Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
VIÐSKIPTI
URVERINU
MORGUNBLAÐIÐ
Stjórnarformaður Stadshypotek á fundi Sænsk-fs-
lenska verslunarráðsins
Upplýsingakerfin ráða
hraða samrunans
Samstarfsvettvangur
sjávarútvegs og iðnaðar
Úlfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, og
Sveinn Hannesson, formaður stjórnarnefndar Vettvangsins,
undirrita samninginn.
Samstarfssamningur
við Nýsköpunarsjóð
„VIÐ fórum út í áreiðanleikakönnun
(e. due diligence), sem er hefðbundið
ferli áður en fyrirtæki er yfirtekið.
Eg held hins vegar að við höfum byrj-
að á röngum hlutum,“ sagði Michael
Zell, stjómarformaður Stadshypotek
í Svíþjóð, á morgunverðarfundi hjá
Sænsk-íslenska verslunarráðinu í
gærmorgun. Hann sagði hefðbundna
áreiðanleikakönnun snúast um fjár-
málahlið rekstrarins og þeir hafi
byrjað á henni. „Við hefðum átt að
byrja á að huga að upplýsingatækn-
inni og viðskiptavinunum. Þegar
komið er út í samrunaferli er þetta
tvennt það sem mestu máli skiptir, að
komast íyrir vandamál sem tengjast
upplýsingatækninni og að halda stóru
viðskiptavinunum ánægðum,“ bætti
Zellvið.
Það sem um ræðir er yfirtaka
sænska Handelsbanken, sem er
stærsti banki á Norðurlöndum, á
Stadshypotek fyrir um þremur árum.
Bæði Handelsbanken og Stadshypot-
ek eiga sér langa sögu, eða allt frá
sjöunda áratugi nífjándu aldar.
Stadshypotek var stærsta veðlána-
stofnun Svíþjóðar og stærsti einstaki
hluturinn, 36%, var í eigu ríkisins eft-
ir einkavæðingu árið 1993. Rekstur
bankans hefur gengið ágætlega frá
samruna og er kostnaður miðað við
umsvif með þeim lægsta í Evrópu.
Athygli vekur einnig að fyrirtækið
Moody’s gefur Stadhypotek lánsfjár-
hæfismatið Aa3 til Aa2, sem er sama
mat og sænska ríkið hefur, en í um-
ræðum um einkavæðingu og einka-
framkvæmdir gefa menn sér oft þá
forsendu að fyrirtæki annarra en rík-
ERGO.IS nefnist nýr verðbréfavef-
ur sem Íslandsbanki-FBA hefur sett
á laggirnar. Á vefsíðunni geta fjár-
festar sem skrá sig á síðunni átt við-
skipti með öll helstu verðbréf á Is-
landi.
Samkvæmt upplýsingum frá ís-
landsbanka-FBÁ er á vefsíðunni
lögð áhersla á hraða og örugga þjón-
ustu, ítarlega og faglega greiningu
upplýsinga af fjármálamörkuðum,
vandaða fjárfestingaráðgjöf auk að-
gengilegrar þjónustu við viðskipta-
vini.
isins hljóti alltaf að hafa verri stöðu
að þessu leyti.
Upplýsingatsknin ræður ferðinni
Eins og áður sagði er það álit Zells
að í upphafi á yfirtökuferiinu hafi
ekki verið hugað nóg að upplýsinga-
tækninni. „Bankar í dag eru ekki
bara bankar," segir Zell, „þeir eru
upplýsingatæknifyrirtæki sem tengt
er útibúaneti. Upplýsingatæknin er
afar mikilvæg og setur því sem hægt
er að gera tímaramma. Nauðsynlegt
er að vanda vel til verka þegar kemur
að þessum málum, því það er ekki
nóg að hafa bara almenna tilfinningu
fyrir því hvemig tölvukerfin virka.
