Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 3. JUNI 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Er fimm daga deild nothæft sjúkrahusurræði fyrir aldraða? * “ Jit Inniheldur 29 tegundir af vítamínum, steinefnum og Rautt Panax Ginseng. APÓTEKIN Upplýsingar í síma 567 3534. Á undanförnum ár- um hefur átt sér stað mikil endurskipulagn- ing og uppbygging í öldrunarþjónustu sjúkrahúsanna. Landakot og Borgar- spítali sameinuðu öldrunarþjónustu sína 1995 og þáverandi Landspítali og Sjúkra- hús Reykjavíkur sam- einuðu öldrunarsvið sín 1997. Nú er rekið eitt öfiugt öldrunar- svið á Landspítala, há- skólasjúkrahúsi á Landakoti með sex legudeildum, ásamt dagspítala og móttökudeild. Sín hvor bráðaöldrunarmatsdeildin er síðan í bráðasjúkrahúsbyggingum Landspítala, háskólasjúkrahúss þ.e. í Fossvogi og við Hringbraut. Á síðasta ári var sett á laggirnar fimm daga öldrunarlækningadeild á Landakoti til reynslu. Markmiðið var að gera tilraun til að mæta sí- vaxandi þörfum aldraðra sem þyrftu sérstaklega á mati, ráðgerðri meðferð og endurhæfingu að halda svo þeir gætu búið áfram í heima- húsum. Þessi hópur hafði nánast ekki möguleika á slíku áður nema bráðveikindi væru staðfest og kom- ust þeir varla á öldrunarlækninga- deild nema í framhaldi af innlögn á bráðdeild sjúkrahúsanna. Á einu ári komu á fimm daga öldrunarlækn- ingadeild yfir 150 einstaklingar og komu 2/3 þeirra beint úr heimahúsi en hinir frá bráðadeildum sjúkra- Anna Birna Jensdóttir LúðvíkH. Gröndal Atvinnurekendur! Foreldrar! Ungmenni! Nú er sumarvinnan hafin! Hafið þið kynnt ykkur nýja reglu- gerð um vinnu barna og unglinga? Reglugerðin er sett til að tryggja skynsamlega atvinnuþátttöku ungmenna og koma í veg fyrir álagsmein og slys. Reglugerðin kveður m.a. á um eftirfarandi: • Störf, sem ungmenni mega vinna. • Störf, sem eru of áhættusöm og ungmenni mega ekki vinna. • Persónuhlífar, sem nota skal við mismunandi störf. • Aldurstakmörk fyrir mismunandi störf. • Reglur um vinnutíma og hvíldartíma. • Skyldur atvinnurekenda. Hægt er að sækja reglugerð um vinnu barna og unglinga nr. 426/1999 á heimasíðu Vinnueftirlitsins, www.ver.is Vinnueftirlitið gefur fúslega nánari upplýsingar og leiðbeiningar ef óskað er. Tíí VINNUEFTIRLITIÐ Bildshöfða 16, 110 Reykjavík Sími 550 4600 - Fax 550 4610 Netfang: vinnueftirlit@ver.is húsanna. Þetta sama tímabil hafa verið rannsökuð afdrif þessara ein- staklinga og borin saman við afdrif sjúklingahóps sem lagðist inn á sjö daga öldrunarlækningadeild (þ.e. þeir fóru ekki heim um helgar) á Landakoti og komu þeir í 75% til- vika frá bráðadeild. Rannsóknin fól í sér mjög um- fangsmikið mat á heilsufari og hjúkrunarþörfum sjúklinganna. Sömuleiðis voru könnuð viðhorf sjúklinganna og aðstandenda þeirra til öldrunarhjúkrunar og leitast var við að kanna vísbendingar um gæði umönnunar á deildunum tveim sem og rekstrarlega útkomu. Meðal þess sem í ljós kom í þess- ari samanburðarrannsókn var að yfir 60% sjúklinganna voru konur og var meðalaldur um 80 ára á báð- um deildunum. Stærsta vandamál þessa sjúklingahóps var skert hreyfifærni og sjálfsbjargargeta en verulegur munur var þó á færnis- skerðingunni, þ.e. þeir sem voru á sjö daga deild þurftu mun meiri að- stoð við athafnir daglegs lífs en þeir sem voru á fimm daga deild. Áber- andi var að bráðveikindi hrjáðu sjúklingana á sjö daga deildinni, þótt innlagnarástæða væri mat og endurhæfing, sumir voru svo veikir í innlögninni að þeir náðu ekki bata og létust. Enn aðrir eru það lélegir til heilsunnar að þeir bíða varan- legrar vistunar á hjúkrunarheimili. Sjúklingarnir á fimm daga deildinni komust hins vegar heim til sín um helgar í 94% tilvika, og virtist ekki skipta máli hvort fólk bjó eitt eða með öðrum. Ástæða þess að 6% komust ekki heim um helgar eins og áætlað var voru að ný veikindi gerðu vart við sig. Mjög jákvætt viðhorf aðstandenda og sjúklinga var til starfseminnar hvort heldur Oldrunarþjónusta Veruleg forvörn felst í þyíaðvinna með öldruð- um, segja Anna Birna Jensdóttir og Lúðvík Gröndal, við að meta heilsufar, endurhæfa sjálfsbjargargetu og auka hreyfífærni. sem var á fimm daga deild eða sjö daga deild. Töldu þeir að sjúklingar væru í öruggum höndum hjúkrun- arfræðinga og sjúkraliða og treysta mætti þjónustunni. Hins vegar þótti miður ónæði af hávaða frá um- hverfinu s.s. frá starfsfólki og öðr- um sjúklingum. Lítið er um