Morgunblaðið - 03.06.2000, Page 58
58 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MINNINGAFK
MORGUNBLAÐIÐ
BALDUR
SVEINSSON
tBaldur Sveinsson
kennari fæddist í
Reykjavík 4. apríl
1929. Hann lést á
heimili sínu í Reylq'a-
vfk 25. maf síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Langholts-
kirkju 2. júní.
Nú ert þú búinn að
öðlast hina hinstu hvíld
og við vonum að þér líði
vel. Okkur langar til
þess að kveðja þig með
nokkrum orðum en
þrátt fyrir það verður
þú alltaf í hug okkar og hjarta þang-
að til við hittumst aftur. Þegar við
sitjum hérna og skrifum þetta
hrannast upp minningamar. Það var
alltaf svo gaman að koma í heim-
sókn. Um leið og við keyrðum í hlað
sáum við þig sitja í stólnum í stofunni
að lesa blaðið eða leysa krossgátur.
Okkur finnst þess vegna mjög skrítið
að renna í hlað og sjá þig ekki gægj-
ast upp fyrir blaðið en það er nokkuð
sem við þurfum að sætta okkur við.
Það var alltaf svo gaman að koma
til þín og ömmu, þú tókst alltaf á
móti okkur með faðmlagi sem var
stundum svo þéttingsfast að við náð-
um ekki andanum. Þetta sýnir bara
hversu góður maður þú varst og við
höfum alltaf vitað það elsku afi. Þú
bauðst alltaf okkur bamabömunum
á jólaböll með þér og ömmu. Það var
alltaf svo gaman að fara og hitta jóla-
sveinana og við munum eftir því þeg-
ar þú fórst með okkur og kynntir
okkur fyrir jólasveininum og við urð-
um svo hrædd að við fóram að gráta
og þá tókst þú utan um okkur og
sagðir að hann væri nú alveg mein-
laus greyið. Þú passaðir alltaf upp á
okkur og við munum öll svo greini-
lega eftir því þegar við ætluðum að
fara niður hringstigann heima hjá
þér og ömmu, þá sagðir þú okkur
alltaf að fara varlega. Við sem ætluð-
um alltaf að fara þama niður á sleip-
um sokkum eða hælaskónum hennar
ömmu eftir tískusýningarnar en nú
pössum við alltaf upp á að fara var-
lega í stiganum og það er þér að
þakka.
Þú hafðir alltaf gaman af tónlist og
það var ekki sjaldan að þú byrjaðir
að spila af fingram fram á fallega
píanóið ykkar ömmu. Þú gast spilað
allt án þess að hafa nótur og það er
nokkuð sem ekki allir era færir um.
Við systurnar munum eftir því þegar
við voram að spila eftir nótum og þú
sagðir að þig hefði alltaf langað til
þess að læra nótur. En veistu afi, það
er miklu aðdáunarverðara að kunna
að spila svona vel án þess að kunna
nótur. Það var nú ekld bara píanóið
sem þú gast spilað á því þú varst
einnig frábær á harmonikkuna. Það
gerðist oft þegar við voram yngri að
þú byrjaðir að spila á hana og við
Minníngarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró-og greiðslukortaþjónusta
Sérfræðingar
í blómaslcreytingum
við öll tækifæri
I blómaverkstæði
►INNAsfe
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
bamabömin byrjuðum
að dansa í kringum þig.
Þér tókst alltaf að fá
okkur til þess að hlæja
og skemmta okkur.
Þú varst einnig frá-
bær vísnasmiður og
þær vora ekki fáar vís-
umar sem þú skrifaðir
til okkar allra í jóla-
kortin og afmæliskort-
in og það eru dýrgripir
sem við munum varð-
veita á góðum stað til
minningar um þig afi.
Þessi Ijóð era í rauninni
svo mörg að þau gætu
rúmað heila ljóðabók og hver veit
nema það verði að veraleika?
A hverju ári era haldin jólaboð og
við munum sakna þess að þú komir
ekki með lærið hans afa sem var svo
vinsælt. Þú varst alltaf búinn að vera
í margar vikur að krydda það og
gera það tilbúið. Þetta var síðan ár-
legur brandari hjá fjölskyldunni að
tala um þessa tvíræðu merkingu á
lærinu hans afa. Það var aldrei langt
í brosið og hláturinn hjá þér og þú
varst svo ótrúlega mildll húmoristi
að það liðu aldrei nein fjölskylduboð
án þess að einhver skondin atvik úr
fortíðinni væra rædd og hlegið að.