Það verður að fá fólk í verkið sem
raunverulega kann á þessa hluti og
tiyggja að áætlanimar séu í sam-
ræmi við getuna á upplýsingasvið-
inu.“
Vandamál varðandi upplýsinga-
tæknina er þekkt úr bankasamrunum
víða um heim. Tímaritið The Econ-
omist fjallaði til að mynda á dögunum
um þá stóru bankasamruna sem nú
standa yfir í Japan og komst að þeirri
niðurstöðu að þessi þáttur væri eitt af
því helsta sem tefði fyrir samrunun-
umþar.
Viðskiptavinir biðja
ekki um sameiningu
Fyrir utan upplýsingatæknina
sagði Zell meðal annars að brýnt væri
að fyrirtækin kynntust menningu
hvert annars og að fyrirtækið yrði
fljótt að einni heild eftir sameiningu
svo starfsmenn væm ekki í óvissu um
stöðu sína. Hann sagði líka mikilvægt
Unnt er að eiga viðskipti gegnum
viðskiptavakt ergo allan sólarhring-
inn. Engin lágmarksupphæð er í við-
skiptum á vefsíðunni en lágmarks-
upphæð til að eiga viðskipti sem fara
í gegnum viðskiptakerfi Verðbréfa-
þings era 130 þúsund krónur. Lág-
marksfjárhæð viðskipta á ergo.is er
2 þúsund krónur, en þóknunin er að
öðra leyti 0,6% af viðskiptaupphæð.
Ergo.is mun bjóða fjárfestum upp
á þann möguleika að kaupa hluta-
bréf og taka lán fyrir kaupunum
með veði í bréfunum.
að vita hvað viðskiptavinunum fynd-
ist. Viðskiptavinir hefðu út af fyrir sig
ekki áhuga á að fyrirtæki sameinuð-
ust og því yrði að gæta vel að því að
halda þeim ánægðum. Zell taldi að
hafa yrði ákveðin markmið til að ná
og að þau yrðu að vera metnaðarfull.
Hann sagði að Handelsbanken hefði
náð öllum þeim markmiðum sem sett
hefðu verið og hann velti því fyrir sér
hvort ef til vill hefði verið hægt að
setja enn metnaðarfyllri markmið.
Zell lýsti þeirri skoðun sinni að
hafa yrði skýra viðskiptaáætlun og að
hún yrði að vera öllum kunn. Hins
vegar gæti líka þurft að bregða út af
eða breyta henni. Þeir hefðu tíl dæm-
is þurft að gera mikla breytingu á
áætlun sinni eftir þrjá mánuði. Ætl-
unin hefði verið að ná meiri samrana
og að flytja viðskiptavinina úr Stads-
hypotek yfir í Handelsbanken. Nið-
urstaðan hefði aftur á móti orðið sú
að erfitt sé að fá viðskiptavini til að
flytja sig og það taki tíma. Nú sé sam-
bandið þannig að þessar einingar
vinni náið saman og að þeim fjölgi
sem séu viðskiptavinir beggja.
Fara þarf rétt að ríkinu
Þar sem fyrir liggur að ríkið hér á
landi hyggst losa sig frekar út úr
bankarekstri en þegar er orðið era
sjónarmið Zells um samskipti við rík-
ið umhugsunarverð. Zell sagði að árið
1996 hafi Skandia gert tilboð í Stads-
hypotek, en það hafi verið áður en
ríldð hafði tilkynnt að það hygðist
seija og að þetta hafi virkað ögrandi
og farið afar illa í stjómmálamenn.
Þeir þurfi að hugsa um aðra hluti en
aðrir eigendur fyrirtækja, svo sem
viðhorf kjósenda, og því þurfi að nálg-
ast þá með öðram hætti. Handels-
banken hafi ólíkt Skandia aðeins lýst
vilja síniun til að kaupa en ektó gert
beint tilboð og þetta hafi rítóð vera
ánægðara með. Hið sama sagði hann
að sæist nú í Noregi, tilboð hafi borist
í banka þar þó rítósstjómin hafi ektó
lýst vilja til að selja. Handelsbanken
hafi gætt þess að gefa aðeins út vilja-
yfirlýsingu og það hafi fallið í góðan
jarðveg, þó ektó sé ljóst hver niður-
staðan verður.
