum. Svona
framkoma er auðvitað argasti dóna-
skapur og ekki til þess fallin að laða
að gesti á knattspyrnuleiki í bænum.
Islendingar hafa hingað til verið
blessunarlega lausir við ólæti á
knattspyrnuvöllum, en ögranir á
borð þið þær sem þarna er lýst
kunna ekki góðri lukku að stýra. Ef
að líkum lætur hafa gjörðir þeirra
stuðningsmanna ÍA, sem þarna áttu
hlut að máli, stjórnast af barnalegu
dómgreindarleysi í hita leiksins, en
þó er vissara af forsvarsmönnúm
IA, og raunar allra knattspyrnúfé-
laga í landinu, að vera vel á verði
gagnvart uppákomum af þessu tagi.
KAPPDRÆTTI
vinningamir fást dae
Vinningaskrá
5. útdróttur 1. júní 2000
Bif reiðavinningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
12712
Ferðavinningor
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
1 7047
4230 1
48949
62302
Ferðavinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 írí
14001 29128 35271 56575 63087 73492
18276 29288 53158 61438 71798 75341
H ú s b ú
Kr. 10.000
n a ð a
rvin
Kr. 20
mngur
23 14399 25047 35253 41770 50397 62649 73516
1226 15532 25958 37365 41832 53117 63298 74780
1593 1 5643 29077 37377 42094 53383 64594 75152
2120 16173 29737 38406 42152 5441 8 65973 75899
2645 16350 29920 38523 42958 54993 68757 76123
2747 17983 31263 38721 43068 55909 69126 76393
3815 1 8768 31821 39064 43524 589 1 1 69781 766 1 6
3915 18930 32167 39353 44006 59856 69804 7691 9
7738 19684 32545 39536 44355 59964 70619 78942
9172 21154 33245 40558 45202 60096 72024
1 0492 21420 33341 40797 45572 60921 72240
10571 22692 34052 41226 45874 60924 73173
10811 22746 35213 41715 491 1 1 61235 73209
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 5.0( >0 Kr. 10. )00 (tvöfaldur
212 8940 25236 34167 43940 52800 61910 70653
668 9270 25800 34329 44048 52975 62107 71210
675 9302 26475 34701 44392 53546 62657 71552
891 9704 26960 35506 44555 53895 62781 71820
1624 10185 27331 357021 44775 53992 63109 71907
2674 10530 27346 35787 45253 54723 63306 71920
2681 11535 27724 36155 45821 55021 63486 72361
2894 11886 27758 36262 46020 55318 63551 72418
3238 11932 27797 36897 46108 55734 6391 1 73101
3267 12279 27838 36901 46350 56470 64218 74180
3710 12326 27925 36906 46407 56693 64601 74954
3827 14086 28080 37098 46657 57333 65363 75299
4149 14295 28125 37257 46800 58055 65876 75917
4534 14409 28286 38043 46843 58138 65949 76005
4700 14608 28647 38092 47047 58157 66154 76142
5746 14664 28853 38659 47235 58604 66324 76290
5932 15675 29337 38843 47310 58672 66953 77810
6088 16264 29492 38931 47990 5881 8 67252 77979
6810 16955 29550 39008 48249 58851 67410 78090
7008 18163 29825 39078 48447 59404 67416 78852
7039 18355 30220 39629 48544 59489 67662 78927
7319 19182 30427 40313 49102 59761 67786 78982
7391 20229 31102 40386 49156 60076 67859 78993
7630 212-2 5 31294 40578 49473 60235 68021 79363
8180 21304 31400 41017 49824 60545 68075 79757
8223 21736 31694 41572 49989 60928 68316 79917
8270 22377 31713 42087 50047 61368 68351
8374 22666 31745 4271 1 50122 61394 69038
8389 22828 31830 43064 51305 61486 69242
8393 23389 32535 43166 51803 61620 69276
8654 23792 33258 43769 51861 61692 69428
8792 24852 33691 43819 52501 61845 69648
Næstu útdrættirfara fram 8. júní, 15. júní, 22. júm'og29. júní 2000
Heimasíða á Interneti: www.das.is
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Vorkveðia
til lesenaa
ÁGÆTI lesandi, aldamótin
eru liðin eða á leiðinni eftir
því við hvern þú ræðir,
heimsendir lætur bíða eftir
sér, laun sumra ykkar duga
vart fyrir lífsins bráðustu
nauðsyrgum meðan aðrir
leita á náðir sérfræðinga
yfir þeirri óhamingju er
auður þeirra hefur valdið
þeim. Síðan eru það að
sjálfsögðu þeir er feta hin
gullna meðalveg og ganga
hamingjusamir til vinnu
eða skóla, svo sáttir við sitt
og sína sem tilveran býður
þeim, tilbúnir að takast á
við einn dag í einu. I færri
orðum, hversdagsleikinn
umvefur okkur með gleði
og sorg, samferðamönnum
og gestaleikurum lífs okk-
ar.
