Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skipulag Kristnihátíðaraefndar veldur óánægju:
Minni söfnuðir vilja
ekki í Hestagjá
Davíð ætti þá ekki að verða í vandræðum með gott pláss fyrir stóðið sitt á hátíðinni.
Samkeppnisstofnun um flugfélagið Go
Aðhefst ekki frekar
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
ákveðið að aðhafast ekki frekar í
máli breska Go flugfélagsins, en úr-
lausnarefni stofnunarinnar var
hvort félagið hefði brotið ákvæði 21.
gr. samkeppnislaga um að óheimilt
sé að veita rangar, ófullnægjandi
eða villandi upplýsingar í auglýsing-
um. Auglýsingar flugfélagsins höfðu
verið taldar villandi, þar sem þær
hefðu gefið til kynna að fleiri farm-
iðar til London á 10 þúsund krónur
væru til boða en raunin hefði verið.
í úrskurði Samkeppnisstofnunar
er vísað í niðurstöðu auglýsinga-
nefndar, ráðgjafarnefndar sam-
keppnisráðs, þar sem segir:
,A-Uglýsinganefnd bendir á að
auglýst flugfargjöld verða í raun að
standa neytendum til boða á þeim
tíma sem auglýsing er birt, að öðr-
um kosti er auglýsingin villandi sbr.
21. gr. samkeppnislaga.
í ljósi þess að flugfélagið Go hafði
aukið sætaframboð á lægsta far-
gjaldi skömmu áður en auglýsingin
birtist og að auglýsingunum hefur
nú verið breytt telur auglýsinga-
nefnd ekki ástæðu til að aðhafast
frekar í málinu að sinni.“
Með vísan til þessarar niðurstöðu
ákvað Samkeppnisstofnun að hafast
ekki frekar að í málinu.
NÁM5KEIÐAFRÉTTIR
Samskipta og tjáningasmiðja
FVBIR BðRM
á aldrinum 8-12 ára verður starfirækt í sumar á vegum Hollráða.
Sköpunargieðm og hugmyndaflugið njóta sín í nýstárlegri dagskrá
sem gerir þátttakendur meðvitaðri um sjália sig og samfélagið.
Fámennir hópar tryggja virka þátttöku svo hægt sé að sinna hverjum
einstaklingi. Hér er nýr og spennandi vettvangur til að rækta
hæfíleikana og uppgötva nýjar hiiðar á sjálfum sér og tilverunni.
Leiðbeinendur hafa víðtækan bakgrunn úr skapandi starfi á sviði
sálarfræði, lista og nýsköpunar. Áhersla er lögð á fjölbreytilcga
nálgun viðfangsefna.
Hvert námskeið er ein vika i senn 4 stundir á dag.
Leitið nánari upplýsinga hjá Hollrábum. Opið einnig 10-14 laugard. ogsunnud.
Helga Jóhann Ósk Sólveig Þórunn Ingveldur Helga
Hollráð • Laufásvegi 17 • 101 Reykjavík • Sími 561 2428 • Fax 561 3328 • hollrad@hollrad.is
Norræn öldrunarfræðaráðstefna
A mótum
tveggja heima
Anna Birna Jensdóttir
YFIRSKRIFT öldr-
unarfræðaráð-
stefnu sem verður
haldin 4. til 7. júní í Há-
skólabíói er; A mótum
tveggja heima. Þetta er
fimmtánda norræna ráð-
stefnan af þessu tagi. Ráð-
stefnan hefst klukkan 9
alla dagana, íyrsta daginn
verður forráðstefna í sam-
vinnu við amerísk samtök
sem vinna að öldrunar-
rannsóknum. Anna Birna
Jensdóttir hjúkrunar-
framkvæmdastjóri hefur
ásamt undirbúningsnefnd
haft veg og vanda af þess-
ari ráðstefnu sem Öldrun-
arfræðafélag fslands og
Félag íslenskra öldrunar-
lækna stendur fyrir.
„Tilgangur þessarar
öldrunarfræðaráðstefnu er að ná
fram hápunkti þess nýjasta sem
er að gerast í þekkingarþróun
öldrunafræða í Ameríku og á
Norðurlöndum.“
- Er mikið um að vera á þess-
um vettvangi?
„Já, það er það, núna eru viss
tímamót í þessum efnum eins og
yfirskriftin ber með sér, það má
velta iyrir sér hvort miklar breyt-
ingar séu ekki að verða í hópi
aldraðra. Þeir sem fæddust
nokkru fyrir seinna stríð eru að
verða aldraðir í dag og þeir
bjuggu við allt önnur skilyrði en
t.d. þeir sem fæddust nokkru fyr-
ir fyrra stríð.“
-Eru vandamál þessa fyrr-
talda hóps talsvert önnur en þess
síðartalda?
„Já, þau eru öðru vísi. Krabba-
mein og heilabilun eru t.d. vax-
andi viðfangsefni þeirra sem
sinna heilbrigðismálum í dag, áð-
ur dó fólk fyrr, kannski áður en til
þessara vandamála kom. A þing-
inu verða fjölmargir fyrirlestrar
sem tengjast þessu efni.“
- Hvað ber hæst í þessarí um-
fjöllun?
