Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Vísindavefur Háskóla íslands
www.opinnhaskoli2000.hi.is
Eru geim-
verur til?
VISINDI
Undanfarnar vikur hefur mikið verið unnið að
myndefni á Vísindavefnum og eru þar nú
mörg svör með myndum til skýringar og til að lífga upp á efnið. Vef-
arar eru líka smám saman að fikra sig áfram með hreyfimyndir í
sama tilgangi. Við kynnum í dag sérstaklega efnisflokkinn „Lag-
gott“ sem var stofnaður á Vísindavefnum um miðjan maí. Við birt-
um núna eingöngu svör sem tilheyra þessum flokki eða gætu gert
það. Efni svaranna í honum á að vera fullkomlega við allra hæfi og
svörin eru yfirieitt frekar stutt. Svör í þessum flokki
eiga líka að geta tekið skemmri tíma en í almenna
flokknum þar sem krafist er sérfræðiþekkingar þeg-
ar gengið er frá svörum. Þegar ekki er annað tekið
fram eru svörin í dag eftir starfsmenn Vísindavefjar-
ins, Þorstein Vilhjálmsson ritstjóra, Hauk Má Helga-
son, Hrannar Baldursson og Tryggva Þorgeirsson.
Heimildir eru eins og endranær raktar á vefsetrinu þegar við á.
Eru geimverur til?
SVAR: Þessu má svara á tvo vegu: 1)
Jörðin er í geimnum. Plöntur og dýr,
þar á meðal menn, eru lífverur.
Þannig má segja að allar lífverur á
jörðinni séu geimverur. Gestir okkar
hafa ýjað að þessu viðhorfi í spum-
ingum á Vísindavefnum.
2) Jarðarbúar hafa ekki fundið
sannanir fyrir verum á öðrum plán-
etum, né hafa menn undir höndum
gögn sem sýna fram á að lífverur séu
til annars staðar í alheiminum en í
sólkerfi okkar. En alheimurinn er
firnastór og því getur vel verið að
þar hafi einhvers staðar skapast að-
stæður fyrir líf og að það hafi mynd-
ast á fjölda annarra pláneta sem búa
við svipuð skilyrði og jörðin. Hins
vegar er þrautin þyngri að finna það
og síðan ef til vill að hafa samskipti
við það. Til dæmis er víst að við
munum ekki geta kannað allan al-
heiminn að þessu leyti á þeim tíma
sem mannkyninu er ætlaður til bús-
etu á þessari jörð. Þar til við höfum
sannanir í höndum munum við þess
vegna alltaf geta sagt að vel geti ver-
ið að líf sé einhvers staðar utan sól-
kerfisins.
Sjá rækilegra svar Þorsteins Vil-
hjálmssonar við spurningunni „Eru
til staðfest dæmi þess að geimverur
séu til?“
Af hverju eru augun
í fóiki oft rauð á
Ijósmyndum?
SVAR: Rauð augu á ljósmyndum
stafa af því að leifturljós (,,flass“)
myndavélarinnar endurspeglast frá
augnbotninum.
Við sjáum hluti þegar ljósið frá
þeim berst augnbotnum okkar þar
sem sérhæfðar frumur nema það og
senda viðeigandi taugaboð upp í
heila. Þessar frumur, sem nefnast
keilur og stafir, eru viðkvæmar og
þess vegna stjóma augun því ljós-
magni sem berst þeim með því að
draga saman ljósopin í birtu og
stækka þau í dimmu. Þetta er auð-
velt að sjá með því að standa fyrir
framan spegil í myrkvuðu herbergi.
Þegar Ijósið er kveikt má sjá að ljós-
opin dragast snögglega saman og
koma þannig í veg fyrir að of mikið
Ijós lendi á hinum ljósnæmu og við-
kvæmu frumum.
Kannast þú við
einhver eftirfarandi
einkenna 7
s Svitakóf
m Nætursvita
* Einbeitingarskort
■ Leiða
m Þróttleysi
m Þurrk í leggöngum
Ef þú kannast við einn eða fleiri
ofangreindra kvilla þá getur
Menopace öfluga vrtamín- og
steinefnablandan e.tv. hjálpað þér
Fæst í 30 og 90 daga skömmtum
á besta aldri ?
0nopGi~:
Jí,ÍL t**«"**MM’
WWWf'W"
^um*.igl!!ar
o
VITABIOTICS
- þar sem náttúran og vlsindin vinna saman
Fæst aðeins í lyfjaverslunum
Þegar við tökum ljósmynd af ein-
staklingi í rökkri eru ljósop hans vel
opin. Sterkt leifturljósið lendir á
rauðum augnbotninum og það er
endurkast frá honum sem veldur því
að augun virðast rauð.
