Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 84
84 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Keflvíkingar í Evrópukeppni félagsliða? LIÐ Keflavíkur í knattspyrnu hefur möguleika á að komast f Evrópukeppni félagsliða sem aukalið vegna háttvisikeppni Ai- þjóða knattspyrnusambandsins. Island er meðal 14 landa sem hafa möguleika á sæti í keppn- inni. Eftirlitsdómarar gefa landsliðum háttvisieinkunnir í landsleikjum og öil lið, sem fengu hærra en 8 í einkunn komast í pott, sem eitt lið verður dregið úr 8. júnf í Belgfu. ísland hlaut 8,1 f einkunn en Svfar sigruðu keppnina og komast því sjáif- krafa áfram og verður IFK Norr- köping fulltrúi þeirra. KR vann háttvísiverðjaun Knattspyrnusambands ísiands í fyrra en þar sem það fer í undan- keppni meistaradeildar Evrópu fer lið Keflavíkur í pottinn þar sem það hafnaði f 2. sæti f kejppn- inni um háttvfsiverðlaun KSI. ÍÞRÓTTIR Mörg félög vilja landsliðsmanninn Þórð Guðjónsson Staðráðinn í að kom ast burtu frá Genk órður Guðjónsson landsliðsmað- ur í knattspymu og atvinnu- maður með belgíska liðinu Genk er mjög eftirsóttur þessa dagana. Félög frá Hollandi, Englandi, Grikklandi og Þýskalandi hafa spurst fyrir um hann og eitt tilboð er þegar komið. Það er frá gríska liðinu AEK, liðinu sem Amar Grétarsson lék með. Þórður tryggði sem kunnugt er Genk bikar- meistaratitilinn á dögunum en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Genk sigraði Club Brúgge, 3:1. Eftir þann leik hefur Þórður fengið mörg símtöl frá öðmm félögum en hann á þrjú ár eftir af samningi sín- um við Genk. Fyrir bikarúrslitaleik- inn var haft eftir fomáðamönnum Genk að Þórður yrði ekki seldur frá félaginu fyrir minna en 200 milljónir króna og væntanlega hefur Genk hækkað verðið eftir frábæra frammi- stöðu hans í bikarúrslitaleiknum. „Ég er alveg staðráðinn í að reyna að komast í burtu frá Genk. Ég hef verið í viðræðum við nokkur félög en á þessari stundu er ómöulegt að segja hvað verður. Ég kem heim til íslands eftir helgina og ég ætla að gefa mér tíma til að meta stöðuna. Ég veit að það er eitt formlegt tilboð komið. Það er frá AEK en ég myndi telja það sísta kostinn,“ sagði Þórður í gær. Jóhannes frestar undirskrift Jóhannes Karl Guðjónsson, yngri bróðir Þórðar, sem er á mála hjá Genk, en lék sem lánsmaður með Maastricht í hollensku 1. deildinni í vetur, er kominn með tiboð í hend- urnar frá hollenska 1. deildarliðinu RKC Waalwijk. Félagið vill gera við hann 5 ára samning og hafa félögin ákveðið kaupverðið, sem er um 30 milljónir króna. Til stóð að Jóhannes skrifaði undir hjá Waalwijk í dag en hann ætlar að taka sér frest fram yfir helgina. Astæðan er sú að tvö félög, annað frá Englandi og hitt frá Belgíu, hafa sett sig í samband við Jóhannes. Víkingar stödvuðu Val VÍKINGAR urðu fyrstir liða tii að leggja Valsmenn að velli í 1. deildinni, en fjörlegum leik lið- anna lauk með 3:2-sigri Víkinga - öll mörkin litu dagsins Ijós á rúmum hálftíma undir lokin. Valsmenn voru kraftmeiri til að byrja með og það tók Víkings- vörnina nokkum tíma að ná áttum. Vilhjálmur Vil- _ hjálmsson átti Bðsson hörkuskot í þverslá, skrifar en þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu Víkingar að setja fyrir alla leka í vörninni og ná undirtökunum á miðjunni, en það var þó fyrst og fremst mikill klaufaskapur Vals- manna sem komu Víkingum á spor- ið eftir tæplega klukkustundar leik. John Mills, sem haldið hafði Vals- markinu hreinu í 238 mínútur á Is- landsmótinu, færði Víkingum fyrstu gjöfina með misheppnaðri spyrnu frá markinu. Árvökulir sóknarmenn Sumarliði Arnason nýtti sér það og stuttu síðar bætti Jón Grétar Ólafsson, eftir misskiln- ing í vöm Vals. „Eftir tvö jafntefli, þá var þessi sigur kærkominn. Þetta var ná- grannaslagur eins og þeir eiga að vera og þegar við skoruðum annað markið þá varð ekki aftur snúið,“ sagði Láms Huldarson, fyrirliði Víkinga. Víkingsliðið virkaði sannfærandi, sérstaklega þó varnarleikurinn, en þeir náðu að loka vel á kantspil Valsara. Sérstaklega var Stefán Þórðarson sterkur á vinstri vængn- um. Sumarliði og Jón Grétar vom líflegir í framlínunni. Valsliðinu vora mislagðar hend- ur. Liðið yfirspilaði gestina á upp- hafsmínútunum og var einnig sterkari aðilinn í upphafí síðari hálfleiksins. Það er ekki erfitt að sjá hvernig stendur á því að liðið hefur skorað sjö mörk í fyrstu tveimur umferðunum, en í þessum leik vora þeim flestar bjargir bannaðar gegn vel skipulögðu Víkingsliði. Úrræðaleysi Valsmanna kom berlega í Ijós þegar nálgast tók víta- teiginn, enda voru sóknarmenn Vals lengst af í gjörgæslu. Maður leiksins: Stefán Þórðar- son, Víkingi. Morgunblaðið/Jim Smart Vilhjálmur Vllhjálmsson spyrnir knettinum að marki Víkinga, án þess að Sumarliði Árnason komi vömum við. ÚRSLIT Þolfimi Halldór í úrslit Halldór Birgir Jóhannsson komst í gær í úrslit á heimsmeistaramótinu í þolfimi sem stendur nú yfir í Riesa í Þýskalandi. Þeir átta efstu í undankeppninni komust í úr- slitakeppnina sem fram fer á morgun. Hall- dór fékk fimmtu hæstu einkunn keppenda. KNATTSPYRNA 1. deild karla: Valur - Víkingur..............2:3 Ólafur Ingason 83., Amór Guðjohnsen 89. vítasp. - Sumarliði Arnason 59., Jón Grétar Ólafsson 71., Lárus Huldarsson 84. vítasp. Sindri - Skallagrímur.........0:1 - Emil Sigurðsson 88. vítasp. KA - Tindastóll...............1:1 Pétur Bjöm Jónsson 75. - Kristmar Geir Bjömsson 64. ÍR - Dalvík...................2:1 Heiðar Ómarsson 4., Bjami Gaukur Sig- urðsson 18. - AtH Viðar Bjömsson 69. FH - Þróttur R.................1:1 Hörður Magnússon 85. vítasp. - Björgólfur H. Takefusa 18. F]ötdi leikja u J T Mörk Stlg ÍR 3 2 1 0 6:3 7 FH 3 2 1 0 5:3 7 Valur 3 2 0 1 9:3 6 Víklngur 3 i 2 0 4:3 5 KA 3 1 1 1 4:4 4 Dalvík 3 1 0 2 5:5 3 Skallagr. 3 i 0 2 3:6 3 Sindri 3 0 2 1 1:2 2 Tindastóll 3 0 2 1 2:5 2 Þröttur 3 0 1 2 2:7 i Vináttulandsleikur: Portúgal - Wales................3:0 Luis Figo 21., Sa Pinto 44., Nuno Capucho 66.