„Það er athyglisvert að oft er
ekíd samasemmerki milli líðanar
fólks og mælanlegs heilsufarsá-
stands. Þeim getur liðið ágætlega
sem eru sannanlega með marg-
vísleg mein en hinum sem
kannski ætti að líða betur út frá
heilsufarssjónarmiði líður stund-
um illa.“
-Er þá andlegt ástand þeirra
sem líður svona illa mjög slæmt?
„Já, það er mikið um depurð og
það tengist meira og minna
vangaveltum einstaklingsins um
þýðingu lífsins. Það hvað fólk hef-
ur gott samband við sína nánustu
skiptir mjög miklu máli hvað líð-
anina snertir. Þeir sem eru mjög
illa farnir líkamlega geta verið
sáttir við lífið og lifað ánægjulegu
lífi ef tengsl þeirra við náið fólk
og samskipti eru góð.“
- Hverjir eru helstu framsögu-
menn á ráðstefnunni?
„Dr. Einar Stefánsson, próf-
essor í augnlækningum, talar um
öldrun og augnsjúkdóma út frá ís-
lenskum athugunum.
Dr. Barbara Bowers,
prófessor í öldrunar-
hjúkrun, fjallar um
hjúkrun út frá sjónar-
miðum hins aldraða og
tengslih á milli stefnu-
mörkunar í heilbrigðis-
þjónustu og gæða þjónustunnar,
sérstaklega gagnvart þeim sem
eru hrumastir. Dr. Lewis Litsitz
öldrunarlæknir ræðir um svima
og byltur hjá öldruðum sem eru
mjög algeng vandamál. Dr. Alan
Jette, prófessor í sjúkraþjálfun,
ræðir um hvernig aldrað fólk get-
ur risið upp úr vangetunni með
► Anna Birna Jensdóttir fæddist
17.12.1958 í Reykjavík. Hún
lauk prófi frá Hjúkrunarskóla ís-
lands 1981 og framhaldsnámi frá
háskólanum í Árósum í hjúkrun-
arfræðum og stjómun 1987. Hún
hefur starfað sem hjúkmnar-
fræðingur og hjúkmnar-
framkvæmdastjóri öldrunar-
þjónustu hjá háskólasjúkrahúsi
Landspítalans, Landakoti. Anna
Bima er gift Stefáni Svarberg
Gunnarssyni rafmagnstækni-
fræðingi og eiga þau þijá syni.
aðstoð sjúkraþálfara og annarra í
öldrunarteymi, (teymi er hópur
fólks úr mismunandi greinum
heilbrigðisstétta sem sameinar
krafta sína). Þá mun dr. Edgar
Bordenhammer prófessor fjalla
um hvernig má létta öldruðu fólki
lífið síðustu daga þess með þvi að
lina þjáningar þess. Auk þessara
aðalerinda em um 300 styttri er-
indi sem íslenskir og erlendir fag-
menn halda.“
-Hver eru helstu vandamálin
sem veríð er að kljást við í öldrun-
arhjúkrun í dag?
„Auk heilabilunar, sem er mik-
ið vandamál, er beinþynning og
afleiðingar hennar, þunglyndi og
skert sjálfsbjargargeta vegna
stoðkerfisvanda aðalviðfangsefn-
in.“
- Hvað er hægt að gera fyrír
þetta fólk?
„Það er hægt að veita öflugan
stuðning og hjálpa fólki að takast
á við daglega lífið með öðrum að-
ferðum þrátt fyrir heilsufars-
vanda þannig að fólki fái sem
mest út úr lífinu. Kjarkurinn vill
bila þegar fólk eldist og missir
maka og systkini, þá er mjög
nauðsynlegt að þeir sem næstir
standa og fulltrúar heilbrigðis-
kerfisins hjálpi til áður en fólk
sekkur í djúpt þunglyndi. Það er
ánægjulegt hvað fólk er orðið
langlífara en það verður að gæta
þess að gamalt fólk lifi skemmti-
legu lífi eftir þvi sem nokkur föng
em á, það geta hinir yngri hjálpað
til við. Þeir sem ungir eru skilja
oft ekki hvað það er
mikil gjöf að fá að ræða
við og tengjast þeim
sem orðnir era gamlir,
lífsreynsla þeirra og
viska getur gefið hin-
um yngi’i mikið.“
-Eru lyf þýðingar-
mikil í baráttunni við að láta
gömlu fólki líða vel?
„Já, þau em mjög þýðingar-
mikil og hafa breytt miklu fyrir
þá sem era hrjáðir af andlegum
og líkamlegum kvillum - en lyf
eru vandmeðfarin og sjónir
manna hafa í ríkari mæli beinst
að öðrum aðferðum.
Það verður að
gæta þess að
gamalt fólk
lifi skemmti-
legu lífi