Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 66
J)6 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Svigrúm til sjálfsbjargar ÞEGAR fyrsta ríkis- stjórn Davíðs Odds- sonar var mynduð árið 1991 ríkti upplausn í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og fjárhagur sjóðsins var kominn í algjört óefni. Aðkoman kallaði á róttæka uppstokkun, sem hefur síðan gert stjórnvöldum kleift að byggja upp og efla sjóðinn með markviss- Um hætti, fyrst undir forystu Ólafs G. Ein- arssonar, menntamála- ráðherra og síðan árið 1995 með styrkri stjórn Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra. í hnotskurn hefur það einkennt um- bætur síðasta áratugar að ekki hef- ur meiru verið lofað en hægt hefur verið að standa við. Og vonandi eiga hvorki námsmenn né aðrir eftir að upplifa aftur uppákomu, eins og þá frá árinu 1990, þegar þáverandi menntamálaráðherra hækkaði lánin einhliða á sama tíma og fjármála- Gunnar I. Birgisson ráðherrann beitti sér fyrir niðurskurði á fjárveitingum til sjóðs- ins og fjárhagur sjóðs- ins stefndi í gjaldþrot. í fremstu röð Ahnennt ríkir nú víðtæk sátt um megin- atriði námsaðstoðar Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Óskir námsmanna um hærri lán og ýmsar betrum- bætur eru á hinn bóg- inn eðlilegar og til þess fallnar að veita aðhald og tryggja framþróun. Óumdeilt er að LIN gegnir stóru hlutverki fyrir stefnu stjórnvalda í menntamálum. Hann er öflugt tæki, sem tryggir jafnrétti til náms og opnar mönnum ný og spennandi at- vinnutækifæri að námi loknu. Lána- sjóðurinn er í ákveðnum skilningi fjárfestingarsjóður, sem hefur lagt grunn að virkjun mestu auðlindar okkar íslendinga, sem er mannauð- urinn. Menntun er arðbær fjárfest- Námslán Með minni tekjuteng- ingu drögum við úr tilbúinni hindrun, segir Gunnar I. Birgisson, og letjum menn síður en áður um leið og við sköpum þeim aukið svigrúm til sjálfs- bjargar. ing og undirstaða þeirrar hagsældar sem við njótum og viljum tryggja af- komendum okkar. Samanburður við aðrar þjóðir sýnir að Islendingar eru í fremstu röð hvað fjárhagsaðstoð við náms- menn í framhaldsnámi varðar. Þetta er meðal annars staðfest í ítarlegri skýrslu sem íramkvæmdanefnd ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.060. þáttur STUNDUM sé ég og heyri „hæðstur“ og „stæðstur" í stað- inn fyrir hæstur og stærstur sem eru rétt myndaðar hástigs- gerðir af hár og stór. Áður en lengra er haldið um þetta efni, er rétt að geta þess, að málið hefur sett sér og okkur ákveðna reglu um myndun hástigs lýsingar- orða. Reglan er mjög einföld. Hástigið er myndað af stofni lýs- ingarorðsins í kvenkyni, eintölu, og tökum þá fyrst dæmið hár. Þetta lýsingarorð fallbeygist: hár-háan-háum-hás. Þetta sýn- ir okkur að r-ið er ekki stofn- lægt. Kvenkynið af hár er há af því að r-ið er ekki stofnlægt. Síð- an myndast hástigið með hljóð- varpi og verður hæstur. En þá er stundum spurt: Af hverju ekki hæðstur? Við þekkjum þó öll nafnorðið hæð. Því er til að svara að nafnorðinu hæð má ekki blanda inn í beygingu marg- nefnds lýsingarorðs. I nafnorð- inu hæð er ð viðskeyti sett aftan á stofninn hljóðverptan. Þá er það stærstur. Af hverju má það ekki vera með ð-i? Svar: Þar er stofninn stór. Og af hverju með r-i en ekki þá *stæst- ur, sbr. hæstur. Það er af því, að í stór er r-ið stofnlægt