Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Athugasemd frá sam-
gönguráðuneytinu
■ Tilskipanir
um öryggi
í farþega-
ferjum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá sam-
gönguráðuneytinu vegna fréttar í
Ríkisútvarpinu:
„Fréttin fjallaði um stöðu Is-
lands við að fullgilda reglur sem
eiga að gilda á evrópska efnahags-
svæðinu ojg stjórnvöld hafa þegar
fallist á. I fréttinni kom fram að
íslendingar standi sig verr en áður
að fullgilda þær reglur. Meðal
annars var vikið að því að tilskip-
anir um öryggi um borð í farþega-
ferjum og skráningu farþega á
siglingaleiðum sem eru lengri en
30 sjómílur hafi ekki verið af-
greiddar af íslands hálfu.
Tilskipun ráðsins 98/18 frá 17.
mars 1998 um öryggi farþegaskipa
hefur að geyma ítarlegar reglur
um smíði og búnað farþegaskipa.
Samgönguráðuneytið hefur lokið
öllum undirbúningi að fullgildingu
tilskipunarinnar, en hins vegar
hefur samgönguráðuneytið ekki
verið í aðstöðu til að birta efni til-
skipunarinnar þar sem þýðing
hennar á íslensku liggur ekki fyr-
ir, en tilskipunin er mjög umfangs-
mikil og tæknilegs eðlis. Tilskipun
ráðsins 98/41/EB frá 18. júní 1998
um skráningu farþega á farþega-
skipum sem sigla til eða frá höfn-
um aðildarríkja Evrópusam-
bandsins.
Tilgangur hennar er að tryggja
öryggi og björgun farþega og
áhafnar á farþegaskipum sem sigla
til eða frá höfnum í aðildarríkjum í
Evrópusambandinu og tryggja að
leit og björgun fari fram á sem
skilvirkastan hátt. Tilskipunin
kveður á um að áður en farþega-
skip leggur úr höfn, óháð stærð
skips og farsviði sem og lengd
siglingar skipsins, skuli fara fram
kerfisbundin talning farþega og
niðurstöður talningar skuli hafa
borist til skipstjóra fyrir brottför
skips, sem og til sérstaks tilnefnds
starfsmanns í landi.
Ef lengra en 20 sjómílur er til
hafnarinnar sem sigla á til skal
skrá nafn farþega, kyn farþega og
hvort um er að ræða fullorðinn eða
barn og hvort farþegi þarfnast
sérstakrar aðstoðar í neyðartilfell-
um.
Samgönguráðuneytið hefur lokið
öllum undirbúningi að fullgildingu
tilskipunarinnar, en hins vegar
hefur samgönguráðuneytið ekki
verið í aðstöðu til að birta efni til-
skipunarinnar þar sem þýðing
hennar á íslensku hefur ekki legið
fyrir.“
Hátíð hafsins
við Reykja-
víkurhöfn
HÁTÍÐ hafsins verður haldin hátíð-
leg annað árið í röð við Reykjavík-
urhöfn nú um helgina, 3. og 4. júní.
Laugardagurinn er tileinkaður
hafnardeginum og sjómannadagur-
inn verður haldinn hátíðlegur á
morgun, sunnudag. Fjölbreytt há-
tíðardagskrá verður báða dagana á
Miðbakka í Gömlu höfninni sem er
sniðin að þörfum allrar fjölskyld-
unnar, segir í fréttatilkynningu.
Heiðursgestur hátíðarinnar er Jör-
gen Niclasen, sjávarútvegsráðherra
Færeyja, sem flytur hátíðarræðu á
sjómannadaginn.
Hátíð hafsins er haldin til að
vekja athygli á gildi sjómennsku,
sjávarútvegs, hafnarstarfsemi höf-
uðborgarinnar og hinum sterku
tengslum hvers íslendings við hafið
og sjávarfang. Aðstandendur hátíð-
arinnar eru sjómannadagsráð,
Reykjavíkurborg, Reykjavíkurhöfn
og LÍÚ - Útvegsmannafélag
Reykjavíkur.