Tii að koma í veg fyrir að þetta
gerist eru margar myndavélar þann-
ig útbúnar að leifturljósið blikkar
nokkrum sinnum áður en myndin er
tekin. Það veldur því að ljósopin
dragast saman og því eru minni lík-
ur á að ljósið nái að endurkastast af
augnbotninum.
Af hverju eru sumar kindur
styggar en aðrar ekki?
SVAR: Breytileikinn er eitt af því
sem einkennir lífið á jörðinni. Ein-
staklingar af sömu tegund eru mis-
munandi og það er mikilvæg for-
senda fyrir því að lífið þróist. Þannig
getur náttúruvalið farið að verka
með því að þeir einstaklingar veljast
úr sem hafa hagstæða eiginleika í
því samhengi sem við á hverju sinni.
Breytileiki í stofni stuðlar líka að
hæfni hans til að laga sig að breytt-
um aðstæðum.
Hjá villtum grasætum getur
styggð verið bæði kostur og galli.
Hún stuðlar alla jafnan að því að
rándýrin nái dýrinu síður. En
kannski hleypur stygga dýrið óþarf-
lega oft af stað eða það hleypur
óþarflega hratt og líka lengra en
þörf er á. Þar með brennir það orku
til ónýtis og getur kannski ekki
hlaupið eins hratt næst þegar
rándýr nálgast. En fyrir dýrastofn-
inn í heild er hagstætt að í honum
séu bæði stygg og gæf dýr, meðal
annars vegna náttúruvalsins og að-
lögunarinnar eins og áður var sagt.
Húsdýr eins og sauðkindin eiga
rætur að rekja til villtra dýra og
hafa breytileikann þaðan. Bóndinn
getur hins vegar haft margs konar
áhrif á eiginleika sauðfjárins, meðal
annars eftir aðstæðum á hverjum
tíma. í eina tíð þótti íslendingum
best að kindakjöt væri sem feitast.
Eftir að menn lærðu á kynbætur
hafa bændur þá reynt að rækta hjá
sér feitt kyn og þær kindur hafa þá
líklega ekki heldur verið mjög
styggar eða fráar á fæti. Nú er öldin
önnur og við viljum ekki feitt kjöt.
Margir sauðfjárbændur taka tillit til
þess þegar þeir velja fé til undan-
eldis.
Bændur geta líka valið að rækta
upp einsleita stofna sem kallað er,
það er að segja stofna með litlum
breytileika. Þetta hefur verið gert
víða erlendis og birtist til dæmis
glöggt í lit dýranna. Þannig eru kýr
á sumum svæðum erlendis nær ein-
göngu rauðar, annars staðar svartar
og svo framvegis. Breytileikinn í lit
búfjár á íslandi er til marks um að
ræktun af þessu tagi hefur ekki ver-
ið beitt og raunar er miklu styttra
síðan kynbætur hófust hér en víða í
nágrannalöndum.
Hiti og kuldi hafa áhrif á
frumefnin. En hvað er hiti
og kuldi?
SVAR: Hiti í efni tengist hreyfmgu
smæstu efniseinda, til dæmis sam-
einda, frumeinda eða rafeinda. Þvi
meiri sem hraðinn og hreyfiorkan
eru að meðaltali, þeim mun meiri er
hitinn. Kuldi er hins vegar í rauninni
ekkert annað en skortur á hita!
Orkan sem tengist hitanum og
hreyfingu efniseindanna kallast
varmi. Varmi hefur alltaf tilhneig-
ingu til að flytjast frá heitari stað til
kaldari þannig að hitamunur jafnist
út. Varmaflutningurinn er þeim mun
meiri sem hitamunurinn er meiri.
Þegar við komum út í kalt loft
streymir varmi frá okkur út í loftið
af því að við erum heitari en það; það
er kaldara en við. Þetta varma-
streymi er þeim mun meira sem
hitamunurinn er meiri. Þegar við
snertum heitan hlut streymir varmi
frá honum til okkar. Ef við snertum
kaldan hlut streymir varmi frá okk-
ur inn í hlutinn. Streymishraðinn
getur þá farið eftir gerð hlutarins.
Ef hann leiðir vel varma sem kallað
er, til dæmis ef hann er úr málmi, þá
streymir varmi mjög ört frá okkur
inn í hlutinn og okkur finnst hann
kaldari en ella. Þetta getur meira að
segja orðið svo ört að hluti af húðinni
sitji eftir á hlutnum!
Hver er uppruni orðsins klám?
SVAR: Upprunaleg merking þeirrar
orðsiftar sem klám tengist er líkleg-
ast „eitthvað sem klemmist eða loðir
við, klístur eða slímkennd óhrein-
indi.“ Orðið klám er talið tengt
norska orðinu klámen „rakur, lím-
kenndur, sem loðir við“, í grísku eru
til orðin gláme „augnslím", glámon,
glamyrós „voteygur" og í litháísku
orðið glemes „slím“. Klám tengist
líka lágþýska orðinu klam „þröngur,
rakur, slímkenndur“.