og þá er kvenkynið stór eins og karlkyn- ið. Stofninn er því stór, ekki *stó, og þar af leiðir misræmið: hæstur (r-laust), stærstur (með r-i). Þannig er þetta alveg rök- rétt, ef við hlýðum þeirri reglu sem málið hefur sett okkur, en framsetningin hjá umsjónar- manni mætti vera skýrari og vafningaminni. Þá skal þess geta að til var annað lýsingarorð hár, í karl- kyni hárr, og þar var r-ið stofn- lægt. Þetta lýsingarorð merkti gráhærður, og þarna var karlinn hár og kerlingin líka hár. í Hávamálum segir að menn eigi ekki að hlæja að hárum þul, því að oft sé það gott sem gamlir kveða. Mörg önnur dæmi mætti tína til um hárr= gráhærður, en þau dæmi eru fom og nú mundi þykja harla skrýtið að segja: hár kona. Af þessu orði eru svo mynduð með hljóðvarpi ýmis önnur, svo sem hærur, og viður- nefnin hærukollur og hærulang- ur í Grettis sögu. Þeir faðir og afi Grettis sýnast hafa orðið grá- hærðir snemma. Hlymrekur handan kvað: Eg reyndi við Rosemary Clooney rétt eftir 17. júní, en hún sagði:, ,Pass, farðuírófuograss og úlpu með óhreinum dún í.“ Próf. Þorkell Jóhannesson skrifar mér að vanda hressilegt bréf sem ég þakka: „Kæri Gísli! Heimkominn í gærkvöldi, þreyttur eftir lífgandi vorverk í sumarlandinu, heyrði ég í frétta- tíma sjónvarpsins hressandi rödd Árna Johnsens, alþingis- manns, og hrökk við glaðvak- andi, þegar hann nefndi „um- fjöllun" um tiltekið mál í stað útjaskaðrar „umræðu“, sem í eyrum bylur flesta daga. Um- ræða hefur í mæltu máli nær út- rýmt umfjöllun (líkt og labba í stað ganga) og heyrist nú nánast eitt margra hliðstæðra orða í gjallandi málfátækt í munni manna, sem í fjölmiðla tala. Ég vil því, að þú gefir Árna prik fyr- ir hans orðafar. Þótt kynlegt megi heita, kann ég betur við orðið í fleirtölu, um- ræður, þegar átt er við umtal eða umfjöllun manna á meðal án bindingar beinlínis við tiltekna einstaklinga eða hópa. Ég hef séð, að Halldór Laxness brá stöku sinnum fyrir sig fleirtölu- myndinni í þessari veru. Ég vona, að þér gangi sem fyrr vel vorverkin í málræktar- garðinum. Lifðu heill!“ Umsjónarmaður var fjóra vet- ur ræðuskrifari á Alþingi og kippir sér ekki upp við orðið um- ræður. Auk þess finnst honum að umræður og umfjöllun þurfi ekki að merkja hið sama. Um- fjöllun getur t.d. hæglega verið skrifleg. Góð orð og óskir próf. Þorkels þakka ég kærlega og skal reyna eftir mætti að spreyta mig við vorverkin í málræktar- garðinum. Þetta minnir mig á svolitla sögu. Öm Snorrason (Aquila) var í vegavinnu með manni sem taldi sig dágott skáld og tók sér því viðumefnið harpan. Emi þótti þetta ómaklegt yfirlæti og ávarpaði vinnufélaga sinn svo: Illa ræktarðu skáldaskikann, skarpan ekki. Þú ættir að heita harmonikan, harpan ekki. Þetta varð til þess að skáld- mennið tók sér nýtt viðurnefni, mjög rómantískt. Mörg em tökuorð í íslensku sem sum hver ná fótfestu og laga sig að málinu, önnur deyja út á tiltölulega skömmum tíma. Um- sjónarmanni datt allt í einu í hug orðið banditt= þorpari. Ég held að þetta orð sé á undanhaldi. „Óttalegur bölvaður banditt“, mér finnst ég heyra þetta sjaldn- ar en áður. Ég hef fundið orðið í tyeimur íslenskum orðabókum: I Orð- sifjabók Ásgeirs Bl. Magnússon- ar, prentað banditt, og í Orða- bók um slangur o.s.frv. prentað bandít, þýðingar: þorpari, glæpamaður, þrjótur. Þetta segja orðabókarmennirnir að sé