Elsku afi, við munum aldrei
gleyma þér og við hlökkum til þess
að hitta þig á ný. Það er því við hæfi
að skrifa þessa vísu sem þú sjálfur
gerðir:
Hvar er upphaf, hvar er endir
hvemig fæ ég svar við því
eilífðin þó á oss bendir
að við hittumst öll á ný.
(B.S.)
Elsku Erla amma, við munum
hugsa til þín alla daga og styrkja þig
í sorginni.
Hildur, Ragna og Sævar.
Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin,
í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn,
er hóf sig yfir heimsins dægurglys.
Á horfna tímans horfi ég endurskin,
ég heyri ennþá glaða, þýða róminn,
frá hreinni sál með hárra vona ris.
(Steinn Steinarr.)
Mér verður í huganum reikað til
haustsins 1946. Þá komum við Bald-
ur í Kennaraskóla íslands. Báðir
voram við úr þorpi utan af landi og
feður okkar kennarar. Við urðum
fljótt vinir og sú vinátta entist ekki
aðeins skólaárin, heldur alla tíð og
bar aldrei neinn skugga þar á. A
þessum áram kynntist ég líka konu-
efni hans, Erlu. Hún er einnig frá
Flateyri. Þau höfðu þekkst frá bar-
næsku, en hafa lengstum búið í
Reykjavík og verið samtaka um að
láta gott af sér leiða. Baldur er fædd-
ur á Flateyri og þar byrjaði hann
kennslu, sem varð hans ævistarf.
Hann hélt mikið upp á sína heima-
byggð. Þess vegna varð það honum
mikið áfall, er snjóflóðið féll þar
1995. Hann var drengur góður og
hafði ríka réttlætiskennd. Það kom
vel fram í kennslu hans, því þar hélt
hann ekki síður fram rétti hins smáa,
en þess sem meiri var talinn. Hann
var tryggur vinur vina sinna. Þess
fékk ég, kona mín og börn að njóta,
er við heimsóttum þau góðu hjón á
fallegu heimili þeirra í Akraseli og
síðar Skipasundi. Þar vora alltaf
hlýlegar móttökur og síðan spjallað
saman fram á nótt, Hann var félags-
lyndur, það kom vel fram í starfi
hans með frímúraram, en þar komst
hann í fremstu röð. Hann var kirkju-
rækinn og einnig starfaði hann í
sóknamefnd Langholtskirkju um
skeið. Það átti vel við Baldur að
vinna með unglingum og var hann
nokkur sumur verkstjóri í unglinga-
vinnu hjá borginni. Hann var mús-
íkalskur og settist oft við píanóið sitt
og lék og söng í góðra vina hópi.
Erla mín, við Guðný og okkar fjöl-
skylda sendum þér og þinni fjöl-
skyldu, innilegar samúðarkveðjur og
óskum þess, að almáttugur góður
guð styrki ykkur og blessi.
Kristinn Pálsson.
Baldur Sveinsson er farinn í ferða-
lag. Ferðalag sem bíður okkar allra
og ekki verður umflúið. Upphaf
þessa ferðalags ber að með mismun-
andi hætti og misvel eram við undir
það búin. Það er vissa mín að Baldur
Sveinsson var allvel undir þetta
ferðalag búinn ef yfirleitt er hægt að
undirbúa þetta ferðalag. Eitt af
grandvallaratriðum kristinnar trúar
er vissan um líf eftir dauðann, þess
vegna á sú vissa að vera nokkur
huggun gegn harmi fyrir okkur sem
eftir stöndum. Baldur Sveinsson var
sannkristinn maður og stundaði sína
sóknarkirkju vel og leitin að Ijósinu
sanna var honum hugleikin.
Baldur Sveinsson var mörgum
góðum kostum gæddur sem gjarnan
prýða góða drengi, var djúpur maður
gæddur andlegum hæfileikum, hann
átti einkar auðvelt að miðla til ann-
arra í bundnu sem óbundnu máli.
