Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.06.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Hinn íslenski galdramaður er óbreyttur alþýðumaður, þokkalega læs og að líkindum hagmæltur. Hann kann eitthvað fyrir sér í rúnapári og er álitinn ráðagóður. Þess vegna er hann vel liðinn af sveitungum sínum og stund- um kallaður til þegar lækna þarf kú eða kind, jafnvel einhvern á bænum. Þegar hinsvegar kemur að því að lækn- ingin mistekst fer að syrta í álinn,“ segir Olína Þorvarðardóttir í samtali við Þröst Helgason en hún ver doktors- ————— 7 - ritgerð sína um brennuöldina við heimspekideild Háskóla Islands í Hátíðarsal skólans 1 dag kl. 14. Galdur er samþætting Morgunblaðið/Ásdís Ólína Þorvarðarddttir AHUGI minn á efninu kom eiginlega af sjálfu sér. Ég er fyrir það fyrsta Vestfirð- ingur í móðurætt, alin upp við þjóðsögur, munnmæli og rímnakveðskap, svo það má segja að forneskjan sé mér í blóð borin. Þegar ég var að ljúka cand. mag. prófi í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands árið 1992 valdi ég mér þjóðsögur sem lokaverkefni, og afmarkaði efnistökin þá við galdrasögur. Þar með steig ég fyrsta skrefið inn í þessa fjöl- kynngisveröld sem ég hef dvalið í síðan,“ segir Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur sem ver nýútkomna doktorsritgerð sína, Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum, við heimspeki- deild Háskóla íslands í dag. í ritinu gefur að líta heildar- úttekt á öllum þeim galdramálum sem heimildir eru þekktar um á íslandi - á Alþingi og í héraði - með hliðsjón af þróun mála annars staðar í Evrópu, þar sem þúsundir manna voru teknar af lífí fyrir galdur ft-am yfir 18. öld. Ólína bæt- ir hér ýmsu við söguskýringar fræðimanna um atburði þessa tímabils, og leiðréttir ýmsar sögu- skekkjur sem uppi hafa verið, bæði um fjölda galdramála, forsendur þeirra og réttargæslu. Þá rekur hún einnig og rannsakar hvernig galdur birtist í andlegum afurðum þjóðarinnar, bæði fornbókmenn- tum íslendinga og munnmælum þeim sem sköpuðust um galdur og íslenska galdramenn þegar frá leið atburðum. Með því móti metur höfundur ólíkt viðhorf alþýðu og yfírvalda til galdraiðjunnar sjálfr- ar, sem og þá hugmyndaþróun sem átti sér stað og viðhorfsbreytingu gagnvart galdri og galdramönnum. I inngangi að bókinni segir Ól- ína: „Brennuöldin fjallar um at- burði og tíðaranda þeirra tíma þegar orðrómur og „illt rykti“ um galdur gat kostað fólk lífíð og menn áttu það undir sveitungum sínum, velvilja þeirra eða tor- tryggni, hvort þeir höfnuðu á bál- kestinum sem „sannreyndir galdramenn“, eins og það var orð- að í alþingisdómum. Afdrif þeirra íslendinga sem bornir voru á bálið, sakaðir um galdraódæði - sem og þeirra þúsunda Evrópubúa er hlutu sömu örlög - kalla á skýring- ar, hugsanlega réttlætingu, í það minnsta skilning.