Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Fiskur
léttir
lund
Chicago. AI*.
UMFANGSMIKIL rannsókn, sem
gerð var í Finnlandi, bendir til
þess að fólk sem borðar fisk innan
við einu sinni í viku sé í 31% meiri
hættu á að þjást af vægu þung-
lyndi en fólk sem borðar físk oft-
ar. Astæðan er að ölium líkindum
sú, að í físki eru omega-3 fjöl-
ómettaðar fítusýrur, sagði dr.
Antti Tanskanen, geðlæknir við
Háskóiann í Kuopio í Finnlandi.
Þó væri of snemmt að fara að
mæla með því að fólk borðaði físk
eða tæki omega-3 beinlínis til að
forðast þunglyndi.
Háskólinn í Kuopio kostaði
rannsóknina og voru niður-
stöðurnar kynntar á ársfundi
samtaka geðlækna í Banda-
ríkjunum. Þótt þær séu einungis
tölfræðilega marktækar fyrir
konur segist Tanskanen telja að
Fjör og fiskur.
SÍF
áhrifín eigi einnig við um karla,
en meðal þeirra bentu niður-
stöðurnar í sömu átt.
I rannsókninni tók þátt 3.204
manna slembiúrtak frá íjórum
héruðum í Finnlandi og fyllti
fólkið út staðlaðan spurningalista
sem mældi þunglyndiseinkenni og
hversu oft fólkið borðaði físk. í
hópi kvennanna, sem tóku þátt í
rannsókninni, höfðu 34% þeirra
sem borðuðu físk sjaldnar en einu
sinni í viku þunglyndiseinkenni,
en 27% kvennanna sem borðuðu
físk oftar höfðu slík einkenni.
Meðal karla var munurinn minni
milli þeirra sem borðuðu físk
sjaldnar en einu sinni í viku og
hinna sem borðuðu físk oftar.
I fyrra greindu aðrir vísinda-
menn frá því að omega-3 fitusýru-
hylki kæmu að notum við meðferð
á þunglyndi. Fyrir tveimur árum
var greint frá því, að í löndum
þar sem fískneysla væri mikil
væri þunglyndi fátíðara.
Astma líkt við faraldur
New York. Reuters.
TALIÐ er að fjöldi þeirra Banda-
ríkjamanna sem þjást af astma
muni hafa tvöfaldast er kemur
fram á árið 2020 og hrjá einn af
hverjum fjórtán einstaklingum. í
skýrslu sem nýlega var birt er var-
að við því að bandarísk yfirvöld
hafi ekki gert neinar ráðstafanir til
að bregðast við þessum aukna
fjölda tilfella.
„í skýrslunni er bent á þá vel
kunnu staðreynd að við erum í
miðjum astmafaraldri sem er að
versna, en er ekki í rénun,“ sagði
dr. Paul Locke, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri heilbrigðismálaráðs-
ins við Johns Hopkins-háskólann í
Bandaríkjunum.
75% fjölgun tilfella
Frá 1980 til 1994 fjölgaði astma-
sjúklingum í Bandaríkjunum um
75%, að því er sjúkdómavarnar-
miðstöðin í Atlanta greinir frá. Á
meðal barna undir fjögurra ára
aldri var aukningin 160%. „Haldi
tilfellum áfram að fjölga með þess-
um hætti án þess að nokkuð verði
að gert mun barn af næstu kom-
andi kynslóð vera í tvöfalt meiri
hættu á að þjást af astma en barn
sem fæðist núna,“ segja höfundar
skýrslunnar.
Einnig er talið að dauðsföllum af
völdum astma muni fjölga úr 5.000
á ári, eins og nú er, í um 10 þúsund
á ári eftir tíu ár.
„Þessi faraldur hefur geisað í
fimmtán ár og við erum fyrst núna
að átta okkur og byrja að hugleiða
hvað sé til ráða,“ sagði Locke.
• Tenglar
Heimasíða Magnúsar Jóhanns-
sonar læknis:www.hi.is/~magjoh/
index.html
Rannsókn á Viagra
Gagnast ekki konum
New York. AP.