í íslensku hefur orðið merkingar-
breyting og orðið merkir „klúryrði“
en einnig „grófgert, illa unnið verk“.
Síðari merkingin kemur fram í orð-
inu klámhögg „skammarlegt högg,
vindhögg".
Guðrún Kvaran
forstöðumaður Orðabókar Háskólans
og prófessor við Háskóla íslands
Þegar þið segið að „ekkert“
sé fyrir utan heiminn ef hann
er endanlegur, hvað er þá
„ekkert“?
SVAR: Svarið er að „ekkert" er ein-
mitt það sem ekkert verður sagt um!
Eðlilegt er og engan veginn óvænt
að þessi spuming komi upp en henni
verður ekki svarað hér í löngu máli.
Við endurtökum úr íyrra svari að
það að alheimurinn er endanlegur
merkir að ekkert sé fyrir utan hann
og bætum því við að orðið „ekkert"
merkir einmitt þetta, að um það
verða engin orð höfð. Ef við gætum
sagt eitthvað um það, lýst því eitt-
hvað nánar, þá væri það væntanlega
ekki lengur „ekkert“! Um svona
hluti er stundum vitnað í fræg orð
austurríska heimspekingsins Lud-
wig Wittgenstein, lokaorðin í fræg-
asta verki hans, Tractatus Logico-
Philosophicus frá 1921. Við tOfærum
þau hér í íslenskri þýðingu: „Það
sem ekki er hægt að tala um hljótum
við að þegja um.“
Hvernig verður tungumál til?
SVAR: Þótt dýr geti haft tjáskipti þá
eru það aðeins menn sem tala tungu-
mál. Aðeins mannlegt mál inniheld-
ur málfræðireglur sem gera málhaf-
anum kleift að búa til ný orð og
setningar og ræða nýjar hugmyndir.
Böm læra tungumál mjög fljótt og
auðveldlega, rétt eins og þau hafi
meðfædda hæfileika til að tileinka
sér móðurmál sitt. Af þessum ástæð-
um telja margir málfræðingar að
mönnum sé ásköpuð ákveðin mál-
fræðiþekking og bömum sé eins eðl-
islægt að tileinka sér móðurmál sitt
og að læra að ganga.
Ef þetta er rétt þurfum við að
spyija eftirfarandi spurningar:
Hvemig varð tungumálið hluti af
erfðamengi okkar? Forfeður okkar,
mannaparnir, höfðu sennilega fmm-
stætt frumtungumál til tjáskipta,
sem byggðist ef til vill á nokkmm
orðum eða táknum en engum mál-
fræðireglum. Mikil breyting virðist
hafa orðið fyrir um það bil 100.000
ámm. Þá komu fram menn sem líkt-
ust nútímamönnum og þeir sköpuðu
listaverk og notuðu flókin verkfæri.
Þessi þróun bendir tO að á þessum
tíma hafi menn verið komnir á nógu
hátt vitsmunastig til að mynda
margbrotin þjóðfélög. Líklegt er að
tungumál með flóknu málkerfi hafi
orðið tO á þessu tímabili, og hugsan-
lega tengist þessi þróun hæfileikan-
um til óhlutstæðrar hugsunar sem
er nauðsynlegur fyrir listsköpun.
Ekki er vitað hvort tungumál varð
til vegna skyndilegrar stökkbreyt-
ingar eða hvort það kom fram sjálf-
krafa þegar menn höfðu náð nógu
háu vitsmunastigi. Að sjálfsögðu er
erfitt að sanna kenningar um upp-
runa tungumála en með hjálp tölva
leitast málfræðingar við að svara
spumingum af þessu tagi.
Diane Nelson, lektor við University of
Leeds
Af hverju þarf maður að læra
að lesa? spyrjandi: ingólfur
Jóhannsson7 ára
SVAR: Maður þarf að læra að lesa til
að geta:
• ratað eftir skiltum og kortum
• farið í ferðalög á íslandi og í út-
löndum
• flett upp símanúmerum í síma-
skrá
• lesið texta í sjónvarpi
• lesið hvað er í matnum sem
maður kaupir
• lesið dagblöð ogvitað hvað er
að gerast í heiminum
• þekkt í sundur bækur og valið
þær sem maður vill
e lesið bækur sér til skemmtunar
e lesið bækur sér til fróðleiks
e valið sér myndbandsspólur að
horfaá
e lesið á stigatöflur í tölvuleikjum
e notað Internetið - farið um Ver-
aldarvefinn
e skrifast á við vini sína
e fengið skemmtilega vinnu þeg-
ar maður verður stór og svo
framvegis. Það er nauðsynlegt
að kunna að lesa til að taka þátt
í samfélaginu sem við búum í.