Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 * IM MORGUNBLAÐIÐ Næringarfræði B arist til þr autar ÁTRASKANIR taka á sig margar myndir. Ástæður þeirra eru marg- flóknar. Sumir svelta heilu hungri, en aðrir borða vel umfram þörf. I þessum pistli verður sjónunum beint að offltunni, en ljóst er að tíðni offitu hefur aukist verulega á síðustu árum. Þvi miður er fátt sem bendir til að við íslendingar séum að snúa vöm í sókn. Ekkert lát á skyndilausnum Skyndilausnirnar flæða yflr sem aldrei fyrr og eftir því sem þær hljóma fáránlegar þeim mun meiri vinsælda virðast þær ná meðal þeima sem þrá að léttast á „einfald- an“ og „skjótvirkan" hátt. Sem dæmi má nefna að „stór“ hópur manna leit- ar í fitu-/próteinríka kúra þar sem uppistaðan er kjöt, spæld egg og bei- kon og kolvetnarík fæða eins og kornmeti, ávextir og grænmeti er skorin við nögl. Ekki þarf að koma neinum á óvart að því fylgir líkamleg áhætta að fylgja eftir slíkum kúrum. Frægasti kúrinn í þessum flokki er kenndur við Atkins. En þess má geta að Atkinskúrinn er vinsælasti skyndikúrinn í Bandaríkjunum um þessar mundir líkt og fyrir um 25 ár- um. Einnig má nefna að sumir hafa ákveðið að snæða í anda síns blóð- flokks; einstaklingar í O-blóðflokki eiga fyrst og fremst að borða kjöt- meti og þeir sem tilheyra A-blóð- flokki ávexti og grænmeti. Sagan segir að ef þú borðar ekki í samræmi við þinn blóðflokk hlaupi blóðið í kekki, sem leiðir til stíflunar og dauða úr kransæðastíflu eða heila- slagi. Ef kenningin stæðist væri mannskepnan að sjálfsögðu löngu útdauð enda vita fæstir í hvaða blóð- flokki þeir eru fyrr en þeir komast á fullorðinsaldur. Eflaust mun einhver snjall skáldsagnahöfundur í framtíð- inni setja saman bókarkorn sem mun seljast í milljónum eintaka og bera titil eins og: „Mataræði eftir kyn- þáttum", „Mataræði eftir kynferði", „Mataræði eftir stjörnumerkjum“ og jafnvel „Mataræði eftir háralit"! Ekki verður frekar fjallað um „pat- entlausnir“ í pistli þessum þó þar sé af mörgu að taka. En víst er að til þess að árangur náist í baráttunni við offituna verða þeir sem eiga við hana að stríða að sætta sig við þá staðreynd að töfralausnir til megr- unar fyrirfinnast ekki. Matthías Halldórsson Ágústa Johnson Ólafur Gunnar Sæmundsson Velmegunin birtist í ýmsum myndum Offita er áhættuþáttur margra krónískra sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, fullorðinssyk- ursýki, kæfisvefns, gigtarvandamála og vissra tegunda krabbameins. Það er því engin furða að heilbrigðisyfir- völd, um víða veröld, vilji skera upp herör gegn þessum skæða vágesti. Ástæða offitu er að sjálfsögðu tengd þeirri staðreynd að einstakl- ingur neytir fleiri hitaeininga en líkaminn nær að losa sig við. í reynd er fátt eins auðvelt í veisluglöðu vel- megunarþjóðfélagi og að borða yfir sig, en fæstir áttu þess kost á árum áður. Þegar haft er í huga að lík- amleg áreynsla er, almennt séð, minni nú en áður fyrr ætti það ekki að koma neinum á óvart að tíðni of- fitu eykst. Offítudraugurinn ósigrandi? Allir sem hafa stigið glímu við of- fitudrauginn vita að við erf- iðan andstæðing _er __ að etja og margir háfa því miður orðið að játa sig sigraða. En of- fitudraugurinn er ekki ósig- randi. Óyggj- andi er, að sú baráttuaðferð sem hefur reynst notadrýgst við að leggja hann að velli felst í breyttum lífsstíl þar sem áskorandinn temur sér reglubundna þjálfun og mataræðis- breytingar sem felast ekki síst í reglubundinni og jafnri neyslu yfir daginn þar sem sérstök aðgát er við- höfð á kvöldin (já, viðmiðunardag nr. 1). Þessi dagur lætur reyndar ekki mjög mikið yfir sér en þrátt fyrir það þykir hann afskaplega slæmur ef miðað er við manneldismarkmið. Sem dæmi má nefna