Vald hans á íslenskri tungu var aðdá-
unarvert og eftir því var tekið. Þess-
ir sérstöku eiginleikar vora honum
öragglega gott veganesti í hans lífs-
starfi sem kennari. Hann hafði svo
miklu að miðla og mikið að gefa með
einstakri framsögn. Reisn var yfir
öllu hans fasi og rödd hans var djúp
og skýr og aldrei þurfti hann að
hækka róminn til þess að ná athygli.
Baldri vora falin ýmis ábyrgðar-
störf því leitogahæfileika hafði hann.
Við sem nutum þeirra hæfileika til
margra ára minnumst hlýju og mildi
en fundum þó að undir niðri ólgaði
skap og festa sem vel með var farið.
Nú þegar leiðir skilja leitar hugur-
inn uppi minningar, minningar um
margar ánægjustundir blandaðar
gamni og alvöra, þar sem gamanið
var græskulaust og kímni og næmni
fyrir hinu spaugilega í tilveranni
fékk notið sín. Minningunni um góð-
an félaga munum við halda í heiðri
með því að leggja okkur fram við að
tileinka okkur þann boðskap sem
hann í áraraðir flutti okkur af sinni
einstöku snilld. Þá óskum við Baldri
góðrar ferðar á þeim leiðum sem
hann á nú ófarnar.
Elsku Erla, fyiir hönd allra Glitn-
isbræðra votta ég þér, börnum,
bamabörnum og öllum ástvinum
okkar dýpstu samúð.
Minnig um góðan dreng mun lifa.
Fyrir hönd Glitnisbræðra,
Sigurður Kr. Sigurðsson.
Einhvern veginn hverfur hugur-
inn vestur nú þegar sorgin ber að
dyram. Fjölskyldur okkar þekktust
vel þegar við bjuggum á Flateyri. Þó
að breytt hafi verið um búsetu hafa
kynnin haldist. Fyrir tólf áram er við
komum inn í fjölskyldu Baldurs var
okkur tekið með mikilli hlýju og vel-
vild. Við höfum átt saman margar in-
dælar stundir síðan. Baldur hafði
ríka kímnigáfu, var hagmæltur og
hafði líka unun af því að segja frá og
alltaf vora það broslegu hliðamar
sem snera upp. Þannig viljum við
líka eiga minninguna.
Elsku Erla okkar, þú átt okkar
innilegustu samúð. Við þökkum
Baldri samfylgdina er nú skilja leið-
ir. Við minnumst hans með þakklæti
oghlýju.
Hvíl í friði.
Nanna, Iris, og Egill.
Haustið 1963 hóf hópur ungs fólks
kennslu við Hlíðaskóla. Þetta vora
bæði nýútskrifaðir kennarar og
nýstúdentar sem á þessum áram
björguðu skólunum vegna mikils
kennaraskorts. Undirritaður var í
hópi þeirra síðamefndu. Það var
ekki auðvelt að koma inn í ellefu
hundrað nemenda skóla algerlega
ómenntaður í kennslufræðilegum
vísindum. Eg man enn þann óstyrk
og vanmáttarkennd sem hrjáði
mann. En okkur hinum nýbyrjuðu til
happs störfuðu við skólann nokkrir
kennarar sem vora um áratug eldri
en við. Meðal þeirra var glæsilegur
vestfirskur víkingur, Baldur að
nafni.
Hann studdi strax við bakið á okk-
ur og setti okkur leikreglur sem að
mestu hafa dugað síðan. Ekki grun-
aði mig þá að samstarf okkar myndi
spanna nærri fjóra áratugi.
Baldur var notalegur í allri um-
gengni og samvinnu og hrókur alls
fagnaðar á góðum stundum. Bæði
kennuram og nemendum þótti vænt
um hann.
íslenska var aðalkennslugrein
Baldurs alla tíð enda unni hann ís-
lenskri tungu og bókmenntum mjög.
Hann talaði fallegt og kjamyrt mál,
var hafsjór af fróðleik og átti mjög
auðvelt með að setja saman vel gerð-
ar vísur. í erli dagsins var notalegt
að setjast niður hjá honum á
kennarastofunni og hlusta á góða
sögu og alltaf stóð maður upp mun
frískari.