Ekki á leið til íslands
í lok fundarins var Zell spurður að
því hvort Handelsbanken hefði áhuga
á að hefja bankaþjónustu hér á landi
eða koma að henni með einhverjum
hætti. Zell sagðist telja að vegna mik-
illar verslunar Svíþjóðar og hinna
Norðurlandanna væri eðlilegra fyrir
Handelsbanken að færa út kvíamar
þangað og það væri hann að gera.
Hann sagði að bankinn hefði auk þess
ektó góða þekkingu á sjávarútvegi, en
áríðandi væri að þekkja vel þá at-
vinnugrein sem viðstóptavinurinn
starfaði í. Handelsbanken hefði því
engin áform um að hefja starfsemi
hér á landi.
-------f-é-4--------
11% í Bakkavör
skipta um
eigendur
11% af hlutafé Bakkavarar stópti um
eigendur í gær, að því er fram kemur
í hálffimm-fréttum Búnaðarbankans
Verðbréfa.
Hluturinn er að markaðsvirði 370
milljónir króna, en viðstóptin áttu
sér stað utanþings á genginu 6,72. Á
sama tíma var viðskiptagengi bréfa
Bakkavarar á Verðbréfaþingi 5,7.
í hálffimm-fréttunum segir að
ektó sé ljóst hver kaupandinn eða
kaupendurnir séu en vakin er athygli
á að engin flöggunartilkynning hafi
borist Verðbréfaþingi, um að ein-
stakur eignarhlutur í Bakkavör hafí
farið yfir eða undir 10%.
Á ÁRSFUNDI Samstarfsvettvangs
sjávarútvegs og iðnaðar sem hald-
inn var fyrir skömmu var undirrit-
aður samningur við Nýsköpunar-
sjóð atvinnulífsins um þátttöku
sjóðsins í fjármögnun á starfsemi
vettvangsins, en samkvæmt samn-
ingnum er gert ráð fyrir auknu
samslarfi og samvinnu við einstök
verkefni.
Samstarfs vettvangu r sjávar-
útvegs og iðnaðar hóf starfsemi
1994 og hefur fram til þessa tekið
þátt í 60 verkefhum, sem miða að
samstarfi fyrirtækja í iðnaði og
sjávarútvegi með það að leiðarljósi
að auka vinnsluvirði í útgerð og
fiskvinnslu.
Að vettvangnum standa Samtök
iðnaðarins, Samtök fiskvinnslu-
stöðva, Landssamband ísl. út-
HÁTÍÐ hafsins verður haldin hátíð-
leg annað árið í röð við Reykjavíkur-
höfn nú um helgina, 3. og 4. júní.
Dagskráin hefst kl. 10 í dag, laugar-
daginn 3. júní, á Miðbakka, m.a. með
dorgveiðikeppni barna og nýja haf-
rannsóknastópið Árni Friðriksson
verður til sýnis. Ýmislegt skemmti-
legt verður um að vera allan daginn
og má þar nefna íslandsmót í hand-
flökun, björgunartækjasýningu
björgunarsveitarinnar Ársæls, sigl-
ingakeppni Brokeyjar og skemmtis-
iglingu fjölskyldunnar með skóla-
skipinu Sæbjörgu.
Á sunnudag, sjómannadaginn,
verður athöfn við minningaröldur
sjómannadagsins í Fossvogskirkju-
garði þar sem biskup íslands, herra
Karl Sigurbjömsson, minnist látinna
sjómanna. Að því loknu verður minn-
ingarguðsþjónusta Sjómanna í
dómkirkjunni. Formleg hátíðarhöld
hefjast kl. 14 á Miðbakka og méðal
ræðumanna era heiðursgestur hátíð-
arinnar, Jörgen Niclasen, sjávarút-
vegsráðherra Færeyja, og Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra.