komið úr dönsku bandit og þangað úr ítölsku bandito. En þó segir sá hálærði og skemmtilegi Svíi Gösta Bergmann, að fyrri hlutann megi rekja til germ- anskra mála, svo sem þýsku Bann, ensku ban og sænsku bann. Við þekkjum þetta auðvit- að sjálf frá okkar boði og banni, og kirkjuleg bannfæring er af sömu rót runnin. Salómon sunnan kvað: Eftir hófleysi í gleðskap og glaumi, eftir gáleysi í hrostafenstraumi, nú bögglast ég hér upp við brjóstin á þér og bið þess það sé ekki í draumi. „Og mikill munur er það, hvort fróman hendir holdlegur breyskleiki óvarlega og rís strax við aftur með bæn, trú og breytni góðri, ellegar hinn, sem af forakti laganna og þverúð við yfirvaldið mótþróanlega fram fer syndinni og vill ekki af láta. Mæli honum enginn bót. En Stóridómur gjörir þar engin ráð fyrir, hvað Salómon telur þó tvennt ólíkt.“ (Guðmundur Andrésson, 1615-1654.) Evrópusambandsins gaf út á síðasta ári. LIN kemur mjög vel út úr sam- anburðinum, sem um leið ber með sér þá sérstöðu sem við höfum markað okkur. Það einkennir íslensku fjárhags- aðstoðina að hún er fyrst og fremst í formi hagstæðra lána. í stað beinna styrkja hefur þetta gert okkur kleift að tryggja hverjum og einum að- gang að ríkulegri aðstoð en ella. Lán frekar en styrkir eru um leið hvatn- ing til aðhalds því þau þarf að endur- greiða. Menn leita annarra fjár- mögnunarleiða, ef þær eru færar, og fresta þeim útgjöldum sem hægt er að fresta. Nýjar úthlutunarreglur Úthlutunarreglur LÍN fyrir skólaárið 2000-2001 gilda frá 1. júní 2000. Við endurskoðun þeirra náðist full samstaða í stjóm lánasjóðsins um tilteknar breytingar, en stjórnin er skipuð bæði fulltrúum ríkis- stjórnar og námsmannasamtaka. Helstu breytingarnar tóku til hækk- unar á lánum og minni tekjuteng- ingar. Þannig hækkar svokölluð grunnframfærsla um 6,7%, frítekj- umark hækkar úr 250.000 kr. í 265.000 kr. og skerðingarhlutfall vegna tekna umfram frítekjumark lækkar úr 50% í 40%. Síðast en ekki síst var samþykkt að miða grunn- framfærsluna við nýjan framfærslu- grunn byggðum á neyslukönnunum Hagstofunnar. Nýr framfærslu- grunnur hefur í mörg ár verið bar- áttumál fulltrúa námsmannahreyf- inganna. Minni tekjutenging íslenskir námsmenn hafa löngum unnið mikið með námi, en nú bendir margt til að þeim fjölgi einnig sem fara úr fullri vinnu í stutt afmarkað nám eða öfugt, þ.e. gera hlé á námi sínu í nokkur ár með fullri þátttöku á vinnumarkaði. Nám og vinna, námslán og atvinnutekjur samtvinn- ast þannig enn meir og með öðrum hætti en áður. Fjölmennasti árgang- ur þeirra, sem byrja á lánum hjá LIN, hefur t.d. undanfarin ár verið tveimur til þremur árum eldri, en svokallaður stúdentsprófsárgangur. Með því að darga úr tekjuteng- ingu námslána er svigrúm náms- manna aukið til að brúa fjárþörf sína með vinnu og minni lántökum. Mikil tekjutenging hefur letjandi áhrif á vinnuframboð námsmanna og skerðir svigrúm þeirra til sjálfsbjar- gar. Minni tekjutenging í námslána- kerfinu kemur sér þar að auki sér- staklega vel eins og nú árar þegar íslenskt atvinnulíf hefur þörf fyrir hverja vinnandi hönd. Minni tekjutenging dregur þar að auki úr ásókn í alls konar undan- þágur og leggur grunn að einfaldara og skilvirkara námslánakerfi. Það gleymist oft að mikil tekjutenging hefur í för með sér hættu á undan- skotum og kallar oftast á flókið og