Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 86
86 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ekki svo saklaus! BRITNEY er best. Þaö finnst íslensk- um plötukaupendum í þaö minnsta því stúlkustimiö trónirtraustlega á toppi Tónlistans aöra vikuna í röö þrátt fyrir væna samkeppni. Þegar Oops I Did It Again kom út vestan- hafs í síðustu viku var hún rifin út með þvílíkri heift að 1.3 milljónir eintaka seldust á einni viku sem er met hjá sólósöngkonu. Fyrra metiö átti kanadíska kjarnakvend- ið Alanis Morrisette sem seldi skitin 460 þúsund eintök af síðustu skífu sinni. Þetta er satt hjá stelpunni henni Britn- ey, hún er alls ekki svo sak- laus! Naglbítar negla sig á listann! ÞAÐ er varla hægt aðfá betri dóma en nýjasta plata 200.000 nagl- bíta, „Vögguvísur fyrir Skuggaprins" hefur verið að fá í flestum dagblöó- um landsins. Villi Naglbítur segirokkurfrá ævintýrum Skuggaprinsins sem virðist ekki ætla að eiga sjö dagana sæla. Naglbítarnir ætluðu víst að gefa út plötuna fyrir síðustu jól en ákváðu svo að skugga- prinsar ættu meira erindi með hækkandi sól, þegar skuggamir verða lengri. Það virðist hafa verið hárrétt ákvörðun og rokkunnendur bíða spenntir eftir að sjá þá spila í Laugar- dalshöllinni 11. júní. —.—^ ———*— Nr.; var ;vikur; ’ ; Diskur ; Flytjandi ; Utgefandi ; Nr. •1.1 1 i ; i Oops 1 Did It Again : Britney Speors iEMI 11. 2. ; 2 i 2 1 : Binaural : Pearl Jom :Sony 1 2. 3. i 4Í 11 : : Hoorey For Boobies iBbodhound Gong 1 Universol j 3. 4. 1 11 i 2 i : Ero 2 j Era ■ Universol ■ 4. 5.1 11 : N ■ Marsholl Mothers LP jEminem ■Universol j 5.» 6.; ; 1 j i Mission Impossible 2 jÝmsir i Hollyw. Rec. j 6. 7.; 3! 5 i i Skull & Bones iCypress Hill iSony i 7. 8. i 5 i 7 i i Ploy :Moby ÍMute i 8. 9. i 7 i 19 i ÍBestOf iCesorio Evoro ÍBMG i 9.* 10. i 8 i 11 i i Pottþétt 19 j Ýmsir i Pottþétt i 10. n.i &; 3 : ; Trilenium jSash • Edel ! 11. •12.: i í 1 : Vögguvísur fyrir skuggoprins ! 200.000 Naglbítor ■ Sproti j 12. 13.: 12:33 j i Distonce To Here ■Ltve jUniversol j 13. 14.; 10j 41 ■ i Significant Other i Ump Bizkit j Universol j 14. is.; 14; 52 i Ö i Ágætis byrjun i Sigurrós j Smekkleyso j 15. 16.; : í i Greotest Hits i Whitney Houston ÍBMG i 16. 17.; 9] 27 i i Supernotural ;Sontnno ÍBMG i 17. 18. Í 16 i 5 : : Toni Broxton :The Heot ÍBMG i 18. 19. i 18 i 30 1 I Humon Cloy : Creed jSony jl9. 20. i 42 i 3 ! : Cofe Atlontic I Cesorio Evoro ! BMG !20. 21.; 38; 20 ! ! Glonni glæpur jÝmsir jLotibærehf j 21. 22.; ! 1 ! ! Fomily Volues Tour 1999 i Ýmsir j Universol j 22. 23.; 25; i5 i i Writings On The Wall í Destinys Child iSony i 23. 24.; 13Í 23 i i On How Ufe Is ; Macy Gray : Sony : 24. 25.; 19; 34 i i 12 Ágúst 1999 iSólin Hnns JónsMín s i Spor i 25. 26.i 22 i 28 i i S&M iMetollica : Universol : 26. 27. i 17 i 32 i i Relood ■Tom Jones ÍV2 :27. 28. i 35 i 31 1 : Sogno ! Andreo Bocelli ! Universal ! 28. 29.; 95 1 38 | H : Baby One More Time i Britney Spears j EMI i 29. 30.; 20! 11 ■ I Enqlar Alheimsins i Hilmor Öm/Sigur Rós j Krúnk j 30. og Myndir Austurslrce!