Fjölbreytt fjölskyldudagskrá hefst
Hafgúur fluttar í Grindavík
í Grindavík hefst sjómannadagur-
inn í Grindavík á sjómannamessu
kl.13. Að henni lotónni er skrúð-
ganga að minnismertó sjómanna þar
sem lagður er blómsveigur. Kl. 14.45
verður flutt Hafgúur, sem er Grinda-
víkurgjörningur Atla Heimis Sveins-
sonar, fyrir slipphljóðfæri og aðra
hljóðgjafa sem tengjast hafinu og
náttúraauðæfum Grindavikur. Sig-
rún Hjálmtýsdóttir, Diddú, syngur
fyrir vistmenn og aðstandendur
vegsmanna og ráðuneyti sjávar-
útvegs og iðnaðar. f stjómamefnd
og verkefnissljóm eiga nú sæti full-
trúar frá ofangreindum aðilum auk
fulltrúa Nýsköpunarsjóðs. Nýsköp-
unarsjóður hefur tekið þátt í fjár-
mögnun á starfsemi vettvangsins
allt frá því að sjóðurinn hóf starf-
semi í ársbyijun 1998, en nú þótti
rétt að gera þetta samstarf víðtæk-
ara með gerð sérstaks samnings
þar um. Heimasíða Samstarfsvett-
vangs sjávarútvegs og iðnaðar var
sett upp í mars sl. Slóðin er http://
vettvangur.is. Á heimasíðunni er að
finna helstu upplýsingar um vett-
vanginn og þar er hægt að nálgast
umsóknareyðublöð á rafrænu
formi, en vettvangurinn hefur tekið
þátt í 10 verkefnum frá desember
1999.
Víðihlíðar kl.15. Hátíðarhöld í
tengslum við sjómannadaginn á Ak-
ureyri hefjast í dag kl. 13:00 með
róðrarkeppni sjómanna og lands-
sveita. K1.20:00 hefst hátíð í íþrótta-
höllinni í tilefni sjómannadagsins
sem lýkur með dansleik. Á sunnu-
dagsmorgun verða sjómannamessur
í kirkjum bæjarins og kl 12:10 mun
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Is-
lands, leggja blómsveig að minnis-
varða um týnda og drukknaða sjó-
menn við Glerárkirkju. Kl. 14:00
hefst fjölskyldusamkoma á hafnar-
svæðinu við Oddeyrartanga.
Kristnihátíð
í Hafnarfírði
Hátíðarhöld í Hafnarfirði hefjast í
dag, laugardag, tó. 14:00 með
skemmtisiglingu fyrir börn fi'á Ós-
eyrarbryggju og skemmtiatriðum
við höfnina og dansleik um kvöldið.
Fánar verða dregnir að húni kl. 8:00
að morgni sunnudags og kl: 11.00
verður lagður blómsveigur að minn-
isvarða um horfna sjómenn sem
staðsettur er fyrir framan Víðistaða-
kii'kju. Kl. 13:00 hefst kristnihátíð
um og hatíðarguðsþjónustu þar sem
herra Karl Sigurbjörnsson, biskup
íslands, flytur predikun. Kl. 20 hefst
kirkjuleg sveifla í Kaplakrika og sjó-
mannadagshófi á Hótel Sögu.
I Vestmannaeyjum hefst dagskrá
kl. 13 í Friðarhöfn með kappróðri og
netaboðhlaupi. Á sunnudag hefst
sjómannamessa í Landatórkju kl. 13
og minningarathöfn við minnisvarða
hrapaðra og drakknaðra sjómanna.
Kl. 15.30 hefst hátíðardagskrá á
Stakkó með ávörpum og verðlauna-
afhendingum.
Íslandsbanki-FBA með vef-
síðu fyrir verðbréfaviðskipti
Sj ómannadagur-
inn haldinn hátíð-
legur um allt land
kl. 15.
2000 í Kaplakrika með hátíðarávörp-
i
I