Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Jim Smart
Valur Valsson og Bjarni Ármannsson, forsljórar Islandsbanka-FBA, fengu sér morgunmat með starfsfólki bankans í gær. Undanfarnar vikur hafa verið
viðburðaríkar hjá starfsfólki Islandsbanka-FBA en sameiningarferli bankanna hefur tekið mjög skamman tíma.
Sameining íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
varð formlega að veruleika í gær
Undir sama þak
á 50 dögum
Fyrsti formlegi starfsdagur Islandsbanka-
FB A var í gær, 63 dögum eftir að tilkynnt
var að óformlegar viðræður þeirra Bjarna
>*
Armannssonar og Vals Valssonar ættu sér
stað um sameiningu bankanna tvegg;ja. At-
hygli hefur vakið hversu stuttan tíma sam-
einingin tók en þeir Bjarni og Valur sögðu
Guðrúnu Hálfdánardóttur að sjálf samein-
ingin hefði í raun tekið enn skemmri tíma.
Islandsbanki - FBA
m
i
Hluthafi Hlutafé, nafnverð Hlutfall
1. FBA Holding SA kr. 1.463.502.150 14,64%
2. Lífeyrissjóður verslunarmanna 849.415.351 8,49%
3. Lífeyrissjóðurinn Framsýn 782.439.383 7,82%
4. Burðaráshf. 379.178.800 3,79%
5. Sjóvá - Almennar tryggingar hf 293.132.295 2,93%
6. Partimonde Holdings Anstalt 209.181.600 2,09%
7. Eignarhaldsfél. Alþýðubankinn hf 187.683.262 1,88%
8. Lífeyrissjóður sjómanna 170.485.587 1,70%
9. íslenska skipafélagið ehf. 156.886.200 1,57%
10. Kaupthing Luxembourg SA 153.420.537 1,53%
10 stærstu hluthafar alls: 4.645.325.165 46,45%
HINN 30. mars sl. tUkynntu íslands-
banki hf. og Fjárfestingarbanki at-
vinnulífsins hf. að bankastjóri
íslandsbanka og forstjóri FBA ættu í
óformlegum viðræðum um hugsan-
lega sameiningu félaganna. Þann 3.
apríl sl. var tilkynnt opinberlega að
bankaráð íslandsbanka og stjóm
FBA hefðu náð samkomulagi um að
leggja til við hluthafa félaganna að
þessi tvö félög yrðu sameinuð. Hinn
15. maí sl. samþykktu hluthafar félag-
anna samrunann og var bankaráð Is-
landsbanka-FBA kjörið sama dag.
í gær tók sameining formlega gildi,
63 dögum eftir að óformlegar viðræð-
ur bankanna voru tUkynntar en fyrir
um tíu dögum var eiginlegu samein-
ingarferli lokið með flutningi starfs-
manna FBA í höfuðstöðvar nýja fé-
lagsins á Kirkjusand og skráningu
Íslandsbanka-FBA á Verðbréfaþing
íslands nokkrum dögum áður.
Með stofnun Islandsbanka-FBA er
félagið stærsta félagið sem skráð er á
Verðbréfaþingi íslands en markað-
svirði félagsins er 50 milljarðar
króna. Samanlagt eigið fé fyrirtækj-
anna í árslok var ríflega 18,1 miUj-
arður króna og eiginfjárhlutfall sam-
kvæmt CAD-reglum um 11%.
Heildareignir félaganna námu um
226,5 miUjörðum króna um áramót og
kostnaðarhlutfall bankans í hlutfalU
af hreinum rekstrartekjum er um
55%.
Engar sameiningarviðræður
við aðra banka
Athygli hefur vakið, bæði innan
lands sem utan, hversu skamman
tíma sameiningarferlið hefur tekið en
fyrir viðræður íslandsbanka og FBA
var rætt um mögulegt hagræði af
sameiningu íslandsbanka og Lands-
banka íslands. Fyrir tveimur árum
hafði íslandsbanki einnig gert form-
legt tilboð í Búnaðarbanka íslands
með það að markmiði að sameina
bankana.
Að sögn Vals Valssonar, forstjóra
Íslandsbanka-FBA, átti íslandsbanki
ekki í viðræðum við aðrar fjármála-
stofnanir, hvorki formlegum né óf-
ormlegum, fyrr á þessu ári. „Allt sem
gerst hafði voru yfirlýsingar um
áhuga á samstarfi," segir Valur.
Hann segir að sameiningarferlið
hefði verið allt annað ef um samein-
ingu íslandsbanka og annars við-
skiptabanka hefði verið að ræða.
„Ég tala hér af reynslu og veit að
um tvo ólíka hluti er að ræða, því sam-
eining viðskiptabanka gengur út á að
ná hagræði í kostnaði og það næst ekki
nema með því að sameina útibú og
fækka fólki. Þetta er sú leið sem við
fórum árið 1990 þegar íslandsbanki
varð til við sameiningu fjögun-a við-
skiptabanka. Sameining íslandsbanka
og FBA gengur út á allt aðra hluti. Við
náum íyrst og fremst árangri á tekju-
hliðinni þótt að sjálfsögðu sé einnig
hagræði af sameiningunni í sameigin-
legum deildum, fjármögnunarkostnaði
og fjárfestingarkostnaði. En fyrst og
fremst erum við að leggja saman ein-
ingar, íslandsbanka og FBA, til þess
að ná meiri slagkrafti.