sérbýli og sjúkrastofur ýmist tveggja eða þriggja manna og skýrir það ónæði fyrst og fremst. Það er því ekki mikil hvíld fólgin í því að dveljast á sjúkrahúsi. Reksturinn á fimm daga deildinni var mun hagkvæm- ari, bæði í mannafla og rekstrarfé, og var hann t.d. 37% ódýrari eða 15 milljónum króna lægri þegar litið er til launakostnaðar hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða á ársgrundvelli. Sjúklingar á fimm daga deild þurftu að jafnaði fimm hjúkrunarklukku- stundir á sólarhring fimm daga vik- unnar, en sjúklingar á sjö daga deild þurftu sjö hjúkrunarklukku- stundir á sólarhring sjö daga vik- unnar. Ekki var teljandi munur á launakostnaði sjúkraþjálfara, iðju- þjálfa, félagsráðgjafa, sálfræðings og lækna en þessir aðilar veita fyrst og fremst þjónustu virka daga vik- unnar hvort heldur um er að ræða fimm daga eða sjö daga deild. Það er ljóst að fimm daga öldrun- arlækningadeild sinnir mikilvægu starfi á afar hagkvæman hátt. Veruleg forvörn felst í því að vinna með öldruðum við að meta heilsu- far, endurhæfa sjálfbjargargetu og auka hreyfifærni. Þannig má forða mörgum frá ótímabæru heilsuleysi og sporna gegn stofnanavistun. Sjö daga öldrunarlækningadeild sinnir hins vegar bæði bráðveiku fólki og þeim sem þarfnast lengri og flókn- ari endurhæfingar. Þessar mismun- andi deildir anna þó hvergi nærri eftirspurn og er biðlisti álíka langur á þær báðar. ítarlegar niðurstöður úr þessari rannsókn verða kynntar á 15. norrænu öldrunarfræðaráð- stefnunni 4.-7. júní nk. í Reykjavík. Anim Birna er hjúkrunar- framkvæmdastjóri. Lúðvík er hjúkrunard eildars tjóri Landspítala, háskólasjúkrahúss Landakoti. J afn vægisstj órnun og brot hjá öldruðum DETTNI og brot sem stöðugt verða tíð- ari meðal aldraðs fólks er fjárhagsleg byrði á heilbrigðiskerfi hins vestræna heims. Eng- in ein orsök dettni hef- ur fundist þótt léleg jafnvægisstjórnun sé talin eiga þar þátt. J afnvægisstj ór nun er ferli samhæfra hreyfinga sem byggist á nægjanlegum upp- lýsingum frá jafnvæg- iskerfi í innra eyra, augum, vöðvum, lið- umbúnaði og il, ásamt úrvinnslu boðanna í miðtaugakerfinu. Hrörnunarbreyt- ingar tengdar auknum aldri hafa fundist í öllum þessum kerfum. Jafnvægiskerfi innra eyra stjórn- ar hreyfingum augna. Auk þess greinir það stöðu og hreyfingar höfuðs og sendir boð til stöðuvöðva líkamans til að bregðast við óvæntri jafnvægisröskun svo sem því að hrasa eða skrika fótur. I rannsókn- um mínum við háskólann í Lundi, Brandtex fatnaður Ella Kolbrún Kristinsdóttir Svíþjóð, kom fram að minni starfsemi jafn- vægiskerfis í öðru eyr- anu héldur en hinu var algeng meðal heil- brigðra aldraðra ein- staklinga (37%). Tíðni slíks misræmis var miklu hærri meðal ein- staklinga sem höfðu dottið og mjaðmar- brotnað (68%) eða úlnliðsbrotnað (76%). Margir þeirra sem höfðu dottið og mjaðmar- eða úlnliðs- brotnað höfðu áður dottið og brotnað. Slík fyrri brot voru aðal- lega meðal þeirra sem höfðu mis- ræmi í starfsemi jafnvægiskerfis innra eyra. Misræmið brenglar boðin frá jafnvægiskerfinu og er þá erfitt að bregðast rétt við og verj- ast falli sem oft var í átt að eyra með minnkaða starfsemi. Minnkað skyn í fótleggjum er fylgifískur öldrunar, þó ekki aldri í árum talið. Aldraðir með gott skyn voru álíka stöðugir og yngri ein- Oldrun Nauðsynlegt er að fylgj- ast með skyni í fótleggj- um aldraðra, segir Ella Kolbrún Kristinsdóttír, og starfsemi jafnvægis- kerfís innra eyra. staklingar, en hjá þeim sem höfðu minnkað skyn var jafnvægið skert. Aldraðir eiga jafnframt erfiðara með að nýta sjón til að bæta jafn- vægi. Nauðsynlegt er að fylgjast með skyni í fótleggjum aldraða og starf- semi jafnvægiskerfis innra eyra. Hvoru tveggja mætti reyna að bæta með þjálfun og ef til vill minnka þannig líkur á falli og brot- Höfundur erdósent í sjúkraþjálfun við Háskóla Islands. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. ^öökaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir—tónleikar — sýningar—kynningar og fl. og fl. og fl. j fcröpildl = «©8§tasðf@[ldL ..og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftirminnilegan viðburö - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. T|öld af öllum stœrðum frá 20 - 700 m2 Einnig: Borð, stólar, tialdgólf og tjalahitarar. QeQgæ sDtíto ..með skátum á heimavelli sími 562 1390 • fax 552 6377 • bls@scout.is Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.