Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ PÉTUR Jónsson frá Hall- gUsstöðum lést á hjúkrun- arheimilinu Hlíð á Akur- eyri síðastliðinn miðvikudag, 88 ára að al- dri. Pétur var brautryðj- andi í akstri vöruflutninga- bifreiða á langleiðum og rak lengi eigið fyrirtæki, Pétur og Valdimar, á Ak- ureyri. Pétur Jónsson fæddist 17. október 1911 og ólst upp á Hallgilsstöðum í Hörgárdal. Foreldrar hans voni hjónin Albína Pétursdóttir og Jón St. Melstað bóndi. Innan við tvítugt varð Pétur mjólkurbílstjóri og annaðist mjólkur- flutninga úr Arnameshreppi á móti öðrum manni. Hann hafði reyndar áður ekið mjólk með hestvagni til Ak- ureyrar. Hann eignaðist flutningabíl og hóf vöru- flutninga á langleiðum á árinu 1942. Varð Pétur brautryðjandi í vöruflutn- ingum milli Reykjavíkur og Akureyrar og stundaði einnig ýmsa flutninga innan héraðs. Valdimar Jónsson, bróðir Péturs, gekk í félag með honum og ráku þeir um árabil eitt stærsta vöruflutn- ingafyrirtæki landsins undir nafninu Pétur og Valdimar. Pétur var lengi í forystusveit land- flutningamanna, meðal annars í stjórn Vöruflutningamiðstöðvarinn- ar hf. og Landvara. Indriði G. Þorsteinsson skrifaði sögu Péturs í bókinni Fimmtán gírar áfram sem kom út árið 1981. BJÖRN Þorláksson fyrrver- andi framkvæmdastjóri San- itas og sérfræðingur í land- búnaðarráðuneytinu er látinn, 72 ára að aldri. Bjöm fæddist í Reykjavík 5. maí 1928, sonur hjónanna Valgerðar Einarsdóttur og Þorláks Björnssonar full- trúa. Hann lauk stúdents- prófi frá MR árið 1948 og embættisprófi í lögfræði 1954. Bjöm starfaði hjá H. Benedikts- syni hf. til ársloka 1956 er hann varð sveitarstjóri í Seltjamarneshreppi. Hann lét af því starfi í árslok 1959 er hann tók við starfi fram- kvæmdastjóra hjá Sanit- as hf. í Reykjavík en því gegndi hann til ársins 1979. Næstu ár starfaði hann hjá Rauða krossi ís- lands en 1985 réðst hann til starfa í landbúnaðar- ráðuneytinu. Bjöm sat um árabil í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda og starfaði mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Bjöms lætur eftir sig eiginkonu Ellen Sigurðardóttur og fjögur börn, Ólaf Jóhann, Þorlák, Kristínu Helgu, og Sigurð Kristin. Rangárþing Áhyggjur vegna heil- brigðis- þjónustu STARFANDI hjúkmnarfræðingar á Heilsugæslustöð Rangárþings, Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, Dval- arheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, og Vistheimilinu Gunnarsholti álykt- uðu eftirfarandi á samráðsfundi hjúkrunarfræðinga, sem haldinn var á Kambi í Holtum 29. maí sl.: „Tveir heilsugæslulæknar af þremur sem starfa á Heilsugæslu- stöð Rangárþings hafa sagt störfum sínum lausum. Engir læknar hafa sótt um þær stöður sem lausar eru. Starfandi hjúkranarfræðingar í Rangárþingi telja það mikið áhyggjuefni og umhugsunarvert fyr- ir heilbrigðisyfirvöld ef ekki tekst að manna stöðvarnai- fyrir haustið. í ljósi þessa er útlit fyrir að sú góða heilbrigðisþjónusta sem verið hefur í Rangárþingi um árabil muni skerðast og ýta undir frekari fólks- flótta af landsbyggðinni.