VONIR um að Viagra
gæti komið konum til
góða með svipuðum
hætti og það hjálpar
körlum urðu að engu í
fyrstu, umfangsmiklu
tilrauninni sem gerð var
á virkni getuleysislyfs-
ins hjá konum, sam-
kvæmt niðurstöðum vís-
indamanna við
Háskólann í British
Columbia í Kanada.
Eru þessar niður-
stöður í samræmi við
útkomuna úr fyrri rann-
sóknum, sem hafa verið
umfangsminni, en
sýndu fram á að bláa
pillan bætti ekki úr kyn-
lífskvillum hjá konum.
Frá því lyfíð kom fyrst
á markað fyrir tveimur
árum hefur það notið
gífurlegra vinsælda og
selst fyrir um einn
milljarð Bandaríkja-
dala. Hafði framleiða-
ndinn, lyfjafyrirtækið
Pfízer, vænst þess að
auka hagnaðinn með því
að fá lækna til að skrifa
upp á lyfið fyrir konur.
I nýju rannsókninni,
sem Pfizer kostaði, tóku
583 konur Viagra. Allar
áttu þær við einhverja
kynlífskvilla að etja. í
ljós kom að lyfið hafði álíka mikil
áhrif og gervilyf sem gefið var öðr-
um konum til samanburðar. Um 30
til 50 af hundraði kvennanna sögðu
að lyfið hefði hjálpað og um 43 af
hundraði þeirra sem tóku gervilyfið
kváðu það hafa hjálpað.
Niðurstaða höfundar rannsóknar-
innar varð sú, að Viagra væri ekki
hættulegt konum, en ekki hefði ver-
ið sýnt fram á neinn umtalsverðan,
Reuters
Tælenskur grasalæknir útbýr skammt gegn
getuleysi. I Tælandi telja grasalæknar sig
geta leyst úr slíkum vanda og að pillur á borð
við Viagra séu með öUu óþarfar.
tölulegan mun á virkni lyfsins og
gervilyfsis. Fulltrúi framleiðanda
lyfsins sagði að fyrirtækið myndi
halda áfram að gera tilraunir með
áhrif lyfsins á konur.
• Tenglar
Konur og kynlífsvandirhttp://
sexualitybytes.ninemsn.com.au/
adult/problems/problemsforwom-
en.asp
Um Viagra:www.netdoktor.is
Þunglyn dislyf og_ líkamsbyngd
Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda
Spurning: Mig langar að fræðast
um þyngdaraukningu sem auka-
verkun þunglyndislyfja. Eg er
kona á miðjum aldri og hef notað
geðlyf (einkum Zoloft) undanfarin
ár með prýðilegum árangri. Eg
hef hins vegar þyngst verulega,
um ein 15 kíló á síðustu 3-4 árum.
Hvernig stuðla geðlyf að þyngd-
araukningu, gæti hjálpað að
skipta um lyf og get ég gengið út
frá því að aukakílóin hverfi hætti
ég notkun þeirra?
Svar: Nú eru í notkun fjórir
flokkar þunglyndislyfja. Elsti
flokkurinn eru svokölluð þrí-
hringlaga þunglyndislyf (Anafr-
anil, Amilín, Tryptizol og mörg
fleiri), annar flokkur kallast
MAO-hemlar (Aurorix, Áról og
Rimarix), nýjasti flokkurinn eru
Serótónín endurupptökuhemlar
(Flúoxetín, Fontex, Prozac, Seról,
Paroxat, Zoloft og nokkur fleiri)
og að lokum má nefna ósamstæð-
an flokk sem inniheldur þung-
Einstaklings-
bundið
lyndislyf af ýmsum gerðum
(Depsín, Míansín, Remeron, Ef-
exor o.fl.).