^ somvinnu rvegi, Músík L Sjóðandi Cesaria! íslandsvinurinn f" nýbakaði Cesaria I seiðingieins J og hann gerist bestur. Vitanlega hef- urhinn mikli áhugi átónleikum Cesariu smit- að út frá sér og ýtt við sölu á plötum hennar og verma tvær þeirra Tónlistann að þessu sinni, Best of í 9. sæti og Cafe Atlantic í því 20. Ekkert að Elton TONLEIKAR L a u g a r d a I s v ö 11 ii r ELTONJOHN Tónleikar Eltons Johns á Laugar- dalsvelli fimmtudaginn 1. júní 2000. Um upphitun sáu Nýdönsk og KK. EF MAÐUR pælir aðeins í því er fjöldi stórstjarna sem haldið hafa tónleika hér á landi furðu mikill. Nöfn eins og David Bowie, Sting, Led Zeppelin, Kinks, Iron Maiden, Jethro Tull, Nick Cave og A-Ha koma ósjálfrátt upp í huga minn að maður tali nú ekki um sjálfa Kiss! Og nú er það sjálft ofurstimið Elton John, píanópopparinn heimsfrægi, einn vinsælasti dægurlagasmiður allra tíma. Ég viðurkenni að ég hafði nú ekki mikla trú á þessum tónleikum er ég frétti af þeim. Yfirlýsingar þess efnis að undirbúningurinn að komu Eltons haíl staðið yfir í eitt ár fannst mér heldur ólíklegar í ljósi þess að auglýsingar hófu ekki að birtast fyrr en rétt rúmum mánuði fyrir tónleika. Og að leigja Laugardalsvöllinn undir herlegheitin og það að búast jafnvel við um 18.000 manns á tónleikana fannst mér heldur hæpið. Það var einhver óþægileg „Rolling Stones koma örugglega“ lykt af þessu. Eins og venjur gera ráð fyrir á þessum dásamlegu tímum sem við lifum á var sett upp heimasíða fyrir tónleikana hvar helstu upplýsingar um kappann og tónleikana voru gerðar aðgengilegar. Á síðunni var og eins konar niðurtalningardagatal, sneisafullt af mismunandi gagnleg- um hlutum. Fyrir mér var það tónlist Elton og frammistaða á væntanleg- um tónleikum sem gerði komu hans áhugaverða en af þessari blessuðu síðu að dæma var það ekkert endi- lega aðalatriðið. Sögur af því hvemig handklæði eða bflar myndu hugnast þeim hornspengda og lýsingar af máltíð einhverra belgískra sviðs- manna á Lækjarbrekku fundust mér æði klénar, algerlega óþarfar og koma list mannsins ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það var engu lík- ara en aðstandendur væru að stæra sig af því hvað þetta væri nú mikil stórstjarna sem væri á leiðinni hing- að til landsins og að sú staðreynd væri aðalmálið, ekki tónlistin sem hann ætlaði að flytja, sem er auð- vitað það sem fólk fer til að sjá. Eða hvað? Er ég kannski orðinn gamal- dags rómantíker á unga aldri? Allt þetta tal aðstandenda um Elton-æði á Islandi, hversu margir sérfræðingar væru nú á leiðinni hingað á vegum kappans og hversu rosalegt og sérstakt þetta sérinn- flutta svið hans væri nú var orðið ansi hvimleitt. Ástæðumar að baki þessu ragli em sjálfsagt markaðs- legar, koma af stað umtali og æsingi svo að eitthvað seldist nú á tónleik- ana. En fyrr má nú vera. Það var eins og þetta væri í fyrsta skipti sem haldnir væra tónleikar hérlendis. Nýdönsk og KK hituðu upp fyrir kappann og komust vel frá sínu, voru barasta í rokna stuði allir saman. Lávarðurinn steig svo á svið kl. 20.00, valsaði aðeins fram á sviðið, brosti, veifaði kurteislega og hóf leikinn á hinni sígildu