En aðal Baldurs í skólastarfinu
var hlýja og hjálpsemi við þá nem-
endur sem á einhvem hátt höfðu orð-
ið undir í lífsbaráttunni. Þá naut
hann sín vel þegar hann lagði þeim
lífsreglurnar og gerði jafnvel að
persónulegum vinum sínum. Stoltur
var Baldur þegar hann heyrði af vel-
gengni þessara vina sinna síðar á
lífsbrautinni. Oft komu nemendur
Baldurs í heimsókn til hans í skólann
löngu eftir að þeir luku námi. Slíkt
lýsir meiru en mörg orð.
Nú er rétt ár síðan Baldur lét af
störfum vegna aldurs og ekkert
vafamál að mannlífið á kennarastof-
unni hefur ekki verið eins í vetur og
áður. Allt tekur sinn tíma og söknum
við góðs drengs. Um leið og við vott-
um fjölskyldunni samúð biðjum við
góðan Guð að varðveita minningu
hins látna félaga og vinar.
Ámi Magnússon.
Við, síðasti umsjónarbekkur Bald-
urs, viljum minnast hans í nokkram
orðum.
Haustið 1996 ríkti mikil spenna
því að við voram að byrja í 8. bekk.
Fyrsta skóladaginn gengum við inn í
stofu 20, þar sem Baldur sat við
kennaraborðið og þetta var maður-
inn sem átti eftir að leiða okkur í
gegnum súrt og sætt næstu þrjú ár-
in. Það var sæll hópur sem kvaddi
Hlíðaskóla vorið 1999, því grann-
skóla var lokið en við áttum eftir að
sakna kennaranna og þá Baldurs
sérstaklega.
Baldur, þú varst yndislegur mað-
ur og vildir okkur alltaf svo vel. Þú
varst alltaf til í að taka smáhlé í miðri
kennslustund og ræða um lífíð og til-
verana. Ósjaldan fór umræðan að
snúast um box og prakkarastrik þín í
æsku. Þú komst okkur oft til að
hlæja, því ekki var langt í húmorinn.
Þú lést þér alltaf svo annt um okkur
eins og þegar þú hringdir í vetur og
vildir vita hvernig hverjum og einum
úr bekknum vegnaði eftir grannskól-
ann. Það er ómetanlegt að hafa haft
svona góðan og umhyggjusaman
umsjónarkennara. Þú gafst okkur
stundum mefra en þú fékkst til baka
og viljum við segja þér að okkur þyk-
ir vænt um að hafa fengið að kynnast
þér og við munum ávallt muna þig.
Takk fyrir allt.
Nánustu aðstandendum vottum
við samúð okkar.
B.S.-bekkurinn 1996-1999.
Elsku afi.
„Það er indælt á sumrin við Önundarfjörð
við angandi gróður og blómskrýdda j örð
er hugur vor bundinn og hjarta okkar fest
((
Þannig kemst að orði Sveinn
Gunnlaugsson, faðir Baldurs Sveins-
sonar, í kvæði sem hann orti og varð
þegar átthagaljóð Önfirðinga. Þar er
litið til Önundarfjarðar að sumarlagi
og víst er þá ilmur úr grasi og angan
blóma, en fjörðurinn á sér þó annan
svip. Þar er blómleg sveit en líka
hamratröll, veggbrött í sjó niður, þar
sem brimið svarrar veturinn langan,
þar era bæði Sólvellir og Hreggnasi.
Því er ekki að neita að í Baldri
birtust andstæður eins og í umhverfi
bernsku hans í Önundarfirði vestra.
Hann átti sitt hijúfa yfirbragð og
háði á stundum harða baráttu, fyrst
og fremst við sjálfan sig, og gat þá
birst samferðamönnum sínum í ann-
arri mynd en hann kaus sjálfur.
En sú minning sem lifir lengst er
um hans léttu lund, hið næma skop-
skyn og fundvísi á hið kímilega og
skemmtilega. Hann var búinn
óvenju góðri frásagnargáfu með létt
og lipurt tungutak. Hann var ágætur
ræðumaður, vel lesinn í íslenskum
bókmenntum og íslensk tunga var
honum hjartans mál og megin við-
fangsefni á löngum kennaraferli.