Fjölbreytt dagskrá
Dagskráin hefst kl. 10 í dag,
laugardaginn 3. júní á Miðbakka
m.a. með dorgveiðikeppni bama og
nýja hafrannsóknaskipið Árni Frið-
riksson veður til sýnis. Fyrir hádegi
verður Hátíð hafsins hringd inn á
Miðbakka með skipsklukkunni úr
nýsköpunartogaranum Ingólfi Arn-
arsyni og öll skip í Gömlu höfninni
flauta hafnardaginn inn. Ymislegt
skemmtilegt verður um að vera all-
an daginn og má þar nefna íslan-
dsmót í handflökun, björgunar-
tækjasýningu
björgunarsveitarinnar Ársæls, sigl-
ingakeppni Brokeyjar og skemmt-
ilsiglingu fjölskyldunnar með skóla-
skipinu Sæbjörgu.
Klukkan 14:30 hefst skemmtidag-
skrá á hátíðarpalli þar sem allir
ættu að finna eitthvað við sitt hæfi
Ship of Fools eða skip fáránleikans
er mjög sérstakt skip en um borð
eru 11 fjöllistamenn sem ferðast
um heimsins höf á gömlu hollensku
strandferðaskipi með skemmtisýn-
ingar. Skipið hefur heimsótt yfir
100 bæi og borgir í Evrópu. Sýn-
ingin sem boðin er á Hátíð hafsins
er frísklegur kabarett þar sem siglt
er í gegnum mannkynsöguna á
einni klukkustund.
Sýningar verða báða dagana kl
15 og 20. Listahópurinn, sem er al-
þjóðlegur og er frá Amsterdam,
hefur getið sér gott orð víða um
Evrópu fyrir líflegar og hressandi
sýningar sem fara fram við skips-
hlið. Skip fáranleikans kemur hing-
að í samvinnu við aðstandendur Há-
tíðar hafsins og Reykjavíkur -
menningarborgar Evrópu árið 2000.
Um kvöldið verður hið árlega sjó-
mannadagshóf á Broadway, meðal
skemmtiatriða er stórsýningin Bee
Gees ásamt Hljómsveit Gunnars
Pórðarsonar. Bryggjuball Nausts-
ins verður á Miðbakka frá kl 21-24
þar sem Geirmundur Valtýsson
ásamt hljómsveit heldur uppi sjó-
mannasveiflu.
Litríkur
sjómannadagur
Sjómannadagurinn hefst í fyrra-
málið, sunnudaginn 4. júní, með því
að fánar verða dregnir að húni í öll-
um skipum í höfninni. Klukkan 10
hefst minningarathöfn við minning-
aröldu Sjómannadagsráðs í Foss-
vogskirkjugarði þar sem biskup ís-
lands, hr. Karl Sigurbjömsson,
minnist látinna sjómanna. Klukkan
11 hefst sjómannaguðsþjónusta í
Dómkirkjunni.
Formleg hátíðarfhöld hefjast kl
14 á Miðbakka og meðal ræðu-
manna eru heiðursgestur hátíðar-
innar, Jörgen Niclasen, sjávarút-
vegsráðherra Færeyja, og Ámi M.
Mathiesensjárvarútvegsráðherra.
Fjölbreytt fjölskyldudagskrá hefst
kl. 15 Auk skemmtiatriða kynnir
fjöldi stofnana, félaga, skóla og fyr-
irtækja starfsemi sína í sýningar-
tjöldum á hafnarsvæðinu báða dag-
ana.
Ýmsar sýningar er tengjast sjó-
mannslífi og hafinu em í Listasafni
Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, í Þjóð-
arbókhlöðunni, í Sjóminja- og
smiðjumunasafni Jósafats Hinriks-
sonar í Skútuvogi 4, Sjóminjasafni
Islands, í Sjóminjasafni Islands í
Hafnarfirði og gamla Aðalbjörgin
er til sýnis á Miðbakka.
Kaffísala á Sjó-
mannadaginn
SLYSAVARNADEILD kvenna í
Reykjavík er 70 ára á þessu ári og
var deildin stofnuð af dugmiklum
konum sem hafa sýnt það á liðnum
ámm að þeirra var virkilega þörf
og beindist starfsemi deildarinnar
strax í upphafi að öflun fjár til
slysavarna og björgunarstarfa.