að hitaeininga- fjöldinn er um 2700 en til hliðsjónar má geta þess að meðalþörf kvenna er um 2000 og karla um 2700. Jafn- framt má geta þess að hlutfall fitu nemur um 50% en samkvæmt mann- eldismarkmiðum ætti hlutfall fitu að nema á bilinu 25-35%. Kvöldin virðast vera sá tími sólar- hringsins sem flestum sem eiga við offitu að stríða reynist hvað erfið- ast að hemja neysluna (sjá, viðmiðunardag nr. 2). Viðmiðunardagur nr. 1 Máitíð Fæðutegund Magn Morgunverður: Cheerios, hreint 3 dl = 1 diskur Undanrenna 2,5 dl = 1 glas Banani 150 g = 1 stór Hádegisverður: Skyr, hreint 200 g = ldiskur Sykur, strá- 12 g = 1 msk. Undanrenna 2,5 dl = 1 glas Heilhveitibrauð 30 g = 1 sneið Klípa 7í4 g = Vz msk. Miðdegisverður: Flatkaka 45 g = 'Æ kaka Klípa 8g = !4 msk. Hangiálegg, magurt 20 g = 3 sneiðar Epli 200 g = 1 stórt Kvöldverður: Ýsa, soðin 150 g Kartöflur, soðnar 180 g = 3 eggstórar Grænmeti, ýmislegt 100 g + Klípa 15 g = 1 msk. Kvöldhressing: Vínber 200 g = 45 stk Viðmiðunardagur nr. 2 Máltfð Fæðutegund Magn Morgunverður: Epli 200 g = 1 stórt Hádegisverður: Heilhveitibrauð 60 g = 2 sneiðar Smjör 15 g = 1 msk. Ostur 26% 30 g = 4 ostskerasneiðar Nýmjólk 2,5 dl = 1 glas Miðdegisverður: Nóakropp 100 g = Vz stór poki Kók 5 dl = 1 stór dós Kvöldverður: Bjúga 200 g = 1 stk. Kartöflur, soðnar 180 g = 3 eggstórar Smjör 15 g = 1 msk. Nýmjólk 2,5 dl = 1 glas Kvöldhressing: Rjómaís 4 dl = 2 skálar Hér má berja augum dag sem telst mjög heppilegur til megrunar. En fjöldi hitaeininga nemur á bilinu 1400-1500. Sem dæmi má nefna að algeng orkuþörf kvenna er á bilinu 1600-2400 hitaeiningar á dag og karla 2300-3100. Þegar haft er í huga að hálft kíló af fituvef jafngildir um 4000 hitaeiningum ætti einstakling- ur með brennslugetu upp á 2000 hitaeiningar að léttast um 'A kíló af fitu á viku með því að fylgja eftir degi sem þessum. Athugið: Kjarni næringarfræðinnar er fjölbreytni og hófsemi og hér er aðeins um að ræða sýnishorn af því hvernig góður „megrunardagur“ gæti litið út. Heilbrigðisstéttir samræma baráttuaðferðir sínar Þó að það sé nokkuð ljóst hvaða aðferðir, með tilliti til mataræðis og þjálfunar, reynast best í baráttunni gegn offitunni hefur flestum því mið- ur ekki tekist að tileinka sér þær að- ferðir. Ástæður þess eru margar og flóknar og verða ekki ræddar hér. Eitt er þó ljóst: Til þess að bæta árangur til langs tíma verður að taka fyrsta skrefið sem felst í að stjórn- völd og heilbrigðisstarfsfólk taki höndum saman og samræmi bar- áttuaðferðir sínar. Þær baráttuað- ferðir verða að sjálfsögðu að byggj- ast á bestu vitneskju sem liggur fyrir hverju sinni og tengjast næringar- fræði, líkamsþjálfun og læknisfræði. Það er von okkar með átaki Land- læknisembættisins að vekja athygli á offituvandanum. Hafi fyrsta skref- ið verið stigið í þá átt. Ólafur Gunnar Sæmundsson, næringarfræðingur. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri. Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir. Hreyfing er lífsstíll LIKAMSRÆKT er lífsstíll stendur einhverstaðar skrifað og það er hverju orði sannara. Það er engin auðveld leið til að kom- ast í gott form. Þrátt fyrir þessa vísindalegu staðreynd þrífast enn fullyrðingar á borð við: „Æfðu í 5 mínútur á dag og fáðu flatan maga...“ „...nýtt útlit á einum degi...“ „...misstu 10 kg. á 10 dögum.