A æskustöðvum sínum á Flateyri
tók hann mikinn þátt í félagslífinu.
Hann var stjórnarmaður í íþróttafé-
laginu Gretti, sat í hreppsnefnd og
lagði kirkjunni lið með þátttöku í
kirkjukórnum.
En best muna Flateyringar lík-
lega eftir honum sem ómissandi
skemmtikrafti á samkomum af öllu
tagi. Baldur og perluvinur hans,
Kiddi bakari, gleðigjafinn mikli,
fluttu oft gamanmál, uppátæki
þeirra vora óborganleg og hug-
myndaflugið takmarkalaust fannst
manni.
Þessa er gott að minnast að leiðar-
lokum.
Sumarkvöldin era fögur í Önund-
arfirði. Sólin hnígur við hafsbrún og
roðar hina tröllauknu núpu, útverði
byggðarinnar. Hún boðar kvöld og
hvíld, en um leið fullvissu þess að aft-
ur rís nýr dagur, nýtt líf. I þeirri
vissu kveðjum við Baldur, vin okkar
og frænda, með innilegu þakklæti og
sendum ástvinum hans öllum dýpstu
samúðarkveðjur.
Anna og Emil.
í morgun saztu hér
undirmeiðisólarinnar
oghlustaðiráfuglana
háttuppígeislunum
minn gamlivinur
en veizt nú, í kvöld
hvemigvegimirenda
hvemig orðin nema staðar
og stjömumar slokkna.
(Hannes Pétursson.)
í skólum hér á landi er venja að
heilsast að hausti og kveðja að vori
ólíkt því sem gerist í lífinu þar sem
menn heilsa að vori en kveðja þegar
haustar að.
Við skólalok síðastliðið vor kvöddu
nemendur og starfsfólk Hlíðaskóla
Baldur Sveinsson, kennara, sem þá
lét af störfum fyrir aldurs sakir eftir
langan og farsælan kennsluferil. Ósk
okkar og von var sú hann ætti fyrir
höndum náðuga daga og ánægjulegt
ævikvöld og að heimsóknir hans til
okkar í Hlíðaskóla yrðu tíðar á kom-
andi áram. Svo varð þó ekki, heilsu
Baldurs tók að hraka og nú er hann
allur.
Þetta vorið kveðjum við hann því
fyrir fullt og allt.
Baldur skilur eftir sig ljúfar minn-
ingar í hugum okkar. Hann var
sterkur og eftirminnilegur persónu-
leiki og vinur vina sinna. Hann var
rólegur, fastur fyrir og ávann sér
virðingu allra með hlýlegri fram-
komu, glæsileika og geðþekku við-
móti. Baldur var víðlesinn og fróður,
hafði margt til málanna að leggja og
á hann var hlustað þegar hann tók til
máls. Hann talaði fallega og kjarn-
yrta íslensku, var áhugamaður um
varðveislu bókmenntaarfsins okkar
og brýndi fyrir nemendum að leggja
rækt við íslenska tungu og þekkja
vel sögu þjóðarinnar. Oft vora hon-
um falin trúnaðarstörf í skólanum
enda var hann félagsmálamaður og
annálaður ræðuskörangur. Hann
lagði einnig fram krafta sína í þágu
kennarasamtakanna og var þar vel
metinn.
Baldur kenndi unglingum í meira
en 40 ár og var vinsæll og vel liðinn
kennari. Hann bar hag nemenda
sinna fyrir brjósti og þegar mest á
reyndi og þörf var á skilningi og
mannlegri hlýju var enginn honum
fremri. Hann lagði sig fram um að
aðstoða þá sem minna máttu sín,
vann trúnað þeirra og leitaðist við
með léttleika og góðum hug að
greiða úr málum þeirra.
Að endingu viljum við óska okkar
kæra starfsfélaga góðrar heimkomu
til þess lands sem okkur öllum er
fyrirheitið og biðjum góðan guð að
styrkja Erlu, börn þeirra og önnur
skyldmenni. Hafi Baldur Sveinsson
þökk fyrir gengin spor og verði hon-
um allt til gæfu á nýjum brautum.
Samstarfsfólk.
• Fleiri minningargreinar
um Baldur Sveinsson bíða birting-
ar og munu birtast íblaðinu næstu
daga.