“ Ólína Þorvarðardóttir er fædd 1958. Hún er þjóðfræðingur að mennt, háskólakennari og um þessar mundir einnig útgáfu- og kynningarstjóri Þjóðminjasafns Is- lands. Hún hefur víða komið við á sínum starfsferli, fyrrverandi fréttamaðúr á fréttastofu Sjón- varps og borgarfulltrúi í Reykjavík 1990-1994. Hún lauk BA-prófi í ís- lenskum bókmenntum og heim- speki 1985, cand. mag. prófí í ís- lenskum bókmenntum og þjóðfræðum 1992. Hún hefur skrif- að fjölda greina og haldið fyrir- lestra um íslenska trúarhætti, þjóðsögur, þjóðtrú og þéttbýlis- sagnir síðari tíma. Rannsóknarvið- horf hennar er þverfaglegt, þar sem nýttar eru rannsóknaraðferðir ýmissa fræðigreina á borð við bók- menntafræði, sagnfræði, þjóðfræði, menningar- og félagssögu. Brenn- uöldin er þriðja bók Ölínu Þor- varðardóttur. Misræmi milli sagna- geymdar og sagnfræði Ólína segist fljótlega í rannsókn sinni hafa farið að velta því fyrir sér hvernig atburðir brennualdar- innar, raunveruleikinn á bak við sagnageymdina hefði litið út í raun og veru, og hvort aðrar heimildir um galdur og galdramenn segðu sömu sögu. „Til dæmis tók ég eftir því að prestar höfðu á sér mikið fjöl- kynngisorð í munnmælahefðinni, menn á borð við Sæmund fróða og séra Hallgrím Pétursson, sem báð- ir voru orðlagðir andans menn. Það voru þó ekki klerkarnir sem sóttir voru til saka fyrir galdur á 17. öld, heldur óbreyttir alþýðu- menn sem fæstir rötuðu inn í munnmæli, öndvert við klerka landsins. Þarna var ákveðið mis- ræmi milli sagnageymdar og sagn- fræði, sem mér fannst spennandi að rannsaka nánar. Áður en við varð litið hafði ég sótt um að fá að hefja doktorsnám við heimspeki- deild til þess að fullvinna þessa hugmynd sem var að mótast í höfðinu á mér um samanburð á dómskjölum og munnmælum til þess að meta atburði, hugmynda- þróun og viðhorf í ljósi gerólíkra heimilda. Það eitt var nógu spenn- andi út af fyrir sig, þótt ekki kæmu til hin myrku rök sautjándu aldar sem þó hafa haldið fyrir mér vöku ófáar nætur.“ fslendingar tóku af lífi viðlíka hlutfall af mannfjölda sínum og aðrar þjóðir - Maður lærir það í skóla að galdraofsóknir hafí ekki verið jafn miklar hér á landi og í Evrópu, hér hafí fáir verið brenndir og ofstæk- ið ekki nærri því eins mikið og annarsstaðar. I bókinni segir þú að þetta standist ekki, frekar en margt annað sem sagt hefur verið um galdraöldina og þú hrekur í bókinni. Þetta leiðir hugann að þeim vanda sem rannsakendum brennualdarinnar stafar af heim- ildaskorti og túlkunarvanda þeirra heimilda sem til eru. Hvernig met- ur þú þennan vanda og hvernig valdir þú þær heimildir sem þú vinnur með? „Vandinn sem hér er við að eiga er einfaldlega skortur á rannsókn- um. Þess vegna hafa menn verið að hafa hver eftir öðrum misnákvæm- ar fullyrðingar um eitt og annað sem því miður virðist á stundum byggjast fremur á óskhyggju en fræðilegum grunni. Dæmi um það er sú fullyrðing að Islendingar hafí verið hófsamari en aðrar þjóðir í framgöngu sinni gegn galdramönn- um. Sannleikurinn er allt annar. íslendingar tóku af lífi viðlíka hlut- fall af mannfjölda sínum og aðrar þjóðir. Við virðumst jafnvel hafa gengið lengra en til dæmis Svíar og Finnar. Á einstökum landsvæð- um, til dæmis á Vestfjörðum, má segja að hafi geisað galdrafár á evrópska vísu, þar sem andleg og veraldleg yfirvöld gengu fram af hörku sem minnir um margt á rannsóknarréttinn í Suður-Evrópu. í rauninni styðst ég við allar til- tækar heimildir, réttarsögulegar, sagnfræðilegar, bókmenntafræði- legar og þjóðfræðilegar, til þess að átta mig á annarsvegar staðreynd- um og hinsvegar hugmyndaþróun og tíðaranda. Slík