Þess vegna er þetta allt öðruvísi
sameining en ef um sameiningu við-
skiptabanka væri að ræða.“
Reynsla af samruna skipti miklu
í sameiningu bankanna
Markmið fyrii'tækja með samruna
eða yfirtöku er oftast að auka við-
skipti og draga úr kostnaði og auka
þar með hagkvæmni eða efla markað-
slegan styrk. Samkvæmt samningi
um samruna FBA og íslandsbanka er
tilgangur samruna bankanna að
skapa fjármálaíyrirtæki í fararbroddi
sem hefur afl til að takast á við verk-
efni nýrrar aldar, innan lands sem er-
lendis og auka hagkvæmni í rekstri
þeirra til hagsbóta fyiir hluthafa,
starfsmenn og viðskiptamenn.
Bjarni Armannsson, forstjóri ís-
landsbanka-FBA, segir nokkrar
ástæður fyrir því að sameiningin hef-
ur gengið jafn vel og raun ber vitni. „í
fyrsta lagi verður Islandsbanki til við
samruna ijögurra viðskiptabanka og
FBA verður til við samruna fjögurra
sjóða. Báðir aðilar hafa því gengið í
gegnum sameiningarferli áður og öðl-
ast stjómunarlega þekkingu á því og
að byggja upp fyrirtæki. Það gerir að
verkum að okkur er alltaf ljóst hvaða
vandamál geta komið upp.
I öðru lagi eru bæði fyrirtækin
mjög framsækin og hafa á að skipa
framsæknu starfsfólki sem er vant
breytingum og tilbúið til þess að
leggja ýmislegt á sig til þess að þær
takist sem best.
í þriðja lagi settum við upp svokall-
aðan „samræmingarhóp" sem Guð-
mundur Kr. Tómasson, Hulda
Stynnisdóttir, Asmundur Stefánsson
og Elvar Rúnarsson áttu sæti í. Þau
báru ábyrgð á öllum málefnum, hvar
sem þau voru í íyrirtækinu," segir
Bjami.
Hann segir að það hafi komið
skemmtilega á óvart hversu skamm-
an tíma viðræðumar tóku. „A rúmum
50 dögum var sameiningin gengin í
gegn. Sameining viðskiptabanka er
miklu þyngri í vöfum og tekur lengri
tíma.
Okkar markmið er 7-15% vöxtur
bankans á ári og ef við náum 7-15%
vexti í tekjum á ári færum við meiri
verðmæti til hluthafa heldur en ef um
kostnaðarlækkun væri að ræða í við-
skiptabankasameiningu. Jafnvel þó
að sú sameining skilaði 30-35% lækk-
un á kostnaðargrunni minni bankans.
Því hér er um gjörólíka nálgun að
ræða og ekki hægt að bera saman
sameiningu fjárfestingarbanka og
viðskiptabanka líkt og FBA og
íslandsbanka við sameiningu tveggja
viðskiptabanka nema á þessum for-
sendum. Það sem markaðurinn er til-
búinn að greiða fyrir er vöxtur í hagn-
aði og því hyggjumst við ná.“
Valur bætir við að hlutfall kostnað-
ar af tekjum verði frá fyrsta degi 55%
sem hann segir mjög gott hlutfall í al-
þjóðlegum samanburði. Til þess að ná
því í viðskiptabankasameiningu hefði
þurft að fara út í ítarlegar aðgerðir í
kostnaðar- og spamaðarmálum sem
hefðu tekið langan tíma að sögn Vals.
Nýtur strax betri kjara á
erlendum lánamarkaði
I kjölfar tilkynningar um samrun-
ann tilkynnti bandaríska matsíyrir-
tækið Moody’s Investors Service að
íyrirtækið hefði tekið til endurskoð-
unar mat sitt á lánshæfi íslandsbanka
og FBA, með hugsanlega hækkun í
huga. Tekur endurskoðunin til láns-
hæfiseinkunna á langtímaskuldbind-
ingum og skammtímaskuldbinding-
um sem og fjárhagslegs styrkleika.
Fyrir samrunann var lánshæfis-
einkunn íslandsbanka og FBA fyrir
langtímaskuldbindingar A3 og fyrir
skammtímaskuldbindingar Prime-2.
Moody’s gaf fjárhagslegum styrk-
leika FBA einkunnina D og íslands-
bankaD+.
í gær hækkaði Mood/s lánshæfis-
mat Íslandsbanka-FBA fyrir lang-
tímaskuldbindingar í A2 og er það þá
hærra en núverandi mat á Lands-
banka íslands og Búnaðarbanka ís-
lands.
í gögnum frá samkeppnisráði
vegna samruna bankanna kemur
fram að þessi breyting gæti þýtt
lækkun á vöxtum sem bankinn greið-
ir af erlendum lánum um u.þ.b.5-7
punkta. Jafnframt leiði betra láns-
hæfismat til auðveldari aðgangs að
lánsfé.
Mood/s tilkynnti jafnframt að fyr-
irtækið myndi skoða áfram langtíma-
einkunnina og einkunnina fyrir fjár-
hagslegan styrkleika með frekari
hækkuníhuga.
Lánshæfiseinkunnir íslands-
banka-FBA eru þær hæstu sem inn-
lent fjármálafyi-irtæki hefur fengið
og jafnframt er einkunnin Prime-1 sú
hæsta sem Moody’s gefur skamm-
tímaskuldbindingum.
Að sögn Bjama er íslandsbanki-
FB A þegar farinn að njóta betri kjara
á alþjóðlegum bankamarkaði. „Yfír-
lýsingin um að Moody’s væri að íhuga
hækkun hafði áhrif á markaðinn sem
tók þessu vel. Bæði magn, kjör og
fjölda fjárfesta sem hafa áhuga á að
kaupa af okkur skuldabréf. Þetta er
gífurlega mikilvægt þar sem bankinn
er að þremur fjórðu fjármagnaður
með lántökum á innlendum og er-
lendum verðbréfamarkaði. 25% af
fjármögnun hans er með innlánum og
eigið fé bankans er um 10%. Það er al-