“ Hratt! auðvelt! fyrir- hafnarlaust! Reglubundin hreyf- ing og aðhald í mataræði er eina raunhæfa leiðin til að komast í kjörþyngd og halda henni varan- lega. Skyndilausnir gefa ekki varan- legan árangur. Það er hægt að lífga upp á útlit gamals húss með því að mála það en ef þú gefur þér ekki góðan tíma til að vinna und- irvinnuna fyrst mun málningin fljótt springa og flagna af og því vinnan unnin fyrir gýg. Til að ná raunverulegum árangii þurfum við að takast á við grunnvandann, sem væntanlega er hreyfingar- leysi og slæmar neysluvenjur. Til að tileinka sér varanlega slíkar breytingar þarf tíma. Að byrja að æfa af miklu offorsi upp á hvern dag er góð leið til þess að gefast upp fljótlega. Þegar við reynum að komast svo hratt og mögulegt til áfangastaðar gleymum við að njóta ferðarinnar. í okkar tilviki er umbunin ekki á áfangastaðn- um. Það er i rauninni enginn áfangastaður þegar markmiðið er að bæta líkamlegt ástand. Við þurfum stöðugt að nota vöðva líkamans til að viðhalda þoli þeirra og styrk og við þurfum sí- fellt að reyna á hjarta og lungna- þol til að viðhalda því. Umbunin er upplifunin að ná smám saman árangri, finna betri líðan, sjá heil- brigðari einstakling og bætt útlit í speglinum, finna aukinn styrk, betri svefn og svo mætti lengi telja áfram. Nauðsynlegt er að byrja á skynsamlegan hátt, af kappi og ákefð sem hæfir líkamsástandi. Með þeim hætti aðlagast lík- aminn jafnt og þétt að æfingun- um og minni líkur eru á uppgjöf. Minningin um líkamann undir- lagðan af eymslum í vöðvum eftir strangar æfingar er ástæðan fyr- ir því að margir veigra sér við því að drífa sig aftur af stað í rækt- ina. Allir vita að mikilvægt er að hreyfa sig og ávinningar reglu- bundinnar þjálfunar eru fjölmargir. Því ekki að byrja nú að stunda þjálfun og í þetta skipti að líta á það sem nýja venju sem verður varanlegur hluti af þínu lífi rétt eins og svefninn? Settu þér markmið og gerðu áætlun. Hver er þín fyrri reynsla? Lær- um af mistökunum. Hvaða teg- und þjálfunar hentar þér? Hvað finnst þér skemmtilegt? Skoðaðu hvað er í boði. Prófaðu þig áfram í rólegheitunum og finndu hvað þér hentar. Á nokkura vikna fresti spyrðu sjálfan þig hvernig þér gangi og gerir breytingar á áætlun þinni eftir þörfum. Nýjar venjur og breytingar taka tíma og krefjast sjálfsaga. Einsettu þér að gefast nú ekki upp eftir nokkrar vikur. Taktu ákvörðun um tegund þjálfunar, æfinga- tíma, lengd æfinga o.s.frv. og haltu þig við áætlunina. ÁJ Hugleiðing um aðferðafræði til forvarna TIL AÐ sporna gegn vaxandi tíðni offitu þarf að ráðast í markvissa forvarnarvinnu þar sem undirstöðuatriði næringar- fræðinnar eru kynnt fyrir börn- um og unglingum á áhugaverð- an hátt og þeim kennt að tileinka sér þau. Þar verður að Ieggja mikla áherslu á öfgaleysi þar sem skýrt er tekið fram að flest fæða sé boðleg en huga þurfi að magni og samsetningu. Sem dæmi má nefna að það er auðvelt að prédika að best sé að hætta að neyta sætuafurða eins og gosdrykkja, íss og súkkulaðis og láta vínarbrauð, kleinuhringi, kökur og tertur ósnert, en í þess stað einblína á sykursæta ávexti, fjörefnaauðugt grænmeti og sað- samt grófkornmeti - allir vita að flestir mættu neyta sliks í meira mæli. Vandinn við slíka prédik- un er bara sá að svo til enginn tekur mark á henni og slíkur einhliða áróður getur haft þver- öfug áhrif, ekki síst ef einstakl- ingurinn er á „mótþróaskeiði" unglingsáranna! I stað þess að prédika boð og bönn ætti fræðsl- an að fela í sér ákveðið umburð- arlyndi þar sem hvatt er til neyslu fjölbreyttrar fæðu úr öll- um fæðuflokkum með sérstaka áherslu á þá fæðuflokka sem virðast helst verða útundan og er þá átt við kornmeti, ávexti og grænmeti. Þess ber líka að geta að orkuríkar afurðir, eins og þær sem nefndar voru að ofan, hugnast vel bragðlaukum okkar flestra. Aftur á móti mættu margir svo sannarlega draga úr neyslunni, ekki síst þegar ald- urinn færist yfír, en brennslan minnkar með hækkandi aldri auk þess sem einstaklingurinn temur sér Iíferni sem krefst minni líkamlegra átaka. ÓS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.