heildarmynd fæst ekki nema með því að beita þverfaglegum rannsóknaraðferðum og tefla saman ólíkum heimildum sem krefjast ólíkra túlkunarleiða. Ég tók þann kost að leggja undir alla alþingisdóma í galdramálum hérlendis og alla þá héraðsdóma sem vitað er um, auk þess að at- huga arfsagnageymdina í munn- mælum og fornbókmenntum. Ég læt mér ekki nægja að leggja út af dómskjölunum heldur birti ég þau sem viðauka í ritgerðinni, svo ljóst sé hvað liggur undir í rannsókn- inni. Með því að hafa sjálfar frum- heimildirnar kemur eitt og annað í ljós sem áður var hulið, enda hafa menn hingað til stuðst nær ein- göngu við hundrað ára gamla sam- antekt Ólafs Davíðssonar, Galdur og galdramál á Islandi. Sú rann- sókn var raunar ekki birt fyrr en 1940-13, en þar kemur fram það sem á hans tíma var vitað um galdramál 17. aldar. Síðan hafa ýmsar heimildir þó orðið aðgengi- legri og nákvæm athugun leiðir nýja hluti í Ijós varðandi fjölda mála og framkvæmd brennudóma. Eitt af því sem kom mér mest á óvart er sú staðreynd, sem ekki hefur verið gefinn gaumur fyrr, að Islendingar höfðu engar réttar- heimildir fyrir því að brenna fólk lifandi á báli, fyrr en eftir 1683, eða þegar galdraofsóknirnar voru að mestu yfirstaðnar. Það segir sína sögu um tíðarandann. Hefðu þeir kunnað betur lögin og guð- sorðið, er ekki að vita nema öðru- vísi hefði farið fyrir einhverjum af þeim 22 einstaklingum sem brenndir voru á báli fram til þess tíma - en það er mikill meirihluti þeirra sem líflátnir voru fyrir gald- ur.“ Hinn íslenski galdramaður er óbreyttur alþýðumaður - Hver er hinn dæmigerði galdramaður og til hvers beitti hann galdri sínum? „Hinn íslenski galdramaður er óbreyttur alþýðumaður, þokkalega læs og að líkindum hagmæltur. Hann kann eitthvað fyrir sér í rúnapári og er álitinn ráðagóður. Þess vegna er hann vel liðinn af sveitungum sínum og stundum kallaður til þegar lækna þarf kú eða kind, jafnvel einhvern á bæn- um. Þegar hinsvegar kemur að því að lækningin mistekst fer að syrta í álinn. Sömuleiðis ef hann álpast til þess að leggja hug á stúlku sem öðrum er ætluð. Þá líður oft ekki á löngu áður en búið er að koma því á framfæri við yfirvöld að þessi maður hafi á sér „illt rykti“. Slík ásökun gat hæglega orðið mönnum að fjörtjóni, því þeir urðu að afla sér eiðvætta til þess að afsanna sekt sína. Ef menn fengust ekki til þess að sverja með sakborningnum sakleysi hans, var illt í efni. „Lang- varandi illt rykti“ og „eiðfall" í framhaldi af því var algengast or- sök sakfellinga yfir galdramönnum á sautjándu öld. Þeir áttu það í rauninni undir sveitungum sínum, velvilja þeirra eða óvild, hvort þeim tókst að losna frá málinu." íslenskur galdur var iðkaður í einrúmi - Þú segir að það hafí verið tals- verður munur á evrópskri gald- raöld og íslenskri. í hverju felst sá munur? „íslendingar brenndu aðallega karlmenn en annars staðar í Evrópu voru það konur sem helst urðu fyrir barðinu á galdraofsókn- um. Að þessu leyti sverja íslend- ingar sig í ætt við Finna og Eista sem líka brenndu aðallega karl- menn en sinntu minna um að of- sækja konurnar. Skýringin á þessu liggur ekki í augum uppi, en mig grunar að hún felist í menningunni - hefðinni. Eistland, Finnland og