Öll þessi lyf hafa gjörbreytt ár-
angrinum við meðferð þunglyndis
á undanförnum áratugum en það
er mjög einstaklingsbundið hvaða
lyf henta hverjum einstaklingi
með tilliti til verkana og auka-
verkana. Þríhringlaga þunglynd-
islyfin hafa talsvert af aukaverk-
unum og algengastar eru sljó-
leiki, lágur blóðþrýstingur, munn-
þurrkur, sjóntruflanir og hægða-
tregða. Einstaka sinnum verða
hjartsláttartruflanir og þá eink-
um við yfirskammta. Þessi lyf eru
almennt ekki talin hafa áhrif á
matarlyst þó að einstaka undan-
tekningar geti vérið á því. Hér
getur líka verið erfitt að greina á
milli hvað er vegna sjúkdómsins
og hvað er vegna lyfjanna. MAO-
hemlar geta valdið lágum blóð-
þrýstingi, munnþurrki, óróleika
og svefnleysi auk annarra sjald-
gæfari aukaverkana.
MAO-hemlar geta valdið
þyngdaraukningu bæði með bjúg-
söfnun í líkamanum og með því að
auka matarlyst. Lítill hluti sjúk-
linganna fær svo aukna matarlyst
að nauðsynlegt getur reynst að
skipta um lyf.
Serótónín endurupptökuhemlar
hafa almennt séð minna af auka-
verkunum en eldri lyfin, notkun
þeirra hefur vaxið hratt á undan-
förnum árum og þau eru nú orðin
algengasta tegund þunglyndis-
lyfja. Þessi lyf hafa sennilega
eitthvað veikari verkun gegn
þunglyndi en eldri lyfin. Af al-
gengustu aukaverkunum má
nefna ógleði, svefntruflanir,
kyndeyfð og ýmsar aðrar truflan-
ir á kynlífi. Þessi lyf hafa orð á
sér fyrir að draga úr matarlyst og
valda megrun, a.m.k. hjá vissum
hópi sjúklinga. Þessu til staðfest-
ingar má nefna að verið er að
rannsaka og setja á markað nýja
gerð megrunarlyfja sem verka á
svipaðan hátt og þessi þunglynd-
islyf.
Gerðar hafa verið mörg hundr-
uð rannsóknir á verkunum og
aukaverkunum hinna ýmsu þung-
lyndislyfja. Fjöldi sjúklinga sem
tekið hefur þátt í þessum rann-
sóknum skiptir þúsundum. Rann-
sóknirnar hafa fært okkur mikla
vitneskju um þessi lyf, verkanir
þeirra og aukaverkanir, þó að
ýmislegt sé enn á huldu.
Eitt náttúrulyf, jóhannesarjurt
(hypericum), er viðurkennt við
vægu þunglyndi þó að rannsóknir
á verkunum þess og aukaverkun-
um séu skammt á veg komnar.
Bréfritari hefur þyngst mikið
en notar þunglyndislyf (Zoloft)
sem er þekkt að því að draga úr
matarlyst og valda þannig megr-
un. Því verður að telja ósennilegt
að þetta tiltekna lyf valdi þyngd-
araukningunni, en ef til vill koma
við sögu önnur lyf sem gætu
hugsanlega valdið henni.
• Á NETINU: Nálgast má
skrif Magnúsar Jóhannssonar um
læknisfræðileg efni á heimasíðu
hans á Netinu. Slóðin er:
http://www.hi.is/~magjoh/
• Lesendur Morgunblaðsins
geta spurt lækninn um það
sem þeim liggar á hjarta.
Tekið er á móti spurningum á
virkum dögum milli klukkan
10 og 17 í síma 5691100 og
bréfum eða símbréfum
merkt: Vikulok. Fax 5691222.
Einnig geta lesendur sent
fyrirspurnir sínar með tölvu-
pósti á netfang Magnúsar Jó-
hannssonar: elmag@hotma-
il.com.
fáanleg aftur
\ /' 11 • "•
Bókin Óðfluga er einstæð Ijóðabók sem leiftrar af fjöri.
í Ijóðum Þórarins og myndum Sigrúnar
eru höfð endaskipti á veröldinni og lesendur sjá
óvæntar hliðar á hversdagslegum hlutum.
VAKA-HELGAJFELL
Loksins
„Óð fluga
nálgast óðfluga,
ætli það sé
góð fluga?"
Þórarinn Eldjárn