þunglamalegt eftirlitskerfi. Þar að auki eykst ásókn í alls konar undan- þágur og sértillit. í tilviki lánasjóðs- ins hefur þetta lýst sér annars vegar í miklum fjölda einstaklingsbund- inna erinda þar sem óskað er eftir undanþágum og hins vegar í reglum um sérstaka tekjumeðferð þegar um maka námsmanns er að ræða eða þegar námsmenn eru að koma úr löngu námshléi. Jarðvegur - auð- lind 21. aldar FÁIR mæla því mót að eyðing gróð- urs og jarðvegs hefur um langt skeið verið eitt helsta umhverfis- vandamál Islendinga. Jarðvegseyðingin er einnig það viðfangs- efni á sviði umhverfis- mála sem við höfum lengst glímt við, en lög um skógrækt og uppgræðslu lands frá 1907 eru einhver hin elstu sinnar tegundar í heiminum sem beint er gegn uppblæstri og landeyðingu. Síðan hefur ýmislegt áunnist unni gegn Siv Friðleifsdóttir í barátt- eyðingaröflunum, en verkefnið framundan er vissulega tröllaukið. Ástæða er til þess að ætla að verðmæti jarðvegs muni aukast á komandi árum, bæði á heimsvísu og hér á íslandi. Til þess liggja einkum tvær ástæður. Ánnars veg- ar er hægt að binda kolefni úr andrúmsloftinu í jarðvegi og gróðri og hamla þannig gegn skað- legum loftslagsbreytingum. Hins vegar er jarðvegur undirstaða fæðuframleiðslu fyrir ört vaxandi mannkyn og verður enn um langa tíð. Á sama tíma og munnum sem þarf að metta fjölgar um 90 millj- ónir á ári rýrnar frjósemi jarðvegs á 2 milljörðum hektara vegna of- nýtingar eða þeirra náttúruafla sem valda rofi. Eyðimerkurmynd- un á sér stað á um fjórðungi þurr- lendis jarðar og í iðnríkjunum hverfur mikið af landi árlega undir byggð og samgöngumannvirki - um 500 ferkílómetrar í Þýskalandi einu. Það er einsýnt að við megum ekki halda áfram að umgangast jarðveginn eins og einnota auðlind ef við ætlum að búa 8 eða 10 mil- ljörðum jarðarbúa lífvænleg skil- yrði á nýrri öld. Engum ætti að vera þetta betur ljóst en okkur ís- lendingum. Gagnleg jarðvegskort Hvergi í Evrópu og óvíða í heiminum hefur jarð- vegseyðing verið hrikalegri en einmitt hér. Eldfjallajarðveg- ur íslands er frjó- samur, en lausbund- inn og rofgjarn og auðveld bráð eyðing- aröflunum nema hann sé hulinn skógi eða öðrum kjarnmiklum gróðri. Segja má að tíma- mót hafi orðið í sögu landgræðslu þegar Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðsla ríkisins birtu heildarkort af jarðvegsrofi á íslandi árið 1997. Má marka gæði verksins að nokkru af því að það hlaut Umhverfisverðlaun Norður- landaráðs, sem stjórnandi þess og upphafsmaður, Ólafur Arnalds, tók Umhverfisdagur Jarðvegskortin sýna glöggt, segir Siv Fríð- leifsdóttir, að víða eru afréttir beittir sem alls enga beit þola. við í Ósló árið 1998. Landgræðslan og forveri hennar, Sandgræðslan, hafa unnið ómetanlegt starf við að bjarga byggðum frá sandfoki og endurheimta gróður víða um land, en með verkinu Jarðvegsrof varð til öflugur þekkingargrunnur til þess að stýra beit á vísindalegan hátt og forgangsraða uppgræðslu- starfi. Jarðvegskortin sýna glöggt að víða eru afréttir beittir sem alls enga beit þola. Þetta er óþægileg staðreynd fyrir þjóð eins og ís- lendinga sem hefur náð betri árangri en flestir aðrir í sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins. Úr þessu þarf að bæta. Nýgerður sauðfjár- ræktarsamningur er skref í rétta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.