-20.000. ÍR og FH deila elsta sæti FH og ÍR deila með sér tveimur efstu sætunum í 1. deild karla en 3. umferð lauk í gærkvöldi. Bæði lið eru með sjö stig en Valsmenn eru í þriðja sæti með sex stig. Þróttarar náðu sér í fyrsta stig sitt þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við FH. ÍR sigraði Dalvík 2:1 í Breiðholti og á Akureyri skoruðu KA og Tindastóll sitt markið hvort í jafnteflisleik. Ef sóknarþungi, homspymur og markskot gæfu stig í knatt- spymu hefðu FH-ingar hirt öll stigin sem í boði vora þegar inaihiöra þeir mættu Þróttur- Hinnksdóttir om frá Reykjavík í skrífar gær. En það era mörkin sem telja og liðin gerðu sitt markið. FH-ingar fengu gullið tækifæri til að koma sér þægilega fyrir á toppi 1. deildar, eftir ófarir Valsmanna gegn Víkingum, og virtust staðráðnir í því. En þvert gegn gangi leiksins skoraði Björgólfúr H. Takefúsa fyrir Þrótt- ara á 18. mínútu með laglegu skoti yf- ir Guðmund Skúla Jónsson, markvörð FH, eftir góða sendingu frá Charlie McCormick. Eftir markið tóku FH- ingar öll völd á vellinum, sóttu nær stanslaust að marki Þróttara en vöm þeirra var sterk með þá Amald Lofts- son og Kristján Jónsson sem traust- ustu menn. Það var ekki fyrr en á 86. mínútu að FH-ingar bratu ísinn þegar brotið var á Herði Magnússyni inni í vítateig Þróttara og Hörður setti boltann af öryggi í netið úr vítaspymu. FH-ingar munu naga sig í hand- abökin fyrir að hafa ekki haft meira út úr þessum leik en raun varð á. Þeir fengu 14 homspymur gegn 2 og áttu 11 skot að marki á móti 3. Maður leiksins: Amaldur Loftsson, Þrótti R. ÍR skaust í efsta sætið jr IR-ingar skutust í toppsætið með sigri á Dalvíkingum, 2:1, þar sem heimamenn lögðu Frosti grunninn að sigrinum Eiðsson í fyrri hálfleiknum. skrifar Heiðar Omarsson, sem tók út leikbann í fyrstu tveimur umferðunum, kom IR yfir strax á íjórðu mínútu með laglegu skoti frá vítateig og fyrri hálfleikur- inn var leikur kattarins að músinni, því IR-ingar voru einu til tveimur skrefum á undan í sérhveiju návígi gegn svifaseinum Dalvíkingum. Bjami Gaukur Sjgurðsson bætti öðru marki við fyrir IR á átjándu mínútu eftir snarpa sókn. IR-ingar misstu allt frumkvæði í síðari hálfleiknum, sem lengst af var jaíh. Bæði liðin fengu ágæt færi, en aðeins eitt þeirra nýttist. Atli Viðar kveikti von hjá gestunum og þeir voru oft aðgangs- harðir við ÍR-markið síðasta stundar- fjórðunginn. Maður leiksins: Heiðar Ómarsson, ÍR. Lánið ekki með KA KA-menn urðu að sætta sig við Stefán Þór jafntefli á móti Tind- ?5S/ncfeson astóli á heimavelli í Sknfar gær, 1:1. Liðið hafði allnokkra yfirburði en lenti engu að síður undir í leiknum og þurfti að hafa töluvert fyrir því að jafna. Tindastóll átti fyrsta markskotið í leiknum en síðan ekki söguna meir í fyrri hálfleik á móti 12 skotum KA- manna. Heimamenn stjómuðu leikn- um. Þorvaldur Makan átti tvo góða skalla sem Gísli Sveinsson varði vel í marki Tindastóls. Jóhann Traustason komst líka tvívegis í gott færi og loks átti Dean Martin skot í þverslá. Seinni hálfleikur var jafn framan af. Kristmann Geir Bjömsson kom gestunum óvænt yfir eftir samspil við Joe Sears en Pétur Bjöm Jónsson svaraði fyrir KA eftir góða sendingu frá Dean Martin. Alls áttu KA-menn 21 markskot í leiknum en gestimir 7. Hreinn Hringsson lék sinn fyrsta leik fyrir KA síðan hann var í 4. flokki. „Það er mjög gaman að vera kominn Trúfan þjálfar Blika ALEXEI Trúfan hefur gert samning við nýliða 1. deildar í hand- knattleik, Breiðablik, um að þjálfa karlalið þess næstu tvö árin. Frá þessu var gengið sfðdegis í gær. Trúfan hcfur undanfarin ár leikið með Aftureidingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.