“ ----------------- Fimm á slysa- deild eftir bflveltu FIMM manns á öllum aldri voru fluttir á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eftir bfl- veltu á mótum Arnarbakka og Rétt- arbakka í Breiðholti í fyrradag. Að sögn lögreglu er líklegt að bfln- um hafi verið ekið of hratt inn í beygju á mótum gatnanna tveggja með þeim afleiðingum að hann valt. Lenti hann á vegriði og fór yfir tvær umferðareyjar áður en hann stað- næmdist. Auk bflstjóra vora fjórir farþegar í bílnum. Kenndu allir eymsla í baki eftir veltuna, þrátt fyr- ir að hafa verið í bílbeltum, og var hópurinn fluttur á slysadeild í þrem- ur sjúkrabflum. Atvikið átti sér stað um klukkan 13:30. Slökkvilið var kallað út til að hreinsa vettvang en olía lak m.a. úr bflnum. Bifreiðin, sem skemmdist mjög mikið, var flutt af vettvangi með kranabíl. FRETTIR Skrifað undir samstarfssamninga um skógrækt og landgræðslu Landsvirkjun styrkir rann- sóknaverkefni FULLTRÚAR Landsvirkjunar, Skógræktar ríkisins, Landgræðslu nTdsins og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins skrifuðu í gær undir samstarfssamninga sem fela í sér fjárstuðning Landsvirkjunar við þau rannsóknaverkefni á sviði land- græðslu, skógræktar, landbóta og kolefnisbindingar sem stofnanimar þrjár vinna sameiginlega að. Enn- fremur var undirritaður sérstakur samningur um áframhald samstarfs Landsvirkjunar og Skógræktarinnar um starfsemi á Tumastöðum og Múlakoti í tengslum við sumarskóla Landsvirkjunar. í máli Ragnheiðar Ólafsdóttur, umhvei-fisstjóra Landsvirkjunar, á blaðamannafundi sem haldinn var að Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá kom fram að fyrirtækið teldi það skyldu sína að efla rannsóknir á sviði landgræðslu og skógræktar og stuðla að betri og dýpri þekkingu á því hvemig best og hagkvæmast skal staðið að endurheimt landgæða. Landsvirkjun væri jú stærsti fram- kvæmdaraðili á hálendinu og ýmsar breytingar og rask fælust óhjá- kvæmilega í framkvæmdum fyrir- tækisins þó farið væri að með fyllstu gát. Samstarfsverkefnin þrískipt Verkefnin sem í samstarfssamn- ingunum felast era í þrennu lagi. Hið fyrsta snýr að landbót, þ.e. uppbygg- ingu vistkerfa á röskuðum svæðum, þar sem skoðuð eru áhrif mismun- andi inngripa á framvindu samfé- laga, uppbyggingu jarðvegs og starf- semi vistkerfa. Mun fé frá Andlát PÉTUR JÓNSSON FRÁ HALLGILSSTÖÐUM Morgunblaðið/Jim Smart Frá undirskrift samninganna í gær. Frá vinstri, Ragnheiður Ólafsdótt- ir, Landsvirkjun, Níels Árni Lund frá landbúnaðarráðuneytinu, Jón Loftsson skógræktarstjóri, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjun- ar, og Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsóknarstofu landbúnaðarins. Landsvirkjun sumarið 2000 verða nýtt til að styrkja þá verkþætti sem þegar era í gangi innan verkefnis sem unnið er á Geitasandi á Rangár- völlum en unnið verður að rannsókn- um á þróun jarðvegs og mælingum á jarðvegsþáttum, þróun gróðurfars og náttúralegu landnámi gróðurs á uppgræðslusvæðum auk rannsókna á smádýralífi og örveravirkni. I öðra lagi er um að ræða verkefni sem snýr að bindingu kolefnis í skógi, gróðri og jarðvegi. Innan verkefnisins er unnið að rannsóknum á bindingu kolefnis í gróðri og jarð- vegi við skógrækt og landgræðslu. Verður styrkfé nýtt til að efla mæl- ingar á uppsöfnun kolefnis bæði ofan jarðar og neðan; í skógartrjám, öðr- um gróðri, sópi og jarðvegi. Loks verður ráðist í það að endur- taka mælingar á smádýralífi í til- raunaskóginum í Gunnarsholti, sem er tíu ára um þessar mundir. Samstarfssamningur Landsvh-kj- unar og Skógræktar ríkisins um starfsemi á Tumastöðum og Múla- koti í tengslum við sumarskóla Landsvirkjunar gerir hins vegar ráð fyrir þátttöku unglinga í Starfs- menntaskóla Landsvirkjunar í rann- sóknaverkefnum og kynningu á þeim, auk þátttöku í skógrækt og öðram landbótastörfum, umhirðu