ísland eru allt jaðarsvæði, bæði landfræðilega og menningarlega. Hér á Islandi er eins og mynd hinnar djöflavæddu nornar, sem kirkjan hélt svo mjög fram á þess- um tíma, hafí aldrei náð almenni- lega að festa rætur. Sama er að segja um djöfulinn, en mynd hans í íslenskum þjóðfræðum er útlínu- laus og óljós. íslenska galdrakonan stendur mun nær völvunni í forn- bókmenntum okkar, heldur en hinni lostafullu og djöfullegu evrópsku norn. Annað sem skilur að íslensk galdramál og evrópsk er inntak galdursins. Ef litið er fram hjá fullyrðingum yfirvalda um djöfullegt inntak þess galdurs sem kom fyrir íslenska dómstóla, og lit- ið eingöngu á þær athafnir sem urðu orsök mála, þá virðast Islend- ingar fyrst og fremst hafa verið að iðka fjölkynngi, það er að segja þjóðlegan galdur en ekki þann nornagaldur sem ákært var fyrir í Evrópu með tilheyrandi kynsvalli og svörtum trúarathöfnum. Is- lenskur galdur var iðkaður í ein- rúmi - evrópskur galdur var trúar- samkoma, nornaþing." Þrælar hugarfarsins - Þú heldur því fram að kirkjan muni aldrei geta þvegið hendur sínar af því sem gerðist á galdra- tímabilinu í Evrópu. Hver var hlut- ur kirkjunnar í þessum atburðum og hver hlutur dómstóla? Voru þessar stofnanir þrælar hugarfars- ins? „Vitanlega voru þessar stofnanir þrælar hugarfarsins - stofnanir og einstaklingar eru það alltaf. Kirkj- an hannaði þessa hugmyndafræði upphaflega í viðleitni sinni til að halda valdi sínu og myndugleika. Einn mikilvægasti þátturinn í vel riðnu valdaneti var að ná yfirráð- um yfir andlegu lífí fólks og halda þekkingarþráðunum í höndum sér. Veraldleg yftrvöld dönsuðu með, enda þjónaði það beggja hag að hafa vald yfir hugsunarhætti al- þýðunnar og breytni manna. Á slíkum tímum gegnsýrist allt sam- félagið af sömu hugmyndafræði. Hún verður vopn í höndum fleiri en yfirvalda, til dæmis í höndum einstaklinga sem sjá sér þannig leik á borði að ryðja keppinautum úr vegi eða ná sér niðri á mót- stöðumönnum. Þannig hefur þetta verið á öllum tímum. Við erum æv- inlega þrælar hugarfarsins að ein- hverju leyti. Meira að segja menn á borð við Brynjólf biskups Sveins- son, sem orðlagður hefur verið fyr- ir að vera lítt hallur undir galdra- ofstækið, meira að segja hann var fórnarlamb tíðarandans. Þó að hann hafí forðað sínum eigin skóla- piltum undan logum galdrabálsins, stóð hann sjálfur fyrir málsókn á hendur umkomulausum flækingi fyrir hans ókristilega líferni. Sá maður var á endanum hengdur fyrir að vera öllum til óþurftar. Brynjólfur beitti ekki myndugleika sínum til þess að koma vitinu fyrir svila sinn, séra Pál í Selárdal, þeg- ar sá síðarnefndi vildi koma því til leiðar að fá galdramenn brennda á báli fyrir ósannaðar sakir. Vitan- lega eru menn á öllum tímum fast- ir í viðjum tíðarandans - hvort sem þeir gera sér grein fyrir því eða ekki.“ Galdur er viðleitni einstakl- ingsins til þess að hafa áhrif á líf sitt og afkomu - Flestir nútímamenn skynja galdraofsóknirnar sem fáfræði og kannski ótæpilega guðhræslu eða helvítisótta. í sumum þessum mál- um hafa menn talið undirrótina nágrannaerjur eða almenna óvild manna á milli, hugsanlega óendur- goldnar ástir eins og Hrafn Gunn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.