Ein aðalfjáröflun Slysavarna-
kvenna í Reykjavík hefur á liðnum
ámm verið kaffisala á sjómanna-
daginn þá hafa félagskonur bakað
og gefið kökur.
Seinustu tvö árin hafa Slysa-
varnakonur verið með kaffisölu á
þrem stöðum og gefist vel. Kaffi
og kökuhlaðborð hefur verið í
Höllubúð Sóltúni 20 og em þar
miklar og góðar kræsingar á borð-
um sem félagskonur hafa útbúið.
Sæbjörgin er á sjómannadaginn
í siglingum og þar gefst almenn-
ingi tækifæri á að sigla um sundin
blá og kaupa gott kaffi og meðlæti
Á hafnarbakka eru sölutjöld og
þar eru slysavarnakonur með kaffi
og nýbakaðar vöfflur til sölu ásamt
góðgæti fyrir þá yngstu.
Sú nýbreytni verður í ár að á
Hafnardaginn sem er nk. Laugar-
dag verða kvennadeildarkonur
með kaffi og heitar vöfflur til sölu í
Sæbjörginni.
Það er von okkar að Reykvíking-
ar og aðrir landsmenn líti til okkar
slysavarnakvenna næstkomandi
sjómannadag 4. Júní árið 2000.
Utivistardag-
skrá hafín
í Viðey
REGLUBUNDIN útivistardag-
skrá sumarsins hefst í dag í Viðey
og stendur fram í september.
Fyrsta gönguferðin verður í dag
kl. 14.15 þegar „tvö-báturinn“ er
kominn. I þetta skipti verður
gengið um suðaustureyna. Ferðin
byrjar við kirkjuna og gengið sem
leið liggur austur á Sundbakka,
þar verður Tankurinn skoðaður,
félagsheimili Viðeyinga, rústirnar
af „Stöðinni“, þorpinu sem þarna
var á fyrri hluta aldarinnar, geng-
ið með varúð um æðarvarpið yfir á
Þórsnes, um Kríusand og upp í
Kvennagönguhóla, en þaðan aftur
heim á staðinn. Gangan tekur um
tvo tlma. Menn ylja sálinni við
fróðleik og gamanmál meðan notið
er þeirrar yndislegu náttúru, sem
þarna er, segir í fréttatilkynningu.
Á sunnudag verður staðarskoð-
un kl. 14.15 og tekur um klukku-
tíma. Hún er öllum auðveld, engin
erfið ganga, en Viðeyjarstofa,
kirkjan og umhverfi þeirra ræki-
lega skoðað og reynt að miðla
bæði sögu og skemmtun.
Á þriðjudagskvöld verður ganga
um sömu slóðir. Þetta eru rað-
göngur. Þeir, sem koma fimm
ferðir í röð, sjá allt það helsta í
eynni.
Sumaráætlun Viðeyjarferjunnar
C Fðtakynning
Helgi Benediktsson, fjallaleiösögumaður,
sýnir ngju línuna frá CINTAMANI
og leiðbeinir um val á fatnaði í
JlSUr íslenskri náttúru
|) Kex frá Kexverksmiðjunni
Ferðakgnningar
Ferðafélag íslands kgnnir ferðaáætlun FÍ f sumar
FJALLALEIÐSÖGUMENN kgnna ferðir fgrirtækisins
og sgna mgndir frá fgrri ferðalögum
«■ Gönguskó kgnning
SKÓSTOFAN DUNHAGA Lárus Gunnsteinsson, skósmiður,
gefur innsgn f uppbgggingu og notagildi gönguskóbúnaðar
■oAgj.maMJ TŒZETA $'3Cm0fl
Jmm 11 iL . UÆA * m BJT • |TAlllllfc oONOUtKO«
irAL«m oöNOumo*
Mgndasýning frá NEPAL
Glaöningur
meö gjaldeyrinum
Ert þú á leiðinni í frí? Ef þú kaupir gjaldeyri
hjá Islandsbanka fyrir 30.000 krónur eða meira,
eignastu mjúkt og litríkt baðhandklæöi!
Islandsbiinki er hluti af Íslandsbanka-EBA