skóga og bættu aðgengi almennings að skógunum. Andlát BJÖRN ÞORLÁKSSON / Ahafnar Rigmor minnst á sjómannadaginn MINNINGARATHÖFN verður haldin um drukknaða sjómenn við Öldurnar í Fossvogskirkjugarði á morgun, sunnudag, þar sem minnst verður áhafnar skipsins Rigmor, sem fórst árið 1919, og hefur nafn skipsins og skipverja verið skráð á minnisinerkið. Mótorskonnortan Rigmor var í Gíbraltar 1. desember 1918, á full- veldisdaginn, og drógu skipverjar þar íslenska fánann að húni. Rig- mor varð því fyrsta skipið til að sigla undir islenskum fána á Mið- jarðarhafi. Af þessu tilefni sendi áhöfnin heillaskeyti til íslands og var þess getið í Morgunblaðinu 4. og 5. desember. Ólafur Elímundarson, ættingi Ól- afs Sigurðssonar skipstjóra á Rig- mor, og Gunnlaugur Gislason, dótt- ursonur Ólafs Ólafssonar stýrimanns, hafa tekið saman upp- lýsingar um skonnortuna og er byggt á þeim hér. Rigmor var eign Konráðs Hjálm- arssonar, kaupmanns og út- gerðarmanns á Norðfírði. 25. nóv- ember hafði Ólafur skipstjóri fengið skeyti frá Konráð þar sem honum var tjáð að búið væri að opna venjulega siglingaleið til Fær- eyja eftir lok heimsstyijaldarinnar fyrri, en þaðan hafði skipið lagt af Frímann Ólafur Guðnason Sigurðsson háseti. skipstjdri. Guðjón Þorsteinn Helgason Jóelsson háseti. matsveinn. stað 28. september. Daginn eftir lagði Rigmor úr höfn í Barcelona á Spáni. Skipið tepptist í Gíbraltar í þijár vikur, en á aðfangadagskvöld jóla var akkerum varpað f Lagos- flóa í Portúgal þar sem áhöfnin Jóhann Karl Lárusson Jáhannsson Waldorff vélamaður. háseti. beið af sér óveð- ur. 14. janúar 1919 var bátur- inn í Lissabon í Portúgal og var lagt úr höfn þann dag. Þaðan sendi skipstjórinn síð- ustu bréfin, sem frá honum bár- ust, en frá Gíbr- altar hafði hann sent konu sinni í Kaupmannahöfn dagbók frá ferðinni. Ekki er vitað hvaða dag Rigmor fórst. Næstu daga eftir að siglt var frá Lissabon gekk á með ýmsu veðri, stormi og illviðri milli þess sem veðrið gekk niður. Hafi Rig- Ólafur Ólafsson stýrimaður. Skonnortan Rigmor var stálskip með lítilli hjálparvél smíðað f Álaborg í Danmörku 1914 til 1915. Myndin er sennilega tekin á Norðfirði sumarið 1918 og lfklega er það íslenski fáninn, sem dreginn hefur verið að húni. mor staðið af sér veðrin í janúar gæti hún hafa farist í fárviðri, sem brast á 10. febrúar með miklum sjó suðvestur af írlandi og Skotlandi. Þess má hins vegar geta að á sigl- ingaleið skipsins frá Gíbraltar var á stríðsárunum 1914 til 1918 mikið um tundurdufl. Töldu margir að Rigmor hefði siglt á tundurdufl. Lengi mun hafa verið vonað að skipið eða einhver úr áhöfn þess kæmi fram, en ekki verður séð í dagblöðum frá þessum tíma eða annars staðar að þess hafi verið getið hér á landi að Rigmor hafi farist með allri áhöfn. Kristján konungur 10. afhjúpaði 29. maí 1928 minnismerki um danska sjómenn, sem taldir voru hafa farist af völdum stríðsins. Á stöpul minnismerkisins er, meðal annarra, greypt nafn Rigmor og nöfn þeirra, sem fórust með skip- inu. Þeir voru Ólafur Sigurðsson skipstjóri, sem búsettur var í Kaup- mannahöfn, Ólafur Ólafsson stýri- maður, sem búsettur var í Vest- mannaeyjum, Jóhann Jóhannsson vélamaður frá Mjóafirði, Karl Lár- usson háseti, búsettur í Norðfirði, Þorsteinn Jóelsson matsveinn, bu- settur í Reykjavík, Frímann Guðna- son háseti, búsettur í Reykjavík og Guðjón Helgason háseti, búsettur í Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.