Nú kannt þú, lesandi
góður, að vera farinn að
velta því fyrir þér hvað ég
sé að fara með þessum lín-
um og ég skal segja þér það
að þetta er ástarbréf til
samferðamanna minna og
þín. Ég vaknaði við það að
hversdagsleikinn hvíslaði
því að mér að ég ætti vini
og ég gerði þann skelfilega
glæp sem íslenskur karl-
maður að ég grét. Ekki af
neinu öðru heldur en þakk-
læti til tilverunnar íyrir það
að hafa gefið mér svo góða
vini sem ég á. Þeir eru ekki
fullkomið fólk, guði sé lof,
enda ég lítt til þess fallinn
að eiga samskipti við full-
komleikann í einu formi eða
öðru, breiskur maður sem
ég er. En þeir eru vinir
mínir sem ég trúi að elski
mig fyrir það sem ég er og
reyna að miðla mér af
reynslu sinni hvort heldur
sem er gleði eða sorg, leyfa
mér að deila með sér þess-
um hversdagsleika sem
hverfur svo hratt frá okkur.
Ástarbréf segir þú, já
ástarbréf svara ég, ástin er
nefnilega meira heldur en
hollywood-gylling kvik-
myndahúsanna eða sá ein-
staklingur er heldur hjarta
þínu. Og í amstri dagsins
kveðjumst við hratt, látum
ógætileg orð falla og látum
smámuni koma upp á milli
okkar og þeirra sem okkur
eru kærir, gieymum þeim
sem hafa reynst okkur vel í
þeirri spennu er felst í því
að kynnast nýju fólki, hætt-
um að hvísla ástarorð að
elskunni okkar vegna þess
að einhvemveginn virðist
sem þau hafi misst merk-
ingu sína í endurtekning-
unni, flækjum tilveruna á
allan máta mögulegan og
ómögulegan.
Ég ætla ekki að halda því
fram að ég hafi ekki fallið í
allar þessar gryfjur og
fleiri til, ég á eftir að falla í
þær aftur líka en það er
hluti h'fsins. Ég tek hins-
vegar þessa stund til að
stoppa og þakka þeim sem
hafa verið mér samferða
um ævina í stuttan tíma eða
langan. Ég ætla ekki að
gera vinum mínum það
(enda sumir feimnari en
aðrir) að nafngreina þá hér,
þið vitið hverjir þið eruð,
væri ég trúaður maður
myndu bænir mínar fylgja
ykkur en þið verðið að láta
ykkur nægja að hugur
minn og hjarta óskar ykkur
alls hins besta. Ég vil einn-
ig þakka móður minni og
systkinum fyrir takmarka-
lausa þolinmæði og ástúð
þegar ég hef átt hana
minnst skilda, þótt svo ég
segi það sjaldan þá ber
hjarta mitt ykkur ævinlega
fyrst. Og sé til guð þá bið ég
hann um að gæta þín,
Hekla litla, um ókomna tíð.
Það er ein manneskja sem
hefur fengið mig til þess að
þora að opna hjarta mitt
þótt hræddur sé, þú veist
að hvað sem tíminn leiðir í
Ijós, þá mun hluti af mér
ætíð ganga um hvíta
strönd. Tiiveran gefi ykkur
öllum bjarta daga. Tilveran
er umkringir okkur falleg-
um stundum getur verið
jafn kaldhæðnislega snögg
að kippa þeim frá okkur
sem gefa tilveru okkar
mest. Ég ætla ekki að hafa
þetta lengra og þakka þér,
lesandi góður, fyrir lestur-
inn og vona að þú sért
þeirrar gæfu aðnjótandi að
eigagóðavini.
S. Starri Hauksson.
Niðjamót í Kjósinni
NIÐJAR Guðmundar
Sveinbjörnssonar og Kat-
rínar Jakobsdóttur á
Valdastöðum í Kjós efna til
niðjamóts að Félagsgarði í
Kjós Laugardaginn 3. júní
kl 14.00. Kaffiveitingar á
staðnum.
Frábær þjónusta í
Blómahafinu Ég þakka
konunum í Blómahafinu,
sem létu sig ekki muna um
að mæta löngu fyrir opn-
uná föstudagsmorgni til að
útbúa fyrir mig stúdentan-
elliku, sem ég þurfti nauð-
synlega fyrir útskrift mína
þann dag. Þær eru alveg
frábærar. Kærar þakkir.
Elsý nýstúdent.
Tapad/fundið
Gullhringxir tapaðist
GULLHRINGUR tapaðist
annaðhvort í Garðheimum
eða Fossvogskirkjugarði
við G-15. Gæti þó verið í
Breiðholti. Hringurinn er
með bláum steini og einum
demanti. Upplýsingar í
síma 695-9532.
Dýrahald
Fimm kisur
fást gefins
KISURNAR fimm eru ein
tveggja ára hvit læða, ein
tíu mánaða brúnbröndótt
læða og þrír sjö vikna kettl-
ingar, tveir hvítir, læða og
fress, og einn kolsvartur
fress. Upplýsingar í síma
483-4948 eða 897-5748.
Morgunblaðið/Golli
Víkverji skrifar...