perlu „Your Song“. Smá taugatrekkingur sveip- aði flutninginn en Elton var fljótur að yfirvinna hann og við þriðja lag var hann sem á heimaslóðum. Áhorfendur voru um 8000, ekki slæmt og tónleikarnir langt frá því að fara í vaskinn. En það var þó ým- islegt sem vakti mig til umhugsunar hvað varðaði tónleikastaðinn sjálfan og fyrirkomulagið þar. í stúkunum tveimur hírðust þeir sem þurftu að punga út 6.600 kr. fyrir miða og sáu trauðla upp á sviðið á meðan þeir sem keyptu sér ódýrari miðana stóðu nokkra metra frá goðinu og undu hag sínum vel. Undarlegt. Sérstök stúka var á stæðinu fyrir „mjög mik- ilvægar persónur“, hvítir sólstólar úr plasti uppi á óálitlegum trépramma. Skondið. Miðinn á tréprammann kostaði 20.000 kr. Þetta allt kom nú frekar kauðalega út verður að viður- kennast og ég held svei mér þá að vænlegra hefði verið að halda tón- leikana í Laugardalshöllinni. Tónlistin sveik þó engan og sigur- vegari kvöldsins var listamaðurinn sjálfur, Elton John. Þrátt fyrir að vera með næfurkaldan norðangarra beint upp í andlitið, spilandi á sviði sem var langt frá því að vera eitthvað sérstakt og glæsilegt, með mis- heppnaðri ljósasýningu og rápandi gæslumönnum, stóð hann sig eins og hetja. Það sem skiptir máli á svona tónleikum, fyrir áhorfendur og ekki síst flytjandann, er hvort að menn séu að gera þetta af einhverri tilfinn- ingu eður ei. Það er lítill vandi fyrir menn sem eru komnir í þá stöðu sem Elton nýtur í dag að kasta til hönd- unum, hirða seðlana og hoppa upp í vél. Slæleg frammistaða myndi ekk- ert skipta svo miklu máli. Við sáum þó sjálfan Elton John í eigin pers- ónu! En fyrir þessu var ekki að fara í tilfelli Eltons Johns. Hann gaf af sér í rík- um mæli á tónleikun- um sem voru vel að merkja 2 klst. og 45 mínútur að lengd. Það þarf enginn að velkj- ast í vafa um það að maðurinn er framúrskarandi laga- smiður og á tónleikun- um flutti hann sígild lög eins og „Daniel“, „Rocket Man“, „I Gu- ess that’s why they call it the Blues“, „Crocodile Rock“, „Don’t let the Sun go down on me“ og „Candle in the Wind“ af einlægni og ástríðu hins sanna listamanns. Auk þess var hann yf- irmáta öruggur alla tónleikana, það stafaði þægileg nálægð af honum og greinilegt að maðurinn er yfir- máta sviðsvanur. Það sem maður saknaði hvað helst er að Elton er hættur að fara upp á háu nóturnar í lögum eins og „Sorry seems to be the hardest Word“ og „Daniel“. Á flygli meistarans gat enn fremur að líta stafræna textavél sem hann studdist við á tónleikunum. Of mikið af kóki og vodka í gegnum árin tekur greini- lega sinn toll af þeim gráu. Ég veit að það er klisja að segja að Elton sé mannlegur mjög og niðri á jörðinni en þannig er það nú bara. I lok tónleikanna viðurkenndi hann að hann hefði verið fremur tauga- óstyrkur þar sem þetta væri í fyrsta sinn sem hann spilaði hér á landi og að hann væri mjög glaður yfir þeim móttökum sem hann hefði fengið. Það var sko ekkert að Elton þetta kvöldið. Jæja. Er það svo ekki bara Springsteen næst? Alveg væri ég nú til í þann pakka. Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.